Morgunblaðið - 07.08.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 07.08.1965, Qupperneq 8
8 MOorijiNBl AOfO Laugardagur 7. Sgúst 1965 Umsækjendur skili vottoröi um byrjunarframkvæmdir EGGERT G. Þorsteinsson, for- maður Húsnæðismálastjórnar flutti erindi í fréttaauka ríkis- útvarpsins í fyrrakvöld um lán- veitingar stofnunarinnar og hvernig gera skyldi umsóknir um lán úr garði. Minnti hann á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um húsnæðismái við síðustu samninga launþega og vinnu- veitenda, en hún hljóðar :svo „Lánsupphæð til þeirra um- sækjenda um íbúðalán, sem hófu byggingaframkvæmdir á tíma- bilinu 1. apríl til 31. desember 1964, hækki úr 150 í 200 þús. kr. út á hverja íbúð. Ríkisstjórnin tryggi viðbótarfjáröflun til Hús- næðismáiastjómar á þessu ári, er nemi því viðbótarfjármagni, sem þessi hækkun krefst“. Eggert sagði, að Húsnæðis- málastjórn hefði ekki talið unnt að meta hversu mikil þessi láns- fjárþörf væri í raun og veru á annan hátt en þann, að allir um- sækjendur skiluðu vottorði frá hlutaðeigandi byggingaryfirvöld um, um hvenær byggingafram- kvæmdir við hús þeirra hófust eða grunnplata hússins var steypt. Ekki yrði séð af stórum hluta fyrirliggjandi lánsumsókna hvort byggingaframkvæm^ir væru hafnar. Kæmi það oft ekki í ljós fyrr en vottorð bærist um að húsið væri fokhelt en nú væri umsækjendum skylt að sækja um lán sin og fá staðfestingu á þeim áðun en framkvæmir hæf- ust eða kaup væru gerð, þannig að tryggt væri, að umsóknin heyrði undir lánareglur Af þessum ástæðum kvað Egg- ert nauðsynlegt, að allir þeir sem sótt hafa um lán og byrjuðu framkvæmdir á tímabilinu frá 1. apríl til 31. desember sl. eða keyptu íbúðir í húsum, sem framkvæmdir voru hafnar við á umræddum tíma, sönnuðu rétt sinn til hækkunar með vottorði frá byggingarfulltrúa um hve- nær framkvæmdir hófust eða botnplata var steypt. Til öryggis kvað hann óskað eftir því, að allir sem nú hafa hafið fram- kvæmdir skiluðu slíku vottorði. Eggert tók það fram, að skylda þessi hvíldi jafnt á þeim, sem byggt hafa 'íbúðir sínar sjálfir eða keypt þær í smíðum af öðrum. Formaður húsnæðismálastjórn ar sagði, að þegar um væri að ræða vottorð fyrir fjölbýlishús og sem gilda á fyrir alla íbúa hússins, væri nauðsynlegt að nafnaskrá fylgdi yfir alla þá íbúðaeigendur í viðkomandi húsi sem sótt hafa um lán hjá stofn- uninni. Fylgi nafnaskrá um- sækjenda ekki, væri nauðsynlegt fyxir hvern umsækjanda að sjá til, að umbeðið vottorð með hans nafni berist skrifstofunni fyrir 15. september n.k. Eggert Þorsteinsson sagði, að flestir þeir, sem hér eiga hluta að máli, hefðu fengið einhverja byrjunarúrlausn og surnir fulln- aðarlausn miðað við þágildandi hámarkslán, 150 þús. kr. Þeir umsækjendur, sem þannig væri ástatt fyrir og hygðust notfæra fyrrgreinda möguleika til hækk- unnar, ættu að senda umrætt vottorð um byrjunarframkvæmd ir eða úttekt botnplötu ásamt viðbótarlánsumsókn í síðasta lagi fyrir 15. september n.k., en þá væri lokið móttöku umsókn- anna Nýjum umsóknum frá að- ilum sem hefja framkvæmdir síðar eða gera kaup í húsum, sem framkvæmdir hófust síðar við, verður að sjálfsögðu veitt móttaka áfram, svo sem venja hefur verið. Allir þeir umsækj- endur, sem hafa fullvissu fyrir því, að umrætt vottorð hafi áð- ur borizt til stofnunarinnar, þurfa ekki að senda slíkt vott- orð. Vegna þess hve oft hefur komið fyrir að slík vottorð hafa fyrirfarizt og ekki fundizt, þegar til átti að taka m.a. vegna þess að nöfn umsækjenda hafa ekki verið skráð á þau, verður þó að telja öruggast að með viðbótar- lánsumsóknum, sem stofnunni verða sendar, verði jafnframt látið fylgja vottorð um, hvenær framkvæmdir hófust, að því er Eggert G.. Þorsteinsson sagði. Eggert sagði, að með yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar væri nú um að ræða fjögur mismunandi hámarkslán hjá húsnæðismála- stjórn, en þau væru 1) 100 þús. kr. til þeirra, sem hófu framkvæmdir fyrir 1. ágúst 1961. 