Morgunblaðið - 06.10.1965, Page 10

Morgunblaðið - 06.10.1965, Page 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 6. október 1965 Það er rétt eins gaman að vera gamall sem að vera ungur — segir SéSveig Sveinsson í viHtali við Mbl. CM þessar mundir er stödd hér á landi vestur-íslenzk kona, Sólveig Sveinsson að nafni, sem nær allani sinn ald- ur hefur verið búsett í Chicago. Hún fluttist vestur með foreldrum sínum fjögurra ára gömul til Kanada og bjó þar, unz hún giftist manni sín- um Símoni Sveinssyni, er var byggimgameistari í Chicago. Símon lézt 1943. Sólveig er vel ern og létt í lund svo sem sjá má af eftirfarandi samtali: — Hve gömul ertu Sólveig? — Ég hef verið 25 ára í býsna mörg ár, en nú er mér farið að finnast ég vera að verða 26 ára, segir hún og hlær. Annars skaltu skrifa að ég sé fædd ’77 og þá skulum við vona að enginn nenni að reikna út aldurinn. — Hve oft hefurðu komið til íslands — Þetta er í þriðja skipti. Ég hef aldrerséð eftir því að hafa farið til Ameríku, en þegar ég kem frá íslandi sakna ég ávallt þeirra róta, sem ég hef orðið að vera án í Bandaríkjunum. Mér þykir gaman að vera Bandaríkja- kona, en sá er hængurinn á þar, að ég á engin skyldmenni, sem hér og þykir mér því ávallt gaman að koma til ís- lands og hitta allt það góða fólk, er stendur að manni hér. Sólveig' Sveinsson. Nú fer ljósmyndarinn að taka mynd af Sólveigu. — Bara’ að það takist nú betur með myndatökuna nú, en þegar ég var að láta taka af mér passamynd. Mér fannst myndin svo slæm, að ég var ekki viss um, hvort ég ætti að nota hana, en þá sagði sonur minn, að myndin væri bara alveg eins og ég, svo að ég lagði bara niður skottið og tók hana. — Þú hefur fengizt við leiklist, Sólveig. Er ekki svo? — Jú, þegar ég var hér eft- ir aldamótin lék ég í einum fjórum eða fimm leikritum. Leikstjórinn var Einar Hjör- leifsson og hafði ég kynnzt honum fyrir vestan, þeg- ar hann var í Winnipeg. Nú svo varð Stefanía Guð- mundsdóttir einu sinni veik, þegar verið var að sýna Heim ilið eftir Sudermann. Ég hljóp í skarðið Og þannig varð það að ég byrjaði fyrst að leika. — Og ertu hætt því núna? — Já, en ég hef sett á svið leikrit í Blane, þar sem ég bý nú. Þangað fluttist ég þeg- ar maðurinn minn dó, því að þar voru fleiri íslendingar en í Chicago. Árlega á sumardag inn fyrsta settum við upp eitt hvert íslenzkt leikrit, því að fólkið vildi hafa leikið á ís- lenzku, en nú er gamla fólkið farið að týna tölunni og hið unga kærir sig ekki um að heyra íslenzku, það er nefni- lega ekki lengur Islendingar heldur Bandaríkjamenn. — Hve mörg böm áttu? — Ég á fjögur, sem öll eru uppkomin. Þau hafa verið að ala mig upp síðustu árin og hann sonur minn segir, að hefði hann bara hitt mig fyrr, þá hefði hann bara getað gert úr mér fyrirtaks konu, segir þessi gamansama kona og hlær. — Og barnabörnin, eru þau ekki mörg? — Jú, ég á óttalegan urmul af barnabörnum. Einn dreng- urinn grét þessi ósköp, þegar ammá fór upp í flugvélina, sem flutti hana til íslands. Hann var svo hræddur um að amma dytti út úr flugvélinni. Þegar ég var búin að koma upp börnunum, hélt ég að nú væru allar áhyggjur búnar, en nú er það hins vegar svo, að ég hef aldrei haft meiri áhyggjur. Einn sonarsonur minn er nýbúinn að taka próf í heimspeki og þjóðfélags- fr'æði og er nú í Afríku að kenna negrunum. Hann er mikill íslendingur með ljóst hár og blá augu og það vildi ég að guð gæfi, að hann gæti látið eitthvað gott af sér leiða. — Þú hefur skrifað fyrir blöð og tímarit. — Já. Eftir að ég varð ekkja. hef ég fleytt fram líf- inu á því að skrifa fyrir tíma- rit. Þá hef ég skrifað nokkrar bækur, en þær eru ekkert merkilegar. — Þú lítur björtum augum á framtíðina. Er ekki svo? — Jú, og það vildi ég segja, að það er rétt eins gaman að vera gamall eins og að vera ungur, einungis ef maður heldur fullum sönsum, sagði þessi glaðá vestur-íslenzka kona um leið og við kvöddum hana og óskuðum henni góðr- ar ferðar vestur um