Morgunblaðið - 20.10.1965, Side 6

Morgunblaðið - 20.10.1965, Side 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagnr 20. október 1965 Sýnfng Kjarvals í ListamannaskáSanum KJARVALSSÝNING í Lista- mannaskálanum hefur vakið verð skuldáða eftirtekt. Þar hefur bókstaflega verið eitt iðandi mannhaf, síðan hún var opnuð. Sýningargestir hafa sýnt hin- um aldna listamanni mikla þátt- töku í því máli, er honum er hjarta naest á þessum tímamót- um, þ.e.a.s., brugðið vel við og stutt hann í þeim fyrirætlunum áð stuðla að þvi, að komið verði upp nýjum húsaskosti fyrir mynd listina í landinu, en það er mál- efni, sem er svo aðkallandi, að varla þarf að skýra það fyrir þeim, er komið háfa í hinn gamla og ágæta timburskála, sem nú er aö falli kominn og verður ekki endurreistur á þeim stað, er hann nú stendur. Þessar fáu línur eru ekki ætl- aðar sem venjulegur dómur um sýningu Kjarvals. Samt get ég ekki stungið svo niður penna, að ég ekki minnist aðeins á, hve skemmtilegt er að sjá aftur sum þeirra verka, sem máður hefur ekki augum litið, síðan Kjarval varð sjötugur fyrir tíu árum. Einnig eru á þessari sýn- ingu ný verk, sem ekki hafa áður komið fyrir almennings- sjónir, og sannast að segja er nokkuð erfitt áð gera upp á milli einstakra verka Kjarvals, eða tímabila. Kjarval er nefnilega svo stór málari, að hann verðux sí- fellt hjartfólgnari þeim, er kynn- ast verkum hans. Ég veit ekki um neinn málara, sem málar landslag í dag á eins magnaðan hátt og Jóhannes S. Kjarval. Þetta er nokkuð mikið sagt, en ég hgld, áð það sé langt frá því að vera ýkt á nokkurn hátt,. Sýn- ingin í Listamannaskálanum er bæði fjölbreytt og forvitnileg. Þar getur að líta málverk í alls konar stíltegundum og viðfangs- efnin virðast ekki eiga sér nokk- ur takmörk. Svo frjór og af- kastamikill er listamaðurinn, að með eindæmum er. Þáð var annars ætlun mín með þessum línum að vekja athygli þeirra, sem heimsækja vilja Kjarval og heiðra hann á áttræðisafmælinu, að bíða ekki me'ð heimsóknina til seinustu daganna. Þá má bú- ast við svo mikilli aðsókn, að erfitt verði að njóta þeirra fui'ðu verka, sem hanga á veggjum Listamannaskálans. Það væri því viturlegt að nota tímann, meðan hægt er að forðast fjöl- mennfð. Því það er mikilvægt að mínu áliti, að sem flestir sjái þessi verk. Sem sönnun fyrir máli mínu langar mig að geta Mynd af happdrættismálverki. þess að ég hef orðið að sæta færi til áð skoða á sýningunni nokkrar myndir, sem ég hafði ekki þekkt áður, og það tókst aðeins að fá nægilegan frið snemma á mánudagsmorgni. Þannig hefur sífellt verið fullt hús hjá Kjarval, og vonandj. heldur þáð þannig áfram til sunnudagskvölds, en þá er síð- asti dagur sýningarinnar. Tækifæri eins og þetta, að sjá , úr einkaeign verk eftir Kjarval, eru sjaldgæf, og það er því sjálfsagt að notfæra sér tæki- færið. Þótt sum verkin séu yfir tvítugt, eru þau síung, eins og öll góð list. Það er líka nokk- urs konar skylda almennings að heimsækja Kjarval og þakka hon um þannig hið einstæða lífsstarf, sem hann hefur unnið fyrir okk- ur öli. Það má með sanni segja, að hikið hefði tilvera þessarar þjóðar verið litlausari og snauð- ari, ef Kjarval hefði ekki verið til. Þáð er sannkallaður heiður fyrir aila samborgara Jóhannes- ar S. Kjarval, að mega aðstoða hann við að lyfta því Grettistaki, er hann hefur fært sér í fang. Töframaðurinn