Morgunblaðið - 14.10.1965, Side 19

Morgunblaðið - 14.10.1965, Side 19
Fimmtudagur 14. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Hvaða leið fór Árni Oddsson frá Vopnafirði til Þingvalla? í FRÁSÖGNUM blaða og út- varps aí ferð Péturs Jónssonar, bónda á Egilsstöðum, og sam- ferðamanna hans yfir hálendið milli byggða Austurlands og Suðurlands er svo sagt ,að þeir Ihafi ætlað að fara — og farið — þá leið, sem Ámi Oddsson fór snemma á 17. öld frá Vopna firði til Þingvalla. 'Leiðin sem Pétur og félagar hans völdu yfir hálendið er með- frarri norðurrönd Vatnajökuls, sunnan Ódáðahrauns, og kemur tlhvergi í nánd við Kiðagil. — í Athugasemdir frá hendi þeirra við þá frásögn að þeir hafi álit- ið þetta þá leið, sem Árni Odds- son fór, hafa ekki komið fram. Leiðin milli hrauns og jökuls var ókunn á dögum Árna Odds- sonar. Hana fann Pétur Brynj- ólfsson 1794. Hefur sú leið verið nefnd Vatnajökulsvegur. Eina kunna hálendisleiðin milli Austurlands og Spðurlands á dögum Árna Oddssonar var um Ódáðahraun og Sprengisand aust an frá rakið, var hún um Möðru dal; á ferju yfir Jökulsá hjá Ferjufjalli, eða á vaði sunnan (þess, þar sem áin fellur í mörg- um kvíslum; þá um Ódáðahraun á einum eða öðrum stað til Króksdals meðfram Skjálfanda- fljóti á vaði. Fljótið gegnt Kiða- gili vestan Fljóts og um það til Sprengisands. — Þessa leið fór Oddur biskup, faðir Árna, marg- sinnis í vísitasíuferðum sínum til Austurlands. — Hefur Árni eflaust stundum verið í fylgd með föður sínum. Ódáðahrauns og Sprengisands- leiðin var eina kunna leiðin yfir hálendið milli Austurlands og Suðurlands og Árna sjálfum ef- laust kunn. Þá leið hlaut hann að fara. Halldór Stefánsson. 12. 10. ’65. — Þingeyrí Framhald af bls. S aukna atvinnu og þangað leit ar fólki, sem næg atvinna er. Við teljum, sagði Arni odd- viti að lokum, að með þess- ari hafnargerð, skapist skil- yrði fyrir blómlegt atvinnu- líf, og við horfum bjartsýnir til framtíðarinnar“. Um leið og blaðamaður kvaddi, varð honum litið út yfir hinn fagra Dýrafjörð, og hafði það á tilfinningunni, að við þessa stóru fram- kvæmd myndi Þingeyri vakna af einskonar Þyrni- rósusvefni. Fr. S. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli stækkaður Húsmæðraskólinn á Staðar- felli í Dalasýslu var settur sunnudaginn 7. október. Setning in hófst með guðsþjónustu í Staðarfellskirkju. Sr. Ásgeir Ingibergsson í Hvammi predik- aði, en hann er jafnframt for- maður skólaráðsins. 1 skólanum eru núna 29 nemendur eða eins og skólinn frekast rúmar. En 64 umsóknir bárust um skólavist. Skólastjóri er Ingigerður Guð- jónsdóttir. Unnið hefur verið að endur- bótum á gamla skólahúsinu und anfarin sumur, en nú er unnið að því að láta skipulegája stað- inn og undirbúa viðbyggingu, Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmýs Kynning á Dante í Háskólanum Italskur prófessor, Marco Scovazzi flytur erindi um skáldib TÓLF stigá heitur landsynning- urinn rak þokufull skýin inn yfir haustgráan himininn og velti brimhvítum öldum upp á stór- grýtta ströndina. En inni í litlu, uppljómuðu kirkjunni í Grinda- vík sat fólkið og söng:. Indælan blíðan blessaðan fríðan bústaðinn þinn, Drottinn minn þrái ég.... Það var Héraðsfundur Kjalar- nessprófastsdæmis, sem hófst með messu, þar sem séra Björn í Keflavík flutti skörulega prédik un um helgi og hið sanna gildi hvíldardagsins. Svo hófst fundurinn undir for- sæti prófastsins, séra Garðars Þorsteinssonar, að viðstöddum fulltrúum flestra sókna og alira prestanna í pr.