Morgunblaðið - 20.10.1965, Page 18

Morgunblaðið - 20.10.1965, Page 18
18 MORGUNBLAÐBÐ MiSviTíudagur 20. október 1965 T' ®ndi horf. • Skóiabyggingamálin eru nú í sérstakri athugun á vegum menntamáiaráðuneytisins, og er að vænta tiilagna í þeim efnurn á næstunni. En persónu lega er ég þeirrar skoðunar, að taka eigi upp þá reglu að greiða vissa fjárhæð á rúmmetra í skóla byggingum, eða að hlutdeild rik- issjóðs í byggingakostnaði verði imiðuð við vissa hámarksfjárhæð, er miðist við hófiegan bygginga- kostnað á þeim tima. B ifreiðakostnaður, embœftisbústaðir, ferðakostnaður o. fl. Bifreiðakostnaður ríkisins er töluvert vandamál, sem oft hef- ur verið til athugunar, en erfið- iega gengið að setja fastar regl- •ur um. Er m.a. nokkuð handa- hófskennt, hvaða embættismenn rikisins hafa ríkisbifreiðar til af- nota og í ýmsum tilfellum, munu slik bifreiðaumráð hafa verið nokkurs konar launauppbót, með- an laun íorstöðumanna ríkisstofn ena voru óhæfilega lág. í sum- »r setti ríkisstjórnin ákveðnar sreglur um hámarksupphæð, er við skyldi miðað við endurnýjun þessara bifreiða og greiðslu rekstrarkostnaðar þeirra. Jafn- íramt hefur fjármálaráðuneytið falið bifreiða- og vélanefndinni «ð gera um það tillögur fyrir næstú áramót, hvaða embættis- n.cnn sé talið rétt og nauðsyn- legt að hafi ríkisbifreiðar til um- ráða, og jafnframt verði bifreiða etyrkjakerfið tekið til heildar- endurskoðunar. Mælir margt tneð því, að heppilegra sé að greiða embættismönnunum bif- reiðastyrki, þegar bifreiðakostn- aður er óumflýjanlegur, heldur en að ríkið eigi bifreiðarnar. Verulegu fjármagni er árlega varið til byggingar embættisbú- etaða viðs vegar um landið. í löggjöf um ýmis embætti er gert ráð fyrir embættisbústöðum, en naumast er þó hægt að segja, að fuilt samræmi sé í þeim regl- um. Víða um landið, þar sem erfitt er um húsnæði, eða tor- velt að selja húseignir á fullu verði, verður ekki hjá því kom- iat að hafa embættisbústaði. Hins vegar sýnist mér fráleitt að byggja embættisbústaði í höfuð- borginni og öðrum þéttbýlis- evæðum, þar sem verðgildi húsa er stöðugt. Er það hvorki til góðs ríkinu, né viðkomandi embættis- manni, og virðist eðlilegra á þeim stöðum að reyna að greiða íyrir því með lánsfé, að embætt- ismennirnir geti sjálfir eignast ei-tt búsnæði. Enda ér reyndin eú, að embættisbústaðir eru yf- irleitt mjög dýrir í byggingu, og það sem einum hentar, hentar eíís ekki þeim næsta. Fulltrúar úr þeim ráðuneytum, sem hinir ýmsu embættisbústaðir heyra wndir, vinna nú að heildarathug- un þessa máls. Aðild íslands að margvíslegri •Iþjóðlegri samvinnu, hefur farið vaxandi með ári hverju. Sem frjáls og fullvalda þjóð verður ísland að eiga áðild að mörg- um alþjóðasamtökum, og ýmis þessi samtök færa landinu bein- an fjárhagslegan hagnað, svo eem t.d. Alþjóðaflugmálastofnun- in, sem greiðir nú um 60 millj. ikr. ársframlag til ýmissa greina fiugþjónustu hér á landi. Hins er ekki að dyljast, að þessi al- þjóðasamvinna er í mörgum greinum mjög kostnaðarsöm fyr- ir okkur, eigi aðeins vegna árs- tiiiaga, heldur eigi síður vegna eífelidra ferðalaga íslenzkra embættismanna á margvíslegar iráðstefnur. Er því ekki að leyna, að ásókn í slíkar ráðstefnuferð- ir fer vaxandi, og er það ekki eðeins íslenzkt vandamál, held- ur vandamál, sem flestar aðrar þjóðir munu einnig þurfa við að giíma. Hér sem víðar er meðal- hófið vandratað. Við verðum á viðhh'tandi hátt að gæta hags- muna íslenzku þjóðarinnar á al- þjóðavettvangi, en jafnframt gæta ails hófs um ráðstefnuferð- ir, bæði um tölu fuhtrúa og hve- nær brýn nauðsyn sé að senda íuUtrúa. Yfirieitt