Jóhannes S. Kjar val hefur lostið sprota sínum. Vakna þú Þyrnirós. Vaitýr Pétursson. Eiðaskóli settur EGILSSTÖÐUM, 18. okt. — í gær var Alþýðuskólinn á Eiðum settur að viðstöddu miklu fjöl- menni. Skólasetning hófst með því að sóknarpresturinn, sr. Ein ar Þorsteinsson, messaði og ræddi giidi lærdóms, sem sé meira en þekking. Hann sé menning og þá menningu burfi hinni kristilegi hugsunarháttur að móta. Heimurinn stafi ekki mest hætta af hinum ómenntaða múg, heldur miklu fremur af þeim menntuðu mönnum, sem hefðu tileinkað sér galdra tækni og áróðurs. Þá flutti fráfarandi skólastjóri Þórarinn Þórarinsson, ræðu og afhenti skólanum góðar gjafir. Er þá fyrst að telja gjöf frá .Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi og börnum Einars heitins Jóns- sonar, prófasts að Kirkjubæ, en það er óselt upplag af ættum Austfirðinga, sem að verðmæti mun nema um Vz milljón kr. Er það ætlað sem tekjustofn fyrir bókasafn skólans. Þá afhenti hann gjöf frá Bergi og Má Hall- grímssonum á Fáskrúðsfirði,' tæki til kennslu á lífgun úr dauðadái með blástursaðferð. Og að lokum afhenti fráfarandi skólastjóri Þórarinn Þórarinsson gjöf frá þeim hjónum, 9000 kr. í peningum, sem á að verja til að verðlauna þá menn, sem þykja bezt samsvara einkunnar- orðum skólans ,sem eru þrjú M eða manntak — mannvit — manngöfgL Að lokum flutti hinn nýi skólastjóri, Þorkell Steinar Ell- ertsson, sköruglega ræðu, hvatti nemendur til dáða og lagði út af máltækinu „Batnandi manni er bezt að lifa“. Steinþór. • KVALIN SKEPNA Eftirfarandi bréf barst mér í gær: „Kæri velvakandi, Mér datt í hug að segja þér frá atviki, sem gerðist á vinnu- stað mínum. Nánar tiltekið við fyllingu á Fossvogsræsinu, sem Véltækni hf. sér ufii. Þegar við komum í vinnuna einn morgun inn heyrðum vfð ámátlegt hljóð niðri í skurðinum. Á botni hans í einum pollinum, lá köttur í poka, sem bijndið hafði verið fyrir. Steinn svo lagður ofan á. Hafði aúðsjáanlega verið ætl- unin að lóga kattarkvikindinu þarna, en ekki tekizt betur en svo, að hann hafði getað haldið 'hausnum upp úr pollinum. Þetta eru því furðulegri aðfarir vfð aflífun dýra sem flestir vita, að lögreglan og aðstoðar- menn hennar aflífa dýr ef ósk- að er —- og sýnir hvern mann sumir hafa að geyma, þegar dýrin eru annarsvegar. — Einn af verkamönnum Véltækni hf.“ • LJÓTUR LEIKUR Frekari upplýsingar um bréf ritara fylgdu ekki. Ég gerði samt þá undantekningu að birta bréfið vegna þess að fátítt er, að fólk nenni að drepa niður penna til þess að kvarta yfir- meðferð á dýrum. Hins vegar er það meginregla áð birta ein ungis bréf þeirra, sem gefa upp fullt nafn og heimilisfang, þótt það sé síðan fellt niður við birtingu bréfsins, ef óskað er. Ástæða er til að endurtaka þetta, þótt ekki sé langt liðið síðan ég nefndi það. Og svo er það kötturinn. Sumir kettir lifa miklu lúxus- Iífi, hafa jafnvel misst áhuga á músum. Aðrir kettir eiga bága daga og eru eigendum sínum til iítils sóma. Þótt ég sé persónulega engin kattadýrk- andi er ég sammála bréfritara um að hér hefur einhver farið illa að ráði sínu, sennilega í skjóli myrkurs. Það er hreint fólskuverk að framkvæma þenn an verknað á annan hátt en þann, sem tryggir stytzta hugs- anlegt dauðastríð. Og enginn veit hver næst lendir í pokan- um. • LAUN HÚSMÆÐRA Hingað kom húsmóðir ein ákaflega gröm Mjólkursam- sölunni. Hún