Morgunblaðið - 25.07.1965, Page 2
MORCUNBLAÐIÐ
2
SunnadagUT 25. júlí 1965
Strákakeppni
í Hafnarfirði
í DAG kl. 13:30 hefst á Ham-
arskotstúnsvellinum í Hafnar-
fírði strákafélagakeppni í knatt
spyrnu.
Þrjú strákafélög taka þátt í
móti þessu og eru aldurstak-
mörk 10—15 ára. Þessi þrjú félög
skiptast nokkurn veginn milli
þriggja bæjarhluta í Hafnarfirði.
Keppendur Fálkans eru að
•’méstu strákar af Arnarhrauninu,
Sparta á aðsetur sitt í Kinnun-
um og við Hringbrautina og
Sprettur er félag í nýju hverf-
Flyzt frá Dan -
mörku til LSA
- íslendingur stjórnar
kjarnorkurannsóknar-
stöð vestra
' Einkaskeyti til Mbl.:
Kaupmannahöfn, 24. júlí —
Rytgaard:
^ARI BRYNJÓLFSSON, mag.
scient., fslendingurinn, sem ver-
ið hefur deildarstjóri í kjarn-
orkurannsóknastöðinni í Risö f
Danmörku, hefur sagt lausu
starfi sínu, og er á leið til Banda
ríkjanna. Þar tekur hann við
stjórn kjarnorkustöðvar Banda-
ríska hersins í nágrenni Boston,
Natrick-rannsóknarstöðvarinnar.
Deildin fæst einkum við geislun
matvæla, til að auka geymsluþol
þeirra.
Ari er 39 ára, og hefur dvalizt
í Risö síðan 1957.
unum í Hvaleyrarholti.nu.
Geysimikill áhugi er meðal
stráka í Hafnarfirði fyrir knatt-
spyrnu, og hafa þeir haft öll
spjót úti til að finna sér staði
fyrir æfingar, en oft þurft að
færa sig stað úr stað vegna
ýmsra ástæðna. Þeir eru þó á-
kveðnir að gefast ekki upp þar
til hvert félag á sinn völl.
Knattspyrnudeild F.H. hefir
hjálpað strákunum við að koma
þessu móti á laggirnar, skipu-
leggja það og jafnframt sjá um
alla framkvæmd þess. í móti
þessu er keppt um bikar, er
Albert Guðmundsson hefir gefið,
en hann hefir ávallt verið fljót-
ur til að leggja lið sitt til hjáip-
ar hafnfirzkum knattspyrnu-
mönnum yngri sem eldri, og
muna flestir þeirra drengja, sem
þátt taka í þessari keppni eftir
því er Albert ók um Hafnar-
fjörð fyrir nokkrum árum og
stráði gúmmíboltum til þeirra
sem vildu hafa.
Mótstjóri er Sigurgeir Gísia-
son, en keppt er í tveim riðium
og sendir hvert félag tvö lið til
keppninnar.
Bíllinn fundinn
LAND-ROVER bifreiðin G-2221,
sem stolið var aðfaranótt sl.
fimmtudag í Ytri Njarðvík,
fannst í gær í Reykjavík, í Aust
urbænum. Bifreiðin var ó-
skemmd að öðru leyti en því að
málningardósir höfðu farið á
hliðina og innihald þeirra lekið
út um afturhurð bifreiðarinnar.
Afvopnunarráðstefnan
hefst í Genf á þriðjud.
Washington, 24. júlí AP
WILLIAM C. Foster, fram-
kvæmdastjóri þeirrar stofnunar
Bandaríkjanna, sem fer með af-
vopnunarmál og vígbúnaðareftir-
lit átti að koma til Genf í Svíss
í kvöid til undirbúnings fundar
afvopnunarráðstefnunnar, sem
ráðgert er að hefjist n.k. þriðju-
Samið á Breiða-
fj arðarsvæðinu
SAMNINGAR hafa tekizt um
kaup og kjör á féiagssvæði Vinnu
veitendafélags Breiðafjarðar, sem
tekur yfir Snæfellsnes. Varð
samkomulag um 44 st. vinnúviku
og 4% grunnkaupshækkun. Sam-
komulag þetta hefur enn ekki
verið lagt fyrir fundi í hinum
einstöku félögum og er ekki vit-
að hvenær það verður.
I dag. Talið er, að Foster muni
bera fram nýjar tillögur á sviði
afvopnunarmála á þessari ráð-
stefnu, en í henni munu taka
! þátt 15 þjóðir auk Bandaríkjanna
| og Sovétríkjanna.
