Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 27
MORCUNBLAÐIÐ 27 Þriðjudagur 13- júH 1965 ................................ Eggjatökukæran mikið hitamál á Akranesi ■ Mhl. hafði í gær samband ; við Hermann G. Jónsson, fuli : trúa bæjarfógreta á Akranesi ; og spurði hann um rannsókn ; ina vegna eggrjatöku í Akra- !« fjalli, sem skýrt var frá í blað I; inu á sunnudasf. Hann sagði « að rannsókn málsins stæði yf ■ ir og gæti tekið langan tíma, I því ná þyrfti í marga menn, £ sem sumir væru í burtu vegna síldveiða eða sumar- leyfa. Landeigendafélag bænda við Akrafjall hefði kært nokkra menn fyrir eggjatöku í heimildarleysi í fjallinu. Hefðu bændur verið búnir að augiýsa að hægt væri að kaupa leyfi tii þess að fara í fjallið og taka svartbaksegg, en nokkuð borið á því að menn færu þangað án Ieyfis. Hefði landeigendafélagið þá kært nokkra menn af Akra- nesi. Kæran hefði verið send saksóknara, sem óskaði eftir rannsókn og fer hún nú fram. Þetta er mikið hitamál á Akranesi, því menn hafa ára- tugum saman gengið í f jallið eftir eggjum og ekki verið amazt við því fyrr en fyrir nokkrum árum. Og nú hefur í fyrsta sinn ifomið fram kæra á hendur mönnum fyrir það. — Erl. ferðannenn Framhald af bls. 2«. við útlendinga í innanlandsflug- inu. Þeir ferðist mjög mikið um landið einkum til Akureyrar, Eg ilsstaða, Vestmannaeyja og væru að byrja að fara til Vestfjarða. Eins færi mikið af útlendingum í Grænlandsferðir Flugfélagsins. í sumar yrðu farnar 16 ferðir þangað með um 600—700 far- þega og væru útlendingar 80% af því. Varnarmálaráðherra Grikkja vikið úr embætti Annars sagði Birgir að hinar stóru ráðstefnur, sem hér væru nú svo mikið haldnar um hásum arið, trufluðu mjög almenna ferðamannaumferð og yrði til mikilla bóta ef þær yrðu færðar meira á vorið og haustið af mesta annatímanum. Alltaf hægt að koma fólki fyrir Hótelunum kom saman um að ekki væri eiginlega skortur á hótelrými, þó stöku tímabil væru erfið. Alitaf væri hægt að bjarga fólki um herbergi, þó það væri þá úti í bæ. Konráð Guðmundsson á Sögu sagði, að þegar ráðstefnurnar stæðu yfir væri allt yfirfullt, en þess á rniili væri aðsókn svipuð og í fyrra. Hann yrði ekki var við að hinn almenni ferðamanna straumur væri meiri en undan farin ár. Á sumrin væru 95 til 100% gestanna á Sögu útlend- ingar. Pétur Daníelsson á Hótel Borg sagði, að nú síðustu dagana væri fremur rúmt á hótelunum, þann ig væri það þegar hinir stóru ráðstefunhópar tæmdu hótelin í einu, auk þess sem þyrfti að gæta þess að hafa laust fyrir næstu ráðstefnu, og því ekki hægt að lofa herbergjum nema stuttan tíma. Ferðamannastraumur fyrir utan ráðstefnunar virtist ekki mikið meiri en áður. Oft væri yf irfulit, en alltaf hægt að bjarga fólki um herbergi. Þorvaldur Guðmundsson í Hoiti sagði, að ferðamannaum- ferðin væri viðráanleg. Hjá sér væri mikið af góðu fólki, mest útlendingar á þessum tíma, en oftast væri hægt að hjálpa fóllki um herbergi í hótelinu eða ann ars staðar. Alltaf væru kvik- myndatöku- og sjónvarpsmenn á ferðinni. Liði ekki svo vika að ekki væru slíkir hópar á hótel- inu. Ingólfur Pétursson í City Hotel teldur ferðamannaumferðina svipaða og f fyrra. Síðasta vik- an í júlí verði þó mjög erfið, þar sem þá verði ráðstefna hér, sem sæki 800 gestir eða 300 fleiri en hótelrúmin eru í bænum. Á slik um dögum sé erfitt um hótel- piáss, en aimenn sé hægt að greiða úr hótelvandræðum, þeg ar hótelin hjálpast að með að finna öll þau herberg sem ferða menn hafa pantað og mæta ekki í og einnig með því að útvega gistingu úti í bæ. Aþenu, 12. júií, NTB. AP. GRÍSKA stjórnin samþykkti á fundi i dag að vikja úr em- bætti Petros Garoufalias, varnar málaráðherra, og mælti jafn- framt með því að hann skyidi rekinn úr Miðflokknum, flokki þeim er Garoufalias hefur verið félagi í til þessa. Var stjórnin sammála um að