Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 36. Júní 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 Kaupmaður á eyri í 55 ár Rabbað við Sigmund Jónsson Sigmundur Jónsson kaupmaö ur á Þingeyri og kona hans Fríða Jóhannesdóttir. EINS og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu fyrir skömmu, átti elzta verzlunin á Þingeyri 5 ára afmæli 22. júní s.l. Svo heppilega vildi til, að Sigmundur og kona hans voru stödd hér í bæn- um á þessum merku tima- mótum, á heimili sonar þeirra, Haraícfar Sigmunds- sonar, hókhaldara, Kleppjveg 34, og þangað sóttum við þau hjónin heim. Sigmundur tók vel þeirri málaleitun okaar að rabba dálitið við okkur um ævi sína og störf, en hafði þó þann formála að samtalinu, að hann talaði aldrei v'ö blaðamenn fyrr en hann hefði boðið þeim dús. — Hvar ert þú fæddur og uppalinn, Sigmundur? — Ég er faeddur á Ingjalds- sandi í Önundarfirði 1886. Faðir minn lézt, þegar ég var þriggja mánaða gamall, og móðurforeldrar mínir tóku mig þá í fóstur, en þau bjuggu að Hrauni á Ingjalds- sandi. Þar ólst ég upp til 19 ára aldurs, cn fluttist þá til Flateyrar. — Þú hlauzt þína skóla- menntun hér íyrir sunnan? — Já, ég héit suður, þegar ég var 21 árs og hóf nám í Flensborgarskóla. Þaðan lauk ég gagnfraeðaprófi, tók báða bekkina saman á einum vetri. Næsta vetur fór ég svo í Verzlunarskólarui og var þar í tvo vetur, 1908-1909. Nei, maður sat aldrei á barnaskóla bekk hérna í gamla daga. Það var húsmóðirm, sem kenndi okkur, en við sátum fyrir framan hana á litlum kistlum í baðstofunni á Hrauni. Þetta var greind og fróð kona, Sig- ríður Jónsdóttir, föðursystir mín. Bækurnar, sem við lærðum, voru Helgakver og Eiríksbók, en það var reikn- ingsbók. — En hvert var svo ferð- inni heitið eftir námið í Verzl unarskólanum, Simundur? — Ég fór aftur heim til Flateyrar. Skómmu eftir að ég kom heim atvikaðist það svo, að ég veiktist og lá al- veg fram til haustsins. Móður systir mín, Jónsina Sigmunds dóttir, og maður hennar, Ólaf ur Magnússon, sem bjuggu á Þingeyri, báðu mig að koma til sín, og dvaldist ég hjá þeim þar til vorið 1911, að ég íór í atvisxnuleit hingað suð- ur. Þagar lungað kom, gekk ég á milli marna til að leita fyrir mér um atvinnu, heizt við verzxurxrrstörf, en án ár- angurs. Eg var eiginlega að fara heim, þegar mér var bent á denskan umboðssala sem um þessar mundir var staddur hér og hét Fritz Nat- an. Þótt ég hfrfði enga pen- iixga á mi'.li handanna, hafði ekki einu sinni átt fyrir fe-ð inni suður. he'dur þurft að íá lán hjá þe.m ágæta vini mínum, Gunnlaugi Þorsteins- syni, lækni, fór ég samt á fund þessa rr.arns. Við rædd- um nokkra stund saman um væntanlej viðskipti og auð- vitað kom að því, að hann spurði mig, hvort ég heföi r.okkra peninga til þess að greiða vörurnar með, en ég sagði exns og satt var að það hefði ég ekki. Hann kvaðst þá mundi lána mér vörur að andvirði 5-6900 kr með því skilyrði að ég útvegaði fyrst tryggingu gó''ra og áreiðan- legra marxna. Ég sneri strax beim við svo búið og fékk góða mena til þess að ganga í ábyrgð fyrir mig. Síðan sendi ég trygginguna suður og fékk vörurr.ar skömmJ seinna. Eins og sjá má á þfssu, byrjaði mín kaup- r.iennska íyrir háifgerða til- viljun, því að ég anaði út í þetta án þess eð hafa nokkra peninga á milli handanna. En þetta fór þó allt saman vel. Svo árið 1911 gifti ég mig, kcna mín er Fríða Jóhann- esdóttir, og þiemur árum sið- ar eða 1914 hófst ég handa um byggingu stórhýsis, sem þá var kallað, og stendur enn þá heima á Dý’rafirði og nef- ur verið mitt verzlunar- og íbúðarhús síðan. Húsið kost- aði fullgert um 8000 krónur en var töluvert dýrara en reiknað hafði verið með, vegna þess að steypan