Morgunblaðið - 03.10.1965, Qupperneq 17
f SunntMÍagur 3. október 1965
MORCUNBLADIÐ
17
■ Andlát Guðmund-
ar Vilhjálmssonar
i Guðmundur Vilhjálmsson var
mikill gæfumaður. Hverfulleiki
lífsins bitnaði raunar á honum
eins og flestum öðrum og birtist
þeim hjónum í sonarmissi fyrir
allmörgum árum og veikindum
nú hin síðari ár. En Guðmundur
Vilhjálmsson var valinn til
mikils vanda, gegndi honum í
heilan mannsaldur og vann sér
traust og virðingu alþjóðar. Það
er Guðmundi Vilhjálmssyni öll-
um öðrum fremur að þakka, að
Eimskipafélag íslands safnaði á
seinni stríðsárunum svo miklu
fé, að það gat endurnýjað skipa-
stól sinn eins og þörf var á. Nú
sýnist ölium, að þetta hafi verið
sjálfsagt, en á sínum tíma þurfti
til þess allt í senn framsýni,
hyggindi og skapfestu. Sízt er
oí sterklega til orða tekið, að
i REYKJAVÍKURBRÉF
--Laugcudagur 2. okt
Guðmundi Vilhjálmssyni hafi
verið annt um Eimskipafélagið
eins og hann ætti það sjálfur.
Einmitt þess vegna vildi hann
láta það efla alþjóðarhag svo
sem því hafði verið ætlað frá
upphafi. Hann skildi, að sam-
göngur hlutu að taka breyting-
um með breyttum tímum, og átti
þess vegna ríkan þátt í aðild
Eimskipafélagsins að Flugfélagi
íslands og taldi nána samvinnu
þessara tveggja félaga æskilega,
svo sem lýsti sér í formennsku
hans í Flugfélaginu. Fáir, sem
veittu stóratvinnufyrirtækjum
forustu, munu hafa verið skiln-
ingsbetri á hag verkalýðs en
Guðmundur Vilhjálmsson. Hann
skildi, að öflug samtök vinnu-
veitenda eru einnig verkalýðnum
til hags, og var allt til dauðadags
einn af forustumönnum Vinnu-
veitendafélagsins. Guðmundur
Vilhjálmsson var ekki einungis
xnikiil gæfumaður í starfi, heldur
var sambúð hans og frú Kristín-
ar konu hans einnig til fyrir-
xnyndar. Hann var umhyggju-
samur heimilisfaðir, svo að af
bar. Guðmundar Vilhjálmssonar
xnun lengi minnst, ekki einungis
af þeim, er hann þekktu, heldur
og í atvinnusögu íslenzku þjóð-
arinnar.
Sigurður Halldórs
son látinn
Sigurður Halldórsson fór
hvorki beina né hnökralausa
braut um ævi sína. En hann lét
erfiðleika aldrei buga sig og hann
vann afrek, sem mótað hefur
atburðarásina um aldarfjórð-
ungsskeið. Sigurður hafði frum-
kvæði og forustu um það, að
verkamenn, sem fylgdu Sjálf-
•tæðisflokknum að málum,
mynduðu samtök sín á milli og
Btofnuðu Málfundafélagið Óðinn.
Þetta var á kreppuárunum, þegar
hagur verkamanna var mjög
bágur og öll afkoma þeirra var
lélegri en þeir, sem hvorki
reyndu né sáu geta ímyndað sér.
Á meðan þessu fór fram, þá
voru verkaynenn mis-réttháir
innan verkalýðshreyfingarinnar,
dregnir i pólitíska dilka.
Slíkt misrétti gat með engu
móti staðist til lengdar.
Hreyfingin. sem komst á með
stoínun Málfundafélagsins Óð-
ins og annarra félaga, sem
fylgdu í kjölfar hans, varð til
þess að slíta hið óeðlilega band
milli Alþýðuflokksins Qg Alþýðu
sambandsins. Síðan eru allir
verkamenn formlega jafn rétt-
háir innan verkalýðshreyfingar-
innar. Segja má, að þessi breyt-
ing hafi hlotið að verða fyrr eða
síðar. En það er engum einum
manni meira að þakka, að hún
varð með þeim hætti, sem raun
ber vitni, en Sigurði Halldórs-
ayni.
