Morgunblaðið - 06.10.1965, Page 6
0
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. október 1965
Tómas Tryggvason jarðfræð
ingur - In memoriam
TÓMAS Tryggvason, jarðfrreðing
ur, er látinn. í gær ræddi hann
við okkur um starfsáætlun næsta
árs og þau verkefni, sem hann
hafði á prjónunum, í dag fréttum
\»ið andlát hans.
Þrettán ár eru liðin síðan
kynni okkar Tómasar Tryggva-
sonar hófust. Ég kom á skrifstofu
hans á Atvinnudeild til að leita
ráða hvar bezt mundi að stunda
nám í jarðfræði og fá úr því
skorið hverjar atvinnuhorfur
væru á íslandi að loknu námi
í þeirri grein. Ég tel það hafa
orðið mér til mikillar gæfu að
hafa fylgt ráðum Tómasar um
val á háskóla og umsögn hans um
framtíðarhorfur einkenndist af
bjartsýni og trú á þá möguleika
sem fsland veitir á þessu sviði.
Áðuy en Tómas Tryggvason
hóf nám í jarðfræði við háskól-
ann í Uppsölum gat hann ekki
snúið sér til neins íslenzks fræði-
manns á þessu sviði, sem væri
fær um að leiðbeina honum um
nám og atvinnuhorfur. Þegar lit-
ið er á þær aðstæður, sem voru
til vísindaiðkana á íslandi á ár-
unuim fyrir heimsstyrjöldina síð-
ari, verður að telja það töluverða
vogun að leggja út í jarðfræði-
nám.
Tómas hélt til háskólans í Upp
sölum og fékk áhuga fyrir berg-
fræði, enda undir handleiðslu
eins fremsta bergfræðings Svía,
Próf. Backlund. Með þessu námi
hélt Tómas inn á braut, sem eng-
inn íslendingur á undan honum
hafði troðið. Bergfræðinámið er
sérgrein, sem krefst meiri þekk-
ingar í eðlis-og efnafræði en
venjuleg jarðfræði. Tómas varð
(því fyrstur íslenzkra jarðfræð-
inga til að afla sér þekkingar á
meðferð bergfræðissmásjárinnar,
sem er flókið ljósfræðilegt tæki;
þekkingar, sem hann fullkomn-
aði með dvöl við háskólann í
Göttingen í byrjun stríðsins und
ir handleiðslu Próf. Correns og
Próf. Schumann. Prófritgerð
Tómasar við háskólann í Upp-
sölum fjallaði um bergfræði
Skjaldbreiðarhrauna. Þessi rit-
gerð, sem er fyrsta verk íslend-
ings um bergfræði, er frábærlega
vandvirknislega unnin.
Eftir heimkomuna réðist Tóan-
as til Atvinnudeildar háskólans,
þar sem hann starfaði til dauða-
dags. Starf hans við þessa stofn-
un var margþætt, en einkenndist
fyrst og fremst af áhuga hans á
því að beita þekkingu sinni til
lausnar hagnýtra verkefna í jarð
fræði og bergfræði. Fáir gerðu
sér þá grein fyrir, að jarðfræði
væri annað en skemmtilegt tóm-
stundagaman nokkurra sérvitr-
inga. Tómas hefur átt stóran þátt
í að breyta því áliti íslendinga
og nú er svo komið að engi.m læt
ur sér til hugar koma að byggja
meiri háttar mannvirki án þess
að á undan fari jarðfræðileg
rannsókn þess svæðis, sem um er
að ræða. Tómas var ráðgefandi
jarðfræðingur við virkjun iogs-
ins, en auk þess hefur hann gert
jarðfræðilega könnun vegna fyr-
irhugaðra virkjunarframkvæmda
víðs vegar um landið. Hann gerði
ennfremur fyrstu jarðfræðilegu
athuganir í sambandi við fram-
tíðarhöfn Reykjavíkur og fann
hina svokölluðu Sundahöfn.
