Morgunblaðið - 22.10.1965, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐHÐ
FSstudagur 22. október 1965
Athugasemd varðandi
mjófkurumbúðir
3ÞAÐ verður ekki hjá því komizt
eð gera athugasemdir við upp-
lýsingar um mjólkurumbúðir,
eem Gylfi Hinriksson og Kristján
Jóh. Kristjánsson birta í Morgun-
biaðinu þann 17. þ.m., þar eð þær
eru, að einni undantekinni, al-
rangar og villandL
1. t>að er ekki „þversögn
Mjóikursamsölunnar“ að bannað
er að selja mjólk úr brúsum í
mjólkurbúðum, en leyft að senda
bana í þeim umbúðum til ýmissa
stofnana til eigin nota. Um mjólk
urbúðirnar gengur daglega margt
iólk, og ekki er ómögulegt, að
eraitberar séu á meðal þess. Stöð
vgt er verið að opna út á götu
©g hleypa ryki inn, og aftur eru
brúsarnir opnaðir til að mæla
úr þeim. Við slíkar aðstæður er
mikil hætta á, að mjólkin
óhireinkist, og um smithættu get-
ur verið að ræða. í stofnunum,
«v« sem mötuneytum og sjúkra-
busum, er lítil hætta á, að mjólk
in óhreinkist, enda getur not-
endinn sjálfur gætt hennar þar.
íæssar sömu reglur um notkun
twúsamjólkur gilda á Norðurlönd
EYJAFLUG
MK> HELGAFELLI NJÓTis >ÍR
ÓTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁN/CGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OF'NAR ALLA DAGA.
REYKJAVÍKURFLUGVElll 22120
unum og í Bandaríkjunum að
minnsta kosti.
2. í greinargerð Mjólkursam-
sölunnar var gerður samanburð-
ur Hagstofunnar, lét oss fá þess-
umbúðum. Eins lítra hyrna kost-
ar 58 aura, en scholle 88 aura
á lítra. Með þennan samahburð
var rétt farið, í sumum blöðun-
um, t.d. í Morgunblaðinu. í hug-
leiðingum sínum um greinargerð
ina gerði eitt af blöðunum rang-
an samanburð. Þar var borið sam
an verð á hyrnu og verð á
Scholleumbúðum með áfyllingar-
kostnaði. Vér hringdum strax til
blaðsins og óskuðum eftir, að
þessi mistök yrðu leiðrétt.
3. Mjólkursamsalan greiðir
ekkert einkaleyfisgjald af hyrn-
unum. Á slíkt gjald hefur aldrei
verið minnst í sambandi við þær.
Hyrnuvélarnar eru ekki seldar
heldur leigðar. Greidd er stofn-
leiga og framleiðsluleiga, sem
koma á móti afskriftum af vél-
um, sem keyptar eru.
4. „Gylfi og Kristján sögðu, að
Þeir gerðu ráð fyrir, að hægt
væri að framleiða Pure-pak um-
búðirnar með mjög svipuðu verði
og er á hyrnunum", stendur í
Morgunblaðinu. Varla er þetta
mikið athugað af þeim félögum,
og Mólkursamsalan getur ekki
byggt neinar fyrirætlanir á slík-
um spádómum. Fyrirtækið Elo-
pak í Osló framleiðir Pure-Pak
umbúðirnar á lisens fyrir Norð-
urlöndin og ísland. Samkvæmt
bréfi frá Elopak, dagsettu 16.
þ.m., kostar 1/1 ltr. Pure-Pak
f.o.b. Oslo 69,3 aura. Hingað kom
in mundi hún kosta 86 aura og
vera 28 aurum dýrari en hyrnan.
f viðtali þann 19. þ.m. tjáði
Harald Riiber, sölustjóri Elopak
oss, að islenzkt fyrirtæki mundi
ekki fá lisens til að framleiða
þessar umbúðir, og að engar iik-
ur væru á, að hér væri hægt
að framleiða þær á verði, sem
væri samkeppnisfært við Eiopak,
sökum þess, að hér yrði fram-
leiðslan svo lítil miðað við það,
sem þar er framleitt. Þessar upp-
iýsingar leyfði Harald Riiber að
hafðar væru eftir sér í blöðum.
5. í greinargerð Mjólkursamsöl-
unnar eru tölur um stærð fjöl-
skyldna í Reykjavík því miður
rangar. Áki Pétursson, starfsmað
ur á verði á hyrnum og Scholle-
ar tölur, og höfðu honum þá orð-
ið á mannleg mistök. Áki telur
rétt, að nafns hans sé getið í
sambandi við þessi mistök, svo
að öðrum sé ekki um kennt.
6. Upplýsingar Gylfa og Krist-
jáns um pökkunarkostnað í
Scholleumbúðir eru rangar. Af-
köst Schollevélanna, sem eru í
notkun hér á'landi, eru 1200 ltr.
á klst., en ekki 2000 ltr. Á Akur-
eyri, þar sem pakkað er í 10 ltr.
umbúðir, vinn^i tveir menn við
vélina allan dáginn, en ekki einn
maður. Af fenginni réynslu er
komið í Ijós, að pökkunarkostnað
urinn er nokkru hærri í Scholle-
umbúðir en í hyrnur, og er véla-
kostnaður þá að sjálfsögðu með-
talinn.
7. Samkvæmt prentuðum heim
ildum frá síðastliðnu sumri, er
notkun Scholleumbúða 7%% af
heildarnotkun hliðstæðra um-
búða í Bandaríkjunum, og stend
ur þetta ekki í neinu sambandi
við tölu mjólkurbúa, enda hefi
ég engan slíkan samanburð gert.
