Morgunblaðið - 20.10.1965, Qupperneq 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. október 1965
Otgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Bitstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askríftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavik.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði Innanlands.
5.00 eintakið.
HUGARFARS-
RREYTING
T fjárlagaræðu sinni sl. mánu
dagskvöld sagði Magnús
Jónsson, fjármálaráðherra, að
almenningur ætti kröfu til að
ráðdeild og hagsýni ríkti í
meðferð opinbers fjár. En
hann vakti einnig athygli á
þeirri staðreynd, að nauðsyn-
legt er, að hugarfarsbreyting
verði hjá hinum almenna
borgara gagnvart fjármálum
ríkisins. Þeirri skoðun þarf
að vísa á bug, að ríkiskassinn
sé ótæmandi peningalind,
sem allir geti gengið í að vild
sinni. Híkissjóður hefur ekki
aðra peninga til umráða en þá
sem skattgreiðandinn leggur
honum til, og kröfur um auk-
in útgjöld ríkissjóðs eru jafn-
framt kröfur »m auknar á-
lögur á skattgreiðendur.
Segja má, að þetta hafi ver-
ið kjarninn í ræðu Magnúsar
Jónssonar við f járlagaumræð-
urnar sl. mánudagskvöld, og
vissulega má með sanni segja,
að báðir aðilar, þeir sem
stjórna fjármálum ríkisins og
almenningur, sem leggur féð
fram, endurskoði að ýmsu
leyti afstöðu sína til þessara
mála.
Þeir, sem sýsla með opin-
bera fjármuni verða að gera
sér þess grein, að hér er um
peninga skattgreiðenda í land
inu að ræða, og þeim ber
skylda til að gæta fyllstu hag-
sýni og ráðdeildar í meðferð
þeirra. Stjórnmálamenn verða
einnig að gera sér þess grein,
að þótt þeir séu í stjórnarand-
stöðu er það ábyrgðarlaus
leikur, sem ekki á að þekkj-
ast í þroskuðu lýðræðislandi,
að heimta aukin útgjöld
ríkissjóðs um leið og lagt er
til að tekjur ríkisins minnki.
Og almenningur, sem á að
krefjast þess af opinberum
sýslunnarmönnum að með fé
hans sé ekki bruðlað, á jafn-
framt að veita bæði embættis
mönnum og stjórnmálamönn-
um ríkt aðhald í þessum mál-
um, þannig að ábyrgðarlaus
afstaða tækifærissinnaðra
stjórnmálamanna gagnvart
fjármunum almennings verði
almennt fordæmd.
Það ber því vissulega að
fagna því, að fjármálaráð-
herra, Magnús Jónsson, hef-
ur lagt svo mikla áherzlu á
þessi atriði, sem raun ber
vitni í fyrstu fjárlagaræðu
sinni, og ítrekað nauðsyn
þess, að hugarfarsbreyting
verði hjá hinum almenna
borgara til f jármála ríkisins.
Ræða fjármálaráðherra var
mjög yfirgripsmikil, og í
henni er geysilegur fróðleik-
ur um fjármál ríkisins á und-
anförnum árum og í framtíð-
inni. M.a. kemur fram ,að
stjórnsýslukostnaður er áætl-
aður 10,5% af ríkisútgjöldum
á yfirstandandi ári, og hefur
heldur farið lækkandi á und-
anförnum árum. Eru þessar
upplýsingar mjög athyglis-
verðar í ljósi þess, að gjarna
hefur verið deilt á ríkið fyrir
vaxandi útþenslu ríkisbákns-
ins.
Af ræðu fjármálaráðherra,
Magnúsar Jónssonar, má
glögglega sjá, að ríkisstjórnin
hefur tekið föstum tökum
þann vanda, sem upp hefur
komið í ríkisbúskapnum síð-
asta ár og í ár, og er staðráð-
in í að koma á ný á greiðslu-
hallalausum ríkisbúskap,
enda er það nauðsynleg for-
senda þess, að efnahagslegt
jafnvægi ríki í landinu.
