Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 3
Föstudaguj 22. október 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 Myndin sýnir nokkra jassleikarana í Icelandic Modern jassseptet. T.v. Dan, Gunnar Ormslev, Páll Einarsson, Björn R. Einarsson, Halldór PáLsson og Guðmundur Ingólfsson. JASS r I SiGTUNI ÞAÐ var á öðrum tug þess arar aldar, að orðið jass varð til, og þá á heldur óskemmti. legan hátt. Þegar fyrstu hljómsveitirnar, sem léku músik af þessu tagi voru að leita fyrir sér um atvinnu í Chicago, vöktu þær nefni- lega síður en svo mikia hrifn ingu meðal annarra hljóm- listarmanna þar í borg og í óvirðingarskyni við þessar Pétur Östlund sýndi mikil til- þrif í trommuleik sínum. hljómsveitir, kölluðu þeir þær „Jazz band", sem er ákaflega niðrandi og merk- ir eiginlega klámfengin hljómsveit. Já, svona voru móttökurn- ar, sem jassinn hlaut fyrst í stað í heimalandi sinu, þótt ekki liði á löngu þar til þetta breyttist. Smátt og smátt fór jassinn að hrifa hugi og hjörtu fólksins og um 1930 hafði hann lagt undir sig öll Bandaríkin. Evrópuibúar, sem þarna dvöldust á þessum tím um, urðu ekki síður fyrir á- hrifum frá hinni nýju músik og báru því jassinn með sór yfir Atlantsála. Hann hla.ut þar líka heldur dræmar mót- tökur í fyrstu, en svo endur- tók sama sagan sig þar og í Bandaríkjunum, og brátt mátti heyra jassinn leikinn í nær hverjum klúbbi í mikl- um hluta Vestur-Evrópu. Öll Norðurlöndin, að íslandi und anskildu, voru fljót að inn- leiðá jassinn, og nýtur hann þar nú mikilla vinsælda. En hvað um okkur íslend- inga? Við héldum áfram að þráast og höfum þráast fram á þennan dag, að viðurkenna jassinn, og af þeim sökum hef ur hann lengst af átt hér litlu fylgi að fagna. Jú, það hafa að vísu alltaf verið til hér nokkrir jassunnendur, sem hafa gert það sem þeir hafa getað til þess að kynna okkur jass, en það hefur allt- af farið út um þúfur. Svo gerist það skyndilega — það er eiginlega óhætt að segja núna í ár‘— að mikið fjör og líf fer að færast í jassinn hér og aðdáendahóp- urinn vex ört. í vor er svo Jassklúbbur Reykjavíkur stofnaður en hann hefur að undanförnu gengist fyrir jass kvöldum á hverjum mánu- degi og hafa þau yfirleitt verið ágætlega sótt. Auk þess hefur skemmtistaðurinn Glaiunbær alloft gengizt fyr- ir jasskvöldum. Og á mánudag sl. bættist nýr aðili í hópinn, Jass- klúbbur íslands, og efndi hann þá til mikils og glæsi- legs jasskvölds í Sigtúni, þar sem nær tíu jasshljómsveitir komu fram. Þarna voru mættir flestir okkar beztu jassleikarar og mun láta nærri, að nær 20 hljóðfæra- leikarar hafi þarna látið til sín taka. Voru þeir mjög ó- sparir á lögin, enda virtust þeir fyrst og fremst leika ánægjunnar vegna. Ekki er heidur hægt að segja, að jass unnendur hafi látið sitt eft- ir liggja, því að fjölmenni var mikið, og klöppuðu þeir jassleikurunum óspart lof í lófa. Að öllum hljómsveitunum, sem þarna komu fram, ólöst- uðum, er ekki að efa, að sú hljómsveit' sem mesta at- hygli vakti, var „Icelandic Modern Jassseptet", enda var leikur hennar oft með af- brigðum góður. Meðal jass- leikara sem í henni voru, má nefna, Gunnar Ormslev saxa- fónleikara, Guðmund Ingólfs son píanóleikara, Björn R. Einarsson básúnuleikara og Bandaríkjamanninn Dan Eli- chek, sem lék á trompetinn, auk þess sem hann hafði út- sett lögin fyrir hljómsveit- ina. Þegar hljómsveitin hafði lokið leik sínum við mikinn fögnuð áhorfenda, byrjaði allsherja „jamsession" og tóku flestir þeirra, sem þarna höfðu komið fram, þátt íhenni. Stofnandi og forsvarsmaður Jassklúbbs Islands er ungur maður að nafni Jón Hjálm- arsson og náðum við tali af honum sem snöggvast þarna um kvöldið. — Hvað er langt síðan þið fenguð hugmyndina að stofna 'þennan jassklúbb? — Það má eiginlega segja, að hugmyndin hafi orðið til í sl. viku og við ákváðum þá að framkvæma hana strax. — Og er ætlunin að halda svona jasskvöld í -framtíð- inni? — Já, það er meiningin að halda jasskvöld einu sinni í mánuði og hefur verið ákveð ið að næsta jasskvöld verði haldið hér í Sigtúni 15. nóv- emiber. n.k. — Mtinu