Gylfi og Kristján láta hafa eftir
sér, að tilgreindar mjólkurstöðv-
ar í Woodstock og Boston noti
nær eingöngu Schollepakka, að-
eins til viðbótar „1/10 lítra hyrn-
ur undir þann rjómaskammt, sem
nægir út í kaffibolla". Hér er við
hendina nákvæm lýsing á hinni
umræddu mjólkurstöð í Wood-
stock. Þar eru taldar upp 17
átöppunarvélar af ýmsum tegund
um, sem stöðin hefur í notkun.
Aðeins 4 af þeim eru Scholle-
vélar. Tekið er fram, að með
þeim séu fylltar 2ð lítra umbúð-
ir til annarrar notkunar. Auðsætt
er því, að í Woodstock er aðeins
lítill hluti þeirrar mjólkur, sem
ætluð er til heimilisnota, seldur
í Schollepökkum.
Stefán Björnsson.
Bezt að auglýsa
í Morgunblaðinu
SfLDARVERKSMIÐJUR
* Með okkar löndunarkerfum getum við boðið yður — Mikil afköst
— 300 tonn á klukkutímann — Fullkomna nýtingu aflans og
SÍLDINA vigtaða um leið.
Sjáum um uppsetningu og veitum alla tæknifræðilega þjónustu.
LEITIÐ NÁNARI IJPPLÝSINGA.
Útvegum með stuttum fyrirvara fullkomin
löndunarkerfi til löndunar á SÍLD frá Banda-
ríkjunum. Löndunarkerfi þessi hafa áratuga
reynslu að baki sér og hafa gefið sévstaklega
góða reynslu.
SJÓVEff* HF.
AUSTDRSTRÆTI 14
REYKJAVÍK
SÍMI 22870.
Vélaverkstædi
Sig. Sveinbjörivsson
SKÚLATÚNI6
REYKJAVÍK
SÍMAR 15153, 23520.
Kækjukassi við Þiðriksvallavatn.
Furðulegt hirðuleysi
og sóðaskapur við
Þiðriksvallavatn
ÞEGAR fréttamaður Mbl.
átti leið um Strandasýslu fyr
ir skömmu frétti hann af
furðulegum atburði. í sumar,
þegar fólk var að veiðum
við Þiðriksvallavatn, komu
þrír bílar frá Kaupfélaginu á
Hólmavík með fullfermi af
pappakössum og losuðu ofan
í vatnið. Að því er blaðinu
var sagt mun hafa verið
kveikt í a.m.k. einhverju af
kössunum.
í kössunum var rækja og
kann að vera, að hún sé gott
æti fyrir silunginn í vatninu
en hins vegar hefði verið
hreinlegra að losa kassana
hvern fyrir sig í stað þess að
kasta þeim öllum í vatnið
Hefði þá fiskurinn náð til æt
isins, auk þess sem mikill ó-
þrifnaður er að kössunum
við þetta fagra vatn. Kassi
sá, er myndin er af lá fyrir
utan veginn, sem liggur upp
að vatninu og er svo sannar-
lega allt annað en þrifnaður
að honum.
Ástæða er tíl þess að
spyrja: Hvers vegna var all
miklu magni af ópillaðri
rækju úr frystihúsi Kaupfé-
lagsins á Hólmavík kastað í
Þiðriksvallavatn? Hvers
vegna voru rækjurnar ekki
pillaðar og frystar?
Ef þér fíiíjiií myndir
stækkum við þær og málum
í eðlilegum litum. Stærð
18x24. Kostar kr. 15,00. ólitað
ar kosta kr. 8,00.
Póstsendið vinsamlega mynd
eða filmu og segið til um liti.
Foto Kolorering,
Dantes Plads 4,
Köbenhavn V.
Rest bcst kodilar
Enduriiýjum gömlu sær.gurn-
ar, eigum dún- og fiðurheld
ver, æðardúns- og gæsadúns-
sængur og kodda af ymsum
stærðum.
— Póstsendlum —
Dún- og
fidurhreinsun
Vatnsstíg 3. — Sími 18740.
(Orfá skref frá Laugavegi).
[ Skorradalsvatn
fullt
Akranesi, 20. okt.
Skorradalsvatn er nú fullt,
enda hafa fódæmabýsn stiæymt
úr loftinu undanfarna óveðurs-
daga. Flóir nú vatn óspart yfir
| fyrirhleðsluvegginn, sem lokar
j vesturenda vatnsins. Haft er eft
| ir Þórði bónda í Haga, syni
! Runólfs bónda á Hálsum, að
I vatnsbor’ð Skorradalsvatns hafi
aldrei í mannaminnum staðið
lægra en það hefði gert á þessu
sumri. Þetta kemur og heim við
vatnsmælingar í ósnum, sem
annazt er frá Andakílsárvirkjun
allan ársins hring. — Oddur.
Félagslíf
lR - Frjálsíþróttadeild
Innanhússæfingar deildar-
innar fram að áramótum
verða sem hér segir;
Karlar:
Mánudaga kl. 9—10.
Miðvikudaga kl. 6.20-—8.
Föstudaga kl. 7.20—8.50.
Laugardaga kl. 2.50—5. og
sunnudaga kl. 2.50—4 verða
léttar æfingar og leik,ir.
Stúlkur:
Mánudaga kl. 10—10.30.
Föstudaga kl. 6.20—7.20.
Drengir (13—15 ána):
Þriðjudaga og föstudaga
kl. 5.20—6.20.
Sunnudaga kl. 4—5.
Þjálfari er Jóhánnes Sæmunds
son. Mætið vel og stundvis-
lega. — Æfingargjald fyrir
hvern tíma er kr. 10 fyrir
fullorðna og kr. 5 fyrir drengi.
Nýir félagar eru velkomnir
og geta látið skrá sig í
æfjngartímunum.
Stjórnin.