hafði skrifáð bréf það, sem hér fer á eftir: „Kæri velvakandi. Að undanförnu hefur verið töluvert deilt um mjólkurum- búðir í blöðum bæjarins og þá sérstaklega um hinar illræmdu mjólkurhyrnur. Fyrst Mjólkur samsalan er komin á dagskrá í blöðunum, get ég ekki látið hjá líða að leggja orð í belg. Svo er mál með vexti, að í því hverfi sem ég bý, er búin að vera mjólkurbúð í ein þrjátíu ár og þjónar hún, eftir því sem ég bezt veit, einum 150 fjölskyldum í nágrenninu. Nú hefur verið tilkynnt að leggja eigi þessa mjólkurbúð niður öllum viðskiptavinum hennar til sárrar gremju. Við íbúarnir í nágrenni mjólk urbúðarinnar höfum mótmælt við forráðamenn Mjólkursam- söunnar, að mjólkurbúðin yrði lögð niður. En þeir hafa ekki sinnt því. Heyrzt hefur, að húseigandinn hafi farið fram á 400.00 kr. hækkun á húsaieig- unni á mánúði. Það er að vísu góðra gjalda vert, ef forráðamenn Mjólkur- samsölunnar sýna viðleitni til sparnaðar í rekstri, því það hlýtur áð koma neytendum til góða í lægra mjólkurverði. Eða það skyldi maður halda. En lítum nú betur á söguna um mjólkurbúðina. Við áð leggja hana niður þurfa þessar 150 fjölskyldur að fara lengra eft- ir mjókinni eða í næstu mjólk- urbúð og varlega áætlað mundi þáð taka um 10—15 mínútum lengri tíma fyrir hvern aðila, í hvert skipti sem kaupa þarf mjólk. Það vill segja að á dag mundi samtals taka 1500 mín- útum eða 25 klukkustundum lengri tíma en áður fyrir þess- ar 150 fjölskyldur að ná í mjólk. Og oftast fellur það í hlut okkar húsmæðranna að ná í mjólkina. Þess vegna er ekki nema von, að spurt sé. Er tími okkar húsmæðranna einskis virði? Hann kann að vera það áð áliti forráðamanna Mjólk- ursamsölunnar, en mér er nær að halda, að þeir rói einir á báti í þeim efnum eins og mörg um öðrum. Ef við metum tíma okkar á 35.00 kr. pr. klukkustund er einfalt að reikna dæmið til enda. Sem sagt forráðamenn Mjólkursamsölunnar neita áð greiða kr. 400.00 hækkun á húsaleigu á mánuði, en leggja aftur á móti á okkur aukafyrir- höfn á hverjum degi, sem meta má á 875.00 kr. eða samtals 25 þús. krónur á mánuði. Um daginn mátti lesa í einu dagblaðanna fyrirsögn með feitu letri „Það kostar neyt- endur 7,6 milljónir á ári a’ð breyta um mjólkurumbúðir". Nú langar mig til að spyrja, kæri Velvakandi, getur ekki verið í þessum staðhæfingum forráðamanna Mjókursamsöl- unnar samskonar hugsunar- skekkja eins og í dæminu um mjólkurbúðina okkar. Er ekki kominn tími til, að opinberir áðilar skipi nefnd til að rann- saka rekstur Mjólkursamsöl- unnar? Á þessum aðilum að líðast allt í skjóli einokunar- aðstöðu, höfum við neytendur engan rétt? Húsmóðir í Austurbænum“. • FLEIRI BRÉF Já, þetta segir húsmó'ðirin. Ég er mjög ánægður yfir því hve lesendur eru duglegir að skrifa mér. En það er ákaflega dapurlegt að lesa stöðugt um ófarir eða eitthvað, sem mi'ður fer. Ekki svo að skiljá, að ég hafi eitthvað á móti slíkum bréfum yfirleitt. Ég vil gjarn- an fá meira af þeim. Hins veg- ar væri mér ekki síður kært, ef einhver skrifaði mér um eitthvað skemmtilegt, eitthvað, sem gott er og vel leyst af hendi. Það væri góð tilbreyt- ing, bæði fyrir mig — og ykk- ur. Kaupmenn - Kaupfélðg Nú er rétti tíminn til aff panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Qrmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. ’ Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.