Morgunblaðið - 07.08.1965, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. ágúst 1965
Fimm drengir
að þjófnaði
FI M M drengir í Reykjavik á
aldrinutn 11 til 13 ára hafa orðið
uppvísir að því að stela talsverðu
af viðleguútbúnaði, og er and-
virði þýfsins talið nema nokkr-
um þúsundum króna. — Tómas
Einarsson, sem fer með lögreglu-
mál barna og unglinga, skýrði
blaðinu svo frá í gær, að drengir
þeir, sem hér eiga hlut að máli,
hafi allir komið við sögu lögregl-
unnar áður nema sá yngsti.
Þjófnaðir þessir voru framdir
á nokkrum stöðum og voru dreng
irnir ekki alltaf allir saman. —
Fyrst fóru þeir inn í geymslu í
Hátúni 8 og stálu þaðan tveimur
svefnpokum og bakpoka. Því
næst fóru þeir í Hátún 4, og það-
an tókst þeim að stela úr geymsl-
unni nýju 5 manna tjaldi, nokkr-
um bjórflöskum og niðursoðnum
ávöxtum. Var kært til rannsókn-
arlögreglunnar yfir þeim þjófn-
aði sl. föstudag, en þá ætlaði eig-
andi fyrrgreindra muna að
bregða sér i útilegu, en saknaði
þá þessara eigna sinna.
Þegar drengirnir höfðu þannig
búið sig allsæmilega út, fóru þeir
í Húsafellsskóg, þar sem þeir
dvöldust yfir verzlunarmanna-
uppvísir
helgina. Þar gátu þeir ekki stillt
sig um að stela einum svefnpoka
til viðbótar. Einnig komust þeir
þar yfir gasprimus, sem þeir
segja mann hafa lánað sér. Þegar
til Reykjavíkur kom, fóru þeir á
bifreiðastæði BSÍ við Kalkofns-
veg og stálu þar nokkrum svefn-
pokum, sem þar voru og biðu
þess að verða sóttir af eigendum
sínum.
Drengir þessir voru síðan tekn-
ir sl. fimmtudag er þeir þóttu
grunsamlegir í einu fjölbýlishús-
anna við Hátún. Játuðu þeir að
hafa stolið alls 8 svefnpokum, 3
bakpokum, 2 nýjum tjöldum og
veiðistöng úr brúnum hraðbáti
við höfnina. í farangri þessum
var talsvert af alls konar fatnaði
og ýmis konar viðleguútbúnaði.
Þá játuðu drengirnir einnig að
hafa stolið smávegis af minja-
gripum úr Skátaheimilinu við
Snorrabraut.
Ekki höfðu drengirnir fyllilega
gert upp við sig, til hvers þeir
ætluðu að nota allan útbúnað-
inn. Þó höfðu þeir tjaldað í Ham-
arsportinu við Borgartún, en
brátt urðu þeir varir við rottur
þar og forðuðu sér.
Af þýfinu er aðeins einn poki
merktur. Þeim, sem kunna að
sakna einhvers eftir síðustu helgi,
er bent á að hafa samband við
Tómas Einarsson hjá rannsókn-
arlögreglunni í Borgartúni 7 og
framvísa nafnskírteinum.
Yngsti drengurinn er aðeins 11
ára gamall og hefur hann ekki
áður komizt undir manna hend-
ur. Sá næstyngsti er 12 ára og er
þetta í 5. skipti, sem hann brýtur
af sér. Hinir þrir eru allir 13 ára
gamlir og hafa komið við sögu
hjá lögreglunni áður.
— Grikkland
Framhald af bls. 1
Lagði hann til við koraung að
Miðsambandinu yrði falið að
mynda stjórn, og kvaðst Stephano
poulus hafa nefnt nafn Papan-
direous í þessu sambandi við Kon
stantín.
Ásmundur Sveinsson og bróðursonur hans, Hallsteinn Sig-
urðsson, að vinnu við Helreiðina. Ásmundur er sá er stendur
í stiganum.
„Eitt alerfiðasta verk,
sem ég hef unnið við'4
segir Ásmundur Sveinsson um
nýja listaverkið, Helreiðina
, f GÓÐA veðrinu í gær áttum
við af tilviljun leið fram hjá
„kúlunni“ hans Ásmundar
Sveinssonar, myndhöggvara,
og rákum við þá augun í hátt
og mikið listaverk, sem hann
hefur undanfarið unnið við að
reisa vestast í garðinum hjá
sér. Þegar við gættum betur
að sáum við listamanninn
vopnaðan múrskeið efst uppi
á listaverkinu, en það mun
vera rúmir fjórir metrar á
hæð. Listaverkið kom okkur
satt að segja heldur einkenni-
lega fyrir sjónir og gátum við
ómögulega séð hvað það ætti
að tákna. Við kölluðum því
upp til Ásmundar og spurðum
hann hvað þetta væri.
— Þetta er draugahestur,
strákar mínir, og byrjaði að
príla niður stigann.
— Er langt síðan þú byrj-
aðir á þessu verki?
— Ætli það séu ekki svona
tveir mánuðir síðan. Þetta er
eitthvert það alerfiðasta verk
sem ég hef fengizt við, bætti
hann svo við og horfði þung-
brýnn á verkið. — Ég er log-
andi hræddur um að þetta
geti dottið hvenær sem er.
— Fer ekki mikið efni í verk
sem þetta, Ásmundur?
