Morgunblaðið - 27.07.1965, Side 3
' Þriðjudagur 27. júlí 1965
MORCUNBLAÐIÐ
3
SKÁTAMÓT
VIÐ
ÚLFUÓTSVATN
Varðeldur í Borgarvik.
UM síðustu helgi fjölmenntu
skátar, stúlkur og drengir, úr
Hafnarfirði. og Reykjavík til
skátamóts, er haldið var í
fallegri vik, sem Borgarvík
heitir við Úlfljótsvatn,
skammt frá skátaskólanum.
Voru það Birkibeinar, sem er
deild Reykjavíkurskáta, er
stofnuð var fyrir um það bil
4 árum inni í Laugarnes-
hverfi, en meðlimir Birki-
beina ei nú milli 100 og 150
drengir á aldrinum 10 til 16
ára. Mótsstjóri var öigurður
Raignarsson.
Skátarnir voru heppnir með
veður og var hin mesta
ánægja með mótið ríkjandi er
ljósmyndari Mbl. kom í búð-
irnar á sunnudaginn. Allir
hofðu haft nóg að gera og í
allskonar leiki hefði verið far-
ið, en mest orð fór af Nætur-
leiknum, sem hafði erið æð-
isgenginn smyglaraleikur. Sjó
skátarnir, sem höfðu flutt bát
sinn austur gagngert í þeim
tilgangi, höfðu verið í hlut-
verki smyglaranna, komið af
hafi með sökkhlaðinn bát af
áfengi. —
Njósnir bárust að smyglur-
unum áður en bátu..nn náði
landi og tókst að yfirbuga
smyglarana um leið og bátur-
inn kom að landi.
I>á hafði veri'ð útbúin
skemmtileg keppni, sem köll-
uð var „Lykilkeppnin". Hver
þátttakandi átti að leysa af
hendi — eða svara spurning-
um 15 talsins. Sá sem gat svar
að 10 hlaut að verðlaunum
Gylilta lykilinn og höfðu 11
fengið lykil fyrir frammistöðu
sína. Þá höfðu S flokl..- nep^t
í svonefndri flokkakeppni og
urðu þar hlutskarpastir Turn-
fálkar, en þeirra forii.gi er
Andrés Þórarinsson.
Að sjálfsögðu var varðeldur
kveiktur á kvöldin og ríkti
hin bezta skátasteming í
tjaldbúðunum. Baldur Ágústs-
son, sem hafði hin margvís-
legustu störf með höndum í
sambandi við mótið, hafði og
með höndum fyrstu hjálp
(sjúkrahjálp). Sagði hann, að
allt hefði gengið slýsalaust
nema hvað nokkrir hefðu hlot
ið smáskrámur. — Jú, að vísu
hefði komið í tjaldbúðirnar
kona, sem hefði orðið fyrir
meiðslum. Henni var veitt
nauðsynleg hjúkrun, en ann-
ars var allt tíðindalaust frá
ókkar tjaldi. Á sunnudaginn
var helgistund í tjaldbúðun-
um. Séra Eiríl ar J. Eiríksson
á Þingvöllum talaði. Einnig
kom varaskátahöfðinginn
llre.na Tynes í héj.msókn. Alls
voru í tjaldbúðunum um 150
skátar og skát_stúlkur.
Frá einu tjaldanna mátti
heyra nokkra háreysti og þótt
ist blaðaljósmyndarinn þekkja
þau köll. — Jú, alveg rétt.
— Það var verið að gar ;a
frá síðasta blaði Perunar,
blaði Birkibeina, — í prent-
un, en ritstjóri þess heitir Jón
S.. Magnússon.
Skátarnir, sem þátt tóku í
mótinu virtust á einu máli um,
að þetta mót hefði verið Birki
beinum tii hins mesta sóma,
hvað alla framkvæmd þess og
undirbúning snerti, því að
allt gekk eins og eftir færi-
bandi, sagði einn skátanna úr
Hafnarfirði.
Ferja á Hófsvaði um
verzlunarmannahelgina
26 þús. mál á 5 dögum
Brætt allan sólarhringm á Akranesi
Akranesi, 26. júlí.
NÚNA kl. hálf sex síðdegis
1 dag kom Siguríari hingað af
Vestmannaeyjamiðum með 1100
tunnur af síld, sem landað er í
bræðslu. Að þessu meðtóídu og
4000 málunum úr síldaflutninga-
skipinu Laura Treskol, eru nú
komip í þrær Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar hér 26000
mál og tunnur síðan á iimmtu-
dag. Tekizt hefur að herja út
nægan mannskap til að bræðsla
geti staðið allan sóiaihringinn.
Áður en ofarnefnd síld barst
að, voru þrærnar tómar. Allar
vélar verksmiðju'.mar eru í góðu
lagi.. Afköst eru 3000 má) á
sólarhring. Bræðsia liófst í'morg
un af fullum krafti.
— Oddur.
FLEIRI og fleiri leggja leið
sína norður yfir Tungnaá.