Þjóðviljinn fámáll
um samkeppni
Rússa
Athygli hefur vakið, hversu
hinir málgefnu ritstjórar Þjóð-
viljans eru fámálugir um sam-
keppni Sovét-Rússlands við fs-
lendinga um síldarsölu. Þjóð-
viljamönnum virðist ámóta and-
stætt að ræða um þau efni eins
og að skýra samlöndum sínum
frá því, hvernig háttað er skatta
málum í Sovét-Rússland, t. d.
söluskatti og tekjuskatti. Skyldu
menn þó ætla, að við fyrirlitlegir
,,kapítalistar“ gætum tekið
Sovétherranna til fyrirmyndar í
þeim efnum, en af þögn Þjóð-
viljans er síður en svo að sjá.
Með svipuðum hætti gerir Þjóð-
viljinn nú sem allra minnst úr
hinum uggvænlegu tíðindum,
sem berast af því, að Rússar
hafa tekið upp við okkur harð-
vítuga keppni i síldarsölu. Hing-
að til hefur verið talinn einn
bezti markaður í Svíþjóð fyrir
íslenzka saltsíld. Nú er komið á
daginn, að Sovét-Rússland er
búið að ryðjast inn á þann mark
að. Einnig éru öruggar fregnir
um tilraunir í sömu átt á mörkuð
um í V-Þýzkalandi og Bandaríkj-
unum. Nú síðast hafa Sovétríkin
selt töluvert magn af frystri síld
undir heimsmarkaðsverði til
V estur-Þýzkalands.
Þeim, sem fylgzt hafa með
vaxandi fiskveiðum Rússa. getur
í sjálfu sér ekki komið þetta á
óvart. Davíð Ólafsson, fiskimála-
stjóri, aðvaraði íslendinga um
væntanlega samkeppni Sovét-
Rússa þegar fyrir mörgum árum.
Kommúnistar hafa aldrei
viljað á þetta hlusta, heldur
reynt að telja mönnum trú um,
að öruggustu markaðir íslend-
inga einmitt fyrir síld væru í
Sovét-Rússlandi. Þjóðviljamenn
vilja nú sem minnst tala um
allan bægslaganginn út af
Breshnev-tilkynningunni í sept-
ember í fyrra. Þá átti, að sögn
Þjóðviljans, að vera auðvelt að
fá grundvallarsamning við Rússa
um kaup á niðurlagðri og niður-
soðinni síld fyrir 100 til 200 millj.
króna. Þjóðviljanum tjáir
ekki að halda því fram, að þau
viðskipti hafi strandað á fálæti,
hvað þá fjandskap íslendinga.
Fróðlegt er að rifja nú upp það,
hvað um þessi mál var sagt í
Reykjavíkurbréfi hinn 13. sept
ember 1964, þ. e. strax á eftir
að tilkynningu Breshnevs og
hinna íslenzku ,,félaga“ hans
birtist. Þar stóð m.a. þetta:
„Hagkvæm við-
skipti en öðrum
ótryggari
Áhugi islenzkra kommúnista
á auknúm viðskiptum við Sovét-
Rússland er og gamalkunnur.
Um hagkvæmni þeirra viðskipta
að vissu marki er og enginn
ágreiningur hér á landi. Sú
staðreynd, að þau skyldu vera
meðal umræðuefna Moskvufund
arins vekur hinsvegar athygli á
annarri staðreynd: Hinu pólí-
tíska eðli þessara viðskipta. Yfir
leitt eru þau viðskipti talin ör-
uggust, sem eru báðum aðilum
fjárhagslega hagkvæm, án þess
að annarleg sjónarmið ráði þar
nokkru um. Nú er ekki að efa,
að viðskiptin við Sovét-Rússland
hafa hingað til verið okkur hag-
kvæm í heild. Sá kvíði hefur
samt búið á bak við, að Sovét-
stjórnin kynni gagnvart íslend-
ingum eins og öðrum að láta
pólitísk sjónarmið ráða um magn
og framhald viðskiptanna. Þess
vegna væru þau í eðli sínu
ótryggari en önnur viðskipti.
