Morgunblaðið - 06.10.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. október 1963
Dr. Arnold Toynbee
Innanlandsdeilur Kanada
manna - úrlausn
MT sagnfræðilegs eðlis segja
efcki aðeins sögu, heldur eiga
þau ríkan þátt í að skapa hana.
Áhrifin af því sem skeð hefur í
fortíðinni situr eftir í huga les-
andans og hefur áhrif á hegðun
og hugsanagang hans í nútíð og
framtíð.
Áhrifamestu bækurnar eru
ekkj þær sem frá fræðilegu sjón-
FYRIR skömmu komu hingað
til lands vestur-íslenzk hjón,
Sigurður Brynjólfsson og
Magdalena Jensdóttir, búsett
í Langlaey, u.þ.b. 35 mtlur frá
Vancouver. Þau hjón eiga 45
ára hjúskaparafmæli um þess-
ar mundir og brá tíðindamað-
ur blaðsins sér á þeirra fund
og Iagði fyrir þau nokkrar
spurningar.
— Hversu lengi hafið þið
hjónin verið búsett í Vestur-
heimi? Það er Sigurður, sem
verður fyrir svörum:
— Ég flutti til Kanada árið
1912 með foreldrum mínum,
Brynjólfi Sigurðssyni frá
l Austurkoti á Vatnsleysuströnd
-1 og Geirþrúði Geirsdóttur úr
Grímsnesi. í Kanada hef ég
dvalizt síðan og stundaði fisk-
veiðar við Alaska. Bátinn, sem
er 40 smálestir, á ég sjálfur og
með mér róa tveir synir mín
ir, Valdimar, sem er skipstjóri,
og Sigurður, vélstjóri. Mitt
hlutverk um borð er að sjá
um matreiðsluna. Á sumrin
stundum við eingöngu lúðu-
veiðar, en á veturna veiðum
við þorsk. Hann er allfrá-
brugðinn íslenzka þorskinum,
því að hann er svartur á lit
og bragðast líkt og hrognkelsi.
í Langlaey á ég gott heimili
og landspildu, sem gerir mér
armiði eru merkastar; þær eru
venjulega dýrar og erfiðar af-
lestrar. Lesendafjöldi þessara
bóka er þessvegna tiltölulega lít-
ill, og fólk þetta er komið það
langt í menntun sinni að bækur
sem þessar ern raunverulega
ekki nauðsynlegar fyrir það.
Slíkt fólk les með gagnrýni, og
ef tiltekin bók er hlutdræg, þá
kleift að stunda nokkurn bú-
skap. Ég á nú 60 kindur og
reyki kjötið af þeim að ís-
lenzkum sið og þykir þeim
Kanadamönnum, sem ég hef
gefið hangikjöt það hið mesta
hnossgætL
— Hvenær fluttuð þér til
Vesturheims, frú Magðalena?
— Ég flutti um svipað leyti
og eiginmaður minn. Foreldr-
ar mínir voru Jens Jónsson og
Henrietta Jónsdóttir á Pat-
reksfirðL og höfum við hjónin
í hyggju að fara þangað við
fyrsta tækifæri, til að heim-
sækja vini og ættingja.
Við tökum nú upp léttara
hjal og kemur þá m.a. í ljós,
að fjölmargir Indíánar við
Winnipegvatn tala góða ís-
lenzku, enda hafa margir
þeirra alizt upp og gengið í
skóla með íslenzkum börnum.
Sjálf tala þau hjónin aðdáunar
verða íslenzku þrátt fyrir 43
ára samfellda dvöl vestan
hafs.
Þau Sigurður og Magdalena
dveljast nú að heimili systur
Sigurðar, Kristínar Brynjólfs-
dóttur, Karlagötu 21 hér í bæ,
og skora þau á vini og ætt-
ingja hérlendis, að hafa sam-
band við þau við fyrsta tæki-
mun það vera fært um að taka
réttsýna afstöðu varðandi efni
og framsetningu.