hækk- aði vegna styrjaldarinnar, sem þá stóð yfir. íslands- banki eða Útvegsbankinn eins og hann heitir nú, veitti mér 20.000 króna lán til þess- ara framkvæmda og má segja að þetta sé nú eina lánið sem ég hef tekið á þessum árum. — Hvernig fór verzlunin fram á þessum árum? Var þetta ekki aðallega úttektar- verzlun? — Jú, eingöngu. Þetta byggðist allt á landbúnaði, svo maður lánaði bændun- um vörur ailt árið í kring, því að þeir gátu ekki lagt inn nema einu sinni á ári. — Hvernig leit Þingeyri út á þessum tímum? — Kauptúnið var í þá daga öllu fjölmennara en það er nú og mikið sveitalíf í kring, en þegar síminn kom til sög- unnar og samgöngumar færð ust í betra horf, fluttust marg ir burt, annað hvort í kaup- túnið sjálft eða suður. Ég man það t.d., þegar ég var að hefja mína kaupmennsku þarna, að þá bjuggu átta bændur rétt við kauptúnið, en nú eru allir þessir bæir í eyði. — Þú stundaðir einnig bú- rekstur um tíma, Sigmundur. — Já, ég hef alltaf verið mikill dýravinur og hafði til skamms tíma lítið bú, venju- lega eina kú, einn hest og komst upp í að hafa 25 skepn ur á eldi, þegar búið var sem stærst. Það eru ekki nema svona fjögur eða fimm ár síð an ég hætti þessum búrekstri mínum og sakna þess alltaf að hafa þurft að leggja hann niður. — En hvernig lýst þér á unga fólkið? — Við eigum þróttmikla æsku sem þjóðin getur treyst á. Þótt ýmsir agnúar kunni j að vera þar á, held ég að það sé nær eingöngu sök fullorðna fólksins og heimil- anna. í gamla daga þekktist það ekki að kvenfólk og ung- lingar brögðuðu áfengi og þá voru þetta allt saklausar [ skemmtanir. Til dæmis var einn helzti samkvæmisleikur- inn þá, að einhver fór út og þóttist telja stjörnurnar á himninum en fór að því búnu aftur og máti þá kyssa hvem þann, sem hann vildi, eins marga kossa og hann þóttist hafa talið stjörnurnar. En þetta hefur nú breytzt eins og annað. — Viltu svo segja eitthvað að lokum? — Já, ég vildi fyrst og fremst þakka guði fyrir hans heillaríku handleiðslu, fyrir ástríka eiginkonu og ágæt börn. Einnig vildi ég þakka viðskiptavinum mínum, sem hafa stutt fyrirtæki mit, og sérstaklega þeim, sem hafa trúað mér fyrir miklu fé og sýnt mér að öðru leyti mikla tiltrú, en þeir eru ótal margir og sendi ég þeim mínar beztu kveðjur og þakkir. * Islenzk rímnalög Farmobil-ný landbúnaðar og flutningabifreið FYRIR forgöngu hljómplötu- deildar Fálkans h.f. í Reykjavík er nýlega komin á markaðinn stór, hæggeng plata með íslenzk um rímnalögum. Hér koma fram sextán kvæðamenn og konur og fara með meira en hálft hundr- að rímnalaga, mörg við fleiri en eitt erindi. Má því segja, að hér sé um að ræða fjölbreytt sýnishorn af þeirri sérstæðu þjóðaríþrótt, sem rímnakveð- skapurinn er — eða var. Það lætur að líkum, að ekki ei allstaðar jafnfeitt á þessu stóra stykki. Nokkur laganna eru mjög sérkennileg og athygl- isverð, önnur hversdagsleg og sviplítil, einstaka auðþekkjan- legar afbakanir á alþekktum út- lendum lögum. En svona mun þetta hafa verið í rauninni um rímnalögin, að minnsta kosti síð- ustu hundrað árin, svo sem með- •1 annars má marka af rímna- lagaflokkinum í þjóðlagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Engin skil kann ég á kvæða- mönnunum, að örfáum undan- teknum, og hefði verið gaman og fróðlegt, ef þeir hefðu verið kynntir ltíið eitt, þótt ekki hefði verið nema aldur þeirra og hvar ó landinu þeir eru upprunnir. Mjög hafa þeir mismunandi kveðskaparlag, og líklega eru það þeir elztu, sem mest hafa af hinum rétta rímnaihreim. Enda mun sú raddibeiting, sem einkenndi rímnakveðskap fyrr- um, nú vera Um það bil að týn- *st fyrir fulit og allt. Það er sitthvað að syngja og kveða. Þessi plata hefir