Einn stjórnarherra austur þar
gæti fyrirvaralaust gert þau að
engu eða setti okkur þau skil-
yrði, sem með öllu væri óað-
gengileg. Reynsla frá árunum
1948 til 1953 sýnir, að þessi
uggur er ekki ástæðulaus. Við
höfum raunar orðið fyrir svip-
aðri reynslu af öðrum, t. d. Bret-
um. En ekki bætir það úr, heldur
hvetur til eins mikillar dreif-
ingar á viðskiptum og hverju
sinni er kostur á.
Háð vináttusam-
bandi stjórnmála-
flokks á íslandi og
valdamanna í
Moskvu
Óvissan verður ennþá meiri,
ef framhald mikilla viðskipta er
komið undir vináttusambandi
tiltekins stjórnmálaflokks á ís-
landi við stjórnarherrana í
Moskvu. Á sínum tíma sleit
Stalin viðskiptum við Júgóslavíu
af því honum líkaði ekki við
Tito. Hvað sem líður viðhorfi
Sovétstjórnarinnar til annarra
stjórnmálamanna á íslandi, þá
skulum við setja sem svo, að
stjórnarherrar þar eystra reiðist
við flokksbræður sína hér. Mundi
það þá leiða til þess, að íslend-
ingar yrðu beittir sömu brögð-
um og Tító á sínum tíma?
Fyrir hinu er naumast ráð ger
andi, að nokkru sinni komizt til
valda slíkir menn í kommúnista-
flokknum íslenzka, að þeir ósk-
uðu ekki lengur eftir þessum
viðskiptum. En ef svo ólíklega
færi, mundi Sovétstjórnin þá
taka mark á því?
Um þetta er ekki bollalagt til
þess að gera viðskipti við Sovét
Rússland tortryggileg eða lítið úr
tilboði því, sem felst í fréttatil-
kynningunni. Þvert á móti er
sjálfsagt. að réttir aðilar taki það
til ýtrarlegrar og velviljaðar at-
hungunar. Engin ástæða er til að
ætla annað en eftir því hafi
verið leitað og það gefið í góðan
hug. En málið ber að með
óvenjulegum hætti og er í eðli
sínu svo viðurhlutamikið, að á
því verður að átta sig til hlítar“.
Er verið að hegna
íslendingum vegna
óhlýðni Komma?
Fáir hefðu haldið í fyrra, að
þau aðvörunarorð, sem nú voru
tilgreind, rættust svo skjótlega
sem raun er á orðin. Ætla hefði
mátt, að Breshnev-yfirlýsingin
nægði til a.m.k. einnar samn-
ingsgerðar. En segja má, að So-
vétstjórninni sé nokkur vorkun,
hún hafi einungis gert það, sem
skynsamlegt er. Hví í ósköpun-
um skyldi hún vera að kaupa síld
af íslendingum eftir að hún sjálf
er orðin meiriháttar síldarútflytj
andi, ekki einungis til bandaríkja
sinna í Austur-Evrópu, eins og
Tékkóslóvakíu, sem Rússar hafa
lagt megináherzlu á að ná síld
arsamningum við, heldur og til
„auðvaldsríkjanna"? Höfuðgall-
inn var einmitt ætíð þessi:
Auknum viðskiptum íslands og
Sovét-Rússland átti ekki að ráða
gagnkvæm þörf heldur pólitísk
hentisemi. En Sovét-Rússland er
svo stórt, að það munar ekki
meira um slöttung af fram-
leiðslu fslands, heldur en bónda-
konu um einn blóðmörskepp í
sláturtíðinni. Þess vegna hlýtur
sú spurning að vakna og krefst
svars, hvort meðferðin á íslend-
ingum nú, stafi af því, að ís-
lenzku „félagarnir" hafi brugð-
ist Breshnev og öðrum valda-
mönnum í Moskvu. Var það
skilyrði fyrir Breshnevyfirlýs-
ingunni, að íslenzka komma-
deildin styddi Sovétstjórnin í
átökunum við Kínakomma? Hef-
ur sá stuðningur brugðizt?