2) 150 þús. kr. til þeirra sem Eggert G. Þorsteinsson. hófu framkvæmdir á tímanum 3) 200 þús. kr. til þeirra sem 3) 200 þús. kr. til þeirra sem hófu framkvæmdir á tímabilinu 1. apríl til 31. des. 1964. 4) 280 þús. kr. til þeirra sem hófu byggingarframkvæmdir eftir sl. áramót. Eggert sagði, að í áðurnefndri yfirlýsingu ríkisstjómarinnar væri auk þess gert ráð fyrir ár- legri hækkun hámarkslána, er einnig miðuðust við byrjunar- framkvæmdir, allt að 15 þús. kr. á næstu 5 ár. Nauðsynlegt væri, ekki aðeins nú heldur og í framtíðinni, að byggingayfirvöld hafi nákvæma skrá yfir, hvenær framkvæmdir hófust við allar íbúðarhúsabyggingar á þeirra starfssvæði. Að lokum sagði Eggert G. Þorsteinsson: „Af öllu því, sem hér hefur verið sagt, má ljóst vera, að á miklu veltur fyrir alla aðila, að vottorðagjöf þessi verði svo ná- kvæm, sem kostur er og eiga hlutaðeigendur, — Húsnæðis- málastofnunin ekki síður en lánsumsækjendur — nú sem oft áður, mikið undir því komið, að byggingaryfirvöld, byggingarfull trúar og oddvitar, bregðist vel við. Þegar'litið er yfir það sam- starf á undanförnum 10 ámm, er ekki ástæða til að ætla annað, en að vel takist til. Um leið og enn er minnt á, að móttöku viðbótarlánsum- sókna frá umsækjendum frá fyrr greindu tímabili líkur 15. sept. n.k. vonar Húsnæðismálastofnun in að framangreindar skýringar megi verða hlutaðeigandi aðilum til aukinnar glöggvunar á marg- nefndri auglýsingu stofnimar- August H. von Hartmannsdorff sendiherra Svíar myndu styðja upptöku íslands í Fríverziunarbandaiagið segir sænski sendiherrann, sem er á förum héðan i dag 1 dag hverfur héðan af landi herra Svíþjóðar hér á landi brott August H. von Hartmanns- dorff, sem verið hefur sendi- Læknáblaðið fimmtugf: Verður heilbrigðis- rúðuneyti stoinuð? 350 rúm vantar handa geðsjúklingum LÆKNABLAÐIÐ, 1. hefti 50. ár ráðuneyti. Ég hef hugleitt það gangs, er nýkomið út. Minnzt er hálfrar aldar afmælis blaðsnis, en Læknafélag Reykjavíkur gaf það eitt út frá árinu 1915 og fram til ársins 1955, er Lækna- félag íslands gerðist meðútgef- andi þess. Ólafur Bjamason er aðalritstjóri en meðritstjórar að seinasta hefti voru Magnús Ólafsson og Þorkell Jóhannes- son (frá L. í.) og Ólafur heitinn Geirsson og Ásmundur Brekkan (frá L. R.). Af efni ritsins má nefna grein ina Tímamót eftir Ólaf Bjarna- son, Ávarpsorð í tilefni 50 ára afmælis Læknablaðsins eftir Jó- hann Hafstein, heilbrigðismála- ráðherra, Læknablaðið 50 ára eftir Sigurð Sigurðsson, land- lækni, Læknablaðið 50 ára eftir Tómas Helgason, forseta lækna- deildar Háskóla íslands, Lækna blaðsannál eftir Magnús Ólafs- son, tvær ritstjórnargreinar (Hlutverk læknatímarita og Húsbyggingamála læknadeildar háskólans) og Icterus-symposi- um í Læknafélaginu Eir 23. febrúar 1965 (um gulu). • Sérstakt heilbrigðis- málaráðuneyti í ávarpi Jóhanns Hafsteins, heilbrigðismálaráðherra, segir meðal annars: „Komið hafa fram tillögur um nauðsyn þess, að stofnsett yrði sérstakt heilbrigðismáia- mál gaumgæfilega. Enda þótt ég sé þess fullviss, að skammt sé undan að svo verði, hef ég ekki enn viljað gera um það tillögur, þar sem ég hef verið ráðherra heilbrigðismála svo skamman tíma“. • 350 sjúkrarúm vantar handa geðsjúklingum Dr. Tómas Helgason, for- seti læknadeildar háskólans, segir meðal annars í grein sinni: „Þjónustan við geðsjúklinga hér á landi er og hefur venð um langt skeið til lítils sóma fyr- ir þjóð, sem