Morgunblaðið - 14.10.1965, Side 10

Morgunblaðið - 14.10.1965, Side 10
10 / MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 14. október 1965 Aðalfundur Reykfavikur deildar R.K.Í. AÐALFUNDUR Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands var haldinn í sl. mánuði í Tjarnar- búð. Varaformaður deildarinnar, Óli J. Ólason, stórkaupmaður, bauð fundarmenn velkomna, en hann hefur gegnt formannsstörf- um í nálega tvö ár í veikinda- forföllum formanns, sr. Jóns Auðuns, dómprófasts. Jónas B. Jónsson fræðslustj. hefur gengt starfi varaformanns á sama tíma- bili. Formaður flutti skýrslu um störfin á s.l. ári. Starfsemi deild- arinnar var með líKu sniði og áður. Megin verkefni voru fjög- ur: , 1. Sumardvalir barna. 2. Rekstur sjúkrabifreiða. 3. Kennsla í hjálp í viðlögum. 4. Útlán á hjúkrunargögnum í heimahús. Ennfremur hafði deildin með höndum fræðslu og útbreiðslu- starf í samráði við-Rauða kross Islands. Á starfstímabilinu naut sam- tals 701 barn sumardvalar í sveit á vegum deildarinnar í alls 38.120 dvalardaga. Einkum voru látin sitja fyrir börn frá heimilum þar sem aðstæður voru erfiðar, sök- um veikinda eða af öðrum orsök- um. Færði formaður þeim ungfrú Jónu Hansen og ungfrú Danfríði Asgeirsdóttur, forstöðukonum sumarbúðanna, þakkir fyrir mik- il og óeigingjörn störf. Kvað hann þörfina fyrir sumardvalir barna aukast ár frá ári, og væri lagt að deildinni að auka þessa starfsemi sína svo sem unnt væri. í>að væri þó miklum erfiðleikum bundið, m. a. vegna mikils við- haldskostnaðar húseignarinnar að Laugarási. Deildin á nú þrjár sjúkrabif- reiðir, sem staðsettar eru á Slökkvistöð Reykjavíkur, og er ein þeirra nýtekin til nötkunar. Það óhapp vildi til í nóvember 1964 að ný sjúkrabifreið sem deildin hafði eignast fyrir nokkr- um mánuðum, gereyðilagðist í árekstri, en deildin fékk þá lán- aða eldri bifreið frá Hafnarfjarð- ar-deild R.K.Í. meðan beðið var eftir nýrri. Nú er ný bifreið í pöntun ok gert ráð fyrir að hún verði komin í notkun um ára- mót, því að þörfin eykst stöðugt. Á sl. starfstímabili fóru sjúkra bifreiðir deildarinnar samtals 13444 ferðir, og var það 20% aukning frá fyrra tímatoili. Það sem af er þessu ári höfðu sjúkra- bifreiðir Reykj avíkur-deildarinn- ar farið rúmlega 4500 ferðir. Deildin stóð fyrir kennslu í Buenos Aires, 12. okt. AP. • Óttazt er, að til óeirða kunni að koma á fjöldafundi Perónista í Buenos Aires, sem ráðger’ður er næstkom- andi sunnudag. Er ástæðan sú, að til landsins er komin eiginkona Perons, Isatoelita Martinez Peron 32 ára ljós- hærð fegurðardís, sem hyggst tala máli Peróns og flytja kveðjur hans. Perón hefur, sem kunnugt er, verið land- flótta á Spáni frá því árið 1955 .Hann er nú sjötugur að aldri. hjálp í viðlögum fyrir almenning og starfshópa og var sérstök á- herzla lögð á kennslu í blásturs- aðferðinni. Aðalkennari á nám- skeiðunum var Jón Oddgeir Jóns son. Sjúkrarúm og dýnur voru lán- uð til sjúklinga í heimahúsum, og var sú aðstoð mjög vinsæl. Er nú unnið að því að endur- nýja rúm og hjúkrunargögn til útláns. Á tímabjlinu 1/1 1964 til 1/9 1965 vorú 186 útlán á sjúkra- rúmum, gegn vottorðum heimilis lækna. S t j ó r n Reykjavíkur-deildar RKÍ skipa nú: óli J. Ólason, stórkaupm., for- maður; sr. Jón Auðuns, dóm- prófastur varaformaður; Ragn- heiður Guðmundsdóttlr, læknir, ritari; Jón Helgason, kaupm., gjaldkeri; og þeir Jónas B. Jóns- son, fræðslustjóri, Páll Sigurðs- son, tryggingayfirlæknir, og Egg- ert Ásgeirsson, fulltrúi, með- stjórnendur. í lok fundarins kvaddi sr. Jón Auðuns, dómprófastur, sér hljóðs, og gat þess. að Gísli Jónasson, fyrrv. skólastjóri, hyrfi nú úr stjórn deildarinnar að eigin ósk. Hefði Gísli starfað fyrir Rauða kross Islands lengur en nokkur annar, eða frá upphafi, og síðar fyrir Reykjavíkur-deildina, af al- kunnri árvekni og samvizkusemi. Ætti deildin hönum mikið að þakka. Sam þykkti fundurinn einróma, að senda Gísla Jónas- syfti skeyti með kveðjum og þakk læti fundarins, en Gisli dvelst nú erlendis. Deildin flutti á sl. ári í hin nýju húsakynni R.K.