Morgunblaðið - 14.10.1965, Qupperneq 27
í'immtudagur 14. október 1965
MORGUNBLAÐIÐ
27
KóíumbusarcSag-
urinn í New York
— króðiprinsinn, kortið og
St. Brendan
Einkaskeyti til Mbl. frá AP.
NEW YORK-búar létu hvorki á
sig fá rigningarsuddann í morg-
un né heldur yfirlýsingu Yale-
háskóla um að það hefðu verið
norrænir víkingar sem Ameríku
fundu forðum daga, heldur héldu
Binn Kólumbusardag hátiðlegan
með pomp og pragt og herlega
fínni skrúðgöngu upp alla þá
frægu Fimmturöð, en fólk stóð á
gangstéttunum þúsundum saman
og horfði á.
Sólin kom fram úr skýjunum
í þann mund er bumbuslagarar
munduðu barefli sín og virtist
alveg eins á því og mannfjöldinn,
að Kólumbusi bæri eftir sem áð-
ur vegleg viðurkenning fyrir að
leggja upp í vesturförina árið
1492, fyrir 473 árum og það var
— Indónesla
Framhald af bls. 1.
inn verði bannaður, en Sukarno
forseti er sagður því mótfallinn.
í dag réðust 2000 manns, mest
■ungt fólk, múhámeðstrúar, á eina
aðalbækistöð kommúnista í Dja-
karta, sem næst andspænis for-
setahöllinni, brutu þar rúður og
brömluðu veggi, en kveiktu síð-
an í skjölum og húsbúnaði sem
þar var. Aðför þessari lauk er
varðlið frá höllinni kom á vett-
vang eftir rúman klukkutíma
með brugðna byssustingi og skrið
dreka sér til trausts og halds og
setti niður óspektirnar.
Þá bannaði stjórnin í dag tvö
æskulýðsfél. kommnúista að því
er hermt er og ennfremur sagði
í fréttum hinnar opinberu frétta-
stofu Antara, að lokað hefði ver-
ið 14 háskólum og menntaskól-
um í landinu, vegna þess að þar
hefði verið vel tekið byltingar-
tilrauninni, sem gerð var 30. sept.
síðastl.
Yfirmenn hersins í Djakarta
segjast hafa náð á sitt vald flest-
um þeirra, sem stóðu að upp-
reisninni og ,,30. september-hreyf
ingunni“ svokölluðu, sem til henn
ar stofnaði, en þó er enn leitað
nokkurra eftirlegukinda úr þeim
hóp.
Tilkynnt var í Djakarta í dag,
að Sukarno Indónesíuforseti og
Nasution varnarmálaráðherra,
hefðu haldið með sér fund á
sunnudag sl. Ekki var uppskátt
látið, um hvað þeir hefðu rætt á
fundinum, en talið að breytingar
þær á stjórn kommúnistaflokks-
ins, sem skýrt var frá í dag að
fyrirhugaðar væri, myndu runn-
ar undan rifjum þeirra. Er her-
inn sagður því mjög "fylgjandi,
að gengið verði milli bols og
höfuðs á kommúnistum én Suk-
arno vilji ekki láta bendla sig við
slíkt og reyni að fara bil beggja
Er látið að því liggja, að Suk-
arno hafi jafnvel á prjónunum
áform um að stofna nýjan flokk,
með nýju nafni, er taki við af
kommúnistaflokki landsins, en
verði sjálfstæðari flokkur og
beri hag Indónesa sjálfra meir
fyrir brjósti en alþjóðakommún-
ismann.
%
Tunku Abdul Rahman, forsæt-
isráðherra i^Ialaysíu sagði á fundi
með fréttamönnum í Kuala Lump
ur í dag, að hann héldi að erlend
öfl væru að verki í Indónesíu.
Kvaðst hann viss um, að annað
hvort Kína eða Sovétríkin hefðu
þar hönd í bagga.
Þá sagði Rahman, að vegna
ástandsins í Indónesíu, þyrði
hann sjálfur ekki að hverfa frá
störfum til að gangast undir nauð
synlegan uppskurð vegna gláku
(glaucoma) á auga, sem er sögð
há honum mjög. Rahman er nú
62 ára gamail.
ekki á skrúðgöngurum að sjá,
að fréttin frá Yale-háskóla hefði
orðið þeim til stórrar hrellingar
að heldur. Og eins og venjulega
var lagður blómsveigur við fót-
stall Kólumbusarstyttunnar við
Kólumbusartorg og ekki minnzt
á heimsókn Leifs heppna löngu
fyrir Kólumbusar daga.