fræðilegt gildi fremur en listrænt. En hún er ekki síður merkileg þess vegna. Upptaka hennax og út- gáfa er lofsvert framtak, og mun ekki þykja minna um það vert, er fram líða stundir. John Levy hefir tekið upp og válið mest af efninu. Dr. Hallgrímur Helga- son ritar aftan á umslagið stutta greinárgerð um rímur og rímna- kveðskap. Haraldur Ólafsson. forstjóri Fálkans h.f., hefir iát- ið sér annt uni frágang plöt- unnar og umibúnað allan. AUir eiga þeir þakkir skildar — og ekki má heidur gleyma þeim, konum og k irium, sem lagt hafa tií efni plötunnar. lslenzkur hátíðasöngur sr. Bjarna Þorsleinssonar Það var ekki litill viðburður í sögu íslenzkrar kirkjutónliscar þegar Hátíðasöngvar sr. Bjarna Þorstéinssonar, sem svo eru venjulega nefndir, komu fyrst út árið 1899. Hefti þetta, sem er um 40 blaðsíður að stærð, var prentað í Kaupmannahöfn, og réttur titill þess er: íslenzkur hátíðasöngur eða víxlsöngur prests og safn: ðar á þremur stórhátíðum op nýjársdag, á jóla nótt, nýjársnoc og föstudaginn langa; einmg nýtt tónlajg presta ásamt svörum safnaðarins. Síðan Hátíðasöngvarnir komu fyrst út, hafa þeir verið endur- prentaði tvisvar, 1926 (lítið eitt breyttir) og 1949 (ljósprenlun eftir frumútgáfunni). Allar þess ar útgáfur eru nú ófáanlegar, og sýnir það bezt, hverjum vin- sældum söngvarnir hafa átt að fagna og hve mjög þeir nafa verið notaðir í kirkjum landsins á undanförnum aratugum. V:st er, að víða hafa þtir fegrað guðs þjónusturnar á hótíðisdögum, og ekki mun fjarn lagi að segja, á plötu að sumstaðar bafi flutningur þeirra á jólum og öðrum stor- hátíðum verið meðal’helztu tón- listarviðburða ársins. Allar líkur eru til, að þeir muni enn lengi njóta vinsæida, enda hvílir yf- ii þeim sérstakur helgiblær í i hugum margra, sem frá barn- æsku hafa vanizt þeim sem mik- ilsverðum bætti í guðsþjónust- unni á stórhátíðun: kirkjunnar. Nú hefur sonur tónskáldsiis, Beinteinn Bjarnason, gengizt Xyr ir fjórðu útgáfunni á íslenzkum hátíðasöng, ög er hún ljósþrent- uð . eftir frumútgafunni eins og útgáfan frá 1949. Prentunin er gerð í Litíhoprent og er vel af hendi leyst, og bókin bundin í traust og gott band. Er ekki að efa, að þessari ný..u útgáfu verð ur þkaksamlega tekið eins og hinum fyrri. Jón Þórarinsson. BLAÐAMÖNNUM var fyrir skemmstn boðið að skoða nýja tegund bifreiða, sem Jón Lofts- son h.f. hefur hafið innflutning á. Tegundin nefniist Farmobil og \ er framleidd af Chrysler Inter- nation.il. Þessar bifreiðar eru ætl aðar sem landbúnaðarbifreiðar, en hafa ekki drif á öllum hjól- um. Jón Loftsson h.f. hefur nýlega tekið að sér einkaumboð á ís- landi fyrir Chrysler Internatio- nal S.A. á hinni nýju landbún- aðar- og flutningabifreið verð- smiðja þeirra í Grikklandi, ,,Farmobil“. Bifreiðar þessar eru nokkuð nýstárlegar að gerð. Þær eru léttar, um 600 kg. og eiga að geta borið hlass af sömu þyngd. „Farmobil". Bifreiðar þessar eru læstu mismunadrifi að aftan, en Farmobil, hin nýja landbúnaffar- hefur ekki drif á framhjólum. Af þessum orsökum hefur ekki fengizt leyfi til þess að flytja bifreiðina inn á sömu tollum og aðrar jeppabifreiðar. Þetta gerir það að verkum, að Farmobil mun kosta um kr. 170.000,00. Á jeppa tolli mundi bifreiðin kosta um kr. 100.000,00. Vélin í Farmobil er tveggja strokka fjórgengisvél. Vélin er loftkæld og á að eyða 7 lítrum af benzíni á 100 kílómetra. Vélin er aftan í bifreiðinni og þess vegna eru engin drifsköft í henni. Sérstök fjöðrun er fyrir hvert hjól í Farmobil, en fjöðrun fer fram með gormum og höggdeyf- um. Hjólin eru fremur lítil, hjól- barðar af stærðinni 5,20x12. 1 Framhald á bls. 13 • og flutningabifreiff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.