Eitt helzta hugðarefni Tómas-
ar var þó einatt leit að hagnýt-
um jarðefnum. Margir spyrja
hvort ekki sé möguleiki á því að
finna góðmálma á íslandi og svar
ið verður að slíkur fundur sé nán
ast hæpinn. Tómas gerði sér fulla
grein fyrir þessu, en hann vissi
líka að fleira er verðmætt en
málmar. Það sem beinast liggur
við að kanna í ungu eldfjaila-
landi eru möguleikar á vinnzlu
hvers konar byggingarefna til
notkunar innan lands en þó eink
um til útflutnings. Tómas vann
að því á skipulegan hátt að finna
hvaða hráefni til bygginga fs-
lendingar gætu unnið og selt,
allt frá skrautsteinum til klæðn-
ingar á byggingum ti‘1 einangr-
unarefna eins og frauðgrýtis og
perlusteins. Verk Tómasar á
þessu sviði hefur fært okkur
heim sanninn um að mikið af
verðmætu hráefni er fyrir hendi
í landinu.
Auk starfa í þágu hagnýtra
jarðfræðirannsókna hefur Tómas
ætíð tileinkað undirstöðurann-
sóknum hluta af tíma sínum.
Hann hefur birt greinar berg-
fræðilegs efnis í innlendum og
erlendum tímaritum, sem allar
hafa einkennst af sömu vand-
virkni í vinnubrögðum og fram
kom í prófritgerðinni við Upp-
salaháskóla.
Tómas átti sæti í Rannsóknar-
ráði ríkisins og var formaður
þess um tíma. Hann átti sæti í
stjórnum Vísindafélags íslend-
inga og Félags íslenzkra náttúru-
fræðinga um skeið, en auk þess
var hann meðlimur í erlendum
fagfélögum.
Óþarft er að rekja frekar störf
Tómasar Tryggvasonar sem vís-
indamanns; ritgerðir hans og
greinar tala þar skýrustu máli.
Ég minntist í upphafi á fyrstu
• Skrílsæðið
á Laugardalsvelli
„íþróttaunnandi“ skrifar:
„Hvernig eru íslendingar eig
inlega áð verða? Unglingar
ráðast inn á listaverkasýningu
og eyðileggja fyrir tugi þús-
unda. Unglingar og fullorðið
fólk breytist í skepnur við að
horfa á knattspyrnukappleik.
Ég sá skrílinn ráðast me'ð grjót
kasti á Alþingiáhúsið 30. marz
1949 og vonaði þá, að ég þyrfti
aldrei að verða sjónarvottur að
Öðru eins aftur. Sú von mín
brást nú á Láuigardalsvellinum
síðastliðinn sunnudag. Ungar
stúlkur fuilomir menn og dreng
ir tóku upp hnullunga og köst
uðu þeim í leikmenn annars
liðsins. Heiftin logaði úr augum
„venjulegs fólks“, og það lét
sig ekki muna um að hrækja á
eimstaka leikmenn. Hváða breyt
ingar höfðu allt í einu orðið á
sálarlífi þess?
kynni okkar Tómasar. Þau .ynni
áttu eftir að eflast með árunum
er hann útvegaði mér vinnu við
Atvinnudeild í sumarleyfum og
hafði milligöngu um endanlega
ráðningu mína við stofnunina að
námi loknu. Fram til þess tima
hafði Tómas verið eini jarðfræð-
ingurinn, sem starfaði við At-
vinnudeild háskólans. Eftir að
fleiri jarðfræðingar réðust til
stofnunarinnar og þessi þáttur
starfseminnar jókst ,urðu okkur
ljósir ákveðnir þættir í skapgerð
Tómasar, sem lýstu sér fyrst og
fremst í samstarfsvilja og hjálp-
semi. Hann taldi aldrei eftir sér
að eyða löngum tíma í að miðla
okkur af reynslu sinni og þekk-
ingu, á jarðfræði og bergfræði
íslands, og hann hafði ætíð mik-
inn áhuga á öllum þeim verkefn-
um, sem við tókum okkur fyrir
hendur. Skerfur hans til þeirrar
glaðiværðar og þess áhuga á
starfinu, sem ríkti á stofnuninni
var ómetanlegur, enda var hann
hvoru tveggja i senn góður félagi
og kær vinur.
Tómas Tryggvason var kvænt-
Ég hef talið, að íþróttir hefðu
uppeldislegt gildi, bæði fyrir
þátttakendur og áhorfendur.