Bandarísku stórblöðin gerðu
sér aftur á móti tíðrætt um bæði
Leif og Kólumbus, sem von var.
New York Herald Tribune sagði
í ritstjórnargrein, að jafnvel þó
Kólumbusi hefði verið kunnugt
um Vínlandskortið góða, hefði
það litlu eða engu breytt um til-
raun hans til að komast til Ind-
íalands með því að sigla í vest-
urátt. „Ferðir víkinganna skildu
Ameríku eftir í myrkri ókunn-
ugleikans eftir sem áður, en
Kólumbus veitti skærri birtu
evrópsks áhuga og forvitni um
allan hinn vestræna heim.“ New
York Daily News sagði að könn-
unarferðir Leifs heppna hefðu
engan hagnýtan árangur borið,
það hefði verið hinn ítalskættaði
Kólumbus ,sem upphafið hefði
átt að landnámi Nýja heimsins
og hefði það verið eitt mesta af-
reksverk mannskynssögunnar.
Haraldur ríkisarfi Norðmanna,
er nú á ferðalagi um Bandarikin.
Var honum færð að gjöf bókin
um Vínlandskortið í kvöldverðar
boði landa sinna í New York í
gær. Haraldur þakkaði gjöfina
og flutti stutta tölu og sagði m.a.
að auðvitað hefði Leifur heppni
fundið Ameríku, það hefðu þeir
(Norðmenn) allir lært í skólan-
um. Síðan brá prinsinn fyrir sig
gamni og minntist þess, sem ein-
hver gárunginn hefði einhverju
sinni sagt, að fundur Ameríku
hlyti að vera runninn undan rifj
um kommúnista, því Leifur hefði
verið sonur Eiríks rauða“.
James nokkur Pooler vildi líka
leggja orð í belg um málið, skrif
aði í Free Press í Detroit og
sagði: Það var íri, sem fann
Ameríku fyrstur manna. Hver
einasti íri veit og hefur fyrir
satt, að Sankti Brendan (sem
uppi var frá 484—575) kom hing
að á undan öllum öðrum — og
ég ber ítali fyrir því að helgum
mönnum er ekki gjarnt að fara
með ósatt mál“.
Hreppir Sjoio-
kov Nóbe's-
verðlounin?
Stokkhólmi, 13. okt. (NTB)
KVÖLDBLAÐIÖ „Expressen“
í Stokkhólmi telur allar líkur
benda til þess, að það verði
hinn sextugi Mikhail Sjolo-
kov, sem Nóbelsverðlaunin
hreppir að þessu sinni og þá
einkum fyrir hið milda
epíska skáldverk sitt um líf
Den-kósakkanna „Lygn
streymir Don“. Segir blaðið,
að ekkert muni því til fyrir
stöðu að Sjolokov veiti verð
laununum móttöku, atburður-
inn frá 1958, er Pasternak var
meinað að taka við Nóbels-
verðlaununum fyrir ritstörf
sín, muni ekki endurtaka sig.
Dómur fa'linn í fyrsta
Hammerskjöld-málinu
Sydsvenska Dagblaciet dæmt
fyrir meanyrði
Stokkhólmi, 13. okt. — NTB.
SYDSVENSKA Dagbladet stór-
blað íhaldsmanna í Málmey,
var í dag sekt fundið um að
hafa vanvirt Dag Hammarskjöld,
fyrrum aðalritara Sameinuðu
þjóðamra og var útgefandi blaðs-
ins dæmdur til að greiða bróður
Hammarskjölds, Sten, 10.000
sænskar krónur í miskabætur.