STJÓRNARAND-
STAÐA Á
UNDANHALDI
TTeildarmvnd útvarpsum-
*■*■ ræðnanna sl. mánudags-
kvöld var greinilega sú, að
ríkisstjórnin hefur algerlega
frumkvæðið í stjórnmálabar-
áttunni, hvort sem það er í
sambandi við fjármál ríkisins,
eða önnur mál. í ræðu full-
trúa Alþýðuflokksins, komu
fram mörg mjög athyglisverð
atriði, sem íhugunarverð eru.
Hann benti m.a. á þá stað-
reynd, að 73% af útgjöldum
ríkisins fara til félagsmála,
niðurgreiðslna á vöruverði
innanlands, útflutningsupp-
bóta, menntamála og atvinnu-
mála.
En á sama hátt og ræður
fjármálaráðherra og fulltrúa
Alþýðuflokksins vöktu at-
hygli fyrir glöggan og skýran
málflutning, munu menn al-
mennt sammála um, að
frammistaða stjórnarandstöð-
unnar hafi verið með slíkum
hætti, að henni sé lítill sómi
að. Sérstaklega var ræða Ey-
steins Jónssonar með þeim
hætti, að furðulegt má telja,
að maður, sem verið hefur
fjármálaráðherra lengur en
nokkur annar hér á landi,
skuli láta sér sæma slíkan
málflutning, enda varð það
svo, að f jármálaráðherra
hrakti í svarræðu sinni full-
yrðingar Eysteins lið fyrir lið
og stóð ekki steinn yfir steini
í ræðu Eysteins að því loknu.
Stjórnarandstaðan er nú
greinilega á algeru undan-
haldi í stjórnmálabaráttunni.
Hún hefur nákvæmlega ekk-
ert nýtt fram að færa, annað
én almennt orðaskrum um
ný viðhorf og nýjar leiðir, en
Sigur Nyerere
DR. JULIUS Nyerere hlaut
98% greiddra atkvæða í ný-
afstöð'num kosningum í Tanga
nyika og Zanzibar, og verður
þvi forseti Tanzaniu næstu
fimm árin i viðbót. Þrátt fyrir
hina hlægilega háu hundraðs
tölu og þrátt fyrir þá stað-
reynd, að hann var eini fram-
bjóðandinn við forsetakjörið,
þá eru niðurstöður kosning-
anna mikilvægtar einkum á
öðru sviði.
Þessa ályktun má m. a.
draga af því, að enda þótt
Nyerere væri eini frambjóð-
andinn, þá gátu hinar fjórar
millj. kjósenda látið í ljós
ánægju sína eða óánægju með
endurkosningu hans með því
að neita að greiða honum at-
kvæði sitt. Að þessu marki
voru kosningarnar fullkom-
lega frjálsar og þetta frelsi
var sýnt á ýmsan hátt.
Sums staðar greiddu margir
kjósendur atkvæði gegn Ny-
erere. Forsetakosningarnar
fóru einnig fram samtímis
kosningum til nýs þjóðþings
og kosning hinna nýjil þing-
manna sýndi svo ekki varð
um villzt, hversu ánægðir
kjósendur Tanzaniu voru með
að fá tækifæri til þess að gera
upp reikningsskil sín við hina
gömlu þingmenn sína með því
að láta mjög marga þeirra
ekki ná endurkjöri.
Hvað yngri ráðherrana í
stjórninni snertir, má segja,
að þar hafi verið um fjölda
útrýmingu að ræða. Af hin-
um tólf fyrstu þeirra, sem úr-
slitin voru kunn um, voru
aðeins þrír endurkosnir. Af
átta hinna eldri ráðherra, biðu
þrír ósigur, og af 21 þing-
manni, sem bauð sig fram
til endurkjörs, tókst það ein-
ungis þremur, en um niður-
stöður kosninganna í þremur
kjördæmum er ekki vitað
ennþá.
