Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 20

Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 1965 BIKARKEPPNIN Melavöllur UfidaÆiiírslit í dag, laugardaginn 23. október kl. 3 leika Akurnesingar — Keflvíkingar Vinnst leikurinn nú á vítaspyrnukeppni? Eða ræður hlutkesti úrslitum? Aðgöngumiðasala hefst kl. 1. — Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 60.— Stæði kr. 40.— Börn kr. 15.— Sala stúkumiða er takmörkuð. Þetta er næstsíðasti stórleikur ársins. Mótanefnd. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Lynghagi Lindargata Vesturgata I Vesturg. II Fellsmúli Nökkvavogur Hvassaleiti 1-29 Tjarnorgata Suðurlandsbraut Barðavogur Oðinsgata Akurgerði SIMI 22-4-80 Kasfklúbbur íslantds Kastæfingar klúbbsins byrja sunnudag- inn 24. þ.m. kl. 12,10 í KR-húsinu. Nýir menn geta látið innrita sig í verzl- uninni Veiðimaðurinn. STJÓRNIN. Sendisveinar óskast fyrir hádegi VETRARFAGNAÐUR verður haldinn að Hótel Borg laugardaginn 23. október, heíst kl. 21. Miðar seldir við innganginn írá kL 4, laugardag. S. H. L SEMPERIT ^ HJÓLBARÐAR Hinir viðurkenndu ódýru SEMPERIT vetrar- hjólbarðar eru nú fáanlegir í eftirtöldum Beztu kaupin eru gerð þegar keyptur er SEIHPERIT hjólbarðinn stærðum: 550 x 12 M & S 4 strl. 560 X 15 M & S 4 strl. 560 x 12 M & S 4 — 590 X 15 M & s 4 — 145 x 13 M & s 4 — 600 X 15 M K s 4 — 520 x 13 M & s 4 — 640 X 15 M & s 4 — 560 x 13 M & s 4 — 670 X 15 M K s 6 — 590 x 13 M & s 4 — 135 X 15 M K s 4 — 640 x 13 M & s 4 — 165 X 15 M & s 6 — 700 x 13 M & s 4 — 145 X 15 M & s 4 — 725 x 13 M & s 4 — 600 X 16 M & s 6 — 520 x 14 M & s 4 — 650 X 16 M & s 6 — 640 x 14 M & s 4 — 725 X 13 M & SE 6 strl. 590 x 14 M & s 4 — 640 X 14 M & SE 6 — 700 x 14 M & s 4 — 560 X 15 M & SE 6 — 500/520 x 15 M & S 4 strl. 700 X 14 M & SE 6 — Hi£ Útsölnstaðir: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI OTTA SÆMUNDSSONAR, Skipholti 5. HJÓLBARÐASTÖÐIN við Grensásveg. AÐAESTÖÐIN KEFLAVÍK. FORSTEINN SVANLAUGSSON Ásveg 24, Akureyri. MAGNÚS SIGÚRJÓNSSON Bakkavelli Hvolshreppi. Bifreiðaverkstæði JÓNS ÞORGRÍMSSONAR. Húsavík. BJÖRN GUÐMUNDSSON, Brunngötu 14, ísafirði. SUN Neskaupstað. SIGURBERGUR JÓNSSON, Kirkjubæ, Vestmannaeyjum. G. HELGASON & MELSTED Rauðarárstíg 1 veitir allar upplýsingar. SEMPERIT hjólbarðinn hefur þegar sannað ág æti sitt á hinum misjöfnu íslenzku vegum. —Sjómannafélagið Framhald af bls. 19. ins ættu að vera nú eitthvað lítið innan við 2 milij. króna. Samstarf félagsins við önnur félög hefur verið tiltölulega gott og hefur það aukizt hin síð- ari ári og má segja ár frá ári. Frá því að Sjómannaféiag Hafn arfjarðar var stofnað fyrir rúm- um 40 árum hefur það aiitaf haft sameiginlega samninga með fé- laginu. Síðan 1951 eða ’52 hafa «11 fé- iögin, sem samningsaðild eiga um kaup og kjör undirmanna á tog- urum, gengið sameiginiega til samninga við togaraeigendur og hefur farið mjög í vöxt