Sten Hammarskjöld hafði liöfð-
að mál á hendur Sydsvenska Dag
bladet fyrir meiðyrði um bróður
hans, er blaðið birti þýdda grein
þess efnis, að haft væri á orði
að Hammarskjöld hefði fyrir-
farið sjálfum sér og 15 mönnum
öðrum með sprengju, sem komið
hefði verið fyrir í S.Þ.-flugvél-
inni sem fórst yfir Rhódesíu
haustið 1961. Sydsvenska Dag-
bladet b.ar það, sér til vamar,
að frétt þessi hefði verið þýdd
úr þýzka blaðiniu Der Spiegel, og
væri því einungis liður í frétta-
þjónustu blaðsins og auk þess
hefði blaðið þegar daginn etfir
harmað að greinin skyldi hafa
Tkomfte rekinn
frá vöidum
Kðsavubu setur Kimba í staðinn
JOSEPH Kasavubu, forseti í
Kongo, hefur rekið Moise
Tshombe frá völdum og falið
fyrrverandi utanríkisráðherra,
Evariste Kimba, að mynda nýja
stjórn. Kasavubu hefur tilkynnt,
að í fyrstu hafi Tshombe harð-
lega neitað að láta af embætti
og hafi þurft að beita hann þving
unum. Hinn nýi forsætísráðherra
er af Baluba-ættflokknum sem
átt hefur í sífelldum erjum við
Lunda-ættflokkinn, sem Tshom-
be tilheyrir. Kimba hefur engu
að síður verið ötull samstarfs-
maður hins fráfarandi forsætis-
ráðherra, sérstaklega á árunum
1960—63. Kasavubu forseti til-
kynnti þessa ákvörðun sína í lok
ræðu, er hann hélt í sameinuðu
þingi í Leopoldville sJ. miðviku-
dag. Ræðu Kasavubus, svo og
tilkynningu þessari, var tekið
með óánægjuhrópum af stórum
hluta þingsins, og sömuleiðis af
fólki sem sat á áheyrendapöll-
unum og var þangað komið
vegna þess, að talið var að tíð-
inda væri að vænta um fram-
tíð Tshombes, sem setið hefur
við völd síðan í júlí í fyrra.
Yopnaðir hermenn úr fallhlífar
liði Kongó voru á verði við allar
opinberar byggingar í Leopold-
ville í dag og strangt eftirlit haft
með mannafei'ðum. Engrar ó-
kyrrðar var þó vart í borginni
og var svo að sjá sem fólk léti
sig litlu skipta ráðabrugg stjórn-
málamannanna. Hinn nýskipaða
forsætisráðherra, Kimbo, var
hvergi að finna.
— Kjarval
Framhald af bls. 28
ur opnuð kl. 6 síðdegis af Geir
Hallgrímssyni, borgarstjóra, og
verður opin næstu tíu daga frá
klukkan 10 árdegis til klukkan
11 sfðdegis.
Þá gat Ragnar þess, að sér-
stök Kjarvalsbók muni liggja
frammi á sýningunni og í hana
ættu allir að rita nöín sín, sem
heiðruðu listamanninn á afmæl-
isdaginn, keyptu miða, og leg*ðu
þannig frafn sinn skerf til bygg-
ingar listamannaskála, sem væri
hjartansmál Kjarvals um þessar
mundir.
„Það er von okkar félaganna,
að sem flestir komi á afmælis-
sýninguna og gleðji þannig hinn
mikla meistara og snilling og taki
höndum saman við hann um að
hrinda í framkvæmd því mikla
nauðsynjamáli áð reistur verði
nýr listamannaskáli. Við vonum,
að 20 þúsund manns að minnsta
kosti líti hér inn næstu daga“,
sagði Ragnar Jónsson.
Margar myndanna hafa ekki
verið sýndar opinberlega áður og
aðrar örsjaldann. Ragnar Jóns-
son gizkaði á, að verðmæti mynd
anna samanlagt væri um 20 mill-
jónir króna. Enda verður lög-
Jarðarför föður okkar,
VIGFÚSAR SÆMUNDSSONAR
Borgarfelli,
fer fram frá Grafarkirkju laugardaginn 16. októberr og
hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 13,30.
Sigurbjörg Vigfúsdóttir,
Kolhrún Vigfúsdóttir.
regluvörður í Listamannaskálan-
um á daginn og slökkviliðið hef-
ur þar gæzlu á nóttinni.
Myndin, sem Kjarval hefur
gefið sem vinning í happdrætt-
inu, hefur aldrei verið til sölu
og hefur listamáðurinn ekki
viljað selja hana þrátt fyrir
hundruð tilboða.