Eitt fyrsta verkefni Fosters
| verður að ræða við fulltrúa Bret-
I lands um brezkar tillögur, sem
fram hafa komið, um að gerður
verði samningur í því skyni að
hindra, að ríki, sem ekki ráða nú
þegar yfir kjarnorkuvopnum,
komist yfir þau. Sú spurning
mun þá verða ofarlega á baugi,
hvaða tryggingu fyrir öryggj sínu
kjarnorkuveldin geti veitt þeim
i ríkjum, sem samþykkja myndu
| samning um að skuidbinda sig
i til þess að hafna kjarnorkuvopn-
I um.
Pravda, málgagn sovézku
1 stjórnarinnar hefur þegar látið
í ljós vafa um, að þessi ráðstefna
beri nokkurn árangur, og segir,
að bandaríska stjórnin hafi eng-
an áhuga á afvopnun.
Athugasemd frd utvinnurek-
endum í Vestmnnnneyjum
VINNUVEITENDAFÉLAG Vest-
mannaeyja hefur óskað eftir birt-
ingu eftirfarandi athugasemdar:
Vegna ummæla formanns
Verkaiýðsfélagsins í Vestmanna-
miayjum í Tímanum 23. júli sl., þar
sem hann segir, að verkfallið í
Vestmannaeyjum, hafi ekki vald-
ið neinu tjóni, viljum við benda
á, að er verkfallið hófst, höfðu
síldarverksmiðjurnar í Vest-
mannaeyjum hráefni til 9 sólar-
hringavinnslu, önnur verksmiðj-
an, og hin til 5 sólarhringa
vinnslu.
Nú hefur verkfallið staðið i 9
sólarhringa og hafa síidarverk-
smiðjurnar á þeim tíma ekki náð
nema hálfum afköstum vegna
verkfallsins. Þetta þýðir, að
hefði ekkert verkfall verið,
væru þær nú með nýtt hráefni,
sem ganga mundi allt að helm-
ingi betur að vinna og gæti því
nú tekið á móti 12—15 þúsund
tunnum til daglegrar vinnslu, án
þess að safna birgðum.
Segir það sig sjálft, að hér er
um gífurlegt tjón að ræða bæði
fyrir bæjarfélagið svo og ekki
sízt sjómennina og bátana, sem
nú verða að sigla með síldina
héðan frá Vestmannaeyjum tii
Faxaflóahafna og missa við það
mikinn tíma frá veiðum.
„Jón Garðar" á miðin í dag
Einn stærsti og fullkomnast! bátur
flotans, eign Guðmundar á Rafn-
kelsstöðum
Jón Garðar á miðin í dag .... 3
í FYRRADAG kom til landsins*
einn stærsti síldarbátur islenzka
flotans, Jón Garðar, GK 475, en
eigandi hans er hinn landskunni
útgerðarmaður Guðmundur Jóns
son, Rafnkelsstöðum í Garði.
Jón Garðar er 317 rúmlestir
að stærð. Hann er byggður hjá
Kaarbös Mekaniske Verksted
A/S, Harstad og er þetta sjötta
skipið sem þessi skipasmíðastöð
byggir fyrir ísiendinga, hin fyrri
eru Grótta, Árni Magnússon, Jón
Kjartansson, Hörfrungur' III og
Arnar. Þessi skip eru öll þekkt
aflaskip. Guðmundur Jónsson
bindur miklar vonir við hið nýja,
glæsilega skip sitt, sem er búið
öllum þeim tækjum, sem eru
notuð í nýtízku síldveiðibáta.
1 skipihu er 700 hestafla Wick-
man aðalvél og gekk skipið í
reynslusiglingu tólf mílur. í því
eru tvær Volvo penta, hjálpar-
vélar, hvor 80 hestöfl. Þá eru þar
þrjú Simrad tæki, sérstök ísvél
sem framleiðir 8 tonn af ís á
sólarhring. Jón Garðar á því að
geta komið með betri síld ef sigla
þarf lengi með hana. í skipinu
er síldardæla af nýjustu gerð. ■
Þegar samið var um kaup á
Jóni Garðari var gert ráð fyrir
að afhending færi fram síðari
hluta septembermánaðar. Skipa-
smíðastöðinni var ljóst hvaða
þýðingu það hefði fyrir kaup-
anda að fá skipið afhent fyrr,
þannig a það gæti tekið þátt í
sumarsíldveiðunum og var því
iagt allt kapp á að flýta af-
greiðslunni sem allra mest, ár-
angurinn varð sá, að skipið var
afhent meira en 2 mánuðum fyrr
en ákveðið var samkvæmt samn-
ingum.
