Morgunblaðið - 27.07.1965, Síða 28

Morgunblaðið - 27.07.1965, Síða 28
i m, ■ i K Lang stærsta og íjölbreyttasta blað kmdsins 167. tbl. — Þriðjudagur 27. júlí 1965 Helmingi 'útbreiddara en nokkurt annað _____________ íslenzkt blað Ullarverð hækkandi SAMKVÆMT uppJýsingum frá Halldóri H. Jónssyni, yfir- manni útflutningsdeildar Garð- ars Gíslasonar h.f. mun ullar- verð vera hækkandi á heims- markaðinum. Halldór kvað ull- arkaupmenn í Danmörku og t'ýzkalandi, sem Islendingar eiga mikil viðskipti við, búast við talsverðum hækkunum á ull, en að undanförnu hafi ullarverð verið mjög lágt. Muni þessarar hækkunar gæta, er sumarleyfum er lokið í verksmiðjunum og tekið verði að kaupa inn aftur, í ágúst og september. Hælupramminn kominn á IHývatn Mývatnssveit, 26. júlí. FJÖLDI manna með stórvirkar vélar vinnur hér af kappi við undirbúning kísilgúrvinnsiunnar þessa daga. Á morgun verður steypt dæluhús við Helgavog og í dag er verið að sjóða saman 300 járntunnur, sem nota á í fTotboIt undir leiðsluna á vatn ið. Dælupramminn er kominn á ilot, en eftir er að bæta nokkuð við hann. t>á er einnig kominn dráttarbátur til að draga pramm ann. Allar pípur eru komnar hing- að að Mývatni. Verið er að undir búa leiðslustæðið upp að Náma- fjalli, en það verður nokkuð piðurgrafið. Um mánaðamótin er von á hollenzkum verkfræðingi til að tengja ieiðslurnar og dæluhúsið. — Jóhannes. Horfiö frá Unnið að því að koma flekunu m fyrir í Surtsey, eftir að hætt var við að reisa húsið. í baksý n er gosið í Syrtlingi ,sem ösku- fallið stafar af. Aðeins um 800 metrar eru á milli. (Ljósm. Gunnar Guðmundsison) Á neðri myndinni sést grunnur hússins í Surtsey. 60 sentimetra öskulag hefur lagzt yfir, síðan grunnurinn var lagður. aö reisa hús í Surtsey 600 þús. kr. á 2 mánuðum Alrranesi, 26. júlí. Vélbáturinn Haförn landaði í dag 5,7 tonnum af salífiski og er þetta lokaförin þeirra á skakinu. Þeir hafa gert það afbragðsgott, hafa nú fiskað fyrir 600 þúsund krónur á 2 mánuðum, með 7 manna á- höfn. Skipstjóri er Guðmund- ur Pálmason. — Oddur. / Samið við ASB í GÆR kl. 2 hófust samninga- fundir með farmönnum og einnig með afgreiðslustúikum í mjólk- ur- og brauðbúðum. Tókust samn ingar við afgreiðslustúlkurnar um miðnætti í nótt. Fundurinn með farmönnum stóð hins vegar áfram. 40 TIL 50 manna hópur hélt með varðskipinu Þór í Surtsey síðastlfðinn laugardag með ailt efni í hús það, sem reisa á í eynni á grunni sem þegar hefur verið lagður þar. Húsið er í flek um og þurfti geysimarga menn við að bera flekana á land upp í Surtsey, en þeim var fleytt frá borði úr Óðni og upp í fjöru. öskufall úr Syrtlingi er hins vegar svo mikið í Surtsey, að um 60 sentimetra lag hefur myndazt ofan á grunninn, sem stendur aðeins um 800 metra frá gíg Syrtlings. Var horfið frá því Sáttafurtdur Fundur hefur verið boðaður í dag kl. 3 í Reykjavík með aðilum vinnudeilunnar í Vestmannaeyj- um. að reisa húsið á laugardaginn, vegna þessa öskufalls og gengið frá flekunum til geymsiu í eynni. Dr. Sigurður Þórarinsson skýrði Morgunblaðinu svo frá í gær, að mjög hæpið væri að svo stöddu að reisa hús á þessum stað í Surtsey. Beztur grunnur vaeri á þessum slóðum í eynni, en hætt væri við miklu öskufalli einkum er vindur væri austan- stæður. I>á væri og útlit fyrir að minna yr’ði um ferðir vísinda- manna í Surtsey í sumar, en áð- ur hafði verið gert ráð fyrir og þá minni not fyrir hús þar. Á- stæðan væri sú, að öskufallið hefði gert út af við