hafa íslenzkar Btjórnarstofnanir mjög takmörk- uðu starfsliði á að skipa, og sí- feddar utanfarir embættismanna, valda ekki aðeins kostnaði, held- ur geta torveidað ýmis nauðsyn- leg störf viðkomandi stofnana. Hef ég talið rétt að reyna að fá heiidarmynd af þessu vanda- máli, og því falið Ríkisendurskoð uninni að afla upplýsinga um utanferðir og ferðakostnað em- bættismanna og stofnana á síð- astliðnu ári í því skyni að gera sér grein fyrir, hvort auðið er að setja fastar reglur um þetta efni. Margvíslegar ráðstefnur, eink- um norrænar, eru í vaxandi mæli haldnar hér á landi og op- inberar gestakomur aukast einn- ig. Hvort tveggja hefur þetta þýðingu fyrir landið, sem ekki má vanmeta, en ekki er hægt að að komast hjá ýmiss konar risnu og veizluhaldi ríkisstjórnar, og jafnvel annarra opinberra aðila í þessu sambandi. Rétt er að geta þess, að ríkisstjórnin hefur lagt áherzlu á, að hafa það hóf sem auðið er í þessu efni, án þess þó að verða íslenzkri gestrisni til skammar, og hefur m.a. verið reynt eftir föngum að hafa mót- tökur og veizlur í ráðherrabú- staðnum, sem dregur mjög úr þeim kostnaði. Tillögur hafa á ýmsum tímum komið fram, um sameiningu rík- isstofnana, bæði frá sparnaðar- nefndum og fjárveitinganefnd. Því miður hefur reyndin orðið sú, að erfitt er að koma við þeirri sameiningu, og eru þar ýmis Ijón á vegi. Lengi hefur t.d. verið talað um að sameina skógrækt og sandgræðslu, sem eru mjög skyldar stofnanir, sam- eina Öryggiseftirlit og Skipa- skoðun ríkisins og fela Iðnaðar- deild Atvinnudeildar Háskólans matvæla- og mjólkureftirlit. Ekkert af þessu hefur tekizt að framkvæma. Kann að vera að sparnaður sé ekki umtalsverð- ur við slíka skipulagsbreytingu, en nauðsynlegt er þó að halda áfram athugun á þessum mögu- leikum, og er það eitt þeirra viðfangsefna. sem hagsýslustarf- semin þarf að beinast að. Þarf að finna hagkvæmt tækifæri til slíkrar sameiningar stofnana, svo sem var í sambandi við Tóbaks- og áfengiseinkasöluna, en það mál hafði árum saman verið til umræðu, áður en tókst að fá samstöðu um framkvæmdir. Flestar framkvæmdastofnanir ríkisins hafa eigin véla- og við- gerðaverkstæði. Er nú í sérstakri athugun, hvort eigi sé hagkvæm ara að sameina þessa þjónustu að ein'hverju eða öllu leyti. Prestakallaskipunin er nú í endurskoðun að tilhlutan kirkju- málaráðherra. Skal ég ekki ræða það mál á þessu stigi, en þess er að vænta, að menn líti það mál raunsærri augum, en gert hefur verið, með hliðsjón af gerbreytt- 1 um þjóðfélagsháttum. Vegna mjög bættra samgangna, sýnist fækkun prestakalla á ýmsum stöðum á landinu sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun, og jafnframt ætti að létta af prestum búskap- arbasli, sem er þeim nú marg- falt erfiðara en áður fyrr, og virðist eðlilegt að aðsetur presta sé í þéttbýlisstöðvum eða við menningarmiðstöðvar .í sveitum, þar sem þeir gætu sinnt kennslu í kristnum fræðum. Hef ég ekki talið rétt að fallast á óskir bisk- ups um fjárveitingar til nýrra prestsembætta í Reykjavík, fyrr en þessari endurskoðun presta- kallaskipunarlaganna er lokið. Prestssetursjarðir og aðrar rík- isjarðir eru vaxandi kostnaðar- liður fyrir ríkið, en tekjur af þessum eignum hverfandi litlar. Tel ég tvímælalaust rétt, að stefna að því að selja sem flest- ar ríkisjarðir, þar sem ekki er um að ræða jarðhita, eða önnur sérstök verðmæti, enda eru á- búðalögin þannig úr garði gerð, að naumast er gerandi að eiga jarðir í ábúð. Er ríkið sem land- eigandi, lögum samkvæmt, skyld ugt til að leysa til sin byggingar á rikisjörðum hjá fráfarandi á- búanda. Hefur alvara þessa