Áhrifamestu sagnfræðibækurn-
ar eru raunverulega hinar ein-
földu byrjendabækur. Þessar
bækur eru lesnar af börnum og
unglingum þegar þau eru ennþá
á þeim aldri, að taka allt trúan-
legt sem stendur á prenti. Fyrir
meirihluta þessara ungu lesenda
eru þetta fyrstu og síðustu kynni
þeirra af sagnfræði. Þessvegna
situr þessi fróðleikur í þeim ævi-
langt og hefur varanleg áhrif á
hegðun þeirra, bæði út á við og
í einkalífi, og á einnig stóran
þátt í því að gera þau að ; áðum
eða slæmum borgurum, og þá um
leið að skýnsömum eða heimsk-
um kjósendum.
Námsbækur bama og unglinga
hafa þessi sterku áhrif hvenær
og hvar sem er, en afleiðingarnar
geta orðið alvarlegar í löndum
sem byggð eru af tveimur ólík-
um þjóðarbortum sem hvort um
sig hefur sitt eigið tungumál.
Hvor hópurinn um sig mun
hafa súiar eigin kennslubækur á
viðkomandi tungumáli, og enda
þótt einhver lesandi líti grun-
samlegum augum á útskýringar
sinna eigin bóka á samíbandinu
milli þjóðarbrotanna í nútíð og
fortíð, iþá væri tungumál hins
hópsins sá þrándur í götu sem
gerði honum ókleyft að rann-
saka málið frá þeirri hlið.
Tökum sem dæmi sögu sem
sögð er á tvo vegu, þannig að
hvort þjóðarbrotið um sig er hlut
drægt gagnvart hinu. Bækur
beggja aðilanna eru því álíka
fjandsamlegar og geta alvarlega
skaðað sambúð íbúanna.
Þetta erfiða ástand getur orðið
enn verra þegar annað hvort
þjóðarbrotið á minningar um
forsögu þess eðlis, að hafa verið
hernumið og lotið stjórn erlends
valds. Minningin um þessa bitru
og lítillækkandi reynslu getur
leitt af sér langvarandi lamandi
sárarástand, þótt tilteknir at-
burðir tilheyri löngu liðnum
tíma.
Athugun á uppruna sagnfræð-
ingsins Livy, sem frægastur er
þeirra mörgu fræðimanna sem
ritað hafa um hið forna Róma-
veldi, varpar aítur á móti nei-
kvæðu ljósi á þetta atriði.
Livy var meðlimur í hinu
rómverska samfélagi en hann
var ekki Rómverji að uppruna.
Hann var frá Feneyjum; nánar
tiltekið frá borg þeirri er nú
nefnist Padua. Samt sem áður
aðlagaðist hann Róm svo gjörsam
lega sem væri hann kominn af
gamalli rómverskri ætt.
Þann, sem les rit Livys, mun
varla gruna að hann hafi ekki
verið rómverskrar ættar, þó var
það ekki fyrr en í tíð foreldra
hans að íbúar Padua fengu róm-
versk borgararéttindi. Hvernig
er þá hægt að útskýra ættjarð-
arást Livys?
ÍSkýringin mun vera sú, að
íbúar Feneyjafylkis voru einir af
þeim fáu er tengdust Róm af fús
um vilja, en ekki vegna valdbeit-
ingar. Engar heimildir eru til um
það að stríð hafi nokkurntíma
átt sér stað milli Rómar og Fen-
eyja. Sbúar beggja svæðanna
tengdust af fúsum vilja, enda
var þeim ljóst að þeir áttu margt
sameiginlegt.
Ef forfeður Livys hefðu verið
íbúar einhvers fylkis sem Róm-
verjar lögðu undir sig með vopna
valdi, ef Livys hefði t.d, verið
Samnite en ekki Feneyingur —
þá hefði hann trúlega valið sér
annað verkefni en sögu Roma-
— veldis, eða þá að hann hefði skrif
að söguna í því augnamiði að
draga fram hinar dekkri hliðar
—■ þ.e.a.s. þær hliðar sem Fen-
eyingurinn Livy leggur út á betri
veg. Þetfta óvenjulega tilfelii er í
rauninni brot á þeirri algildu
reglu, að fólk sem er hernumið,
eða lýtur erlendri stjórn, á oft
erfitt með að vera réttsýnt gagn
vart drottnurum sínum.