Listaverkið kallar Kjarval
„Taktu í horn á geitinni“. Mynd
in var á Kjarvalssýningunni í
Osló á árunum og var kölluð
Vorgleði eða Vorkoma. Fékk hún
stórkostlegt lof í norskum blöð-
um og eitt þeirra sagði, að hún
sameinaði margt af því „stærsta,
einfaldasta og frumlegasta, sem
listamaðurinn ætti allt í svo rík-
um mæli“. Andspænis þessari
sérkennilegu mynd sjá menn
vorið beinlínis leggja undir sig
land og fólk, fannirnar bráðna í
djúp lón, dýr og menn afklæðast
vetrarhamnum og kunna sér ekki
læti undir oddhvössum, brenn-
andi geislum vorsólarinnar.
Sýningarskráin gildir jafn-
framt sem happdrættismiði og í
henni er m.a. afmæliskveðja til
listamannsins skrifuð af Tómasi
Guðmundssyni, skáldi. Happ-
drættismiðinn kostar 100 kión-
ur. J
verið birt. I»ó viðurkenndi blaðiff,
að minningu Dag Hammerskjölds
hefði verið óvirðing sýnd með
birtingu grc nariri’.ar.
Mál þetta er eitt þriggja, sem
Sten Hammarskjöld hefur höfð-
að gegn sænskum aðiíum fyrir
meiðyrði um bróður hans. Hann
hafði krafizt 100.000 króna miska
bóta frá Sydsvenska Dagbladet
og sömuleiðis frá vikublaðinu
Idun/Veckojournalen, sem bæði
höfðu birt greinar, þýddar ur
erlendum blöðum, m.a. vestur-
þýzka blaðinu Der Spiegel og
bandaríska blaðinu „Fact“, þar
sem látið var að því liggja að
Hammarskjöld hefði fyrirfarið
sér og félögum sínum og einnig
hefði einkalíf hans verið með
öðrum hætti en eðlilegt mætti
teljast.
Rannsóknarnefnd sú, sem kann
aði orsakir slyss þess er varð
að bana Hammarskjöld og fimm-
tán starfsmönnum S.þ. öðrum,
komst aldrei að neinni ákveð-
inni niðurstöðu, en allt virtist þó
benda til að um ótvírætt slys
hefði verið að ræða.
Idun/Veckojournalen viður-
kenndi einnig að hafa birt ýmsan
orðróm um Hammarskjöld, en
kvað stöðu hans gefa tilefni til
þess, að dauði hans ylli umtali
manna á meðal og því misjafn-
legu á stundum og taka yrði til-
lit til slíks.
Þriðja málið sem Sten Hammar
skjöld hefur höfðað er á hendur
I rithöfundinum Bengt Stjerncranz
; sem gefið hefur út dálitla bók
sem heitir „Dag Hammarskjöld
— Guð eða launmorðingi?” Hef-
ur Sten Hammarskjöld krafið
hann um 150,000 krónur í miska-
bætur fyrir rit þetta, sem m. a.
! fjallar um einkalíf Hammar-
skjölds og trúarhugleiðingar.
Stokkhólmsblaðið Aftonbladet
hafði í dag eftir sænskri konu,
rithöfundinum Ingu Ehrström, að
hún hefði verið æskuást Hamm-
arskjölds og sennilega eina kon-
an sem hann hefði nokkru sinni
elskað. Sagði hún kynni þeirra
hafa verið um 1925, eða þegar
hún var 17—18 ára og Hammar-
skjöld nokkru eldri og hefðu þau
kynni staðið í tvö ár.
Sagði Inga Ehrström að hún
ætti ennþá mjög mörg bréfa
Hammarskjölds frá þessum árum
og sagði að í einu þeirra minntist
hann á það, að hann hefði haft
mikið hugboð um það 12 ára gam
all að hann væri Jesús endur-
fæddur. Segir Aftonbladet, að
von sé á birtingu einhverra af
bréfum þessum 1 bók, sem Inga
Ehrström hafi nú á prjónunum
um kynni sín og Dag Hammar-
skjölds.
Heath hyUtur
á flokksþingi
íhaldsmanna
Brighton, 13. október, NTB.
EDWARD Heath, leiðtog:
brezkra íhaldsmanna var ákaf
klappað lof í lófa að lokinn
ræðu hans við setningu þing
íhaldsflokksins í Brighton í dag
Þetta er fyrsta þing flokksin
síðan hann beið ósigur í þing
kosningunum síðustu fyrir ár:
Þingið sækja 4.000 fulltrúar o
stendur það í fjóra daga. Það e
talið ráða miklu um framtíí
Heaths sem flokksleiðtoga.