Hið mikla atkvæðamagn,
sem Nyerere hlaut, verður
af þessum sökum miklu at-
hyglisverðara, og þá sérstak-
lega vegna þess, að margir
traustustu félagar hans urðu
að lúta í lægra haldi. Niður-
stöður kosninganna sýna enn-
fremum, að kjósendurnir, en
meirihluti þeirra býr í sveit-
um landsins, hafa þann þroska
eins og kjósendur víða annars
staðar að geta greint á milli
þeirra fyrri stjórnmálaleið-
toga, sem rétt er að velja
aftur til forystu og hverja
ekki.
Sú staðreynd, að meiri hlut
inn af hinum eldri ráðherrum
í stjórn Nyereres var endur-
kjörinn, gefur til kynna að
úrslit kosninganna voru ekki
einföld mótmæli gegn stjórn-
Dr. Julius Nyerere.
inni. Enda þótt það kynni að
verða auðvelt að búar til dæmi
þess, að kjósendur hefðu not-
fært sér vald sitt innan tak-
marka stjórnarskrár hins nýja
„lýðræðislega eins flokks
ríkis" til þess að mótmæla
þeim hætti, sem viðhafður
hefur verið við að stjórna
þeim, þá myndi slíkt verða
mjög yfirborðskennt. Hinn
trausti meirihluti Nyereres og
endurkosning flestra af eldri
ráðherrum hans sýna, að dóm
ur kjósendanna er flóknari
en sýnist í fljótu bragði.
Tvær alhæfingar virðast þó
standast. Hin fyrri er, að
deilumál, sem snerta einstök
héruð virðast skipta meira
máli en mál, sem snerta þjóð
ina í heild. Enda þótt það eigi
einnig réttilega við flestar
kosningar í öllum löndum, þá
hljóta andstæðurnar milli
hagsmuna héraðanna og þjóð-
legra hagsmuna að verða
miklu meiri og alvarlegri í
þróunarlöndum eins og Tanza
niu. í öðru lagi kom fram
mikil andúð á hinum nýja
„þjóðflokki", sem fram hefur
komið í hinum nýfrjálsu lönd
um Afríku, þ.e. Wa-Benz. Til
hans teljast þeir, sem skipa
helztu embætti hjá ríkisstjórn
inni og flokknum og aka um
á Mercedes Benz — en sá bíll
er álitstákn í ýmsum hlutum
Afríku. Ríkisstjórninni var
Wa-Benz andúðin ljós jafnvel
þegar fyrir kosningarnar og
nú um skeið hefur Nyerere
forseti látið í ljós opinberlega
áhyggjur vegna þess fjölda er
til staðar er í hinu fátæka
lýðveldi hans af bílum og þá
einkum lúxusbílum. •
Svo virðist samt, sem Wa-
Benz muni líklega hljóta sess
í nútíma pólitískum orðaforða
1 Afríku ásamt orðum eins og
,,bræðrasemi“, en það þýðir
atvinna handa þeirri fjöl-
skyldu viðkomandi Pólitísk
hugtök sem þessi, sem venju
lega verða til í munni hins
ómenntaða Afríkumanns, kom
ast auðveldlega á hvers manns
várir. Þau veita innsýn með
einföldum hætti inn í almennt
viðhorf gagnvart leiðtogum
þjóðarinnar, en það á ekki
ófrávíkjanlega við alla þá sem
aka í Mercedes-Benz eða sem
eiga bræður, sem svo vill til
urn, að þeir skipa háar stöður.
Á meðal þess sem svip sinn
setti á þessar kosningar, var
geta til þess að gera mun á
einum leiðtoga og öðrum. Það
var ekki eingöngu kosið gegn
öllum þeim sem völd höfðu.
Að undanskildum iþessum
alhæfingum, ákváðust niður-
stöður kosninganna mjög af
deilumálum einstakra héraða.
Það er gagnlegra að líta á
þessar kosningar þjóðarinnar
a’lrar. eins og þar væri um
að ræða ekki bara einar kosn
ingar heldur 101 kosningu, þ.
e. jafnmargar og fjöldi kjör-
dæmanna var. Mismunandi at
riði réðu úrslitum í sérhverju
þeirra.