gróður og eina lífsmarkið í eynni nú væri visir að fuglabjargi á suðurendan um, þar sem nokkrar ritur hafa tekið sér bólfestu. í kvöld verður haldinn fund- ur í Surtseyjarfélaginu og þá tekin ákvörðun um það, hvort húsið verði reist í Surtsey og hvar, ef svo verður. Heraösmót Sjálf stæði sf lokksins á Akureyri, UM NÆSTU helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðisflokks ins, sem hér segir: Ákureyri. föstudaginn 30. júlí kL 21. Ræðumenn verða Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, Jónas G. Rafnar, alþingismaður og dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri. Skjólbrekku, Mývatnssveit, laugardaginn 31. júlí kl. 21. Ræðumenn verða Magnús Jóns- son, ráðherra, Bjartmar Guð- mundsson, alþingismaður og Hörðúr Sigurgestsson, viðskipta- fræðingur. Magnús J. Bjartmar Skjólbrekku og Skúlagarði, Kelduhverfi, sunnu daginn 1. ágúst kl. 21. Ræðu- menn verða Magnús Jónsson, ráðherra, Jónas G. Rafnar, al- þingismaður og Magnús Stefáns- son, bóndi. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mótunum, Hljómsveitina skipa fimm hljóð- færaleikarar, þeir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús Ingimarsson og Reyn ir Sigurðsson. Auk þess eru í hljómsvitinni söngvarar Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarnason. Hörður Jónas Skúlagarði Á héraðsmótunum mun hljóm- sveitin leika vinsæl lög. Söngv- arar syngja einsöng og tvísöng og söngkvartett innan hljómsveit arinnar syngur. Gamanvísur verða fluttar og stuttir gaman- þættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátttöku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrir dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. Gunnar Magnús St. Frakkar komnir til að undirbúa geimskotiö í GÆRKVELDI kom fyrsti hóp- ur Frakkanna, sem vinna munu að undirbúningi geimskotsins af Mýrdalssandi 23. ágúst nk. — 1 hópnum eru 12 visindamenn og aðstoðarmenn þeirra, 12 talsins. í dag er von á 134 tonnum af tækjum, áhöldum og ýmsu, sem Frakkarnir þurfa á að halda, með Tungufossi til Reykjavíkur. Það, sem á vantar af tækjun- um, mun koma með 5 frönskum herflugvélum 29. júli, 3., 4. og 5. ágúst. Munu vélarnar lenda fyrst á Keflavíkurflugvelli, þar sem tollskoðun fer fram, en fljúga síðan þaðan og lenda á Mýrdalssandi. Hópurinn, sem kom í gær- kvöldi mun halda austur á Mýr- dalssand þegar í dag og hefja undirbúninginn. Verður reisf eitt stórt skýli á sandinum og nokkur minni fyrir tækin. Þá koma 12 manna hópar 2. og 6. ágúst, 18 menn 13. ágúst og loks 5 vísindamenn 17. ágúst. — Þá munu 3 amerískir vísindamenn koma 13. ágúst til að fylgjast með geimskoti Frakkanna. Verð- ur því f jölmennt á söndunum þeg ar liða tekur að skotinu. ÚLend ingarnir munu búa í Skógaskóla. Allur undirbúningur geimskots ins verður með sama sniði og 1 fyrra. Mun Almenna bygginga- félagið sjá um alla flutninga efn is og tækja austur, eins og þá og setja upp skotpallinn. K jldasta nóff í 7 vikur í fyrrinótt var mesti nætur- kuldi, sem komið hefur á ís- landi um ca. 7 vikna skeið. Hvergi mun þó hafa verið frost í iofti í byggð en viða héla á jörð og hugsanlegt að einhvers- staðar sjái á kartöflugrasi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands var hiti um frostmark á Þingvöllum og Grímsstöðum á Fjöllum. I Reykjavík var hiti 2í4 stig í lofti en 0,8 stig við jörð og héla í grasi. Næturkuldi mun haía verið um allt landið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.