ófastsdæminu nema þriggja. Gefið var yfirlit ýfir kirkjulegt starf og helztu kirkju- lega viðburði í þessu mannflesta nrófastsdæmi landsins utan Reykjavíkur. Messur á árinu 1964 höfðu verið 563, hafði fjölg- að um 48, en altarisgöngufólk var 1842, hafði fjölgað um 33. Sóknarklrkjur í prófastsdæminu eru 15. Auk þess þrír aðrir vígðir dómar, kirkjurnar á Mosfelli, Ár- bæ og Vindáshlíð. Eina sóknina, Viðey, hefur nú söfnuðurinn yfir gefið, en ein kirkjan — Garðar á Álftanesi — er nú í endurbygg- ingu; væntanlega vígð á þessu hausti. Á fundinum voru lagðir fram endurskoðaðir reikningar allra kirkna og kirkjugarða í pró- fastsdæminu og þeir samþykktir. Ýmislegt bar á góma á hér- aðsfundum eins og t.d. stofnun Kristnisjóðs og fjárhagslegur stuðningur við Biblíufélagið, sem nú er 150 ára. Var sam- þykkt áskorun til sóknarnefnda í prófastsdæminu að fá söfnuð- ina til að leggja fram fjárhæð sem svaraði 1 kr. af hverjum svo að skólinn geti tekið við 40 nemendum, eins og flestir aðrir húsmæðraskólar. Þegar hafa borizt margar umsóknir fyrir næsta vetur. Tvímennings- kennni í Hafnar- firði VETRARSTARF Bridgefélags Hafnarfjarðar er nú að hefjast og verður tvímenningskeppni í Alþýðuhúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. Spilaðar verða þrjár um- ferðir. Þrettánda þessa mánaðar verður sveitakeppni og hrað- keppni í byrjun næsta mánaðar og 17. nóv. firmakeppni. Aðalfundur félagsins var hald- inn nýlega og skipa nú stjórnina Páll Ólafsson form,. Bragi Jóns- safnaðarmeðlim til félagsins næstu ár. Mundi það verða öfl- ugur stuðningur við þennan þarfa félagsskap, ef landsmenn gerðu það almennt. Eitt aðalmál héraðsfundarins var skýrsla sr. Braga Friðriks- sonar um sumarbúðirnar. Er nú vel á veg kominn undirbúning- ur að byggingu þeirra í Krísu- vík og hefur þegar verið varið til hans um 350 þús. króna. Tekjurnar eru framlög hrepps- og bæjarfélaga í prófastsdæm- inu. Langa og ýtarlega fundargerð skrifaði sr. Jóhann Hlíðar af mikilli list. Prófastur lauk fund inum með lestri ritningarorða og bænargerð, en fundarmenn sungu: Son Guðs ertu með sanni. Fundargestir nutu alúð- arríkrar gestrisni prestshjón- anna í Grindavík, frú Jónu Sig- urjónsdóttur og sr. Jóns Áma, en um kvöldið sátu þeir rausn- arlegt boð Grindavíkursóknar. GBr. 1 DAG mun prófessor Marco Scovazzi frá Mílanó halda fyrir- lestur í Háskóla íslands um ítalska' skáldið Dante, sem á 700 ára afmæli á þessu ári, en Dante fæddist árið 1265 í Florenz. Af þessum sökum hafa farið fram kynningar á skáldinu og verkum þess víða um lönd á þessu ári og er bókmenntafyrirlestur próf. Scovazzi nú liður í þeirri starf- semi. Próf. Marco