Morgunblaðið - 23.10.1965, Síða 30

Morgunblaðið - 23.10.1965, Síða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 191 iiR býr sig undir Evrópukeppni í körfuknattleik hér Erfiðasta raun hinna * ungu Islandsmeistara ÍSLANDSMEISTARAR KR i körfuknattleik 1965, búast nú af full- nm krafti undir átökin i stærstu raun íslenzkra körfuknattleiks- liða, Evrópukeppni meistaraliða.. Eins og menn rekur minni til urðu KR-ingar Islandsmeistarar 1965 eftir geysiharða og skemmtilega keppni við ÍR. Síðan hafa þeir æft mjög vel í sumar undir handleiðslu hins bandaríska Philips Benzings, en Sveltur, CASSIUS Clay heimsmeistari í hnefaleikum, sté á vigt í gær og sýndi hún að hann hafði létzt um 7.7 kg á tveimur vikum. Þakkaði meist arinn það ströngu mataræði sínu. Fyrir tveim vikum vó Clay 104.7 kg. 1 gær vó hann 97 kg. „Ég hef haldið í matinn við mig“, sagði hann. „Allt sem ég borða í dag eru baunir og smá kjötsneið. Það er miklu auðveldara að létta sig með ströngu mataræði en puða og puða í Iíkamsæfingum“. Clay ver titil sinn 22. nóv. n.k. i Las Vegas móti Floyd Patterson. það eru einmitt hann og fyrir- rennari hans, Robertson, sem hafa skapað þetta sterka lið sem KR hefur nú á að skiþa. Um tíma leit út fyrir að Benzing yrði að láta af þjálfun liðsins vegna brottfarar af landinu, og hafði hinn þekkti þjálfari, Helgi Jó- hannsson, heitið aðstoð sinni til þess að KR gæti mætt sem sterk- ast til leiks, en úr því rættist þannig að dvalarleyfi Benzings fékkst framlengt og heldur hann áfram að þjálfa liðið. » LIÐ KR KR-liðið er óþarfi að kynna fyrir lesendum blaðsins, það var lengi vel alltaf nefnt ihið unga og efnilega lið KR, og hefur sannar- lega fyllt upp allar vonir sem við það voru tengdar og er ekki lengur ungt og efnilegt, heldur ungt og mjög sterkt lið, tvímæla- laust langsterkasta liðið á land- inu í dag. Það er mjög vel leik- andi lið, hittni þess í körfuskot- um er mikil, og hraðupphlaup Hér er sundfólk ÍR, sem mesta frægð hefur aflað félaginu. Frá vinstri er Jónas Halldórsson þjálfari í meir en 20 ár. Þá Hörður Finnsson, Norðurlandamethafi í bringusundi, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, mesta afrekskona Islands í sundi og Guðmundur Gíslason, sem sett hefur um 70 íslenzk sundmet. Nýkjörnir íslandsmeistarar KR ásamt þjálfara sínum, Philip Benzing, til hægri. þeirra eru mjög skæð vopn. Helzti ókostur liðsins er skortur á breidd, þ.e.a.s. einungis fimm eða sex menn eru af þeim styrkleika, sem liðið þarf á að halda. Þetta veikir að vonum átakamátt liðs- ins, sérstaklega í hörðum og hröðum leikjum, þar sem þörf er á að skipta um menn til hvíld- ar. Er ekki að efa að þessi galli liðsins verður því fjötur um fót í keppni sem þeirri er framund- an er, á móti þrautþjálfuðum mótherjum. En vonandi dugar út- hald máttarstólpa liðsins og þarf þá ekki að óttast um árangurinn. Endurheimti DIOK Tiger frá Nigeríu er aftur heimsmeistari í millivigt hnefa- leika. Eftir harða keppni í 16 lotu leik hans við meistarann Joey Giardello frá Bandaríkj- unum var úrskurður dómaranna um sigur Tigers einróma. Dick Tiger hafði beðið og bar- izt fyrir að fá þennan leik í 2 ár. Hann tapaði fyrir Giardello í jöfnum leik og voru dómarar ekki sammála um hvorum sigur bæri. En nú fékk hann tæki- færið — og titilinn. 