Nyerere byrjar nú nýtt
fimm ára tímabil sem forseti
með nýju ráðuneyti og grund
völlur þess verður það álit,
sem tilraunir hans til þess að
koma fram með sitt eigið lýð-
ræðislega kosningafyrirkomu-
lag hafa skapað honum.
Þýtt úr „The Observer".
fæst ekki til þess að láta uppi
hverjar þær nýju leiðir séu.
Útvarpsumræðurnar um
fjárlögin hafa því sýnt svo
greinilega, að ekki verður
um villzt, að ríkisstjórnin hef-
ur nú algjört frumkvæði í
stjórnmálabaráttunni, og að
stjórnarandstaðan er þar á
hröðu undanhaldi.
RHÓDESÍUMÁLIÐ
A ð undanförnu hafa staðið
yfir árangursl-ausar til-
raunir til þess að ná sam-
komulagi milli Bretlands og
Rhódesíu um sjálfstæði hins
síðarnefnda. Segja má að það,
sem deilt er um í Rhódesíu sé
ekki mál, sem varði miklu þá,
sem búa langt fjarri því landi.
En sannleikurinn er nú sá,
að atburðirnir í Rhódesíu geta
haft hinar alvarlegustu afleið
ingar og í versta tilfelli blóðs-
úthellingar í Afríku, og þess
vegna er full ástæða til þess
fyrir fólk annars staðar að
fylgjast með því, sem þar ger-
izt.
Brezka stjornin hefur neit-
að að veita Rhódesíu sjálf-
stæði, nema réttindi hins fjöl-
menna svarta meirihluta,
verði tryggð. Hinn hvíti, fá-
menni minnihluti hafnar al-
gerlega þeim tilmælum, og
hyggst lýsa yfir sjálfstæði
landsins í trássi við Breta og
án þess að veita svörtum
mönnum nokkrar réttarbæt-
ur.
Rhódesía getur þannig fyrr
en varir orðið að nýrri Suð-
ur-Afríku, en því miður eru
líkur til að Rhódesíumálið
verði enn alvarlegra, þar sem
ýmsar svartar þjóðir í Afríku
muni ekki sætta sig við það
möglunarlaust að svo verði,
og því kynni að koma til hern
aðarátaka ef sjálfstæðisyfir-
lýsing verður gefin án sam-
þykkis Breta.
Nú orðið virðist mjög lítið
svigrúm til athafna í þessari
deilu, og hljóta menn að bíða
með nokkrum ugg þess, sem
fram vindur inni í miðri
Afríku.
Arekstur
■ Hvalfirði
AKRANESI, 18. október. —.
Læknisjeppi norðan frá Hvamms
tanga var á leið suður til Reykja-
víkur og mætir kl. 8—9 á sunnu-
dagskvöld einkabíl Magnúsar
Maríussonar, forstjóra í Olíustöð-
inni í Hvalfirði, í illfærri hvomsu
á þjóðveginum milli Miðfells og
Kalastaðakots. Geysiharður á-
rekstur varð, því læknisjeppinn
hentist úr hvarfinu og inn á veg-
inn á bíl Magnúsar. Bíll hans er
talinn ónýtur. En læknisjeppinn,
sem er Landrover, var fluttur
mikið skemmdur á drátlarbíl
Vöku suður til Reykjavíkur.
Læknirinn meiddist lítils há'tt-
ar. Með Magnúsi var öll fjöl-
skylda hans, Hulda kona hans
og fjórir synir þeirra. Vörin
sprakk á Magnúsi, Hulda skarst
á hné, skrámur hlutu Viðar, 13
ára og Ásgeir, 12 ára og í báðum
brotiuðu tennur. Þriðji bróðir-
inn, Skúli, slapp ómeiddur, en
sá yngsti Þorsteinn, 3 ára, skarst
á höfði. Gert var að sárum þeirra
á sjúkrahúsinu -— Oddur.