En þáð var ekki neinn „iþrótta
andi“, sem réð gerðum þessa
skríls. Hvaðan kemur þetta
fólk? Getur það verið, að þetta
sé sama géðprúða og kurteisa
fólkið, sem gengur daglega um
götur borgarinnar?
Við höfum lesið í blöðum um
skrílslæti á knattspyrnuvöllum
í Brazilíu, þar sem líf dómara
og keppenda hefur verið í
hættu. Einnig hötfum við lesið
um uppþot drukkins múgs á
kappleikum í Skotlandi. Hvort
tveggja hefur okkur fundizt
vera svo fjarlægt okkur. Vfð
höfum yppt öxlum og tautað
eitthvað um óupplýstan stór-
borgaraskríl í Rio de Janeiro.
Erum við að umbreytast í slík
an lýð? Ekki hefði miklu þurft
að muna á Laugardalsvelli sl.
sunnudag, til þess að þar
ur Kersten Janchers og áttu þau
fjögur börn. Heimili þeirra hjóna
var stolt Tómasar og umhyggja
hans sem heimilisfaðir var frá-
bær. Skapgerð hans og viðmót
endurspeglaði þá hamingju, sem
hann bjó við heima fyrir. Við
hjónin vottum frú Kersten og
börnunum fjórum innilegustu
samúð okkar. Fátt getur orðið til
að veita huggun í harmi þeirra,
en í hugum allra sem þekktu
Tómas Tryggvason lifir minning-
in um góðan mann.
Guðmundur E. Sigvaldason.
t
VIÐ Tómas vorum starfsbræður
á Atvinnudeild háskólans í hart
nær tvö ár. Áður þekkti ég hann
varla lauslega að nafni til, því
hann var ekki í þeirra tölu, sem
mest ber á í blöðum og útvarpi.
Bæði var hann lítill auglýsinga-
maður, og auk þess kom sérgrein
hans innan jarðfræðinnar lítt
við þau vísindi, sem á erlendum
tungum nefnast „smoke“.
Tómas var í rauninni bóndi
alla ævi. Þrekinn maðalmaður
á hæð, sem allt fas hans og lima-
burður báru vitni upprunans í
Bárðardal. Hann réðst heldur
seint til mennta vegna fátæktar,
en stundaði búskap og lá á
grenjum. Eitt vorið náði hann
svo 5 yrðlingum lifandi, tókst að
seija þá og byssuna með, og
sigldi út^ til að verða vísinda-
maður. Úr þeirri för kom hann
mörgum árum seinna, kvæntur
frábærri konu sænskri og lærður
í bezta lagi og_ hóf að vinna að
sínu lífsstarfi. Ég hygg, að Tómas
hafi verið fyrsti petrógraf ís-
lands. Hann flutti hingað og kom
sér upp ýmsum nauðsynlegum
tækjum og tækni, sem hinir yngri
menn hafa síðan gengið að sem
sjálfsögðum, og án þess að hug-
leiða, að slíkir hlutir verða ekki
til baráttulaust á þessu landi
kaupmennsku, landbúnaðar og
fiskveiða.
Tómas var heldur lítill skrif-
stofumaður, en þeim mun dug-
legri í ferðalögum og harðræð-
um. Hann fór um víða, glöggur
og athugull, og að hætti bóndans
með opið auga fyrir hinu „ök-
onómiska". Þekking hans á jarð-
fræði íslands var mikil, en að
yrði alvarlegt slys. Tilviljun
réð því, að enginn fékk stein
í höfuðið.
Ég held, áð við verðum að
spyrna við fótunum og hugsa
okkar ráð; atihuga hvert stefn
ir. Forráðamenn íþrótta í
Reykjavik og sáifræðimgar ættu
að skrifa skýrslu um málið,
reyna að komast áð því, hver
meinsemdin er, og skera síðan
í meinið. Atburðir eins og
þessir mega ekki endurtakast.
— íþróttaunnandi".
• Hverfa hyrnumar
bráðum?
