Morgunblaðið - 23.10.1965, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 23.10.1965, Qupperneq 11
Laugardagur 23. október 1965 MORGUNB LAÐIÐ 11 ulum Historiale“ eftir Vincent de Beauvais, er var til sölu við vægu verði. Kvaðst hann áður hafa notað. verk Vincents við sagnfræðirannsóknir sínar og hafa haft á honum töluverðar mætur. Hafi hann því ákveðið að bæta þessu handriti hans við safn sitt, þó ekki hafi hann tal- ið það hafa mikið rannsóknar- gildi. Síðan segir Marston frá þvi, hvernig það atvikaðist, að hand rit þetta varð til þess að leysa gáluna um Vínlandskortið og Tartarafrásögnina — rithöndin var sú sama á báðum handrit- unum, vatnsmerkin á pappírn- um söm og ferill bókaormanna sýndi, að kortið hafði verið fremst í bandi upphaflega handritsins og frásögnin af ferðinni til Tartara verið aftast, en Speculum þar á milli. 1 kaflanum „Lýsing handrits- ins“ segir Marston m. a. : „Það varð óhjákvæmileg niðurstaða rannsókna okkar, að Vínlands- kortið, Speculum og Tartara- frásögnin hefðu upphaflega ver ið bundnar í eitt band og í þess- ari röð, áður en bókaormarnir réðust á bindið. Þar sem allir þrír hlutar verksins reyndust einnig við nánari eftirgrennslan skrifaðir af einum og sama manninum og pappírinn varð einnig rakinn saman í báðum hlutunum, renndi það einnig etoðum undir þá tilgátu að allt þrennt hefði verið bundið inn sem næst þegar í stað er lokið var skráning þeirra og hafi ver- ið áfram saman í bindi fram yf- ir sællífisdaga bókaormanna íem fyrr sagði frá og ekki orðið viðskila fyrr en fyrir tiltölu- lega skömmu, þegar Vínlands- kortið og Tartarafrásögnin voru butdnar inn á ný“. Síðan segir Marston, að ekki eé erfitt að gera sér grein fyrir því, hvað muni hafa komið fyr- ir handritið: upprunalega band- ið muni hafa verið farið að láta á sjá, orðið snjáð og illa útlít- andi og kortið fremst í bandinu hafi orðið laust frá. Eigandinn hafi þá tekið það og Tartara- írásögnina og látið binda inn eaman og sérstaklega, en látið Speculum, sem var að hans clómi töluvert ómerkara rit, liggja milli hluta og hafi ekki verið við það gert fyrr en löngu eeinna. Síðan hafi þessi tvö handrit, sem upphaflega voru eitt, farið sínar sérstöku og að- skildu götur, en leiðir þeirra loks legið saman í New Haven fyrir undarleg atvik og tilvilj- anir. 1 efri Rínarlöndum — 1440 í næsta kafla ræðir höfund- «r um rithöndina á handritun- um og segir að stafagerðin sé af þeirri tegund sem notuð var Þannig lítur nú út bandið á S peculum-handritinu, snjáð og illa farið, en bóklásarnir fjórir þó allir á sínum stað. f Þýzkalandi, Sviss, Frakklandi, á Niðurlöndum og Italíu á ár- unum 1400 til 1460 og kallaðist bastarðaletur eða kúrsív skrift. (Nokkrum athugasemdum hef- ur verið bætt við síðar, með hönd sem er frá því um 1500). Segir Marston, að ekki hafi þegar verið ljóst, að rithöndin á Vínlandskortinu væri sú sama og á Speculum og Tartarafrá- sögninni, því á kortinu sé hönd- in svo smá og þétt og auk þess séu þar margir upphafsstafir, sem fátt sé af í hinum hand- ritunum tveimur og suma alis ekki að finna í Tartarafrásögn- inni. Þá segir, að hinn óþekkti höfundur hafi skrifað Tartara- frásögnina í miklum flýti, að því er virðist, eins og hann hafi ekki mátt hafa hana nema stuttan tíma til afritunar, Spec- ulum sé aftur á móti mun bet- ur skrifað, þar hafi skrifarinn augsýnilega ekki verið í neinu tímahraki. Niðurstaðan sé sú að Vínlandskortið, Speculum og Tartarafrásögnin hafi öll verið skráð einni og sömu hendi, með bastarðaletri og verði rakin til Efri Rínarlanda á fyrra helm- ingi 15. aldar, sennilega um 1440. í næsta kafla ,sem fjallar um bókfellið, pappírinn og blekið, segir m. a., að pappír svo gam- alla handrita sé yfirleitt ekki öruggasta heimildin um aldur þeirra og uppruna, en í þessu tilviki hafi pappírinn ráðið hvað mestu um þær sannanir sem fyrir liggi um hvaðan handritið sé komið og hvar það