Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 14
14 MOkCUHBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. júlí 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. ' Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. RÍKISSTJÓRN í SÓKN Tííkisstjórnin er í sókn, hin ábyrgðarlausa stjórnar- andstaða Framsóknarmanna og kammúnista er á undan- haldi. — Stjórnarflokkarnir standa samhuga í miklu upp- byggingarstarfi. Stjórnarand- stöðuflokkarnir eru innbyrðis sundurþykkir og sammála um það eitt, að torvelda eftir fremsta megni framkvæmd hinnar jákvæðu stjórnar- stefnu. Þetta eru nokkrar höfuð- staðreyndir íslenzkra stjórn- mála í dag. Það er nauðsynlegt að þjóð- in geri sér þessar staðreyndir ljósar. Á þeim veltur afstaðan til framtíðarinnar. Og fram- tíðin skiptir meginmáli. Það er hægt að jagast endalaust um atburði liðins tíma. En hitt er miklu þýðingarmeira að dregnar séu af þeim réttar ályktanir í þágu framtíðarinn ar. Núverandi ríkisstjórn mætti fjölþættum vanda og erfið- leikum af manndómi og festu. Hún hikaði ekki við að segja þjóðinni sannleikann um upp- gjöf og þrotabú vinstri stjórn- arinnar. Hún gerði nauðsyn- 'legar ráðstafanir til viðreisn- ar, enda þótt hún gerði sér ljóst, að þær væru ekki allar vinsælar í bili. En viðreisnin bar tilætlaðan árangur og ís- lenzkir kjósendur veittu Við- reisnarstjórninni glæsilega traustsyfirlýsingu í Alþingis- kosningunum sumarið 1963, og fólu henni ótvírætt umboð til þess að fara áfram með völd. Þetta bar lýðræðislegum þroska íslenzkra kjósenda ó- tvírætt vitni. Öruggur meiri- hluti íslendinga skipaði sér undir merki hinnar frjáls- lyndu uppbyggingar- og fram- farastefnu, en hafnaði úrræða lausum glundroða Framsókn- armanna og kommúnista. Yfirstandandi kjörtímabil er nú hálfnað. Á þeim tveim- ur árum hefur ríkisstjórnin haldið áfram framkvæmd hinnar jákvæðu stjórnar- stefnu. Bjargræðisvegir lands manna hafa verið efldir af meiri framsýni og í stærri stíl, en nokkru sinni fyrr. Af því hefur leitt stórfellda fram leiðsluaukningu og bætt lífs- kjör fólksins. Úr erfiðleikum einstakrá landshluta af völd- um aflabrests hefur verið reynt að bæta með raunhæf- um aðgerðum og glöggum skilningi á eðli vandamál- anna. í menningar- og skóla- málum hafa verið stigin stærri skref fram á við en nokkru sinni fyrr. Stuðningur við vísindalega rannsóknar- starfsemi í þágu bjargræðis- ! veganna hefur verið stórauk- in og áherzla lögð á áfram- haldandi ráðstafanir til þess að tryggja félagslegt öryggi. Allt eru þetta staðreyndir, sem allir vitibornir og sann- gjarnir íslendingar þekkja og viðurkenna. Það er á þessum grundvelli, sem núverandi ríkisstjórn stendur í dag. Þess vegna er hún í öruggri sókn og nýtur vaxandi trausts. Þess vegna eru flokkar stjórnarandstöð- unnar á undanhaldi og loga að innan af illdeilum og sundr ungu. HEIMSÓKN TORSTEN NILSSONS TTin opinbera heimsókn Tor- stens Nilssons, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, hingað til lands fyrir skömmu, var í senn gagnleg og ánægjuleg. Hinn sænski utanríkisráð- herra fékk tækifæri til þess að kynna,st landi og þjóð um hábjargræðistímann betur en áður. Hann ferðaðist víða um land, og hitti fjölda fólks úr öllum stéttum að máli. Hann ræddi við forustumenn úr öll- um stjórnmálaflokkum og heimsótti íslenzkar menning- arstofnanir. Torsten Nilsson er glæsi- legur fulltrúi hinnar sænsku frændþjóðar. Allir, sem til þekkja vita, að hann hefur átt ríkan þátt í að leysa ýmis