Morgunblaðið - 20.10.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐI0
Miðvikudagur 20. október 1965
Tízkusýning að Hötel
Sögu til styrktar dreng
Næstkomandi fimmtudags-
kvöld (21 október) gengst Sorop
timlstaklúbbur Reykjavíkur fyrir
tízkusýningu og skemmtikvöldi
að Hótel Sögu.
Allur ágóði af skemmtikvöldi
rennur að þessu sinni í sjóð til
styrktar litlum dreng, er þj'áist
af hjartasjúkdómi og þarf að
gangast undir mjög dýra og erf-
iða læknismeðfer'ð á MAYO
sjúkralhúsinu í New York.
Mjög hefur verið reynt að
vanda alian undirbúning og
margir hafa lagt hönd á plóginn
til þess að styrktarstarfsemi
þessi mætti takast sem bezt.
Mörg fyrirtæki sýna þarna ýmis-
konar tízkufatnað og m.a. hefur
verið fenginn hinga’ð til lands
Jörgen Karrup, þekktasti hatta-
teiknari á Norðurlöndum, er
Starfar nú hjá hinu þekkta tízku
fyrirtæki A. Fonnesbeek í Kaup-
mannahöfn, og mun hann sýna
nýjustu hattatízku.
Dagskráin er mjög vönduð og
fjölíbreytt. Sýndir verða kjólar
frá Marimekko, kápur frá Guð-
rúnarbúð, herrafatnaður frá
Herradeild P.Ó., kjólar-batik frá
Signinu Jónsdóttur, samkvæmis
kjólar og skartgripir. Auk þess
sýnir Þjóðdansafélag Reykjavík-
ur þjóðdansa og þjóðbúninga.
Emilía Jónasdóttir verður með
leikþátt og kynnir kvöldsins
verður Ómar Ragnarsson. Einnig
mun verða efnt til happdrættis
með mörgum góðum vinningum.
Hljómsveit hússins leikur til kl.
1 eftir miðnætti.
Sporotimistaklúlbbur Reykja-
víkur hefur nú starfað í sex ár.
Nafnið sjálft útleggst Bjartsýnis-
systur. Formaður klúbbsins hér
á landi er Þuríður Pálsdóttir
söngkona. Stefnp.sk rá Bjartsýn-
issystra er mjög margþætt en
stærsti þáttur hennar er líknar-
starfsemi. Soroptimistaklúbbur)
Reykjavíkur tók í upphafi á
stefnuskrá sína að gleðja og
hjálpa drengjunum á vistheim-
ilinu i Breiðuvík. Hefur verið
safnað í styrktarsjóð, sem ætlað
ur er til þess að stýðja efnalitla
drengi til náms. Sjóður þessi er
nú liðlega 100.000 kr.
Soraptimistaklúbbur Reykja-
vfkur vill þakka öllum þeim ein-
staklingum og fyrirtækjum er
stutt hafa þessa starfsemi með
rausnarlegum gjöfum, fjárfram-
lögum og sjálfboðastarfi.
Aðgöngumiðar áð skemmti-
kvöldi þessu verða seldir á Hótel
Sögu, kl. 17:00—19:00 í gær og
dag, (miðvikudag). Verð mið-
ans er 100.00 kr.
Hótel Akureyri sendir
matinn heim
BRIDGE
UNDANKEPPNI Firmakeppn-
innar í bridge er lokið í Bridge-
félagi Reykjavíkur og Bridge-
félagi Kvenna, en ólokið sein-
ustu umferðinni í Tafl og Bridge
klúlbbnum og Bridgedeild Breið-
firðinga. Hjá Bridgefélagi Reykja
víkur urðu þessi fyrirtæki efst:
1. N. Mancher & Co. (Þorgeir
Sigur’ðsson) 1176 stig.
2. Þóroddur E. Jónsson (Ás-
björn Jónsson) 1108 stig.
3. Prentsm. Jóns Björnssonar
(Hilmar Guðmundsson) 1101 stig
4. Hafskip hf. (Jakob Bjarna-
*on) 1081 stig.
Hjá Bridgefélagi Kvenna urðu
þessi fyrirtæki efst:
1. Axminster (Þorgerður Þór-
•rinsdóttir 1133 stig.
2. Verzlunin Vísir (Vigdís Guð
jónsdóttir) 1127 stig.
3.Sælgætisgerðin Freyja hf.