hafi verið skráð. Fræðimennirnir, sem við rann sókn handritsins fengust, sendu handrit Vincents frá Beauvais ásamt Ijósmyndum af vatns- merkjunum á pappírsblöðunum í Tartarafrásögninsi til sérfræð- ingsins Allans Stevensons til umsagnar. Stevenson var þá staddur í Englandi, en brá skjótt við og í bréfi sem hann sendi vestur að lokinni eftir- grennslan sinni og rannsókn segir hann m.a.: „Heppnin virð- ist vera með ykkur hvað varðar pappírinn í Tartarafrásögninni og í Vincent de Beauvais, því bæði virðast handritin skráð á sama pappírinn, gerðan á sömu mótunum og við sömu eða mjög svipaðar aðstíiður og má því ætla að tilheyri sama tíma“. Af vatnsmerkjunum og stað- setningu þeirra á blöðunum rekur Stevenson upprunann til Rínardalsins á fimmtándu öld og bætir við að bæði Vincent og Tartarafrásögnin v i r ð i s t skráð á samstæðan pappír, þ. e. sem framleiddur hafi verið all- ur í einu og megi af því ætla, að handritin hafi verið færð í letur ekki ýkjalöngu eftir að pappírinn hafi verið gerður, en það ályktar hann að muni hafa verið um 1440. Stevenson rek- ur uppruna vatnsmerkjanna (nautshöfuð, eygt - „Spectacled Buli“) til Norður-Ítalíu, en seg- ir að eftir þeim hafi verið líkt norðar og líklegastar séu í þessu sambandi og á þessusn tíma borgirnar Freiburg og Basel og þó heldur hin síðarnefnda. Leiðir hann að því getur, að í þessu tilviki muni vera um að ræða pappírsgerð sem Heinrich nokkur Halbisen stofnaði árið 1438 í Klein Basel og kallaði „Miihle zu allen Winden“ og mun einkum hafa séð fyrir pappír kaupsýslumönnum þar Um slóðir og kirkjuþingi því sem sat í Basel á árunum 1431 tU 1449. Fátækur munkur Síðan heldur Marston áfram sinni frásögn og lætur þess næst getið, að sennilega muni skrifarinn hafa þurft að halda sparlega á fé sínu eða sinna (þess áður getið að líklegt megi telja, að hann hafi verið munk- ur í einu hinna mörgu klaustra á þessum slóðum), því ekki sé bókfell það sem hann hafi not- að af beztu tegund. Til dæmis hafi blekið dreifzt illa á einu blaðinu og á öðru hafi skrifar- inn átt í vandræðum með að komast áfram sökum hnökra í bókfellinu og m.a. þess vegna brugðið fyrir sig fínni penna og þéttari skrift, ef það mætti verða til þess að bæta úr ágöll- um bókfellsins. Þá segir hann að einnig sé bókfellið, sem kort ið er á teiknað, illa imnið og örþunnt, sums staðar drekki það í sig blekið en annars staðar ekki. Annað bókfellsblað jafn þykkt og eins á litinn er annars staðar í bókinni og rennir einn- ig stoðum undir það að hand- ritahlutarnir eigi saman, þó ekki verði það sannað, svo mjög sem blöðin hafa verið klippt og skorin til að hæfði bandinu. Þess má og geta til gamans, að skrifarinn notar ýmsar mis- munandi blekblöndur á hand- ritin og sést það víða vel; t.d. skiptir hann einu sinni um blek, þegar hann er búinn að skrifa einn og hálfan dálk á illa unnið bókfellið. En þar sem skiptast á pappír og bókfell er erfiðara að greina blekblönduskiptin, því blekið kemur ekki’ eins fram á pappír og á bókfellinu. Bandið í næsta kafla fjallar Marston um bandið á handritinu og seg- ir að það bendi helzt til Þýzka- lands, síður til Hollands eða Belgíu, Englands, Ítalíu eða Spánar. Bandið sé algengt nokk uð að gerð og svipi mjög til þess sem yfirleitt sé á þýzkum bókum frá þessum tíma. Segir hann að það minni töluvert á handaverk tveggja helztu bók- bindara Þýzkalands á þessum tíma, þeirra Conrads Forsters og Johannesar Fogels. Forster var dóminikanskur munkur í Niirnberg og batt inn bækur að því er vitað er, frá 1433 til 1457. Hann átti tæki til bókaskreyt- inga á borð við þær sem eru á bandinu. Fogel vann í Erfurt frá 1456 til ’59, síðar taka aðrir menn við bókbandstækjum hans. Lásarnir fjórir á Specul- um-bandinu eru ákaflega líkir þeim sem sjást á böndum Fog- els. „Engu að síður“, segir Mar- ston, „er ekki svo, að af þessu megi álykta, að bandið sé hægt að rekja beint til annars hvors