Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1965, Blaðsíða 12
1S MORCUNBLADID Miðvikudagur 30. júní 1965 . ... Landbúnaður — Sveitirnar — Landbunaður Af hverju kemur kalið ? EINN af tíu sérfræðingum Bún- aðardeildarinnar er dr. Bjarni Helgason. Hann starfar að jarð- vegsrannsóknum. Á dögunum skrapp hann austur á Hérað að skoða kalskemmdirn- ar. — Búnaðarsíðan hefur lagt fyrir hann nokkrar spurningar sem hér birtast ásamt svörum hans. — — Þú varst nýlega á ferð að athuga kalskemmdir.í túnum aust ur á Héraði? — Já, ég var þar á snöggri ferð um miðja sl. viku, eftir að Jónas Pétursson hringdi4 mig og sagði mér, að nú gæfist alveg sérstakt tækifæri til að sjá kal í .þess verstu mynd. Við Jónas skoðuð um tún á allmörgum bæjum, að- allega í Fellunum og á Völlum. Á þeim stöðum, sem við sáum, er kalið mjög misjafnfega mikið, og í heild er það miklu meira en ég hafði áður gert mér grein fyr- ir. Kalskemmdirnar eru einna mestar á alveg flötu landi og í lægðum í túnum, þar sem svell mun hafa legið lengi yfir. Hins vegar eru þær minni, þar sem snjó mun hafa skafið tiltölulega fljótt burtu. — Er tíðarfarið aðalorsök kals- Ins? Skiptir ekki grasfræið og áburðurinn líka einhverju máli? — Því er mjög erfitt að svara. Óneitanlega er freistandi að kenna fyrst og fremst tíðarfarinu um og álíta, að grasið hafi blátt áfram kafnað undir langvarandi svelli, eða vegna of mikils raka í jarðveginum, þegar svellin tók upp. En þá komum við að því, sem er mjög athyglisvert í þessu sambandi, að á útjörð virðist ekkert kal að sjá. Mér finnst það benda til þess, að grasfræið og áburðurinn, eða kannske hvort tveggja, geti skipt miklu máli líka. Það eru fyrst og fremst ný- ræktuð tún sem hafa skemmzt og því er ekki að leyna, að gras- fræið, sem sáð hefur verið í upp- hafi, er allt af erlendum stofn- um. Þessir aðfluttu grasstofnar eru ekki aldir upp við sömu vetr- arveðráttu og hér ríkir, enda þótt sumarveðrátta sé nægilega góð til, að þeir dafni ákjósanlega, og lifi hér líka flesta vetur. Það er staðreynd.að' vetrarveðráttan get- ur gert út af við þessa aðfluttu grasstofna alveg eins og hún get- ur gert'út af við vissar trjáteg- »mdir. Það er líka mjög sennilegt, að langvárandi og einhæf áburðar- notkun geti ýtt undir kalhættuna, maður talar nú ekki um ef notk- unin verður óhófslega mikil eins og víða á sér stað með Kjarnann. tJtborgun mjólkur- búanna Á sJ. ‘ ári var útborgun 1 mjólkurbúanna pr. I. „eftir ' því, sem næst verður komist": tsafirði Akureyri Ólafsfirði Sauðarkróki Blönduósi Húsavík Hvammstanga Borgarnesi Flóabúinu kr. 7.58 — 7.24 — 7.11 — 7.04 — 7.00 — 6.98 _ 6.96 — 6.84 — 6.84 t verðlagsgrundvelli land- búnaðarafurða er verðið á- ' kveðið 6,84 kr. pr. L Kal í túni á tilraunastöð Bún aðardcildar á Kofpúlfsstöðum. Túnið kól þar sem fosfór skorti. Þetta er samt ekki .exnhlítt frek- ar en flest annað í þessum efn- um. — Er mikill munur á nýrækt- uðu túnunum og þeim gömlu? — Alls staðar þar sem ég sá, voru nýræktirnar svokölluðu mjög áberandi verr útlítandi en gömlu túnin, svo að sumsstaðar voru grænir grastoppar aðeins á stangli í þeim. Nýræktirnar eru kannski með viðkvæmari gróðri en gömlu túnin, þar sem innlend- ir grasstofnar ríkja. En það er áberandi í nýræktunum, sem margar eru frekar ósléttar eða missignar, að grasið lifir í hæstu blettunum en hefur drepizt í lægðum á milli, þótt hæðamis- munur sé innan við ca 15 sm. Þetta gæti bent til einhverra raka áhrifa líka, að það sé of lengi óeðlilega rakt í lægðunum og grasið kafni því af þeim orsök- um. í framhaldi af þessu dettur mér líka í hug, að mikið af