skipulags bezt komið í ijós á þessu ári, þar sem rikið hefur orðið að greiða einum ábúanda xniiljónir kxóna fyrir byggingar, sem hann hefur reist á ríkis- jörð. Vegna verðrýrnunar er orðið miklu kostnaðarsamara að slá ýmsar mynteiningar en svarar verðgildi þeirra. Er nú í athug- un hvort eigi sé rétt að afnema hinar minni mynteiningar og fela Seðlabankanum myntslátt- una. í framhaldi af því komi til athugunar að fela Seðlabankan- um sem viðskiptabanka ríkissjóðs að einhverju eða jafnvel öllu leyti þau störf, sem skrifstofa ríkisféhirðis nú annast. Ég hefði haft löngun til að ræða mörg önnur atriði, þar sem endurskoðunar er þorf í ríkis- búskapnum, en tímans vegna er það ekki fært og læt ég því hér staðar numið. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi, að breytingar eru örar á mörgum sviðum í þjóðfélaginu, og það sem kann að hafa verið gott og eðlilegt á einum tíma, getur ver- ið úrelt nú. Það þarf því ekki að taka sem gagnrýni á einn né neinn, þótt rætt sé um nauðsyn víðtækra breytinga á ýmsum sviðum, og það varðar miklu fyrir þjóðina, að hún geri sér grein fyrir hinum breyttu að- stæðum, og forráðamenn hennar þori jafnframt að beita sér fyr- ir nauðsynlegum breytingum, þótt þær kunni að raska gömlu skipulagi. Það er þannig ekki aðeins prestakallaskipunin, sem eðlilegt er að endurskoða og sam rýma nýjum aðstæðum, heldur hlýtur einnig hin gamla hrepps- og sýsluskipan að koma til ræki- legrar endurskoðunar og breyt- inga á næstu árum. En út í það skal ég ekki nánar fara hér. Ég geri ráð fyrir því, að bæði háttvirtir þingmenn og ýmsir aðrir áhugamenn um þjóðfélags- mál, eigi ýmsar hugmyndir er horft geti til bóta í skipan ríkis- kerfisins. Allar slikar hugmynd- ir er mér sérstaklega Ijúft að taka til atugunar, og ekki hvað sízt- teldi ég æskilegt, ef embætt- ismenninrir sjálfir, forstöðumenn ríkisstofnana og aðrir þeir, er gerst þekkja til mála, vildu koma á framfæri hugmyndum í þess- um efnum. Skattsvikum verður að útrýma Fyrir forgöngu fyrrverandi fjármálaráðherra, Gunnars Thor- oddsen, hafa á síðustu árum ver- ið gerðar mjög mikilvægar lag- færingar á bæði tekjuskattslög- um og lögum um tekjustofna sveitafélaga. Mun mega óhætt að fullyrða, að álögur í beinum sköttum til ríkis og sveitafélaga séu nú orðnar hér hófsamlegar og síður en svo hærri en í öðr- um sambærilegum löndum. Hvort að frekari skipulagsbreyt- ingu þessara mála skuli stefnt, t.d. með algeru afnámi beinna skatta til ríiksins, og afhendingu þess tekjustofns til sveitafélag- anna, skal ég ekki ræða á þessu stigi málsins, enda hefi ég ekki myndað mér ákveðna skoðun um það efni, en að sinni tel ég ekki rétt að gera frekari breytingar á hvorki lögum um tekju- og eignarskatt né tekjustofna sveita- félaga, enda ófært að breyta slíkri löggjöf á hverju ári, held- ur þarf að fá nokkurn tíma, til þess að reyna löggjöfina í fram- kvæmd. Er heldur ekki sérstök þörf breytinga nú,v vegna lög- festingar þeirrar reglu á síð- asta þingi, að álagningarstigar skuli breytast samkvæmt skatt- vísitölu, þannig að skattþung- inn á ekki að vaxa með vaxandi tekjum manna að krónutölu. Skattsvik hafa verið hér land- læg meinsemd og.fjöldi manna ekki séð neitt athugavert við það, að undirrita rangar dreng- skaparyfirlýsingar í sambandi við skattaframtöl. Því miður hef- ur þessum vanda stundum verið mætt með opinberum ráðstöfun- um, sem beinlínis hafa ýtt undir vöxt meinsemdarinnar, svo sem með veltuútsvörum á sínum tíma, sem beinlínis voru rök- studd sem skattsvikaútsvör og öðrum óhæfiiegum áiögum, er jafnvel neyddu menn til að svíkja undan skatti, til