Í., að öldu- götu 4, en í því sámbandi færði stjórn deildarinnar fyrrverandi formanni og núverandi heiðurs- félaga R.K.Í., Þorsteini Sch. Thorsteinsson, kærar þakkir fyrir það húsaskjól, sem hann veitti deildinni frá uophafi, og fyrir mikinn og góðan áhuga fyrir Rauða kross málum frá byrjun. Félagatala Reykjavíkur-deild- ar R.Í.K. er nú um 2000, en æfi- félagar 268. Framkvæmdastjóri deildarinnar er Ólafur Stephen- sen. Askovlýðháskóli 100 ára LÝÐHÁSKÓLINN í Askov 1 Danmörku ver’ður 100 ára 3. nóvember næstkomandi. Nokkr ir fyrrverandi Askov-nemendur og velunnarar skólans toafa ákveð ið að beita sér fyrir því að skól- anum verði send afmælisgjöf í tilefni aldarafmælisins. Fjöldi íslendinga hefur stund að nám í Askov, bæ'ði á vetrar- og sumamámskeiðum skólans, og þá ekki sízt á þeim norrænu kennaranámskeiðum sem haldin hafa verið á vegum skólans á undanförnum áratugum. Þeir sem mundu vilja Ijá máli þessu lið, geta haft samband við Magnús Gíslason námsstjóra fyr- ir 16. oktober næstkomandL Haustverk ganga vel í Mývatnssveit Vogum, Mývatnssveit, 11. okt. HÉR hefir að undanförnu ver ið hið blíðasta tíðarfar með suð- lægri átt, hiti komizt í 14 stig. Allmikinn snjó setti niður í sept ember til fjalla. Sá snjór er nú horfinn og hæstu fjöll snjólaus. Göngum er að verða lokið. Virð- ist fé ætla að reynast vel. Slátr- im lýkur í þessari viku á Húsa- vík. Enn er unnið við undir- búning að kísilgúrframleiðslu og verður svo eitthvað enn með reisa skrifstofuhús á væntan- an tíð leyfir. Nú er verið að legri verksmiðjulóð. Lokið er dælingu úr vatninu á þessu hausti og verið að ganga frá dælupramma og öðrum tækjum fyrir veturinn. Er án efa mikils virði að fá svo góð veður, sem hér hafa verið um sinn, við þau CK6-jii............, .......... störf. Þá er þessa daga verið að leggja rafmagnsheimtaugar á þá bæi, sem fá eiga rafmagn í haust. Verður því verki vænt- anlega lokið innan tíðar og þá hleypt straumi á línuna. — Kristján. Ópenisönpartu fó góðar móttökur ó Norðorlondi Akureyri, 11. okt.: — ÓPERUSÖNGVARARNIR Sigur veig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson héldu söngskemmtun í samkomuhúsi bæjarins á laug- ardagskvöld. Húsið var troðfullt og viðtökur áheyrenda hinar hjartanlegustu. Langvinnt lófa- tak dundi við eftir hvert lag og söngvararnir urðu að syngja sex aukalög. Við hljóðfærið var Skúli Halldórsson, tónskáld. Söngskráin var mjög fjölbreytt. Einsöngslög voru mörg eftir ís- lenzka höfunda m.a. nokkur norðlenzk tónskáld og þar að auki óperuaríur og tvísöngslög úr óperum og óperettum. Greini legt var að Akureyringar kunnu vel að meta heimsókn svo ágæts listafólks. — Sv. P. Vogum, Mývatnssveit, 11. október: — í GÆRKVÖLDI héldu óperu- söngvararnir Guðmundur Guð- jónsson og Sigurveig Hjaltested söngskemmtun í Skjólbrekku. Undirleikari var Skúli Halldórs son tónskáld. Aðsókn var mjög góð og undirtektir áheyrenda al- veg frábærar. Þrátt fyrir mjög fjölbreytta söngskrá varð lista- fólkið að flytja mörg aukalög. Lófakappi áheyrenda ætlaði aldrei að linna og söngvararnir og undirleikari hvað eftir annað kallaðir fram. Verður heimsókn þessa ágæta fólks að teljast mjög merkur listaviðburður hér í sveit. Að lokinni söngskemmtun ávarp aði Sigfús Hallgrímsson í Vogum listafólkið og færði því þakkir ísafjörður, 11. október: — 'ÁGÆTUR afli var hjá dragnóta- og línubátum á Vestfjörðum í september og gæftir góðar. Flest ir handfærabátar voru hættir og stunduðu smokkfiskveiðar fram eftir mánuðinum og munu hafa veiðzt nokkuð á fimmta hundrað lestir af smokkfiski í Arnarfirði og við ísafjarðardjúp frá því snemma í ágúst og undir lok sept ember. Heildarafli í fjórðungnum, að smokkfiski undanteknum, var 1537 lestir, en á sama tíma í fyrra 1377 lestir. Heildaraflinn á tíma- bilinu júní—sept. varð 8.564 lest- ir, en á sama tíma í fyrra 6.951 lest. Mikil atvinna hefir verið um fyrir ógeymanlega