Morgunblaðið - 14.10.1965, Page 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 14. oktr /er 1965
C
21 skip, 20.800 mál
Fá skip á miðuntiBn vegna
ohagstæðs veðurs
VEGNA óhagstæðs veðurs voru
ffá skip á miðunum á þriðjudag
<og aðfararnótt miðvikudags, en
]þó fengu nokkur skip sæmilega
veiði 60 — 65 mílur SA frá Dala-
tanga.
Samtals fékk 21 skip 20.800
■nál og tunnur.
Lík finnst í
Siglufjatðnrhöfn
Siglufirði, 13. október.
UM tíuleytið í morgun fannst
lík í Siglufjarðarhöfn. Athugun
leiddi í ljós, að hér var um að
ræða lík Jóhanns Höskuldssonar
frá Akureyri, sem var skip-
verji á Vonarstjörnunni G.K.
26. Hvarf hann hér í bæ aðfarar
nótt 11. september sl.
— Fréttaritari.
Stefán Jóhann Stefánsson
Aðalfundur
Varðbergs í kvöld
AÐALFUNDUR Varðbergs fé-
lags ungra áhugamanna um vest-
ræna samvinnu, verður haldinn
í kvöld, fimmtudagskvöld, í Þjóð
leikhúskjailaranum og hefst kl.
19.
Fundurinn hefst með borðhaldi
og þar mun Stefán Jóhann
Stefánsson, fyrrverandi sendi-
herra, flytja erindi um persónu-
legar minningar úr íslenzku
utanríkisþjónustunni, bæði sem
ráðherra og sendiherra.
Eftir erindi Stefáns Jóhanns
Stefánssonar fara fram venjuleg
aðalfundarstöf og geta þeir fé-
lagsmenn, sem ekki koma því
við að sækja borðhaldið, komið
á fundinn að því loknu, en gert
er ráð fyrir að það verði um kl.
20.30. Verður þá flutt skýrsla
stjórnar félagsins fýrir síðastlið-
ið starfsár, stjórnarkjör fer fram
og fleira.
Dalatangi
Hrafn Sveinbj. III GK 1200 tn„
Gunnar SU 1600, Heimir SU 1100,
Helga Gúðmundsdóttir BA 1500,
Sæþór GF 700, Súlan EA 1300,
Víðir II GK 700, Oddgeir ÞH
1600, Búðaklettur GK 600, Viðey
RE 1100. Ásþór RE 800, Vonin
KE 1500, Árni Magnússon GK
300, Guðm. Þórðarson RE 350,
Eldey KE 1000, Þorsteinn RE
1500, Guðbjartur Kristján ÍS 700,
Jón Kjartansson SU 1500, Skarðs
vík SH 450, Anna SI 100 mál,
Sigurborg SI 1200.
Eldur í
Þorkeli múnu
ELDUR gom upp í gærdag í tog-
aranum Þorkeli mána. Þegar
slökkviliðið kom á staðinn var
eldur milli þilja í aðallest og
hafði hann kviknað út frá log-
suðu. Var eldurinn fljótlega
slökktur og litlar sem engar
skemmdir urðu.
Föndurndmskeið
Hvutur
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ Hvöt mun efna til fönd-
urnámskeiðs sex fimmtudags-
kvöld. Verður það fyrsta fimmtu
dagskvöldið 28. október. Nám-
skeiðin verða haldin í Valhöll,
og hafa fengizt til þeirra ágætir
kennarar, sem áður hafa kennt
hjá Hvöt. Þar verður t. d. kennt
að búa til hálsmen og nælur
úr hvaltönnum, einnig teppi sem
nú eru mjög í tízku. Margt fleira
er á boðstólum og eru konur
frjálsar að því að velja hvað
þær vilja læra.
Þær konur, sem ætla að taka
þátt í föndurnámskeiðunum, láti
innrita sig og greiði námsgjald
kl. 2 til 6 e.h. í dag og á morg-
un í Sjálfsætðishúsinu uppL
FÉLAGSHEIMILI
Kynningarkvöld
fyrik-
Menntaskólanema
í kvöld
~K
Birgir Kjaran
ílytur dvarp
HEIMDALLAR
•KRÖFTUG lægð var skammt fer væntanlega Austur fyrir
fyrir suðvestan land í gær og Sunnan land og við tekur NA
rigndi um allt land. Lægðin átt og kólnar.
5 telpur efna til hluta
veltu í góðgerðaskyni
NOKKRAR telpur, sem búa í
Smáíbúðahverfi tóku sig ný-
lega saman um að koma upp
hlutaveltu í ágóðaskyni fyrir
taugaveiklúð börn. Telpurnar
sneru sér til nokkurra fyrir-
tækja, sem gáfu þeim ýmsa
muni til þess að nota sem
vinninga. Vinningarnir eru
fjölmargir, leikföng allskon-
ar, fatnaður, myndavélar og
margt fleira frá^Tómstunda-
búðinni, Liyerpool, ' Ingvari
Helgasyni, Geysi, O. J. &
Kaaber o.fl. Hlutaveltan á
á svo að hefjast á sunnudag-
inn kl. 14 og er að Hvamms-
gerði 4. Þa’ð skal tekið fram,
að þrátt fyilír dýrmæta vinn-
inga, kemur vinningur á hvert
númer.