vandamál, sem upp hafa kom- ið milli íslendinga og Svía. Það er t.d. vitað, að góður skilningur hans og velvilji átti ríkastan þátt í því að leysa loftferðardeilun,a um lendingarrétt Loftleiða, sem íslendingum var mjög hug- leikið að leystist sanngjarn- lega. Svíar eru stærsta þjóð Norð urlanda. Þeir eru jafnframt auðugasta Norðurlandaþjóð- in, sem hefur byggt upp há- þróað menningarþjóðfélag. — Það er íslendingum mikið fagnaðarefni, að vináttutengsl in við þessa frændþjóð skuli stöðugt vera að treystast. íslerizka þjóðin þakkar ut- anríkisráðherra Svíþjóðar fyr ir komu hans hingað til lands og hinn mikla þátt hans í að auka gagnkvæman skilning og vináttu þessara tveggja nor- rænu og náskyldu þjóða. Cyril Dunn: Kominn tími til breytinga í Indlandi ER æskilegt fyrir Indland að hverfa frá þeirri þingræðis- legu lýðræðisstjórn, sem land- ið tók að erfðum frá Bret- landi, og taka upp í staðinn stjórnarfyrirkomulag sterkrar forsetastjórnar eins og er við lýði í Bandaríkjunum? Iðnaðarmálaráðherra Mad- ras-ríkis í Suður-Indlandi, R. Venkatamaran, mun leggja til að slíkri breytingu verði kom- ið á næst þegar landsþing ind- verska Kongressflokksins kem ur saman, en flokkurinn hefur stjórnað landinu allt frá því það öðlaðist sjálfstæði fyrir 18 árum. Umbætur á stjórnarskránni gætu virzt utan verkahrings iðnaðarmálaráðherrans, en í rauninni er Venkatamaran einnig dómsmálaráðherra rík- isins og er það í samræmi við þá hagkvæmu venju í Ind- landi, að einn maður gegni tveim ráðherraembættum. — Venkatamaran er 55 ára að aldri og hlaut einu sinni verð- laun fyrir mælskulist og hann er lögfræðingur að menntun. í frægum réttarhöldum var hann verjandi indverskra her- manna úr brezka Indlands- hernum, sem á styrjaldarárun um voru skráðir í indverska þjóðarherinn, þegar þeir voru í fangabúðum Japana og Bret- ar ákærðu fyrir landráð. Ef það er aðdáun á stjórn- málakerfinu eins og það er í Bandaríkjunum, sem er ástæð an fyrir óskum Ventkatamar- an um endurbætur, er ekki ó- líklegt að hann hafi orðið fyr ir þessum áhrifum, þegar hann var fulltrúi Indlands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Indland hefur auðvitað þeg- ar forseta. í orði kveðnu hefur hann þegar talsverð völd og á- hrif. Sem stendur — þó það sé aðeins í orði kveðnu — er hann eini stjórnandi Kerala, ríkisins í Suður-Indlandi, sem er næsti nágranni Madras- ríkis Ventkatamarans. Þar var sjálfstjórn fólksins afnumin og svokallaðri for- setastjórn komið á eftir kosn- ingar í marzmánuði síðastliðn um, sem fóru þannig, að eng- inn flokkur hlaut nægilegt fýlgi til að geta stjórnað. En þetta þýðir aðeins, að Kerala er stjórnað af opinberum emb- ættismönnum undir Lal Baha- dur Shastri og ríkisstjórn hans í Nýju Delhi, en ekki forsetanum. Sem stendur er indverski forsetinn einfaldlega æðsti maður ríkisins samkvæmt stjórnarskránni og honum ber aðeins að starfa samkvæmt ráði indversku ríkisstjórnar- innar. Hann hefur um 11 hundruð þúsund íslenzkra króna í árslaun, auk ríflegrar risnu, og hann býr í hinni keisaralegu hödd í Nýju Dehli, sem Bretar byggðu fyrir vara- konunga sína. Núverandi forseti er heim- spekingurinn dr. Sarvepalli Radhakrishnan. Radhakrisnan, forseti Indlands. Hann er frjáls að þvi að lýsa skoðunum sínum á ind- verskum málefnum og það hefur hann gert við ýmis tæki færi — þar á meðal þegar tungumáladeilur ollu blóðsút- hellingum og eyðileggingu í Madras í febrúarmánuði síð- astliðnum — og kom þar með indversku