þess að bjarga sjálfum sér og atvinnu- rekstri sínum. Með skattamála- endurbótum síðustu ára, hefur verið horfið inn á þær heilla- vænlegu brautir í þessum efn- um, að gera skattálögur það bæri legar, að hægt væri með fullri sanngirni að krefjast þess, að menn teldu rétt fram til skatts og var þá jafnframt eðlilegt að herða viðurlög við skattsvikum og gera skipulegar ráðstafanir til þess að uppræta meinsemd- ina. Tilkoma skattrannsóknadeild arinnar hefur verið tvímælalaust jákvætt spor í þessa átt. Þótt erfitt sé að sannreyna til hlítar áhrif þessarar nýju skipanar, bendir þó margt í þá átt, að skattaframtöl fari batnandi. Mun verða lögð áherzla á áð tryggja skattarannsóknardeild- inni viðhlítandi starfsskilyrði, og hefur jafnframt verið lögð á- herzla á það, að skattstofur um land allt vinni að nákvæmri rannsókn skattaframtala, svo sem tími þeirra frekast leyfir. Fjármálaráðuneytið hefur ný- lega gert á opinberum vettvangi grein fyrir störfum rannsókna- deildarinnar til þessa og geri ég þau því ekki frekar að umræðu- efni nú. Sumir hafa reynt að gera lítið úr því starfi, sem unnið hefir verið á rúmu einu ári og haft í frammi hinar furðuleg- ustu reikningskúnstir í því sam- bandi. Tel ég þetta með öllu ómaklegt. Framtíðarárangur velt ur mjög á skipulagi rannsóknar- aðferða í upphafi og þegar auk þessa mikilvæga undirbúnings- starfs hefir þegar á fyrsta starfs- ári verið hafin rannsókn 120 mála, þá er síður en svo hægt að segja, að deildin hafi verið aðgerðalítil. Jafnframt því, að með lögum frá síðasta Alþingi var á ýmsan hátt bætt rannsókn- araðstaða skattrannsóknardeild- arinnar við embætti Ríkisskatt- stjóra beitti ég mér fyrir því, að mönnum var gefið tækifæri til þess í vissan tíma að koma skattaframtölum sinum í rétt horf, og greiða eðlilegan skatt, ef um undandrátt hafði verið að ræða. Hvort menn hagnýttu sér þetta tækifæri eða ekki skipti ekki öllu máli heldur hitt, að með þessu vildi ég gera mönn— um Ijóst, að ætlunin með til- komu rannsóknardeildarinnar væri sú, að taka skatteftirlitið nýjum tökum, beita hér eftir ströngum viðurlögum við skatt- svikum og menn gætu því ekki neinn um sakað nema sjálfan sig, ef þeir ekki notuðu þetta tækifæri til að koma málum sín- um í lag. Án slíks tækifæris til leiðréttinga gátu menn með nokkrum rétti fundið að því, að verða nú allt í einu beittir þung- um viðurlögum eftir að áratug- um saman hafði refsiákvæðum skattalaga lítt eða ekki verið beitt. Ríkisskattstjóri og skatt- rannsóknarstjóri velja að sjálf- sögðu leiðirnar til þess að ná sem beztum árangri í skatteftir- litinu, en ég vil að það sé öllum mönnum ljóst, að ráðuneytið mun styðja þá á allan tiltækan hátt í sínu mikilvæga starfi og vona að sú stund sé ekki langt undan, að skattsvik verði for- dæmd af almenningi sem hver önnur fjársvik og menn virði drengskaparyfirlýsingar sinar á skattaframtölum eigi minna en í öðrum viðskiptum. Refsingar fyrir skattsvik er auðvitað ekki neitt takmark í sjálfu sér held- ur úrræði til aðvörunar, en tak- markið er að fyrirbyggja skatt- svíkin, og því verður lögð á- herzla á að skipuleggja sem bezt upplýsingaöflun um tekjur ein- staklinga og fyrirtækja, og hafa sérfræðingar ýmis atriði í því sambandi til athugunar, m.a. eru lög um bókhald í endurskoðun, en þau eru á margan hátt orðin úrelt. Lögð verður áherzla á að hraða eftir föngum undirbún- ingi þess að innleiða hér á landi það skipulag, að beinir skattar verði innheimtir af tekjum manna jafnóðum og þær falla til og að því stefnt að svo geti orð- ið á árinu 1967. Skattasérfræð- ingar teija mál þetta erfiðara í