verða við kröfum Papandreous forsætisráðherra um að víkja varnarmálaráðherranum frá með þvi að hann hefði verið á móti því að „hreinsað“ yrði til í gríska hernum og reknir ýmsir herfor- ingjar einkum þeir sem fylgja að málum öfgamönnum til hægri og eru sagðir vinna gegn stjórn- inni. Talsmaður stjórnarinnar sagði í dag að ef varnarmála- ráðherrann ekki bæðist lausnar er hann hefði verið rekinn úr flokknum á morgun, myndi kon- ungur undirrita tilskipun um áð hann skuli sviptur embætti. Konungur og forsætisráðherra ræddu í fyrri viku nokkuð um mál Garoufalias og fleiri manna innan hersins, og gætti nokkurs ágreinings með þeim, en voru sagðir sammála áður en lauk. Garoufalias var sjálfur ekki viðstaddur fund stjórnarinnar í morgun og seinna barst frá hon- um yfirlýsing um að honum væri mjög á móti skapi að biðjast lausnar. Aðrir ráðherrar í stjórn inni telja þetta óráðlega áð far- ið hjá varnarmálaráðherranum, honum beri skylda til að segja af sér þegar er forsætisráðherr- ann fari fram á að hann geri það. Telja sumir yfirlýsingu Ekkert verður af heimsmóti æskunnar Moskvu, 12. júlí, AP. AFLÝST hefur verið níunda „Heimsmóti æskuyinar" sem halda átti í Alsír 28. júlí n.k., að því er tilkynnt var í Sovétríkj- unum á sunnudag. Kom undir- búningsnefnd heimsmótsins saman í Tampere í Finnlandj og ákvað að mótið skyldi halda næsta ár, „þar sem ekki getur af því orðið nú“. Mun undirbún- ingsnefndin koma saman til fund- ar síðar í ár til þess að ræða hvar og hvenær heimsmótið eigi að halda að ári. Ball i París París, 12. júlí. NTB. GEORGE Ball, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sem kominn er til Parísar til þess að sitja fund fastaráðs Atlantshafs- bandslagsins, er hefst á morgun, átti í dag viðræður við Maurice Couve de Maurville, utanríkis- ráðherra Frakka, m.a. um Viet- nam-málið og ástandið í Dómini- kanska lýðveldinu. Lýsti de Murville skilningi Frakka á af-, . stöðu Bandaríkjamanna til þró- unar mála í SA-Asíu, en kvað; Frakka ekki geta aðhyllzt stefnu þeirra eða látið draga sig í dilk með Bandaríkjamönnum ef til átaka > kæmi austur þar. varnarmálaráðherrans á því byggða, að hann viti konunig sammála sér og andvígan „hreins un“ í hernum, Konstantín hafi í þessu máli látið ófús að vilja forsætisráðherra síns. — S-Vietnam Framhald af bls. 1 á Norður-Vietnam og réffust i dag m. a. á herstöðvar og vopna- geymslur viff Yen Sen, sem er á leiðinni frá Hanioi til Kína. Einn- ig voru gerffar árásir á önnur skotmörk meff ströndum fram sunnan Hanoi og eyðilögff ýmis mannvirki. Bandaríska fótgönguliðið, sem komið er til Vietnam beint frá stöðvum í Bandaríkjunum, á að tryggja yfirráð og eftirlit í hin- um mikilvægu strandhéruðum og koma í veg fyrir að skæruliðum takizt að svelta S-Vietnambúa til fylgis við sig. Hafa skærulið- ar á sínu valdi margar mikil- vægustu samgönguleiðirnar í upp sveitum S-Vietnam og eru miklir erfiðleikar á að koma matvælum þaðan til borga og bæja við sjávarsíðuna og sunnar í land- inu. Ef skæruliðum tækist að vinna strandamenn á sitt band vofir hungursneyð yfir borgar- búum. í dagblöðum í Peking var sagt frá því að „æskulýðsfylking“ væri lögð af stað frá Hanoi til að berjast gegn Bandaríkjamönn um og bjarga S-Vietnam úr klóm þeiira. I>á sagði fréttastof- an „Nýja Kína“ frá því að á sunnudag hefðu verið skotnar niður þrjár flugvélar Bandaríkja manna yfir N-Vietnam, ein þeirra yfir Haiphong og væru þær til viðbótar þeim sem skotn- ar hefðu verið niður yfir N-Viet- nam á laugardag. Ekki ber þessum fregnum Kínverja sam- an við yfirlýsingar Bandaríkja- manna um flugvélatap í loftár- ásum á N-Vietnam. Talið er að Viet Cong skæru- liðar hafi misst um 600 manns í bardögum í S-Vietnam um helg- ina. — Þá var sagt að stór spjöll hefðu verið unnin á hern- aðarmannvirkjum í Dien Bien Phu. í Saigon er sagt, að