haf. Guðni H. * Arnason láfinn GUÐNI HJÖRTUR ÁRNASON, trésmiður, og fyrrv. formaður Trésmiðafél. Reykjavíkur, varð bráðkvaddur að heimili sínu sL sunnudag. Guðni var 45 ára að aldrí er hann lézt, fæddur í Vestmanna- eyjum, sonur hjónanna Árna Sigfússonar, útgerðarmanns og Ólafíu Árnadóttur. Hann vár sjómaður í Vestmannaeyjum, en lærði trésmíði er hann fluttist til Reykjavíkur og stundaði þá iðn frá 1949. Hann stóð framar- lega í félagsmálum í Trésmiða- félagi Reykjavíkur og var for- maður félagsins frá 1957—1960, er lýðræðissinnar voru þar í stjórn. Guðni lætur eftir sig eigin konu, Erlu Unni ólafsdóttur og þrjú börn. Leiðrétting Á myndinni á bls. 17 í blaðinu í gær er hinn nýi sendiherra Svíþjóðar, Gunnar Granberg, ásamt handhöfum forsetavalds og utanríkisráðherra, en ekki ! sendiherra Dana, eins og misrit- . aðist í blaðinu. Viðskiptamálnherra segir frá för til Tékkóslóvakíu og frá ársfundi Alþjóðabankans FRÁSÖGN Gylfa Þ. Gislason ar, viðskiptamálaráðherra í fréttaauka Ríkisútvarpsins, í gærkvöldi, er hann sagði frá för sinni til Tékkóslóvakíu og frá ástandi Alþjóðabankans í Washington. í síðastliðnum mánuði dvaldi ég í tíu daga í Tékkóslóvakíu í boði viðskiptamálaráðherrans þar, Frantisek Homouz. Tékkó- slóvakía er eitt af helztu við- skiptalöndum íslendinga: Á und anförnum fimm árum höfum við flutt þangað vörur fyrir um 86 milljónir króna að meðaltali á ári, en keypt þaðan vörur fyrir 106 milljónir króna að meðaltali á ári. Vörurnar, sem við seljum til Tékkóslóvakíu, eru einkum fryst fiskflök, fryst síld og síldar mjöl, en við kaupum þaðan eink nm sykur, ýmsar vefnaðarvörur og skófatnað, bifreiðir, pappír og margskonar aðrar vörur. Fram til þessa hafa viðskiptin milli landanna verið á vörusktipta- grundvelli. í viðræðum, sem fram fóru við viðskiptamálaráð- herrann og helztu embættismenn hans og undirbúnar höfðu verið að nokkru leyti hér heima í sam bandi við siðasta eins árs samn- inginn, sem gerður var nokkru áður en ég fór til Tékkóslóvakíu, var um það rætt, að gera í næsta heildarsamningi, sem venjan hef ur verið að gera til þriggja ára í senn, ýmsar breytingar á greiðsluháttum í viðskiptum landanna. Vona ég, að þær breyt ingar hafi í för með sér, að við- skiptin verði frjálsari og vöru- framboð fjölbreyttara, og verði breytingarnar þannig neytend- um x báðum löndunum til hags- bóta. ■ Af hálfu tékkóslóvakskra stjórnvalda voru móttökur allar framúrskarandi hlýlegar og vin- samlegar. Ég var viðstaddur opn un hinnar alþjóðlegu vörusýning ar í Brno, sem haldin er árlega, en þar sýna ekki aðeins tékkó- slóvakskir framleiðendur vörur sínar, heldur einnig verksmiðj- ur hvaðanæva úx veröldinni. Öll hin Norðurlöndin höfðu þar ým- ist vörusýningar eða kynningar- skála. Ég ræddi ýtarlega við að- alframkvæmdastjóra sýningarinn ar um gildi hennar fyrir við- skiptin við önnur lönd og kynnt ist þar ýmsum nýungum. í Tékkó slóvakíu er nú lögð mikil áherzla á aukin og bætt samskipti við hinar minni þjóðir Evrópu og þá ekki sízt Norðurlönd. Utan- ríkisráðherra Dana, Per Hækker up, hafði nýlega verið þar í heim sókn. Á vörusýningunni í Brno hitti ég ráðuneytisstjórann í við- skiptamálaráðuneyti Noregs, og mér var sagt, að von væri á ráð- herrum frá Svíþjóð og Finnlandi sem gestum til landsins. Milli Tékkóslóvakíu og íslands hafa og verið allnáin menningar- tengsl. Hér hafa dvalið fjölmarg- ir tónlistarmenn frá Tékkóslóva- kíu, t.d. hljómsveitarstjórinn Smetacek, sem er ekki aðeins einn kunnasti hlómsveitarstjóri þar í landi, heldur í hópi beztu hljómsveitarstjóra Evrópu. Mun hann koma til íslands veturinn 1966—7 og stjórna Sinfóníuhljóm sveit íslands. íslenzkar bókmennt ir hafa talsvert verið þýddar á tékknesku og slóvakisku, á síð- ari árum fyrst og fremst bækur Halldórs Laxness, en einnig bæk ur Gunnars Gunnarssonar, Krist- manns Guðmundssonar, Þórbergs Þórðarsonar, Jóns Sveinssonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Þá hafa ýmsar fornbókmenntanna verið þýddar á tékknesku, og ber þar fyrst og fremst að nefna Edduþýðingu, gerða af Ladislav Heger, sem einnig hefur þýtt Grettissögu og er enn að vinna að þýðingu á fleiri sögum. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn, m.a. hjá Finni Jónssyni og Valtý Guðmundssyni, en hefur aldrei til íslands komið. Ég átti ýtar- legar viðræður við menntamála ráðherra landsins, dr. Cestmír Císar, um menningarskipti land- anna og bar m.a. á góma, að gerð ur yrði menningarsáttmáli milli landanna. Ráðgert hafði einnig verið, að ég hitti utanríkisráðherrann, Davíd, að máli, en þar eð hann var í Moskvu ásamt forseta lands ins dagana, sem ég var í Prag, hitti ég fyrsta vararáðherrann fyrir utanríkismál. Of langt mál yrði að nefna alla þá, sem tækifæri gafst til þess að hitta og ræða við, bæði í Prag og á ferðalagi því, sem farið var um landið, en aðalleiðsögumaður meðan á allri dvölinni stóð var fyrrverandi sendifulltrúi Tékkó- slóvakíu á íslandi, Josef Krmá- sek. Það var mjög ánægjulegt að verða alls staðar var við einlæg an áhuga á því að efla og bæta samskiptin við fslendinga. fs- landi var hvarvetna og á marg- víslegan hátt sýnd mikil vinátta. Þjóðir beggja landanna geta áreið anlega haft af því bæði gagn og gleði, að vinsamleg samskipti þeirra haldist og efiist. í Washington í síðastliðinni viku sat ég síðan ársfund Alþóðabankans og Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins í Wash- ington ásamt Magnúsi Jónssyni, fjármálaráðherra, Jóhannesi Nor dal seðlabankastjóra og Þórhalli Ásgeirssyni ráðuneytissjóra, en auk okkar sat Pétur Thorsteins- son ambassador fundina fyrir ís- lands hönd. Það mál, sem mest var rætt á fundinum, var, hvern- ig unnt væri framvegis að tryggja, að alþjóðlegir gjaldeyr- issjóðir yxu nægilega ört sam- fara vaxandi alþjóðaviðskiptum. Nú geyma þjóðirnar gjaldeyris- varasjóði sína fyrst og fremst í gulli, dollurum og sterlingspund- um. Allir eru sammála um, að enn sé enginn skortur á alþjóð- legum gjaldeyrisvarasjóðum til þess að tryggja, að heimsviðskipt in geti gengið greiðlega. En aug- ljóst er, að í kjölfar sívaxandi viðskipta þurfa þessir gjaideyris varasjóðir að fara vaxandi. Og þá vaknar spurningin, hvort leggja eigi áherzlu á að auka gullforðann, dollaraforðann eða sterlingspundaforðann. Það hef- ur að ýmsu leyti ólík áhrif, hver Teiðin er farin, og auk þess eru því tengdir ólíkir hagsmunir. Komið hefur jafnvel fram sú til- laga, sem talsvert hefur verið rædd, að taka upp nýja alþjóð- lega gjaldmiðilseiningu, sem seðlabankar gætu notað til þess að jafna viðskipti milli landa, en hefði ekki annan bakhjall en gagnkvæmt traust. Við íslendingarnir áttum við- ræður við fulltrúa frá Alþjóöa- bankanum og Alþjóðagjaldeyx is sjónum um skipti íslands við þessar stofnanir. Við höfum á undanförnum fjórtán árum t rc ið nokkur lán hjá Alþjóðaban..- anum, samtals að upphæð um 340 milljónir króna. Þá hefur ver ið rætt við Alþjóðabankann um lán til virkjunar við Búrfell. ef af byggingu alúminíumver..s- smiðju yrði. Geir Hallgrímsson borgarstjóri var í Washington dagana, sem fundurinn stóð. og tók þátt í viðræðum okkar við fulltrúa bankans, enda var síðasta lánsfé til stækkunar hitaveitunn ar. Við íslendingar höfum einnig átt viðskipti við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn. í sambandi við efnahagsráðstafanir ríkisstj órnar innar 1960 var tekið mjög ha«- kvæmt yfirdráttarlán hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, að upphæð tæpar 300 milljónir króna, og var það endurgreitt á tveim næstu árum. En segja má, að hlutdeild íslands í Alþjóðagjaldeyrissjóðn um sé einskonar viðbót við gjaid eyrisvarasjóð þjóðarinnar, þar eð hún veitir rétt til hagkvæmra yfirdráttarlána, ef þörf gerisL Viðræður okkar íslenzku full- trúanna við þessar alþjóðastofn- anir, sem ísland hefur verið að- ili að frá upphafi, voru mjög vin samlegar og gagnlegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.