,Húsmóðir“ skrifar:
„Megum við nú ekki fara að
eiga von á því, að þessar óvin-
sælu mjólkurhyrnur hverfi af
markaðinum? Margir vildu
gjarnan fá að kaupa þessar tíu
lítra hyrnur, og vonamdi koma
miklu leyti óunnið úr henni, og
því er það mikil ógæfa að hann
skyldi falla frá svo skyndilega
og fyrir aldur fram.
Vegna þrengsla á Atvinnudeild
inni sat ég yfir smásjá á skrif-
stofu Tómasar í mestallan fyrra-
vetur. Hann sagði mér margar
kátlegar sögur og sitthvað
merkilegt. Nú er það oft svo,
að ungir menn hyggja að heim-
urinn sé kálfsskinn eitt er þeir
koma frá námi. Ég vil ekki taka
svo djúpt í árinni að segja að
hinn ungi skrifstofunautur Tóm-
asar hafi ætlað að innleiða vís-
indalega jarðfræði á íslandi, en
hafi svo verið, þá sannfærðist
hann skjótlega um hið forn-
kveðna, að ekkert er nýtt undir
sólinni. Því að jafnvel í nútíma
vísindum breytist meginkjarninn
lítið á hálfum mannsaldri; hug-
myndirnar og spurningarnar eru
svipaðar, þótt úrlausnaraðferð-
irnar kunni að breytast. Ég fann,
að Tómas hafði margt reynt og
margt hugsað. Hann hafði öðlazt
þá staðfestu og þroska, sem kem-
ur með aldrinum og lyftir mann-
inum yfir smáöldur tízkunnar
líkt og stórskipi, sem vegna
lengdar sinnar nær yfir svo
margar öldur, að það rótast ekki
þótt sjóirnir rísi.
Tómas féll frá óloknu starfi á
miðjum aldri. Hann var góður
vísindamaður, en enn betri mað-
ur. Ég vil taka undir það, sem
einn kunningi hans sagði: Hann
var einn yndislegasti maður, sem
ég hefi þekkt.
Sigurður Steinþórsson.
t
Mannskaði! Mikill mannskaði.
Er ég hugsa til Tómasar
Tryggvasonar, kemur mér fyrst
í hug beinn og sterkur stofn
með þróttmiklum greinum. Byl-
ur dauðans gat ekki rifið tréð
upp, því að ræturnar voru svo
seigar og lágu vitt um jör’ð.
Hann braut stofninn. Fyrir þeim
byl stenzt ekkert.
Stúdentahópurinn var ekld
margmennur forðum, og nú eru
allt of margir horfnir um sinn.
Tómas var til þess allra ólíkleg-
astur að toverfa, þvi að hann var
manna heilbrigðastur. Svo
Framhald á bls. 19
þær fljótlega í búðir í Reykja-
vík, þótt Mjólkursamsalan virð
ist ætla að fara sér hægt. 1
framtfðinni hljóta að verða seld
ar hér eins lítraumbúðir, sem
taka hyrnunum stórlega fram,
— sams konar umbúðir og aðr
ar þjóðir eru löngu famar að
nota. Þær em ferkantaðar —■
kassalagaðar, — þjálar í með-
förum, taka lítið rúm, og þær
er hægt að opna með einu hand
bragði, án þess að gTÍpa þurfi
til skæra eða annarra verklæra.
Þær springa ekki, og mjólkin
spýtist ekki fram úr þeim við
minnstu viðkomu, — eru sem
sagt lausar við alvarlegustu
galla hyrnanna.
Og hvenær verður farið að
selja mjólk í matvömverzlun-
um? Hvers konar meinbægni
er það eiginlega að banna kaup
mönnum, sem hafa alla áðstöðu
til þess að selja mjólk (kæli-
geymslur o.s. frv.), að selja
hana? Er Mjólkursamsalan
hrædd um að missa eitthvað
arf sáelgætissölunni? Sjálf er
hún me'ð eigin brauðgerð handa
mjólkurútsölum sínum, og fyrst
hún má selja sælgæti, gos-
drykki brauð o.fl. hjá sér, því
skyldu kaupmenn þá ekki
mega selja mjólk?
— Húsmoóir“.
6 T
12 v
24 v
B O SC H
flautur, 1 og 2ja tóna.
Vesturgötu 3. — Sími 11467.