Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. júlí 1965 KJSS55 ■ • ' •• 19 ' 'r"r' ■• ■ "■'. '■■ "• ' " 1 1 "St< TUNGLFARAEFNIN KOMU TIL OSKJU I GÆR BANDARÍSKU geimfar- arnir komu til Öskjusvæðis ins síðdegis í gær. — Þar munu þeir verða við jarð- fræðilegar athuganir þar til á miðvikudag. Tveir af blaðamönnum Morgun- blaðsins, Kjartan Thors og Andrés Indriðason, voru við Öskju er geimfaraefnin komii þangað. Hér fer á eft ir frásögn þeirra, svo og myndir: Hinir væntanlegu tunglfar ar Bandaríkjamanna komu að Öskju síSla dags í gær. Þeir eru 11 saman, en auk þeirra eru í förinni fulltrúar NASA, Geimferðastofnunar Banda- ríkjanna og jarðfræðingar, þeirra á meðal Sigurður Þór- arinsson og Guðmundur Sig- valdason. Alls eru í hópnum 23 menn. Herðubreið var sveipuð skýjafaldi, þegar leiðangurs- menn renndu í hlað við sælu húsið í Herðubreiðarlindum um 4 leytið í dag. Það hafði gengið á með skúrum um dag inn, en leiðapgursmenn létu veðráttuna sýnilega ekkert á sig fá. Þetta var glaðlegur hóp ur — og frísklegur. Þótt hin- ir ungu, tilvonandi geimfarar hefðu lagt langa leið að baki, voru litil þreytumerki á þeim að sjá. Þeir höfðu flogið frá Keflavík til Akureyrar árla morguns, en seinni hluti leið arinnar var farinn í bifreið. Á leiðinni að Öskju gáfu þeir sér góðan tíma til þess að doka við og skoða sig um. Þeir stöldruðu við að Mý- vatni, hjá Skútustöðum, við Námaskarð og víðar. Eftir skamma dvöl í Herðu breiðarlindum var lagt upp í síðasta áfangann að öskju, og slógust þá blaðamenn í för- ina, en þeir höfðu beðið komu leiðangursmanna í Herðu- breiðaiiindum um nóttina. — Voru þar í hópi sænskir blaðamenn og norskur sjón- varpstökumaður frá U.P.I. Við Drekagil í Öskjuhlíðum var numið staðar, en þar hyggjast leiðangursmenn hafa náttstað. Geimförunum þótti sýnilega mikið til fegurðar staðarins koma, og höfðu um það mörg orð. Hafizt var handa þegar í stað um að slá upp tjöldum, en að því loknu flutti Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, erindi um upp runa íslenzkrar jarðmyndun- Við spurðum einn úr hópi hinna væntanlegu tunglfara, Alls eru 28 manns í Öskju- leiðangri Bandaríkjamanna, svo þar er nú risin allmynd- arleg tjaldborg. Myndin var tekin er byrjað var að reisa hana síðdegis í gær. ungan mann, grannvaxinn og spengilegan, hvort hann fyndi ekki til þreytu eftir að hafa ferðast allan daginn um vegi og vegleysur að Öskju. Hann svaraði því til, að víst hefði vegurinn verið ævin- týralegur á köflum, en lands- lagið bætti það fyllilega upp. — Það má segja, að það sé aðeins einn hluti af mér þreyttur. Sá hluti, sem ég sit á! Hann heitir Schweickart, þessi myndarlegi piltur, og var í óðaönn að blása upp vindsængina sína meðan við ’röbbuðum við hann. Félagi hans í tjaldinu var Walter Cunningham, en Schweickart sagði okkur, að við skyldum bara kalla hann Ronnie. Tjöidin voru lítil og græn flekkótt, tveggja manna, og hefðu betur notið sín í frum skógum Afríku en vikursandi Öskjuhiíða. — Ætlið þið kannski að hafa þessi tjöld með ylrkur til tuglsins, spurðum við, en Shcweickart sagði, að þau kæmu að litlu gagni þar, úr því að enn væri ekki ú.tséð um, hvort þau kæmu að gagni á íslandi. Han var augsýni- lega ekki viss um, hvernig hann ætti að festa tjaldið við sandinn. — Heyrðu annars, sagði hann svo við félaga sinn, þeg ar hann hafði gaumgæft tjald — ið sitt og hinna félaga sinna.J — Hvernig stendur á því, að öll hin tjöldin snúa öfugt? Hann velti vöngum, en sá þó von bráðar, að það var hans tjald, sem sneri öfugt! — xxx — Þeir ætluðu að ganga snemma til náða í kvöld, en á morgun, þriðjudag, munu þeir ganga að Öskjuvatni í fylgd Sigurðar Þórarinssonar og gera jarðfræðilegar athug anir. í þeim leiðangri verður þeim kennt að gera skýrslur um það, sem á vegi þeirra verður. r,v s'sss/', 'f' /y , Wilson vongoður um ár angur af sendiför Davies London, 12. júlí, NTB, AP. HAROLD WiLson, forsætisráð- berra, kveðst vongóður um ár- angur af sendiför nafna sins Davies og telur hana réttlætan- lega ef hún geti orðið til þess að flýta sainningaviðræðum „þó ekki væri nema um einn dag“. Wilson sagði það endanlegt takmark, að komið yrði á ráð- stefnu á borð við Genfarráð- stefnuna 1954, sem batt enda á sjö ára borgarastyrjöld í Indó- Kina óg kvað rétt að reyna allar I leiðir sem til þess takmarks lægju, þó þær kynnu að virðast | lítt færar við fyrstu sýn. Hann sagði að styrjöldin í Vietnam væri hættuleg og ógnvekjandi og sífelldur uggur í mönnum um að hún kynni að breiðast út. Ekki væri vegur að leysa Vietnam- málið með hernaðaraðgerðum einum saman og lykillinn að lausn málsins væri í höndum Norður-Yietnamstjórnar, sem skorti viðurkenningu fjölmargra Framhald á bls. 17. Geimfaraefnin tóku strax til við að reisa sin litlu og lágreistu tjold við Öskju. Minnir landslagið á tunglið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.