Á meðfylgjandi mynd eru
telpurnar ásamt hluta af vinn
ingunum. Telpurnar heita
Guðrún Steinarsdóttir, Sig-
ríður Ágústa Skúladóttir,
Bryndís Aðalsteinsdóttir, Kol
brún Edda Jónhannesdóttir
og Björg Ólafsdóttir.
Fjölmennur Varöarfundur í gær
— er forsætisráðherra ræddi
stjórnmálaviðhorfið
Á FJÖLMENNUM fundi Varðar-
félagsins í gærkvöldi flutti dr.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð-
herrar, ræðu um ástand og horf-
ur í byrjun þings. Rakti hann
nokkuð þróun mála á tímabili
nuverandi ríkisstjórnar og ræddi
helztu vandamál, sem við er að
etja um þessar mundir.
Sveinn Gúðmundsson, formað
ur .Varðar setti fundinn „en fund
arritari var Þórður Kristjánsson.
í upphafi ræðu sinnar ræddi
forsætisáðherra nokkuð yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar, sem
flutt var á Alþingi í gær og
viðbrögð stjórnarandstöðunnar
við henni. Þá drap hann á við-
skilnað vinstri stjórnarinnar og
ástandið í gjaldeyrismálum er
hún fór frá og benti á þá stað-
reynd, að nú eiga íslendingar
rúmar 1800 milljónir í gjaldeyr-
isvarasjóði jafnframt því, sem
stórkostleg eignaaukning hefur
orðið í landinu.
Hann ræddi síðan þróun mála
í tíð núverandi ríkisstjórnar,
hinn ört vaxandi fiskiskipaflota,
aukningu þjóðartekna og góð
aflaár, sem notuð 'hefðu verið
til að treysta efnahag landsins og
bæta lífskjör almennings.
Þá fjallaði hann nokkúð um
þá kjarasamninga, sem gerðir
voru á þesu sumri og skipulag
verkalýðshreyfingar og atvinnu-
rekenda. L því sambandi ræddi
forsætisráðherra þróun verðlags
mála og benti a, að framleiðslu-
vörur iðnaðarins hefðu ekki
hækkað þrátt fyrir kauphækk-
anir iðnverkafólks og verzlunar-
HINGAÐ eru komnir 6 full-
trúar frá fyrirtækinu Suisse Al-
uminium, til framhaldsviðræðna
álagning hefði heldur ekki verið
hækkuð þrátt fyrir kauphækk-
anir verzlunarfólks.
Síðan vék forsætisráðherra að
skattamálum og sagði, að hlutfall
opinberra gjalda af þjóðartekjum
væri lægra hér en annars staðar
yfirleitt.
í lok ræðu sinnar fjallaði for-
sætisráðherra um verðlagsmál
landibúnaðarins og landlbúnaðar-
miál almennt og ennfremur kísil-
gúrvinnsluna og alúmínmáUð.
Forsætisráðherra sagði að lok-
um, að störf Alþingis gætu ráð-
ið úrslitum um giftu og gengi
þjóðarinnar.
við íslenzka aðila um væntan-
lega aluminiumverksmiðju á ís-
landi. Það eru tveir af aðalfor-
stjórum fyrirtækisins, ásamt
fulltrúum sínum og lögfræðing-
um. Og einnig taka þátt í við-
ræðunum tveir fulltrúar Al- •
þjóðabankans, sem mun lána ís-
lendingum fé til raforkufram-
kvæmda, ef til kemur. Þessir
aðilar ræða við fulltrúa frá ís-
lenzku ríkisstjórninni, undir
forustu Jóhannesar Nordals, for
manns stóriðjunefndar.
Fundir hófust í gær og munu
standa næstu daga. Rætt er upp
kast að frumvarpi að samningi
milli íslenzku ríkisstjórnarinnar
og Suisse Aluminium, sem siðar
verður lagt fyrir Alþingi, ef af
samningum verður.
Fundir hófust í gær og munu
standa næstu daga. Rætt er upp
kast að frumvarpi að samningi
miili íslenzku ríkisstjórnarinnar
og Suisse Aluminium, sem síð-
ar verður lagt fyrir Alþingi, ef
af samningum verður.
Hörð átök á
aðalfundl FUF
TIL tíðinda dró á aðalfundi
Félags ungra Framsóknar-
manna hér í borg fyrir nokkr-
dögum. Hörð átök urðu um
stjórnarkjör og kjör fulltrúa í
fulltrúaráð Framsóknarfélag-
anna. Lyktaði málum svo, að
stór hópur fundarmanna gekk
af fundi, en vinstri menn und-
ir forustu Örlygs Hálfdánar-
sonar, formanns SUF, luku
fundarStörfum, kusu stjórn
féiagsins fyrir næsta starfsár
og fulltrúa félagsins í fulltrúa
ráð Framsóknarfélaganna.
Ágrciningur varð um inn-
töku nýrra félaga sem skv.
reglum félagsins skyldu ekki
teknir inn í félagið fyrr en að
lokinni stjórnarkosningu. Inn
taka nýrra félaga var hins
vegar tekin fyrir og samþykkt
í byrjun fundar.
Mál þetta mun komið til
kasta flokksstjórnar Fram-
sóknarflokksins en ekki vitað
enn hverjar lyktir þess verða
þar.
Framhaidsumræöurum
a'uminiumverksmiöju