(Sigríður Guðmundsdóttir) 1109
•tig.
4. Efnalaugin Lindin (Frfða
Austmann) 1080 stig.
Hjá Tafl og Bridgeklúbbnum
eru þessi fyrirtæki efst:
1. Friðrik Jörgensen (Vilhjálm
ur Aðalsteinsson).
2. Jöklar hf. (Ingólfur ólafs-
•on).
3. Hafrafell hf. (Bernharður
Guðmundsson).
4. Happdrætti D.A.S. (Guðjón
Jóhannsson).
Hjá Bridgedeild Breiðfirðinga
eru efst:
1. Ferðaskrifstofa Útsýn (Magn
ús Oddsson).
2. Endurskoðunarskrifst. Bárð-
»r fgurðssonar (Dagbjartur
Grímsson).
3. Verzlunin Vald Poulsen
(Bjarni Fannberg).
4. Skósalan Laugavegi 1
(Magnús Gunniaugsson).
Til úrslita verða spilaðar tvær
umferðir 20. og 27. oktöber me'ð
48 efstu spilurunum úr bridge-
lélögunum fjórum.
Akureyri, 11. okt.
í gærkveldi var fréttamönn-
um á Akureyri boðið til kveld-
verðar að Hótel Akureyri, þar
sem forráðamenn hótelsins, þeir
Óskar Ágústsson sem tók hótel-
ið á leigu í vor til eins árs,
Valdemar Jónsson hótelstjóri,
og yfirmatreiðslumaðurinn, Jón
Kristinsson, ræddu við gestina
um reksturinn og framtíðar-
horfumar. Á borðum var hið
fegursta og ljúffengasta rétta-
val, sýnishorn af því, sem hót-
elið hefir fram að bjóða.
Óskar Ágústsson kennari við
Laugaskóla kvaðst hafa tekið
hótelið á leigu í apríl, þar sem
enginn Akureyringur hefði orð-
ið til þess, en ekki væri fyrir
það að synja, að llla hefði ver-
ið spáð fyrir rekstrinum. Ósk-
ar tók fram, að hann hefði ver-
ið mjög bjartsýnn, þegar hann
réðst í þetta fyrirtæki, en varla
hefði verið vanzalaust að láta
þennan hótelrekstur falla niður
í jafnmiklum ferðamannabæ og
Akureyri væri. Gallinn væri að-
eins sá, að ferðamannatíminn
væri of stuttur á hverju ári til
þess að nægilegt öryggi fengist
í samfelldum rekstri.
Hótel Akureyri getur hýst 43
gesti í 18 herbergjum samtímis,
en þar að auki eru útveguð
herbergi á einkaheimilum, þeg-
ar þrengsli eru í hótelinu sjalfu.
Nýting gistiherbergja hefir ver-
ið mjög góð í sumar, um 90% í
júlí og 80% í ágúst, og síðan
hefir oft verið fullt, t.d. um
síðustu helgi. Hins vegar hefir
matsalan í hinni stóru og rúm-
góðu sjálfsafgreiðslu ekki geng-
ið jafn-vel, ekki skilað þeim
ágóða, sem til var ætlazt.
Á fundi veitingahúsaeigenda
utan Reykjavíkur, sem haldinn
var að Hótel Reynihlíð í Mý-
vatnssveit í haust, voru i>eir
sammála um það, að matsala
bæri sig ekki, þegar á ársrekst-
urinn væri litið, nema með því
að selja vín með. „Við bessu
viljum við sporna; okkur er
vanvirða að því að geta ekki
selt mat með hagnaði án vin-
sölu“, sagði Óskar Ágústsson.
Þess vegna hefir Hótel Ak-
ureyri ákveðið að reyna nýjar
leiðir og taka upp nýja þjón-
ustu við almenning í bænum,
auk þess sem matsala heldur
áfram í sjálfsafgreiðslunni eins
og hingað til, en hún tekur um
140 manns í sæti og er mjög
nýtízkuleg. Nú getur fólk pant-
að mat eða kökur frá hótelinu
og fengið sent heim til sín, og
verður um ýmislegt að velja,
eftir því sem hver og einn óskar
hverju sinni, t.d. heitan mat,
kalt borð, cabaret (sérstaklega
til reiddá smárétti), smurt brauð
snittur, kökur eða tertur, sem
bakaðar yrðu og skreyttar af
matreiðslukonu á hótelinu,
Helgu Björnsdóttur. Verð á þess
um heimsenda veizlukosti verð-
ur samningsatriði hverju sinni
og fer eftir því, hversu kaup-
andinn vill hafa í hann borið
eða hafa hann úr garði gerð-
an. Hótelið mun einnig sjá um
að ganga frá hinu heimsenda
á fötum á heimilum, ef þess er
óskað.