ekki sé vanþörf á aukinni aðstoð Banda- ríkjamanna í stríðinu við Viet Cong, því her stjórnarinnar í S-Vietnam sé orðinn langþreytt- ur á sílfelldum styrjaldarrekstri og ekki til stórræðanna. — Óstaðfestar fregnir frá Was- hington segja, að von sé á fleiri bandarískum hermönnum til við- bótar til S-Vietnam og muni orðnir 120 þúsund innan tíðar en geti jafnvel orðið hálfu fleiri eða allt að 250.00Ö, ef þurfa þyki síð- ar meir. Föstudaginn 16. júlí nk. hefst að nýju smábarnaleikskóli St. Jos- epssytra í Hafnarfirffi. Er þaff fyrir 2, 3, 4, og 5 ára börn, en fyrir 6 ára hefst 1. sept. nk. Síðdegisdeild er fullskipuð, en hægt er aff bæta við í morgundeild. — Meðfylgjandi mynd er frá ferffalagi barnanna 3. júni sl. Sovétríkin draga ekki úr landvarnaútgjöldum Ræða Kosygins í Volgograd Moskvu, Helsingfors 12. júlí (NTB). Alexei Kosygin, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hélt í gær ræðu í Volgograd (áður Stalin- grad) viff hátíðlega athöfn til minningar um orrustuna um borg ina í heimsstyrjöldinni síðari. Fór hann hörðum orðum um ',dieimsvaldasinna“ og kvaff á- standið í heiminum svo alvar- legt, aff Sovétríkin sæju sér ekki fært aff draga úr útgjöldum til landvarna, þótt þau væru öll af vilja gerff og hefffu nóg annað viff peningana aff gera. Kosygin sendi einnig rá’ðstefnu heimsfriðarráðsins sem haldin er í Helsingfors, kveðju í gær. Þar sakar hann „heimsvaldasinna" um að undirbúa heimsstyrjöld og hafa í frammi villimannslegar hernaðaraðgerðir gegn þjóðum Víetnam, Dóminíkanska lýðveld- isins, og Kongó. í ræðu sinni í Volgograd Sagði Kosygin m.a., • að þrátt fyrir stefnu Sovétríkjanna um friðsamlega sambúð, gæti Sovét- stjórnin ekki dregið úr framlög- um til varnarmála, vegna hins alvarlega ástands í heiminum. Lækkun þessara framlaga bryti í bága við hagsmuni Sovétrikjanna og þjóðarinnar. Kosygin var langorður um orrustuna við Stalíngrad, en nefndi ekki Stalín á nafn. Kosyg in sagði, að sovézka þjóðin væri ánægð með samstarfið við Banda ríkjamenn á styrjaldarárunum, en einstakir menn í Bandaríkj- unum vildu gleyma þessu sam- starfi og þeim þætti, sem Rúss- ar hef*ðu átt í sigrinum yfir naz- istum, þó væri áreiðanlegt, að þeim tækist það ekki. Þegar fjárhagsáæflun Sovét- ríkjanna til landvarna var lögð fram í desember s.l. kom í ljós, að ráðgert var að lækka út- gjöldin um hálfan milljarð rúblna. En eftir ræðu Kosygins telja erlendir fréttamenn í Moskvu, að þessi lækkun verði ekki látin koma til framkvæmda og jafnvel er á kreiki orðrómtur um, að útgjöldin verði hærri á þessu ári en s.l. ár. — /jb róttir Framhald af bls. 26 " ir ákveðinni mótstöðu.Einu mena liðsins, sem berjast eru Ari bak- vörður og Sigurður í markinu. Hinir viðhafa „dúkkuspil" og gef ast upp þegar einhver sýnir mót- stöðu. Hjá KR-ingum skaraði enginn framúr — og leikurinn var eng- inn stórleikur fyrir liðið. Ellert var þó drýgstur — en betur má ef duga skal ákveðið til sigure í mótinu. — A. SL — Kuldi Framhald af bls. 1 sá kaldasti og votviðrasamasti í 10 ár. Ferðaskrifstofumenn í landinu hugga sig við, að ferðamenn, sem komi til Bret- lands, viti að veðrið geti verið misjafnt þar á sumrin og láti fregnirnar um kuldan og rign- inguna ekki fæla sig frá. Einnig hefur verið slæmt veður í Austurríki, en það hefur ekki komið niður á ferðamannastraumnum. Hins vegar hafa baðstaðir í Hol- landi orðið illa úti vegna þess að sumarið hefur ekki komið þangað ennþá. Veðurfræðingar í Svfþjóð segja Ijóst, að þetta sumar verði það kaldasta, sem komið hafi í landinu á þessari öld, og Danir eru einnig mjög svartsýnir. Ekki hafa Norð- menn heldur farið varhluta af rigningu og kuldagjósti, en allir vona í lengstu lög, áð sól- in brjótist fram úr skýjunum. L O K A 0 í da<T vegna jarðarfarar. Jón Jóhannesson og Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.