ríkisstjórninni í mikinn vanda. Honum er enn- fremur heimilt að eiga frum- kvæðið í utanríkismálum, eins og t.d. þegar dr. Radhakrishn- an kom fram með tillögur sín- ar um frið í Víetnam. Venkatamaran hefur ekki ennþá fært rök fyrir tillögum sínum á opinberum vettvangi. Þau verða að vera veigamikil, ef þau eiga að hafa áhrif á þann geysistóra hóp innan hins indverska þjóðfélags, sem hagnast mest á núverandi fyr- irkomulagi — Kongressflokk- inn. Hann er ekki stjórnmála- flokkur eins og það hugtak er skilið í Bretlandi, þar sem ind verskt lýðræði á uppruna sinn fyrst og fremst. Hann stendur ef til vill nær flokkaskipun- inni í Bandaríkjunum, en er jafnvel enn umburðalyndari en Demókrataflokkurinn bandaríski í því að taka inn í sínar raðir fólk, sem hefur stjórnmálaskoðanir, sem ganga í berhögg við grundvallarskoð anir hreyfingarinnar. Sannleikurinn er auðvitað sá, að indverski Kongressflokk urinn er enn í dag þjóðar- hreyfing, eins og hann var á árum frelsisbaráttunnar. Hann er enn reiðubúinn að taka við sem meðlimum mönnum nærri því af hvaða pólitíska saúða- húsi sem vera skal. Hann er víðfeðmur og sviplaus risi, þar er allt valdið, þar er upp- spretta allra embættisveit- inga og bitlinga, þaðan er veitt straumum erlendrar efnahags- aðstoðar til hinna einstöku ríkja, þar er hin eina raun- verulega von metorðagjarnra stjórnmálamanna. Sem eðlileg afleiðing er Kongressflokkur- inn enn í rauninni ósigrandi í þjóðaratkvæðagreiðslu og hef ur þess vegna enga sýnilega ástæðu til að gefa hinn minnsta gaum að stjórnmála- legum endurbótum. Kongressflokkurinn mun varla þurfa að setja niður á lista rökin gegn tillögum Vent katamaran. Til að tryggja ó- sigur hans nægir flokknum að eins að koma þeirri hugmynd á framfæri, að hann vilji að Indland taki sér til fyrirmynd ar það ríki, sem næst er með forsetastjórn — Pakistan. Því landi er einmitt stjórnað af forseta, og þótt Indverjar líti á það sem einræðisríki, er þó reynt að láta það heita svo að verið sé að móta landið að for dæmi Bandaríkjanna. En þegar Ayub Kahn, for- seti, sölsaði undir sig völdin árið 1958 lýsti hann því yfir í fullri hreinskilni að hann gerði það sökum þess, að Pak- istan væri ekki reiðubúið fyr- ir þingræðislega lýðræðis- stjórn. Hann sagði, að forseta- stjórn væri auðveldara fyrir- komulag og hæfði betur hæfi- leikum og sögu þjóðarinnar og væri ekki eins líkleg til að leiða til upplausnar — óhófs, se vanþróað ríki hefði ekki efni á. Hann sagði, að þing- ræði væri eingöngu fyrir þjóð- Framhald á bls. 13 RANNSÖKNAR- STOFNUN Á AKUREYRI I> annsóknarstof nun fyrir **■ landbúnaðinn hefur ný- lega tekið til starfa á Akur- eyri, höfuðstað Norðurlands. Er það Ræktunarfélag Norð- urlands, sem nú er 60 ára gam alt, sem hefur beitt sér fyrir þessu merka máli. Hefur rækt unarfélagið unnið mikið og gagnlegt starf á undanförnum áratugum, fyrst og fremst á sviði grasræktar, garðræktar og skógræktar. Rak ræktunar félagið tilraunastöð á Akur- eyri um langt skeið. Nú hefur það haslað sér völl á nýjum vettvangi. Við- fangsefni hinnar nýju rattn- sóknarstofnunar munu fyrst um sinn verða jarðvegsrann- sóknir og gróðurrannsóknir, svo og annað sem til fellur á sviði landbúnaðarins. Hefur Ræktunarfélagið ráðið ungan og dugandi vísindamann til þess að hafa forustu um rann- sóknarstarfið. Ástæða er til þess að fagna þessari nýju rannsóknarstofn- un og árna Ræktunarfélagi Norðurlands allra heilla í frámtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.