þessum nýræktartúnum er á framræst- um mó- og torfmýrum. í slíkum jarðvegi er hreyfing á vatni mjög Íítil, þótt á yfirborðinu sýnist allt þurrt. Þetta er jarðvegur, sem, ef allt er með felldu, heldur rakan- um mjög vel eða kannski föst- um í sér. Það mundi því vera mjög merkilegt, ef sömu gras- tegundir ættu jafnvel við í hvaða jarðvegi sem er. Mér finnst ó- sennilegt ,að sömu grastegundir eigi jafnvel við í móatúni, sem er þurrt frá náttúrunnar hendi, og í mýratúni, sem aðeins sýnist / Ijáfarinu VORIÐ var að koma — ylur í lofti, ilmur úr jörð. Ef þá hefði verið til hið fallega ljóð Áróru Guðmundsdóttur, sem nýlega birtist í Lesbók, þá hefði sjálf- sagt kveðið við í sálinni: Dagarnir lengjast og létt verður manni um sporið. Leynir sér ekki, að nú er á ferðinni vorið. Sólin rís árla og gælir við hríslur og glugga. Grípur hún myrkrið og hneppir í ljósfælna skugga. Það var verið að halda húnað- arfélagsfund í sveitinni. Hann var fjölmennur, allir mættir, ut- an þeir, sem alltaf sitja heima, nema þegar þeir fara á kjörfund eða til augnlæknisins. Þetta er framfarapláss og bún- aðarfélagið er í fararbroddi með ýmsar framkvæmdir á félagsleg- um grundvelli. Þess vegna liggja, að venju, mörg mál fyrir aðal- fundi. Og það taka margir til máls. En þeir taka það samt flest- ir fram í upphafi máls síns, að þeir ætli nú ekki að fara að halda neina ræðu, þeir hafi nú ekki svo mikið að segja, og raun- ar hafi næsti ræðumaður á und- an þegar tekið fram það sem þeir ætluðu að leggja til málanna. En það er nú samt svona. Þeim þykir vissara að láta í ljós sina skoðun, svo að það fari ekki neitt milli mála hver sé þeirra mein- ing. Þetta verður langur fundur. Það vissi stjórn búnaðarfélagsins fyrirfram, þess vegna hafði hún, eins og oft áður, fengið tvær hús- mæður í sveitinni til að fram- reiða kaffi handa fundarmönn- um. Þegar nokkuð er liðið á fund inn er gert hlé á störfum og sezt að kaffidrykkju. — Við eitt borð- ið sitja 4 bændur. Einn þeirra er ungur maður. Hann hefur raun- ar Isngi verið önnur hönd rosk- ins föður síns, en nú er farið að skrifa hann fyrir búinu og hann er genginn í búnaðarfélagið. Það ber margt á góma hjá þeim fjórmenningunum við kaffiborð- ið. Hér verða þær viðræður ekki raktar, enda ástæðulaust. Hins vegar skal hér tilgreind ein setn- ing eftir unga bóndanum er hann sagði: Það skal nú ekki verða langt þangað til ég fæ mér bíl. Þetta þótti félögum unga bónd- ans við borðið mikil f jarstæða og var það eðlilegt, því að þegar þetta var sagt, voru aðeins tveir bílar í öllum hreppnum, vöru- skrjóður lausamanns á Ósi og Iæknisjeppinn og enginn venju- legur bóndi gerði sér yfirleitt neinar vonir um að eignast slíkt farartæki, því að þá áraði illa í sveitum landsins af fjárpestum, framsóknarpólitík o. fl. plágum. Nú er öldin önnur og er óþarfi að rekja þá sögu. En nú er svo komið, að á langflestum sveita- bæjum er til einhverskonar bif- reið, vörubíll, jeppi eða drossía og á sumum bæjum fleiri en einn. Og flestar fólksbifreiðar á mann eru í einhverju hreinræktaðasta landðúnaðarhéraði — Rángár- þingi. Þar koma 175 bílar á hverja 1000 íbúa. I Borgarfirði eru þeir 161, í Ámessýslu 158, í Dalasýslu 157. Næst kemur svo Reykjavík með 146 fólksbíla á hverja eitt þús. íbúa. Það er vissulega ástæða til að gleðjast yfir þessari þróun mála. Nú má með miklum rétti segja, að bíllinn sé bóndans þarfasti þjónn, sem getur, með réttri notk un, orðið öllum búandmönnum til ómetanlegs gagns við bústörf- in og ánægju og uppléttis í tóm- stundum. þurrt. Mýratúnin eru í rauninni oft svo blaut, þegar komið er nokkra sentimetra