17.064 áhorf- endur sáu leikinn í Madison Sq. Garden. I SÆNSKA LIÐIÐ Mótherjar KR-inga í fyrstu umferð Evrópukeppninnar að þessu sinni eru'sænsku meistar- arnir Alviks-Boldklub, Bromma, Stokkhólmi. Þeir hafa verið sænskir meistarar 1964 og ’65 og tóku við tigninni frá félaginu KFUM Söder, sem hafði verið sænskur meistari um margra ára skeið, og voru í því liðið menn eins og bræðumir Bo og Staffan Widen, sem 1 mörg ár voru aðalstoðir sænska landsliðs- ins, svo og Klinteberg og margir aðrir leikmenn á landsliðsmæli- kvarða. í Alviks-liðinu eru a.m.k. þrír landsliðsmenn, sem léku með Svíum á Polar Cup mótinu í Helsinki 1964, þeir Kai og Egon HSkonson og Lars Grönlund, allt sterkir og mjög fljótir leik- menn. Liðið er fremur ungt að árum, líkt og KR-liðið, en leik- menn þess hafa mikla reynslu í alls kyns stórleikjum. Alvik tók þátt í Evrópukeppninni sl. ár og sigruðu liðið Wolve s,sem var hollenzkur meistari, í 1. umferð, en töpuðu svo með miklum mun gegn Júgóslavíumeisturun- um OKK Beograd í 2. umferð. I ÚTLITIÐ Vafalítið er að keppni þessara tveggja liða verður jöfn og spenn andi og skal ósagt látið hvor verður sterkari aðiiinn. Þó er ekki frá því að óhætt sé að gera sér allgóðar vonir um að KR- ingar nái í 2. umferð þessarar keppni og verði þar með annað íslenzka liðið, sem nær þeim á- fanga, en ÍR-ingar náðu, eins og menn muna, í 2. umferð keppn- innar í fyrra með sigrinum yfir Irum. Fyrri leikur liðanna fer fram í.íþróttahúsinu á Keflavíkurflug- velli sunnudaginn 7. nóvember og seinni leikurinn verður leikinn um það bil viku seinna í Bromma í Svíþjóð. Því miður verður ekki hægt að bjóða þessum ágætu gest um upp á leik í hinni síðbúnu íþróttahöll í Laugardal, heldue verður að notast við milljón doll- ara húsið suður í herstöð Banda- ríkjanna, og er ekki vanzalaust að nýja íþróttahúsið sé ekki til— búið ennþá þrátt fyrir fögur fyrií heit forráðamanna íþróttamála á íslandL Innanféla«;smót í Kastgreinum FRJÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR efnir til innanfélagsmóts 1 kast- greinum frjálsíþrótta í dag, laug ardag 23. okt. kl. 1.30 á Mela- vellinum. Annað innanfélagsmót I sömtl greinum verður á vegum deildar- innar kl. 4 síðdegis á mánudag 26. okt. á sama stað. Tveir fræknustu sundmenn landsins gerast þjálfarar Guðmundur G'islason og Hörbur B. Finnssson t>jálfarar ÍR GUÐMUNDUR Gíslason og Hörð ur B. Finnsson, tveir beztu sund- menn íslands frá upphafi og þeir einu, sem sett hafa Norðurlanda- met í sundi, hafa nú tekið að sér þjálfun hjá sunddeild ÍR, en í nafni félagsins hafa þeir keppt undanfarin ár og munu einnig taka þátt í keppni áfram. Hafa ÍR-ingar uppi áform um að gera átak til eflingar sundíþróttinni og bjóða öllu ungu og efnilegu sundfólki og unglingum, sem á- huga hafa á sundkeppni, til æf- inga undir stjórn þessara ágætu sundmanna. Æfingarnar eru hafn ar, en næsta æfing er á mánu- dagskvöldið kl. 8 í Sundhöllinni. Á undanförnum árum hafa þeir Guðmundur og Hörður ásamt Hrafnhildi Guðmundsdóttur unn- ið félagi sínu flestar og oft allar sundgreinar fullorðinna á sund- mótum hér. Minna hefur verið um þátttöku unglinga af hálfu ÍR. Nú hafa afreksmennirnir tek- ið að sér þjálfun hjá deildinni og má því ætla að bæði áhugasamt sundfólk og þjálfararnir leggist á eitt um að nú myndist ný „kyn- slóð“ innan félagsins, sem setji markið eigi lægra en sú, er verið hefur og enn er, hefur náð. Guðmundur Gislason og Hörð- ur B. Finnsson eru ásamt Hrafn- hildi í fremstu röð íslenzks sund- fólks og eru þessi þrjú hand- hafar langflestra íslenzkra sund- meta. Einnig hafa æft innan deildarinnar ýmsir unglingar, sem náð hafa sæmilegum ár- angri. En nú er þeir Guðmundur og Hörður hafa failizt á að verða leiðbeinendur hina yngri er það von forráðamanna sunddeildar ÍR, að sem ^lestir, er áhuga hafa á sundkeppni noti tækifærið og hljóti tilsögn hjá hinum reyndu sundgörpum. Æfingar deildarinnar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum (fyrir keppendur) kl. 8. Ný stjórn hefur tekið við störfum innan sunddeildar ÍR. Formgður hennar er Örn Harð- arson en aðrir í stjórn, Jónas Halldórsson, Sigurjón Þórðarson, Guðmundur Gíslason, Hörður B. Finsson og Atli Steinarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.