Hinir frönsku-mælandi Canada
menn (eða „Les Canadiens" eins
og þeir kalla sig) voru á sínum
tíma hertekið fóik. Sem betur fer
voru drottnarar þeirra á 18. öld
ekki forfeður þess ensku-mæl-
andi fólks sem nú eru samborg-
arar þeirra. Sigurvegarar hinna
frönsku-mælandi íbúa komu frá
Bretlandi.
Þegar þeir hernámu Canada á
sínum tíma bjó þar ekkert ensku
mælandi fólk. Forfeður þeirra
ensku-mælandi íbúa sem nú eru
þar, komu allir eftir að hernámið
hafði átt sér stað. Hinir fyrstu
komu frá brezku nýlendunum af
landsvæði því sem síðar varð
hluti af Bandaríkjunum, og
ástæðuna fyrir þeim flutningum
má rekja til frelsisstiúðsins. fbú-
ar þessara nýlendna voru ein-
lægir þjóðernissinnar og hlynnt-
ir Bretum í frelsisstríðinu ,en
þegar iþeir töpuðu kaus það að
flytjast til Canada undir hinum
brezka fána. Þessvegna voru hin-
ir fyrstu ensku-mælandi innflytj
endur í Canada raunverulega
sigrað fólk eins og þeir frönsku-
mælandi sem fyrir voru.
Dr. Arnold Tonybee
Eini munurinn var sá, að stríð
það sem hinir ensku-mætandi
höfðu tapað, var borgarastyrjöld
en ekki stríð þjóða í milli. Þessi
munur skiptir raunverulega ekki
svo miklu máli, því eiginlega
höfðu þeir gengið í gegnum svip
aðar raunir og hinir frönsku.
Nokkur hluti þess ensku-mæl-
andi fólks sem nú býr í Canada
eru niðjar innflytjenda frá Bret-
landi seinustu tvær aldirnar.
Olli uppbygging hins ensku-
mælandi samfélags einhverjum
erfiðleikum eða óréttlæti gagn-
vart hinum upprunalegu Canada
mönnum? Varla, því hinir ensku-
mælandi innflytjendur tóku eng-
in landsvæði frá hinum frönsku
Hinir ensku-mælandi settust að
á óbyggðum svæðum, og hvað
snertir síðari tíma landatökur
þessara hópa á báða bóga, þá eru
það hinir ensku-mælandi sem
borið hafa lægri hlut.
Takirðu lest frá Quebec til
Boston munt þú þræða hina svo-
kölluðu „eystri hreppa Quebec-
sýslunnar". Þú munt veita því at-
hygli að staðarnöfn þau er þú
lest á brautarstöðvunum, eru öll
ensk, en tungumál það sem þarna
ep talað er franska. í þessum
„eystri hreppum“ hefur frönsku-
mælandi fóik komið í stað þeirra
ensku-mælandi sem upprunalega
byggðu þá.
Ekki hefur komið til neinna
vopnaviðskipta í þessu sambandi
heldur hefur friðsam-
leg þróun átt sér stað. Hinir
ensku-mælandi hafa flutzt til
stórborganna, en ör fólksfjölgun
meðal hinna frönsku-mælandi
hefur stuðlað að því að fylla hið
auða rúm.
Hver er þýðing alls þess: varð-
andi sambúð hinna tveggja þjóð-
arbrota í dag? Fyrst og fremst
það, að „Les Canadiens“ eiga.
raunverulega ekki í neinum deil-
um, sögulegs eðlis, við hina.
ensku-mælandi samborgara. Hin
sagnfræðilega deila er milli
þeirra og brezku krúnunnar, en
í ráun og veru tilheyrir þetta
fortíðinni. Heimildir um meðferð
brezku yfirdrottnaranna á „Lea
Canadiens“ sýna fram á að þrátt
fyrir allt var hún fremur góð.