Gunnar Guðmundsson veitti
skipinu viðtöku fyrir hönd föður
síns en skipstjóri á því er Víðir
Sveinsson, sem verið hefur með
Víðir II að undanförnu. Umboðs-
menn skipasmíðastöðvarinnar á
íslandi eru Eggert Kristjánsson
& Co. hf.
Þegar Jón Garðar kom til Sand
gerðis, var mikill mannfjöldi
saman kominn á hafnargarðinum
til að fagna báti og skipverjum
sem margir hverjir höfðu haft
konur sínar með sér til Noregs.
Fréttamenn skoðuðu skipið
sem er mjög glæsilegt, búið öll-
um fullkomnustu tækjum. Ibúðir
áhafnarinnar eru einstaklega rúm
góðar og vistlegar, enda sögðu
eiginkonurnar, sem með voru á
siglingunni frá Noregi, að heim-
ferðin hefði verið eins og að búa
á fljótandi hóteli.
Víðir Sveinsson, skipstjóri,
sagðist vera mjög ánægður með
nýja bátinn. Hann væri mjög
þægilegur í siglingu og hefði
gengið að meðaltali 11,3 sjómílur
á leiðinni. Þá iitist honum vel-
á að hafa svo stórvirka ísvél, því
að lestirnar tækju 3200 tunnur
sildar, og fengi báturinn full-
fermi af söltunarhæfri síld, þá
veitti ekki af 18—20 tonnum aC
ís. Snigill er úr íslestinni upp
á dekkið, en það þykir hentugra
én að hafa blásara, sem oft hafa
brugðizt, er ísinn hefur staðið í
lestinni.
„Þetta litur vel út, „sagði eig-
andi bátsins, Guðmundur á Rafn-
kelsstöðum hlæjandi, þegar verlð
var að skoða bátinn. „Það er
björgulegt eða hitt þó heldur, að
fá svona skip í aflaleysinu. Ekki
er nóg að hafa flottheit og pjatt
um borð, það verður líka að fisk-
ast“.
Jón Garðar ristir grynnra en
Sigurpáll, að sögn Guðmundar
og Víðis. Hann getur legið við
bryggju í Sandgerði um háfjöru.
Dýpkunarskipið Grettir er við
vinnu utan höfnina og hefur tek-
ið upp 30 til 40 tonn af stórgrýti
úr innsiglingunni. Grettir mun
verða í Sandgerði við dýpkunar-
framkvæmdir á næstunni, og að
þeim ioknum mun Jón Garðar
geta siglt inn til hafnar um há-
fjöru.
Ætlunin er að nýja skipið
haldi á síldveiðar við Vestmanna
eyjar þegar í dag.
Eggert Kri.stjánsson, stórkaupmaður, umboðsmaður skipa-
smiðastöðvarinnar, Víðir Sveinsson, skipstjóri, og eigandi bats-
ins, Guðmundur Jónsson á Rafn kelsstöðum.
Meistaramótið í frjálsum íþrótt-
um hófst í gær
MEISTARAMÓT íslands í frjáls
um íþróttum hófst á Laugardals-
vellinum í Reykjavik í gær. Þá
var keppt í eftirtöldum greinum:
400 m grindahlaupi, kúluvarpi
karla og kvenna, langstökki, 200
m hlaupi, 100 m hlaupi kvenna,
800 m hlaupi karla og kvenna,
spjótkasti karla og kvenna, 5000
m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi
kvenna og 4x400 m boðhlaupi
karla. Vegna þess hve blaðið fór
snerama í prentun í gær verður
birting árslita að bíða til þriðju-
dags.
í dag verður keppt í þessum
greinum: 110 m grindahlaupi, 80
m grindahlaupi kvenna, þrí-
stökki, kringlukasti karla og
kvenna, stangarstökki, lang-
stökki kvenna, 100 m hlaupl
karla, 1500 m hlaupi karla, 200
m hlaupi kvenna, sleggjukasti
og 4x100 m boðhlaupi karla.
Á mánudagskvöld er svo keppt
í fimmtarþraut karla og kvenna
og 3000 m torfæruhlaupi,
Á annað hundrað keppendur
taka þátt í þessu móti og þar a£
eru 15 erlendir gestir, níu Svíar,
fjórir Danir og einn Kanadamað
ur. Mótið hefst kl. 2 í dag og lcL
8 annað kvöld.