Þótt Hótel Akureyri sé í nokk
urra áratuga gömlu húsi, Hafn-
arstræti 98, eru öll herbergi ný
uppgerð, nýmáluð og búin nýj-
um húsgögnum, og gistihúsið
Bíll úr Strandasýslu valt
síðdegis á sunnudag eftir
árekstur við Reykjavíkurbíl
á Digranesvegi í Kópavogi.
Var hann á leið inn eftir og
mun hafa beygt og fékk hinn
bílinn, sem kom á móti, á
hliðina. Einnig lentu bílarn-
ir utan í þriðja bílnum, úr
Kópavogi. Bifreiðastjórinn á
T númer bílnum, Helgi Stein
grímsson, meiddist og var
fluttur á sjúkrahús.
allt hið vistlegasta, þar með tal-
inn matsalurinn. Þar unnu í sum
ar um 20 manns, en aðeins
færra starfsfólk verður þar í
vetur.
Sv. P.
Styrkir til ársdvalar
í Bandaríkjunum
EINS og undanfarin átta ár veit-
ir bandaríska menntastofnunin
American Field Service - ís-
lenzkum framhaldsskólanemend-
um styrki til náms- og ársdval-
ar víðsvegar um Bandaríkin vet-
urinn 1966-’67. Styrkþegar hxunu
dveljast á einkaheimilum og
stunda nám í efsta bekk í svo-
kölluðum „high-school“.
Styrkurinn nemur fæði, hús-
næði, skólagjöldum, sjúkrakostn-
aði og ferðakostnaði innan
Bandaríkjanna. I lok dvalartím-
ans vestanhafs verður öllum
styrkþegum boðið í ferðalag um
Bandarí'kin. Styrkþegar þurfa
aftur á móti að greiða sjálfir
ferðir til New York og heim aft-
ur, og leggja til vasapeninga.
Umsækjendur um styrgi þessa
skulu vera á aldrinum 16-18 ára,
nemendur á gagnfræða- og
menntaskólastigi. Þeir verða að
hafa gott vald á enskri tungu,
hafa góða námshæfileika, vera
vel hraustir og eiga auðvelt með
að kynnast fólki.
Umsóknareyðublöð verða af-
gj-eidd í skrifstofu American
Field Service á íslandi, Skóla-
vörðustíg 4 C, þriðjudaga, mið-
vikudaga og fimmtudaga kl. 5—7
e.h. Umsóknum skal skilað fyrir
15. nóvember nk. Nánari upp-
lýsingar eru veittar á fyrrgreind-
um tíma í skrifstofu félagsins,
sími 1 69-90.
(Frá A.F.S. 4 íslandi).
Sveinn Krislinsson skrifar um
VPPPPPPPPPPPPVWH
Háskólabíó. ó
ÁSTIN SIGRAR.
Ný amerísk Paramount-
kvikmynd.
KVIKMYNDAHÚS háskólans er
stærsta og veglegasta kvikmynda
hússbygging hér á landi. Þess
vegna „ganga“ myndir að öðru
jöfnu skemur þar í húsi en í
öðrum kvikmyndahúsum. Kem-
ur þar hvort tveggja til, að húsið
getur solgið í sig stærri torfur
áhorfenda í einu en önnur
kvikmyndahús, og í annan stað
mun kostnaður við stórhýsi
þetta hafa verið slíkur, að það
þolir öðrum húsum lakar þunn-
skipaða áhorfendabekki. Má því
gera ráð fyrir, að myndir, sem
sýndar eru lengi í Háskólabíói,
séu ekki af lakara taginu. En því
miður virðast myndl kvik-
myndahússins ekki vera þeim
mun meiri að gæðum almennt
sem húsið er meira og vandaðra
að áþreifanlegum efnivið en
önnur kvikmyndahús hérlendis.