hin síð- ari ár, og*þá sérstaklega síðan Sjómannasamband íslands var stofnað 1957 fyrir íorgöngu Sjó- mannafélags Reykjavíkur, að mörg félög gengu saman til samn inga um kaup og kjör á bátum, t.d. standa 15 félög sjómanna að þeim bátakjarasamningum, sem gerðir voru að lokinni deilu 1 byrjun þessa árs. Samninga um kaup og kjör undirmanna á farskipum þ. e- þeirra er vinna á þilfari og í vél, annast hinsvegar Sjómannafélag Reykjavíkur eitt útaf fyrir sig. Félagið hefur oft orðið að heyja iangar og harðar deilur ýmist eitt sér, eða í samvinnu við önnur félög sjómanna, og þá með misjafnlega góðum árangri. Lengstu deilur er félagið hefur átt í, voru togaraverkfailið 1949 er stóð í 129 daga og togaraverk fallið 1962 er stóð í 131 dag. Hin# vegar munu hörðustu deilurnar hafa verið fyrsta verkfaJiið, sem félagið átti í 1916, svo og Blöndals slagurinn svokallaði árið 1923. Margir samninga- og sáttafund- ir hafa verið iangir og strangir, en einn sá lengsti mun hafa verið í farmannadeilunni 1955, en sá fundur stóð í 73 klukkustundir og hefði sannarlega ekki veitt af, að þá hefði verið búið að setja lög um hámarksvöku í samning- um, en slíkra laga má sennilega lengi bíða. Eins og í bjrrjun segir, var fé- lagið eingöngu fyrir háseta, sv® sem nafnið bendir til, en fljót- lega varð séð að ekki var hægt að halda þeim sjómönnum utan þess, sem í öðrum störfum voru á skipum, svo sem kyndurum og matsveinum o. fl. og var því með laga-hreytingum er gerðar voru árið 1920 nafni féiagsins breytt f það sem nú er, Sjómannafélag Reykjavíkur, auk breytihga varð andi ýmis önnur atriði laganna. Félagið er aðiii aðeins að einu erlendu sambandi, Alþjóðasam- bandi fiutningaverkamanna, en I það samband gekk félagið 1923, í sambandi við þá hörðu deilu, er félagið átti í á því ári. Fjárhagur félagsins hefur aldrei verið nógu góður og er ekki enn, þótt nokkuð hafi la-g- azt hin siðari ár. Um sl. áramót var skuldiaus eign félagsins taiin vera um kr. 1.800.000,00 og er þá styrktar- og sjúkrasjóðurinn ekki taliixn þar með. Lengst af hefur félagið búið við þröngan húsakost og hefur svo verið til ársioka 1964 að fé- lagið flutti í sitt eigið hús Lind- arbæ, Lindargötu 9, en það hús keypti félagið, ásamt vrrif. Dags brún, árið 1962 og má segja að það hafi verið að mestu umbyggt og er nú hið glæsiiegasta hús og mikil eign, vel staðsett í borg- inni. í þessi 50 ár sem liðin eru síð- an félagið var stofnað hafa aðeins verið sex formenn fyrir félagið: Jón Bach í eitt ár. Guðleifur Hjörleifsson í eitt ár. Sigurjón Á. Ólafsson í 31 ár. Eggert Brandsson í 2 ár. Garðar Jónsson í 10 ár. Jón Sigurðsson í 5 ár. í stjórn féiagsins nú eru: Formaður: Jón Sigurðsson. Varaform.: Sigfús Bjarnason. Ritari: Pétur Sigurðsson. Gjaldkeri: Hilmar Jónsson. Varagjk: Kristján Jóhannsson, Meðstj.: Pétur Thorarensen, Jón Helgason .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.