— Jú, það eru þegar komnir
í það 30 pokar af sementi og
hausinn er ennþá eftir. Svo
fara líklega aðrir 30 pokar í
fínpússninguna. Annars er ég
varla nógu ánægður með stað-
setningu verksins, og hinna
verkanna, sem eru hérna meg-
in í garðinum. Ég hefði helzt
viljað hafa lengra á milli
þeirra og láta þau ná lengra
niður með Sigtúninu, en til
þess að svo mætti verða, þyrfti
ég að fá að stækka garðinn.
— Og hvað heitir þetta nýja
listaverk?
— Það heitir Helreiðin. Ég
var um tíma að hugsa um að
láta það tákna Óðin á hesti
sínum og bar þá hugmynd
undir nokkra járnsmiði sem
héma voru, en þeir sögðu að
þá yrði ég að láta hestinn
hafa átta fætur. Það fannst
mér fullmikið, svo að ég hætti
við það, sagði Ásmundur og
brosti.
Nú sáum við hvar stór lang-
ferðabifreið nam staðar fyrir
utan garðshliðið hjá Ásmundi
og út úr honum stigu 20—30
manns.
— Nú, þarna eru Svíamir
komnir, sagði Ásmundur og
tók hraustlega í nefið.
— Kemur mikið af útlend-
um ferðamönnum til þess að
sjá listaverkin þín?
— O, já, já. Ætli það séu
ekki svona hundrað manns á /
dag. í gær komu til dæmis 1
fjórar fullar rútur af útlend- 1
ingum og þar á meðal var l
mikill fjöldi Rússa. Þeir
spurðu mig m.a. hvaða land
ég áliti mesta listaland ver-
aldar og ég svaraði eins og
skot: fsland. Hverjum þyki
sinn fugl fagur, eða er ekk
svo? hagði Ásmundur og hl
við.
— En hvað finnst ferð;
mönnunum um Helreiðina, /
mundur?
— Þeir spyrja mig oft hvo
þetta sé íslenzkur eða útlenz
ur hestur, en ég svara þeii
alltaf, að þetta sé hvorki í;
lenzkur né útlenzkur hestu I
heldur hestur frá öðrur I
heimi, draugahestur. í
— En finnst þér nú ekk (
dálítið ónæði í öllum þessui r
heimsóknum erlendra ferða J
manna? I
— Nei, eftir að hafa veri i
skammaður hér fyrir verki t
mín, eins og t.d. fyrir Vatn f
berann, þá get ég ekki neita )
því, að mér finnst svolíti I
gaman að því að fá þessa er k
lendu ferðamenn í heimsóki r
og hve mikla athygli þei »
veita verkum mínum. t
Nú var leiðsögumaður Sv í
anna kominn til okkar og baí í
Ásmund að rabba svolítið vi.
þá, svo að við ákváðum a
tefja hann ekki lengur, heldu
kvöddum og héldum á brott.
Þýfi smádrengjanna í vörzlu rannsóknarlögreglunnar í Borgar-
túni 7. Eigendur þess eru beðnir að sækja það og framvísa þá
nafnskírteinum.
Talsvert fram-
boð á heyi
Blaðið leitaði í gær frétta um '
slátt og heyskap á landinu.
Talfö er að sláttur og heyskap-
ur hafi gengið vel, og það mjög
vel, hér á suranan og ves-tanverðu
landin-u svo og víðast á No-rður-
landi. Á austanverðu Norður-
landi og Auistuirlandi hefir hann
geragið treglega, eirakum vegna
þess hve seirat spratt og veg-na
ikalsins fyrir austa-n.
Nú um þessar m-undir standa
yfi-r ath-uganir á því hve mik-
ið er af h-eyi í framboði og
I hve mikils toann að verða ósk-
a-ð af heyi á þeim svæóu-m, sem
kalið er mest fyrir a-ustan. Enn
sem komið er, er ekki vitað
hve heyö-Pl u-n verður mikil á
Austurlandi, því h-afiran er eragja-
heyskapur, sem ekki hefir verið
að marki á undanförnum á-rum.
Fram-boð hér sunnanlands og i
Eyjafirði er talsvert á heyi.
Rannsóknir á heyfl utni-ngum og
iheyöfl-u-n ann-ast þeir Gísli Krist-
j'árasson og Kristján Ka-rlsson, á
vegum Búnaða-rféiags Islands.
Operusöngvari syngur
í Húsavikurltirkju
Húsavík, 6. ágús't.
Sigurðu-r Bjömsson óperusön-gv
ari syng-ur í Húsavíkurkirkju n.k.
sunnudagsikvöld kl. 9. Tónleikar
þessir eru h-aldnir á vegum Tón-
listarskólaras á Húsavík. Á fyrri-
hlu-ta tónlei-banna aðs-toðar
Reynir Jónsson orga-nisrti og leik-
ur á hfð n-ýja orgel kirkjunraar,
en síðari hiluta tónleikarana leiik-
ur ha-ran undir á píanó.
Tónlistanskóli-nn hyggst beita
sér fyrir því að einir tónleikar
verði hér haldnir að ári rmeð
þekk-tu-m lisrtamönraum og fagn-
a-r því að geta fengið Sigurð
Björnsison til að halda þessa tón-
leika, en h-ann er heima í sumar
leyfi, því í vetur er hairan ráð-
inn til að syragja í Þýzkalandi og
víðar. — Fréttari-tarL
í GÆR var stillt og bjart arhóU í Aðaldal og á Þing-
* , „ , , j völlum.
veður ’ J
inu. Ei
faranót
, * , , , .v,™,,. — Fyrir austan fjall
staðar a land . . , 4.,'ttii n .
var kaldast a Hellu, 2 st. hiti.
frost var að- útlit er fyrir stillt veður
igsins á Stað næstu daga og víðast bjart.