Skammt fyrir ofan hana er kláf
ferjan, sem komið var upp í
fyrra og hentar þeim vel, sem
aka vilja norður Sprengisand.
Þessi leið er þó erfið öllum
bílum öðrum en jeppum
Hins vegar er löng og erfið
leið frá kláfferjunni norður yfir
Búðarháls, suður með Þórisvatni
og þaðan til Veiðivatna. Ágæt
leið er fyrir sunnan Tungná að
Hófsvaði og þar fyrir norðan
taka við víðattumiklir sandar
slétir og auðveldir yfirferðar
flestum bílum um allt vatna-
svæðið. Hófsvað er ekki fært
nema stærstu Ijababílum, svo
að aðrir verða að iuia lengri og
erfiðari leiðina. Nú um verzlun-
armannahelgina veiður starf-
rækt bílferja á Hófsvaði og geta
menn pantað flutning fyrir bíl-
ana sína um Tungnarradíó gegn
um Guíunes.
K 1\ S T f! \ \ 3í
Huggun í heimi
draumanna
Nú er illa komið fyrir Fram-
sóknarforingjunum. Eins og
stundum vill verða með menn,
sem hefur mistekizt eitthvað í
lífinu, leita þeir huggunar i
draumaheimi og dreymir um það,
sem þeir hefðu rert, og hvað
allt væri gott, ef þeir hefðu feng
ið að stjórna undanfarin ár.
Draumarnir eru svo birtir i
prenti í Tímanum. Hér er sýnis
horn af einum, sem hirtur var
sL sunqudag undir fyrirsögninni:
Óbætanlegt óhapp.
„Þeir, sem líta hlutlaust yflr
sögu seinustu sex ára geta hins
vegar áreiðanlega skilið, hvílíkt
óbætanlegt óhapp það var, að
ekki var horfið að ráði Fram-
sóknarmanna um stöðvun dýr-
tíðarinnar hausið 1958. Þá mundi
þjóðin ekki þurfa að horfast í
augu við margvíslega upplausn
og ringulreið í efnahagsmálun-
um eftir hið langmesta góðæri,
sem hún hefur nokkru sinni bú-
ið við. Þá hefði kaupmáttur tíma
kaupsins getað aukizt verulega,
eins og í nágrannalöndum okkar.
Þá hefðu atvinnuvegirnir staðið
á traustum grunni eftir undan-
gengið góðærL Þá hefði ekki ver
ið stórfelldur húsnæðisskortur í
bæjunum, en hann minnkaði óð-
um, í tíð vinstri stjómarinnar.
Þá hefðu skattakjörin verið hóf-
leg'-.
Lofsöngur um það,
sem aldrei varð
Og meðan Eysteinn og hinir
gömlu félagar hans ylja sér við
dýrðardagana, sem að baki eru
og leita huggunar í draumum,
kyrjar Tíminn dýrðaróðinn um
það, sem aldrei varð. Bara að
Framsókn hefði fengið að
stjórna áfram. Þá væru engin
efnahagsvandamál, þá hefðu all
ir feiknalega hátt kaup, þá væru
atvinnuvegirnir miklu betur
staddir en núna, þegar þessir
vondu menn sitja við völdin, þá
væri nóg af ódýriim íbúðum og
afskaplega lágir skattar.
Við lestur þessa lofsöngs ligg-
ur við, að maður vorkenni þess-
ari litlu þjóð nyrzt í Atlantshafi
að hafa farið á mis við stjórn
þessara „úbermenschen“.
Aumingja Eysteinn
Líklega hafa vonbrigði og
beiskja Eysteins og Framsóknar
forkólfana, eftir nær sjö ára ráf
um hina pólitísku eyðimörk
Framsóknarflokksins, aldrei kom
ið jafn berlega í Ijós og i þeirrl
litlu klausu sem birt er h | að
ofan.
Sársaukinn skín út úr hverri
setningu og treginn yfir dýrð og
völdum, sem þeim áskotnuðust
ekki er mikill og djúpstæður.
En Eysteinn er ekki dapur baraÆ
vegna þess, sem hefði getað orð--
ið, hann er líka hryggur vegna
þess, sem hann veit, að aldrei
verður. Hann veit, að hann
kemst aldrei í stjórn aftur,
hversu lengi, sem hann bíður.
Hann veit, að enginn forustu-
manna hinna stjórmjj^Uaflokk-
anna getur hugsað sér að starfa
með honum í ríkisstjórn, hann
veit að allt í kringum hann
sitja metnaðargjörn „ungmenni“
eins og Einar Ágústsson og Jón
Skaftason og Helgi Bergs og
margir fleiri, sem bíða fyrsta fær
is að hrekja hann út í myrkrið,
þar sem þeir bíða hans með ó-
þreyju fyrri félagar, Jónas gamli
frá Hriflu og Hermann. Aum-
ingja Eysteinn, það er von að
hann leiti huggunar í heimi
draumanna, þar sem vonzka
mannanna er ekki jafn mikil.
>