Scovázzi kennir forngermanskar bókmenntir og málvísindi við háskólann i Míianó. Hann hefur þegar komið upp lektorsstöðu í sænsku og norsku við háskóladeild sína og hann hefur mikinn áhuga á að komið verði þar upp stöðu lekt- ors í íslenzkri tungu og bók- menntum, en hvergi er kennd íslenzka nú við ítalska háskóla. Telur prófessorinn heppilegast, að fram fari skipti á lektorum og að ítalskur lektor komi hingað. Hefur háskólarektor, próf. Ár- mann Snævarr látið í ljós mik- inn áhuga á þessu máli . Próf. Scovazzi hefur skrifað doktorsritgerð um frongermansk- an rétt. Þá hefur hann skrifað tvær bækur um Hrafnkels sögu Freysgoða og um réttarskipun Landnámu. Er mjög greinargott yfirlit um rannsóknarsögu ís- lendingasagnanna í bókinni um Hrafnkötlu. Þá hefur próf. Scovazzi þýtt fjórar íslendingasögur á ítölsku þ.e. Eyrbyggjasögu, Vatnsdæla- sögu, Hallfreðarsögu og Eiríks- sögu rauða. Eru þetta fyrstu ís- lendingasögurnar, sem þýddar hafa verið á ítölsku. Af íslenzk- um fornbókmenntum hefur áður verið þýtt á ítölsku Sæmundar- Edda og lítið eitt annað af bundnu máli, en af nútímabók- menntum hafa fjórar skáldsögur Halldórs Kiljan Laxness verfð þýddar. Voru þær þýddar eftir að Halldór fékk Nóbelsverðlaun- in. Hefur próf. Scovazzi unnið þarft verk með því að kynna ísland og íslenzkar bókmenntir á ítálíu. Fyrirlestur próf. Scovazzi í dag mun einkum fjalla um sérstakt tímabil í lífi Dantes, er hann var útlagi frá Florenz og áhrif útlegðarinnar á skáldskap hans. Fyrirlestur próf. Scovazzi fer fram kl. 17.30 í dag í fyrstu kennslustofu áskólans og verður fluttur á sænsku. Öllum er heim ill aðgangur. M.O.C.T. Stúkan Freyja nr. 218 Fundur í kvöld kl. 8.30 1 Góðtemplarahúsinu. Kosning og innsetning embættismanna. Kaffi eftir fund. — Félagar fjölmennið á fyrsta fúnd haustsins. Bjarni beinteinsson lögfræðingur AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI ft VALDI| SlMI 13536 Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar Guðlaugs Þorlákssonar Guðmundar Péturssonar Aðalstræti 6. Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. FORD Tilkynning frá FORD-umboðinu Kr. Kristjánsson um sýningar- off söluferð hins nýja fjórhjóladrifsbíls Ford Bronco um suðvesturland og suðurlandsundirlendið. Sýningar verða sem hér segir: í Borgarnesi næstkomandi laugardag kl. 10—13. Sýningarstaður: Bifreiða- og Trésmiðja Borgarness. Á Akranesi, næstkomandi laugardag kl. 15—19. Sýningarstaður: Bifreiðaverkstæðið Vísir. í Hveragerði, næstkomandi sunnudag kl. 10—12. Sýningarstaður: Steypuverksmiðjan Steingerði. • Á Selfossi, næstkomandi sunnudag kl. 13—19. Sýningarstaður: Húsgagnaverzlun Suðurlands. Á Hellu, næstkomandi mánudag kl. 11—13. Sýningarstaður: Kaupfélagið Þór. Á Hvolsvelli, næstkomandi mánudag kl. 15—17. Sýningarstaður: Bílaverkstæði Kaupfélags Rangæinga. Sölumenn verða með bílnum og geta því væntanlegir kaupendur gengið frá endanlegum pöntunum á hverjum stað. ® KR KRISTJÁNSSON H.F. UMBOfl Ifl SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00 v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.