Bretar voru fyrr til að sýna kaþól
ikkum í Canada umburðarlyndi
og viðurkenningu en trúbræðrum
þeirra á írlandi. Þeir veittu
Canadamönnum sjálfstjórn smátt
og smátt og í dag er stjórnin al-
gjörlega komin í hendur þeirra
innfæddu, og þá einnig öll
ábyrgð varðandi sambúð þjóða-
brotanna.
Hversvegna er samíbúðin slæm
í dag? Ástæðurnar standa í litlu
sambandi við stjórnmálale<*a eða
hernáðarlega sögu landsins, í dag
eru hinir ensku-mælandi íibúar
ráðandi í efnahagslífi þjóðarinn-
ar. Þetta er sérstaklega áberandi
í Montreal, sem er aðalmiðstöð
viðskipta í Canada. Ensku-mæl-
andi fólk í Montreal er aðeina
um einn sjötti hluti íbúanna, en
eftir því sem ég bezt veit þá
er Montreal þriðja stærsta
frönsku-mælandi borg heimsins.
Þrátt fyrir þetta er mestur hluti
allrar verzlunar- og viðskipta i
höndum hinna ensku-mælandi.
Þetta er slæmt ástand sem þ<S
er hægt að ráða bót á. Nú þegar
eru hinir frönsku-mælandi íbúar
famir að láta meir til sín
taka en áður á sviði iðnaðar og
viðskipta, í stað þess að ein-
skorða sig að mestu við jarð-
rækt og almenna þjónustu, svo
sem lögfræði, læknisfræði og
störf í þágu kirkjunnar. Hinir
ensku-mælandi þegnar gerðu
vafalaust rétt í því að gera hina
frönsku-mælandi að samstarfs-
mönnum og meðeigendum, og
hjálpa þeim eftir fremsta megni
við að byggja upp efnahag
franska þjóðarbrotsins.
Hvaða fróðleik ættu skóla-
bækur beggja þjóðalbrotanna að
færa börnunum varðandi sögu
iþessa lands, sem er sameiginleg
fósturjörð þeirra allra? Fy.st og
fremst ættu þær að leiða þeim
fyrir sjónir, að það er ónáðagjöf
þeim til handa að hinar tvær þjóð
tungur skuli einnig vera alheims
tungumál.
Námsbækurnar ættu að kenna
börnunum að vera hreykin af
þessari tvöföldu arfleifð sem
tungumál þeirra eru, og ættu
einnig að hvetja börnin til að
læra þau bæði. Þetta ætti að vera
jafn auðvelt í Canada og í 3viss-
landi.
Canadamaður, sem hefur bæði
tungumálin á valdi sínu, kemst
fljótlega að raun um það, að
notkun annarstveggja gerir hon-
um kleift að sinna viðskiptum
sínum nálega hvar sem er í heim
inum.
Síldarflutnlnga-
skip til Akraness
Akranesi, 4. október.
StÐASTL. sunnudagsmorgun kL
6 kom hingað sildarflutninga-
skipið Rubistar með 8215 mál af
sild austan að. Dældu þeir þessu
á hálfum öðrum sólarhring úr
bátunum á síldarmiðunum.
Byrjað var strax að landa við
komu skipsins og bræðsla hófst
í morgun í Síldar- og fiskimjöls-
verksmið j unni.
Línubátarnir fimm fiskuðu sL
laugardag 4—6 tonn á bát. Fjór-
ar trillur eru á sjó í dag.
— Oödur.
Hjónin Magdalena Jensdóttir og Sigurður Brynjólfsson.
Ljósm. Mbl.: Sveinn Þormóðsson.
Komin í heimsókn
eftir 43 ár í Kanada
Veiðir svartan þorsk og reykir
hangikjöt í Kanada