Um þau atriði, er upplýst gætu
hið, sanna samhengi í þessari
furðulegu sögu, fæst Þjóðvilj-
inn ekki til að sknfa. Hann fjas-
ar hinsvegar um hin ólíklegustu
efni og krefst þess m.a., að ríkis-
stjórnin ómerki gerðir sjálfrar
vinstri stjórnarinnar um húsa-
kaup af Guðmundi f. Guð-
mundssyni. Innan um allt orða-
hrönglið grillir þó á athygl-
isverða staðreynd. Sömu dagana,
sem Kínakommar valda alheims
hneyksli með því að reyna að
koma í veg fyrir vopnahlé á
milli Pakistan og Indlands og
ögra öllum heiminum, þ. á. m.
Sovét-Rússlandi, með hótunum
og ófriðartali, tekur Þjóðviljinn
sig til og ber blak af Kínakomm-
um og heimtar, að ísland taki
upp beint stjórnmálasamband
við stríðsæingamennina-
Af hver ju upp
næmir?
Einkennilegt er það með
Tímann, að hann verður ætíð
uppnæmur og kemst í annarleg-
an ham, ef minnst er á dr. Krist-
inn Guðmundsson. Á dögunum
réðist Tíminn á íslenzku /utan-
ríkisþjónustuna fyrir að starfs-
menn hennar sinntu um of tildri
og samkvæmislífi, og notaði til
þess það tilefni, að tveir fyrr-
verandi ráðherrar núverandi rík-
isstjórnar, Gunnar Thoroddsen
og Guðmundur í. Guðmundsson,
höfðu verið skipaðir sendiherrar.
Þá var á það minnt í Reykja-
víkurbréfi, að tveir af fyrrver-
andi ráðherrum Framsóknar
hefðu fyrir atbeina valdamanna
hennar verið skipaðir sendiherr-
ar. Enn sannaðist að um dr.
Kristin má ekki tala eins og
aðra þá, sem valið hafa sér stöðu
á opinberum vettvangi, þá um-
umhverfist Tíminn. Minnimáttar
kenndin lýsir sér þá í hverju
orði. Engin ástæða er þó fyrir
Tímann að skammast sin frekar
fyrir dr. Kristin en aðra framá-
menn Framsóknar. Hann er þeim
flestum geðslegri. Dr. Kristinn
hefði t.d. aldrei dottið í hug að
semja fyrst um kaup á húsi af
samstarfsmanni sínum og ráðast
síðan á þá, sem þann samning-
efndu.
Getur undirmaður
ekki verið óvil-
hallur?
Ástæðulaust er að elta ólar við
það persónulega nart og níð, sem
Vinstri stjórnarherrarnir hafa
nú í frammi í garð eins of sín-
um fyrri samstarfsmönnum. En
í þeirra umræðum hafa komið
fram atriði, sem verður að kryfja
til mergjar. Fullyrt er að for-
maður sölunefndar varnarliðs-
eigna geti ekki verið óvilhallur“
matsmaður um húsakaup af Guð-
mundi í. Guðmundssyni, af því
að hann sé undirmaður utanríkis-
ráðherra. En sjálf sölunefndin,
sem Helgi Eyjólfsson starfar
fyrir er undir forsæti Hermanns
Jónassonar en ekki Guðmundar f.
Sami maðurinn, sem gaf út bréf-
ið 1. apríl 1958, er því hinn næsti
yfirmaður Helga, ef út í þá sálma
á að fara. Þarnæst kemur varn-
armáladeild utanríkisráðuneyt-
isins með sinn deildarstjóra, þá
ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins og loks utanríkisráð-
herra. Þrepin á milli eru þess
vegna býsna mörg. Lítum á önn-
ur hliðstæð dæmi. Hverjum
mundi koma til hugar að segja,
að hreppstjóri gæti ekki vefið
matsmaður í máli dómsmála-
ráðherra af því, að hann sé undir
maður ráðherrans? Eða hver
vill halda því fram, að dómarar,
sem raunverulega eru skipaðir
af dómsmálaráðherra og hann
getur svipt starfi, hljóti þess
vegna að vera vilhallur, ef ráð-
herra á í hlut?