niður, að vinda má vatnið úr jarðveginum eins og úr blautri tusku. í þess- um efnum vantar okkur mikið tilraunir, en í framtíðinni verður án efa að taka meira tillit til jarð vegsins í sambandi við val gras- tegunda í túnin. Kalskemmdir nú og á undan- förnum árum hafa verið mjög áberandi í nýræktum, sem hafa verið djúpplægðar með svoköll- uðum Skerpiplóg. Orsökin er ef- láust sú, að upp hefur verið plægður mjög ófrjór eða „dauð- ur“ jarðvegur, og slíka ófrjósemi getur tekið mjög langan tíma að bæta. — En hvað er þá helzt til úr- bóta? — Þetta er mikið vandamál, en það talaðist svo til milli mín og ræktunarráðunauts þeirra Aust- firðinga að hefja tilraunir, fyrst og fremst með áburð til að fá ein- hverjar upplýsingar varðandi þann þátt málsins. Þetta verða á þessu stigi tilraunir aðallega með fosforáburð og kalk. Auk þess tók ég nokkur jarðvegssýnishorn, þegar ég var á ferðinni þarna fyrir austan, bæði úr kalskellum og óskemmdu landi, ef verða mætti, að einhver mismunur væri á jarðveginum, sem auðvelt væri að ráða við. Jarðvegurinn og jarðvinnslan eru án efa mjög mikilvæg atriði í sambandiv ið kalið ekki síður en grasstofnarnir, og því fyrr sem hafizt er handa, því betra. Búnaðarsíðan þakkar dr. Bjarna greinagóð svör og óskar honum góðs árangurs í leit hans að or- sökum kalaskemmdanna. Dr. Bjarni Helgason Rosinn í F1 j ótshlí ðinni Breiðabólstað, 6. sept. 1835. „Fyrir fjórum dögum náði ég fyrsta bagga í garð, þ.e. 60 hest- um af 5 vikna gömlu heyi; hitt er nú að fúna á túninu. Öll eftir- tekja sláttarins getur ei orðið meiri en svo sem til að halda lífinu í 10 kúm eður því svarandi af öllum peningi til samans, svo ég hlýt að skera strax helming- inn af því, sem ég á, svo að embættis inntektirnar hrökkva várla í ár til að borga búskapar- skuldina. Ég kæmist raunar miklu betur af með því að hætta búskapnum og lifa af brauðinu einu, en bæði hafði ég ætlað að koma á skyn- samlegum búskap, þar sem ég setti mig niður í sveit, og líka hrökkva inntektirnar ekki lengi til lífs, ef þessu fer fram ,því þá hætta allir að geta borgað.“ (Úr bréfum sr. Tómasar Sæm- undssonar). Hvammur í Norðurárdal Sveitin og kirkjan \ HVAMMUR er eitt algeng- 1 .asta bæjarnafn á íslandi. — I Þeir eru víst um hálfur þriðji = tugur. Tveir eru prestsetur — I Hvammur í Dölum og Hvamm = ur í Laxárdal. Sá Hvammur, I sem hér birtist mynd af er í I Norðurárdal. Þar var prestset- 1 ur fram á þessa öld er : Hvammsprestakall sameinað- 1 ist Stafholti, 1911. Árin 1783—1786 var skáldið = sr. Jón Hjaltalín prestur í 1 Hvammi, flúinn þangað aust- I ur úr Skaftáreldum. Þá var | ekki gott að búa í Norðurár- I dal frekar en annars staðar. í Þannig lýsir sr. Jón árinu 1884 í Tíðavísum: Liðna árið rauna-rammt rúði gæða-standið. Mun það verða minnissamt meðan byggist landið. Einni öld síðar var annar Jón prestur í Hvammi — Jón Ó. Magnússon síðar á Mæli- j felli.. í Hvammi fæddist Magn j ús sonur hans 26. nóv. 1887 j — tvíllaust einn fjölhæfasti j gáfumaður sinnar samtíðar. Síðasti presturinn í Hvammi j var sr. Gísli Einarsson — síð- ar í Stafholti. Sonur hans, Sverrir, hefur búið í Hvammi síðan 1916. Hann var formað- ur Stéttarsambands bænda fyrstu tvo áratugina. Mun is- lenzk búnaðarsaga ávallt geyma með virðingu og þökk nafn þess ágæta og góðviljaða bónda og minnast giftudrjúgr- ar forustu hans meðan bænda samtökin voru að mótast og vinna sér þann sess í þjóðfé- laginu sem þau þegar hafa hlotið. „„...■.■■■.niiiiminuimiwimumiiniuniHiiimumiiiiiiiuiiiiiniiniinininiiimiiiiiuuiininmnuiniunmiMmMÉ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.