stund og bar fram ósk um að það gæti hér aft- ur komið sem fyrst. Hafi það þökk fyrir komuna. — Kristján. Húsavík, 11. október: — ÓPERUSÖUGVARÁRNIR Sigur veig Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson héldu söngskemmtun í Húsavík í gær. Við hljóðfærið var Skúli Halldórsson. Hvert sæti í samkomuhúsinu var setið og listafólkinu forkunnarvel tek ið svo það varð að syngja mörg aukalög. í sambandi við þessa heim- sókn kemur mér í hug hvort ekki væri athugandi að menntamála- ráðuneytið héldi áfram að senda „List um landið“. Slíkt listafólk, sem þetta vil ég að látið sé heim sækja framhaldsskóla landsins og fengi það æskuna til að hlusta og opna eyrun fyrir öðru en dans músík. Er ég þá að óreyndu full- viss þess að margir muni finna að fleira er músík en bítlahávaði. Bítlarnir kynna sig, en það vant ar að hin létta klassiska músik sé kynnt meðal æskunnar af sama eldmóði. Fyrst nefndir listamenn völdu mjög heppilega árstíð til sinnar farar, þó alltaf sé gott að fá heimsókn listamannahópa, eigum við úti á landsbyggðinni að venj ast því að þeir séu allir í svo til sama sumarmánuðinum, en ánægjan er meiri að fá þá um haustkvöld eða veturnætur. — Hafið þökk fyrir komuna. — S. P. B. alla Vestfirði í sumar og haust við verkun þessa afla og tals- verður hörgull á fólki til fram leiðslustarfa og gætir þess enn hér við ísafjarðardjúp, þegar rækjuveiðin er hafin. Húsmæður hafa verið önnum kafnar við að koma börnum í skóla og að taka slátur og gera sér vetrarforða og hefir því skort mjög á vinnuafl við rækjuvinnsluna. Yfirleitt má segja að verkleg- ar framkvæmdir til lands og sjáv ar hafi aldrei verið meiri en nú ,á þessu ári hér á Vestfjörðum og skortur á vinnuafli er hugtak, sem er ofðið áþreifanlegt í dag, en til skamms tíma var það ó- þekkt fyrirbæri hér um slóðir. — H. T. Mynd þessl var tekin við út- för sex herforingja, sem upp- reisnarmenn drápu í bylting- artilrauninni í Indónesíu í fyrri viku. Maðurinn í köfl- ótta einkennisbúningnum er Suharto hershöfðingi, sem tal- inn er valdamesti maður hers- ins í dag. Skólastjóra- skipti í Stykkishólmi STYKKISHÓLMI, 6. okt. — Barna- og miðskólinn í Stykk- ishólmi var settur við hátíðlega athöfn í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 3. þ.m. Sr. Sigurð- ur O. Lárusson flutti bæn og þjónaði fyrir altari. Skólastjóri, Lúðvík Halldórsson, flutti því- næst skólasetningarræðu og bauð kennara og nemendur vel- komna til starfa. 1 skólanum verða í vetur 240 nemendur í 10 bekkjardeildum, þar af 85 nemendur í miðskól- anum. Er nú orðið mjög þröngt í skólahúsinu og voru miklir erfiðleikar á að raða niður I bekkina. Heimavist skólans verð ur starfrækt sem áður og eru þar nú 32 nemendur víðsvegar að. Fastir kennarar verða 7, auk skólastjóra og stundakennara. Á þessu hausti urðu skólastjóra- skipti við skólann. Sigurður Helgason, sem nú hefur tekið við stjórn heimavistarskólans f Kolviðamesi, lét af störfum, en við tók Lúðvík Halldórsson, sem lengi hefur verið einn af aðal- kennurum skólans. Flutti hann Sigurði Helgasyni þakkir frá skólanum fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf. Og einnig þakk- aði hann sóknarprestinum, Sig- urði O. Lárussyni, sem nú flyt- ur til Reykjavíkur, en hann hef- ur verið tengdur skólanum á fimmta áratug, bæði sem próf- dómari, skólanefndarmaður og kennari. Sr. Sigurður þakkaði við þetta tækifæri nemendum, skólastjóra og starfsliði skólana fyrir traust og gott samstarf. — Fréttaritari. Accra, Ghana, 12. okt. NTB. • í dag kom út i Accra bók eftir Kwame Nkrumaih, for- • Hallinn á greiðslujöfnuði skeið heimsvalda stefnunn- ar“. Þar fer hann hörðum orð um um það sem hann kallar „sálrænan hemað Vesturveld anna“ og gagnrýnir ýmsar vestrænar stofnanir, einkum bandarísku leyniþjónustuna (CIA) bandarísku upplýsinga þjónustu (USIS) bandarísku fri’ðarsveitirnar og Siðvæðing arhreyfinguna. Mikil atvinna á Vestfiörðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.