einkum og sér í lagi byggir tilverurétt sinn á andleg- um verðmætum. Það er ekki ein ungis, að stórkostlegur skortur sé á sjúkrahúsrými fyrir geð- sjúklinga, heldur er þeim einnig stórlega mismunað í trygginga- kerfinu. Sjúkrasamlögin tryggja ekki sjúkrahúsvist vegna geð- sjúkdóma nema í 35 daga á ævinni. Sjúkrasamlögin hafa heldur ekki viljað greiða skyn- samlegustu sérfræðingsmeðferð á neuroses, psykoterapi, að neinu leyti. Hvers kyns geðsjúkdómar eru þó meðal algengustu sjúk- dóma, sem við eigum nú í höggi við. Er óneitanlega mikill galli á „alhliða“ tryggingakerfi, að stórir sjúkdómaflokkar séu utan þess“. Framihald á bls. 17 síðastliðin þrjú ár, og átti Morg- unblaðið stuttu samtal við sendi- herrann af þessu tilefni. Von Hartmannsdorff sagði þar m. a., að honum og konu hans hefði þótt sá tími ánægjulegur sem þau hefðu verið hér á landi og kvaðst sendiherrann fagna því mjög að hafa fengið tæki- færi til þess að kynnast íslend- ingum og landi þeirra. Það hefði verið mikil breyting fyrir þau hjónin, er þau komu til íslands, því að þar á undan var sendi- herrann aðalræðismaður Sví- þjóðar í Genúa á ítalíu. Sendiherrann sagði ennfremur, að það hefði verið auðvelt starf að vera sendiherra Svíþjóðar hér á landi, vegna þess að ekki hefði verið um að ræða stór- vægileg vandamál að undan- förnu milli íslands og Svíþjóð- ar. Hann lagði áherzlu á, að bæði íslenzkir embættismenn sem og almennir borgarar hefðu starfi hans. Sænsk og íslenzk I loftferðayfirvöld hefðu á sínum tíma þurft að ræða ýms tækni- leg vandamál varðandi flug- samgöngur á milli landanna, en þau hefðu þegar leystst, er þau hefðu verið tekin til meðferðar af ríkisstjórnum landanna. Von Hartmanndorff sendi- herra kvaðst hafa fylgzt með miklum áhuga með tilraunum íslendinga til þess að gera at- vinnuvegi landsins fjölbreyti- legri. Fyrr eða síðar myndi koma í ljós að fiskaflinn einn saman nægði ekki til þess að halda uppi atvinnulífi þjóðar- innar. Þá gat sendiherrann þess, að Svíar myndu án efa styðja upp- töku fslendinga í Fríverzlunar- bandalagið (EFTA), ef íslend- ingar sjálfir óskuðu eftir hennL Að lokum sagði von Harmanns- dorff sendiherra, að hann væri mjög hrifinn að því, að íslend- ingar svo fáir, sem þeir væru, gætu haldið uppi sjálfstæðu þjóðfélagi með öllum þeim stofn unum, sem nútímaþjóðfélag krefst. Oft væri talað um þýzka og ítalska undrið, en með sama hætti væri alveg eins unnt að sýnt honum mikla velvild í tala um íslenzka undrið. Sveinn Kristinsson skrifar um KVIKMYNDIR LAUGARÁSBfÓ: 24 tímar í París. UNGUR Bandaríkjamaður held- ur með föðurarf sinn til Parísar borgar, til að njóta þar lífsins. Hann sækir þar heim ýmsa fræga skemmtistaði, einkum verður honum tíðreikað um þá staði, þar sem tælandi, ungar þokka- gyðjur kasta af sér klæðum öll- um og dansa sterka kynæsandi nektardansa eftir viðeigandi hljómfalli. Smith (Dick Rand- all), en svo nefnist ævintýramað ur þessi, verður að sjálfsögðu mjög hrifinn af laglegu vaxt- arlagi og lokkandi mjaðmasveifl um hinna frönsku meyja og gerir endurteknar tilraunir til að sýna í verki aðdáun sína og ást til franskra kvenna, en lengi vel mistakast þær allar, og gerast rnörg spaugileg atvik í því sam- bandi. Að lokum mætir hann þeirri útvöldu, og takast með þeim hlýleg kynni, unz þau gera ægilega uppgötvun . . , Mynd þessi er í léttum dúr og á köflum ekki óskemmtileg. — Sennilega munu sumar „strip tease" senurnar hneyksla ein- hverjar sérlega siðavandar mann eskjur, því að þar gefur að líta mörg ærið „djörf“ sjónarspil. En áhugamönnum um landfræðilega líffærafræði hins fagra kyns mun verða tíðgengið á Laugarás inn þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.