Raunar eru takmörk fyrir því,
hvað hægt er að afla sér góðra
mynda, og auk þess er vel skilj-
anlegt, að gömul og gróin kvik-
myndahús, þótt minni séu að
vallarsýn geti haft allt eins góð
sambönd erlendis og hafi í þjón-
ustu sinni menn, sem ekki hafa
lakari þekkingu á kvikmynda-
gerð en þjónar hins tröllaukna,
akademiska beljaka. — Þótt það
sé því kannske fullmikil kröfu-
harka, að ætlast til þess, að Há-
skólabíó hafi að öllum jafnaði
aðstöðu til að afla sér vandaðri
kvikmynda en önnur kvikmynda
hús, þá gætum við kannske orðað
aðra ósk, sem hljóðaði éitthvað
á þessa leið: Háskólabíó má
aldrei sýna lélega kvikmynd.
Vona ég, að sú tilætlan eigi sér
fleiri og dýpri rætur og rök en
þau, sem sprottin eru úr hofmóði
ein afdánkaðs háskólaborgara.
Myndin „Ástin sigrar" er gam-
ansöm ástarmynd, þar sem
ungur hljómlistarmaður í leit að
ástarævintýrum gengur einum of
langt í skemmtanafíkn sinni og
leggur frumdrög að nýu lífi með
ítalskri fegurðardís. Vitneskjan
um þetta kemur honum vand-
ræðalega á óvart. bví að um bær
mundir bjó hann með dansmey
einni, og .í vandræðum sínum
snýr hann sér til hennar og
biður hana að útvega sér lækni,
sem veiti fólki aðstoð í óþægi-
legum tilvikum. Af sjálfu leiðir,
að þar gat hann varla valið sér
óheppilegri ráðunaut, enda vipp-
ar dansmærin honum snarlega út
á götuna.
Þetta er þó aðeins byrjunin
á vandræðum hljómlistarmanns-
ins. Hann elur í fyrstu í brjósti
næsta óræðar tilfinningar til
ítölsku gyðjunnar (Natalie
Wodd), þau fara saman til
„hjálpsams" læknis, en áður en
hann fær að veita hjálpina af
mildi harta síns, gugnar hlóm-
listarmaðurinn (Steve McQueen)
og neitar allri aðstoð til handa
barnsmóður sinni. — Það gerir
hljómlistarmanninum enn erfið-
ara fyrir með að taka frekari
ákvarðanir í málinu, að fjöl-
skylda þeirrar ítölsku er lítt hrif-
in af ráðahaga þeirra í milli. —
Er nú. bezt að rekja þessa sögu
ekki lengra, en eins og nafn
myndarinnar bendir til, sigrar
ástin að lokum, eftir langa og
harða baráttu.
Þótt sjálfur efniviður mynd-
arinnar gæti rennt stoðum
undir alvarlega meðhöndlun, þá
hefur þó sá kostur verið tekinn
að gera úr honum gamanmynd,
sem sækir kraft sinn í skringi-
leg viðbrögð og látbragð leikend-
anna. Látbragðslistin er ekki
sem verst á stundum, einkum
þar sem reynt er að túlka kennd-
ir persónanna með svipbrigðum
einum, enda er myndin yfirleitt
allvel leikin. Hitt er þó þvi
miður of algengt í myndinni, að
humorinn verði of opinn, og
stundum rennur hann út í hrein .
skrípalætl, og er slíkt raunar
ekki ýkja fágætt í amerískum
gamanmyndum. — Þetta spillir
því, að hægt sé að skoða mynd-
ina sem fína „satíru“ lýsingu á
hefðbundnum, en miður náttúru-
legum viðhorfum fjölskyldna og
einstaklinga til ástarmála, þótt
öðrum þræði væri eðlilegast að
líta á hana sem slíka.
Auglýsingar tjá oss, að virðu-
legt erlent dagblað hafi talið
mynd þessa í hópi 10 beztu
mynda ársins. Hvort þá er miðað
við Ameriku eða alheiminn veit
ég ekki með vissu. Því er heldur
ekki að neita, að skemmtan
nokkra má hafa af myndinni,
þótt margar betri gamanmyndir
hafi sézt hérlendis. En frá sjón-
arhóli þeirra akademisku ofstæk-
ismanna, sem gera hærri kröfur
til Háskólabíós en annarra kvik-
myndahúsa, hverfa gæði mynd-
arinnar í skugga þeirrar ris-
miklu byggingar, sem þjóðin
reisti æðstu menntastofnun sinni
á Melum vestur.