framkvæmd hér en víða annaxs staðar einmitt vegna hinna mjög breytiiegu tekna og hefir þó ann- ars staðar tekið mörg ár að und- irbúa siíkt greiðslukerfi. Þá hefur ráðuneytið leitast við að fylgjast með undirbúningi og umræðum um nýtt skattform, svokallaðan verðaukaskatt, sem er nú til umræðu í ýmsum lönd- um og til stendur að lögfesta í Danmörku á næstunni. Hvort slíkt skattheimtukerfi er til bóta skal ósagt látið á þessu stigi málsins, en nauðsynlegt er að fylgjast með því máli, ekki sízt pf óumflýjanlegt reynist að breyta í grundvallaratriðum tekjuöflunarkerfi ríkisins, ef til kæmi aðild íslands að Fríverzl- unarbandalagi Evrópu eða svip- uðum viðskiptasamtökum, er gerðu óumflýjanlegt að hverfa að meira eða minna leyti frá verndartollum og tekjuöflunar- tollum í sambandi við innflutn- ing vara. Loks er nauðsynlegt að kanna úrræði til þess að gera skattkerfið einfaldara í fram- kvæmd, því að það er á ýmsan hátt alltof flókið. Tollkerfið í deiglunni Tollkerfið er í mikilli deigiu um þessar mundir. Hafa margvis legar lagfæringar verið gerðar á tollum á síðustu árum og er tví- mælalaust góð reynsla af þeim breytingum í meginefnum. Há- tollar hafa verið lækkaðir, sem dregið hefur verulega úr ólög- legum innflutningi ýmissa vara. Mikilvægar tollabreytingar hafa verið gerðar til hagsbóta fram- leiðsluatvinnuvegunum, einkum útflutningsframleiðslunni. Unnið hefur verið að frekari tillögum um tollabreytingar til lækkunar, en endanleg ákvörðun ekki tekin um, að hve miklu leyti eða hve- nær verði í þær breytingar ráð- izt. Er bæði nauðsynlegt að fylgj ast með áhrifum sí^ustu tolla- breytinga á afkomu iðnaðarins, sérstök athugun hefur farið fram á því efni, og jafnframt er æski- legt ,að áður liggi fyrir niður- stöður eða ákvarðanir varðandi hugsanlega aðild að EFTA, því að þá mun reynast óumflýjanlegt að taka allt tollakerfið til skipu- legrar endurskoðunar. Á þessu stigi málsins eru toli- svikin alvarlegasta vandamálið og ber hina brýnustu nauðsyn til að uppræta þau eigi síður en skattsvikin. Lögð hefur verið áherzla á að efla eftir föngum tolleftirlitið og gerðar ráðstafan- ir til að fjölga mönnum við toll- gæzlustörf. _ Hefur tollgæzlunni nú í sumar tekizt að koma í veg fyrir mjög alvarlegar smygltil- raunir og raunar oft áður upplýst alvarleg smyglmál, þótt eigi hafi verið eins stórkostlegt smygl um að ræða og nú. Verður að taka þessi mál hihum föstustu tökum, og hefur tollamálanefndin nú að undanförnu haft til sérstakrar at- hugunar ýmsa þætti í fram- kvæmd tollgæzlu og tolleftirlits. Hefur að mestu verið gengið frá frumvarpi að nýrri löggjöf um tollgæzlu og tolleftirlit og í sér- stakri athugun er, hvort ekki sé óumflýjanlegt að herða mjög refsingar við smygli. Þá hafa ver- ið undirbúnar fastar reglur í sam bandi við heimilaðan tollfrjálsan innflutning ferðamanna og áhafna skipa og flugvéla, en eng ar fastar reglur hafa verið til um það efni og framkvæmd tollgæzi- unar því að þessu leyti mjög tor- veld. Er engum efa buridið, að árlega er fluttur til landsins varn ingur án tollgreiðslu sem nemur ótrúlega háum fjárhæðum. Er það hvort tveggja að með vax- andi ferðalögum íslendinga til útlanda vaxa kaup erlendis á ýmsum vörum til eigin nota, sem ekki er greiddur tollur af, en hitt er þó alvarlegra, að ástæða er til að halda, að í stórum stíl sé smyglað inn söluvarningi, sem jafnvel er hafður til sölu í verzl- unum. Er hér um ótrúlegt blygð- unarleysi að ræða, sem leggja verður ailt kapp á að uppræta og hafa farið fram athuganir á ýmsum úrræðum í því efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.