þá svona margar hljómsveitir koma fram? —Já, við munum kapp- kosta við að hafa sem flestar hljómsveitir á þessum jass- kvöldum, því að það er trú okkar, sem að þessu stöndum að með því móti verði þau fjölbreyttari og skemmti- legrL — Ætlið þið að reyna að fá einhverja erlenda jassleik- ara? — Já, það er mjög til at- hugunar hjá okkur. Að visu eru litlar sem engar líkur á því, að það verði á næsta jasskvöldi, en síðar gæti það mjög vel komið til greina. — Og að lokum, Jón. Hver er tilgangur Jassiklúbbs ís- lands? — Fyrst og fremst er til- gangur hans að kynna og vekja áhuga fólks fyrir „mod ern jass“, og einnig að gefa islenzkum jassleikurum kost á að leika jass oftar, en verið hefur. Þá ræddum við einnig stundarkorn við Dan Elichek, sem var aðalgestur kvöldsins, og blés þarna bæði í tromp- et og básúnu, auk þess sem hann útsetti fyrir I.M.J. eins og áður segir. Hann kvaðst hafa dvalið hér nokkurn tíma, enda væri kona sín íslenzk. Hann sagðist hafa leikið jass síðan hann var 12 ára og væri hann nú atvinnu jassleikari. Hann kvaðst vera mjög hrifinn af íslenzku jass- leikurum og ánægður með samvinnuna við þá. Þeir hefðu flestir mikla hæfileika, skorti aðeins taekifæri til þess að fá oftar að reyna sig. STAKSTFIIVAR Sérstætt hlutverk stjórnarandstöðúnnai Visir birti siðastliðinn miðvika dag forystugrein um ástand mála í flckkum stjórnarandstöðunnar, og þar segir m.a.: „Svo sem kunugt er, standa yfir mikil átök innan Framsókn- arflokksins milli vinstri armsins og hins hægri. Er ástandið nú orðið svo alvarlegt, að við klofn- ingi liggur, og samkomulagið í þessum herbúðum orðið svipað og hjá kommúnistum, en þar hefnr hver höndin verið uppi á móti annarri og allt logað í ófriði um langan tíma.“ Blaðið ræðir síðan hina öflugu vinstri kliku í Framsóknarflokkn um og segir síðan: „Þannig er þá ástandið í flokk- um stjórnarandstöðunnar, harð- vítug valdabarátta innan beggja. Forystumennirnir sitja á svik- ráðum hver við annan og svífast einskis, ef því er að skipta, allra sizt kommúnistabroddarnir í Framsókn“. Slæmt ástand hjá st j órnarandstöðunni „Þess er þvi varla að vænta, að nokkur jákvæð stefna komi fram hjá stjórnarandstöðunni, sem er sjálfri sér svona sundur- þykk. Hinsvegar tekst henni furðuvel að standa saman um óþurftarverkin, enda eina stefnu- mál hennar að koma núverandi ríkisstjórm á kné. Hitt er svo sennilega ofvaxið skilningi flestra, og þar á meðal stjórnar- andstæðinga sjálfra, hvernig þeir ættu að geta stjómað land- inu saman. Framsóknarflokkur- inn hefur aldrei getað stjórnað landinu, stjórnarforusta hans hefur alltaf endað með skelfingu, og þegar hann fór að reyna það með kommúnistum, varð endir- inn hvað verstur, svo sem vænta mátti“. Standa saman um óþurftarverkin Og Vísir heldur áfram: „Það þekkist óvíða nema hér á Is- landi, að stjórnarandstaða telji það hlutverk sitt að vera andvíg öllu, sem ríkisstjórnin gerir, spilla . fyrir árangri þjóðnauð- synlegra ráðstafana og reka skemmdarstarfsemi á sem flest- um sviðum gegn hagsmunum lands og þjóðar. Þetta er að sönnu háttur kommúnista víð- ast hvar, enda em þeir andstæð- ingar lýðræðisins og vilja það feigt. Framsókn, sem vUl teljast ábyrgur lýðræðisflokkur, ætti ekki að ástunda slika iðju eins og hún hefur gert mörg síðustu árin. Stefna Viðreisnarinnar er í meginatriðum hin sama og hvaða lýðræðisstjórn sem væri, yrði að marka og fylgja. Og væm Fram- sóknarmenn í ríkisstjóm nú, mundu þeir að flestu leyti þurfa að fara sömu leiðir og núverandi stjórnarflokkar, ef allt ætti ekki að keyra um þverbak aftur“. Full ástæða er til fyrir þá Framsóknarmenn sem vilja reka ábyrga stefnu að íhuga gang mála í þeirra eigin flokki, sem varla getur verið þeim mjög að skapi. Lýræðissinnaðir menn hvar í flokki sem þeir standa hljóta einnig að lita það alvar- legum augum, þegar annar stærsti flokkur þjóðarinnar tek- ur upp jafn mikla hentistefnu- pólitík og Framsóknarflokkurinu hefur valið. Astandið innan Framsóknarflokksins er slæmj og á vafalaust eftir að versna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.