þeirra Forsters eða Fogels, held ur aðeins hitt, að útlit þess bendi í öllum höfuðdráttum til þess að hér sé á ferðinni bók- band unnið á þessum slóðum og á þessum tíma, það er, ekki seinna en 1450“. Marston bætir því við, að þrjú atriði gefi það þó til kynna, að bandið gæti verið unnið að einhverju leyti á Ítalíu, í fyrsta lagi hvernig bóklásarnir séu settir á band- ið, í öðru lagi séu naglarnir sem lásunum festa ítalskir að gerð og í þriðja lagi hafi prýtt band- ið gullskreyting með kopar- gljáa, sem einnig sé ítalskt fyrirbæri. í kaflanum um handrit Vin- cents frá Beauvais segir Mar- ston m.a., að þeir Painter hafi báðir farið yfir Spe'culum- handritið o,- aðeins fundið í þvi óveruleg frávik frá öðrum text- um, sem til séu af því á prenti. Hann bendir á, að eina sam- band Speculum við Vínlands- kortið sé það, að Vincent segi frá sjóferð Sankti Brendans vestur um haf (og bætir því reyndar við frásögnina, að sjálf ur hafi hann litla trú á því að hún geti verið sönn). Til glöggv unar má geta þess, að Speculum var heimssaga í mörgum bind- um. í lokakaflanum dregur Mar- ston saman niðurstöður þær sem fengnar eru og segir: „Hvað er það þá, sem við vitum um frumsögu handritsins? Ekk- ert, ef í sögulegar heimildir er leitað, en sitthvað hefur okkur tínzt til af fróðleik eftir öðrum f leiðum. Öll gerð handritsins bendir til miðrar fimmtándu aldar og leturgerðin sömuleiðis. Bandið á því verður einnig rakið til þessa tíma og pappír- inn, sem í þessu tilviki er ó- venjulega mikilvægt sönnunar- gagn, tímasetur það enn ná- kvæmar, eða um 1440. Þá eru einnig fyrir því mjög sterkar líkur, að handritið sé gert í svissnesku borginni Bas- el, þar sem sat kirkjuþing eitt mikið á árunum 1431 til 1449. Þing þetta sóttu prestar og pre- látar hvaðanæva að úr Evrópu og báru saman bækur sínar. Þingið var merkur atburður I kirkjusögunni en hafði líka á- hrif á öðrum sviðum mannlegra fræða.. Þar kynntust vestur- evrópskir klerkar Biblíunni á grískri tungu og þaðan þreidd- ust út hugmyndir ítölsku húm- anistanna og verk þeirra meðal Norður-Evrópubúa. Hvaða stað getur til þess líklegri að þar háfi verið sett saman slíkt rit sem þetta, sem hefur að geyma austur-evrópska frásögn af ferð til Mongóla, miðalda-heims sögu og kort af norður-evrópsk- run uppruna? Basel er eina borgin sem til greina gæti kom- ið“. ( (Næsta grein birtist á morgun, sunnudag). Kristján Ste.sisson, Reykjafirði ÞANN 29. sept. sl. andaðist 1 sjúkrahúsi ísafjarðar Kristján Steinsson frá Reykjarfirði við ísafjarðardjúp, nærri 89 ára að aldri, og var jarðsettur að Vatns- firði 12. okt. Kristján var fædd- ur að Reykjarfirði í Reykjar- fjarðarhreppi 23. okt. 1876. For- eldrar hans voru hjónin Ingi- björg Þorvaldsdóttir og Steinn Bjarnason. Með þeim fluttist hann á fyrsta ári að Vatns- fjarðarseli í sömu sveit, þegar þau byrjuðu búskap þar. En börnunum fjölgaði og kjörin voru þröng. Þess vegna varð Kristján, sem var elztur af syst- kinunum, að fara alfarinn úr for eldrahúsum tólf ára gamall til að vinna fyrir sér sjálfur. Það var engin nýlunda á þeim tímum, að unglingar þyrftu að taka til hendi og það oft meira en góðu hófi gegndi, en um hitt var minna hirt að þeir ættu þes* kost að nema bókleg fræði. — Kristján vandist því snemma öll- um algengum störfum þeirra tíma á sjó og landi og þótti alls staðar hinn nýtasti maður. Þá var algengt að stunda sjóróðra á áraskipum frá bæjum í Inn- Djúpinu haust, vor og vetur. Var þá aðallega haldið til í Bol- ungavík og róið þaðan. Þær urðu margar vertíðarnar hjá Kristjáni á yngri árum. Hefur þá oft reynt á þrek hans í erfiðum sjóferð- um og harður reynsluskóli varð þetta honum og fleirum ung- mennum, en þó nytsamur. Þótt Kristján ætti þess ekki kost að stunda skólanám í æsku, aflaði hann sér góðrar almennrar menntunar með sjálfsnámi, eins og margur fróðleiksfús maður “ Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.