Morgunblaðið - 26.10.1965, Síða 8

Morgunblaðið - 26.10.1965, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. október 1965 r S 5 "í "i * a ■ ^ a s s Ahrif sveitarstjorna veröi aukin Ályktufi ráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins um sveitarstjórnarmál RÁÐSTBFNA Sjálfstæðisflokks- ins um sveitarstjórnarmál, hald- in í Reykjavík 23. og 24. októtoer 1965, telur sjálfstæði sveitarfé- laga eina af mikilvægustu stoð- um íslenzks þjóðfélags. Hin stað bundnu verkefni sveitarfélaga eru svo nátengd lífi og starfi ítjúa þess, að þau verða bezt ieyst af kjörnum fulltrúum fólks ins, sem þar býr, þ.e. sveitar- stjórnum. Því ber ekki eingöngu að varast allar aðgerðir, sem skerða þetta sjálfstæði, heldur miða að því að auka áhrif sveit- arstjórna. Ráðstefnan bendir á, að verk- efni sveitarfélaga eru ólík, enda stærð þeirra, atvinnuhættir og aðstaða öll mLsmunandá. Rálð- stefnan vekur athygli á eftir- greindum atriðum, sem taka ber til sérstakrar athugunar: 1. Sjálfetæði sveitarfélaga hvílir á fjárhagslegri afkomu þeirra. Tekjustofnar sveitarfé- laga verða því jafnan að vera svo sterkir, að þau geti sjálf staðið undir nauðsynlegum fram kvæmdum og öðrum þeim verk- efnum, sem sveitarstjórnum eru fengin. Lögin um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga voru stórt spor í rétta átt og þarf að kanna, hvort unnt sé að ganga lengra á þeirri braut. Lánamálum sveitarfélaga þarf að finna viðunandi lausn svo fljótt sem verða má. 2. Sveitarfélögin verða að gæta þess að haga framkvæmd- um sinum þannig, að þau þurfi ekki að íþyngja fbúum sinum með óhóflegum sköttum, sem lík legir séu til að draga úr eðli- legri sparifjársöfnun og hamla gegn vexti atvinnulífeins. Ráð- stefnan fagnar fyrirhuguðu stað- greiðslukerfi skatta, sem horfir tU hagsbóta fyrir skattgreiðend- ur og tryggir sveitarfélögum út- svarstekjur hokkurn veginn jafnt yfir allt árið. 3. Ráðstefnunni er Ijóst mik- ilvægi þess, að samstarf ríkis- valdsins og sveitarfélaganna sé jafnan sem bezt. Endurskoða þarf verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og setja skýrari mörk á ýmsum sviðum, þar sem m.a. þess sé gætt, að ábyrgð á íramkvæmd tiltekinna verkefna Y&NDERVELL Velalegur Ford, amerískur Ford, enakur Ford Taunus Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford Disel GMC Bedford, diesel Thames Trader BMC — Austin Gipsy Plymoth De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Pobeda Gaz ’59 Opel, flestar gerðir Skoda 1100—120« Renault Dauphine Volkswagen Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215. og útgjöld til þeirra fari saman. Þess vegna fagnar ráðstefnan yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar um það, að settar verði nýjar og ein- faldari reglur um samskipti rík- is og sveitaríélaga um stofnun og rekstur skóla. í þeim samskipt- um telur ráðstefnan það hlut- verk ríkisins að hafa með hönd- um rannsóknir í skóla- og upp- eldismálum og kynna nýjungar í þeim efnum. 4. Ráðstefnan telur sjálfsagt, að sveitarfélögin reki fyrirtæki, sem hafa með höndum ýmis kon- ar almenna þjónustu og þar sem samkeppni verður ekki við kom- ið, svo sem vatnsveitu og hita- veitu. Ráðstefnan telur hins veg- ar, að sveitarfélögin eigi að tak- marka þátttöku sína í almenn- um atvinnurekstri og ekki leggja í atvinnurekstur, sem einstakl- ingar eða félög þeirra geta og vilja annast. Ráðstefnan telur æskilegt, að verklegar fram- kvæmdir sveitarfélaga verði boðnar út, í samkeppni milli verk taka, þar sem því verður við komið. 5. Vaxandi þéttbýli og aukin verkaskipting í þjóðfélaginu ger- ir það að verkum, að kröfur um ýmis konar þjónustu af hálfu sveitarfélaga vaxa stöðugt. Eðli margra þessara verkefna er þann ig, að nauðsyn ber til, að sveitar- félögin taki upp meiri samvinnu sín á milli um lausn tiltekinna mála og framkvæmd þeirra í rík- ara mæli en nú tíðkast. Slík sam vinna gæti orðið undanfari sam- einingar sveitarfélaga, eftir því sem heppilegt verður talið og við komið. 6. öruggar samgöngur og uppbygging atvinnuveganna tryggja viðgang og vöxt sveitar- félaga í öllum landshlutum. — Ráðstefnan fagnar því þeim skipulagsbundnu aðgerðum, sem þegar eru hafnar til bættra sam- gangna og eflingar atvinnulífs í einstökum byggðarlögum og landshlutum, svo og ráðagerðum ríkisstjórnarinnar um fram- kvæmdasjóð strjálbýlisins. — Stuðla þarf að því, að sveitar- félögum verði gert kleift að vinna að æskilegum atvinnubót- um í umdæmum sínum, þegar sérstakir tímabundnir erfiðleikar steðja að í atvinnumálum. Slxk stórátök miða að því að bæta líf fólks um land allt og gera því mögulegt að lifa fjöiþættu at- hafna- og menningarlííi. íslenzka þjóðin hefur á und- anförnum árum markvisst sótt fram til báettra lífekjara og ætla má, að sú þróun haldi áfram 1 vaxandi mæli. Hinar öru fram- farir undanfarinna ára hafa m.a. orðið fyrir góða samvinnu ríkis- valdsins og einstakra sveitarfé- laga. Hin heillaríka stefna Sjálf- stæðisflokksins, sem byggist á frelsi og sjálfstæði einstakling- anna til athafna, hefur leyst úr læðingi öfl, sem hafa stórbætt lífskjör þegnanna. Það er þvi hverju sveitarfélagi fyrir beztu, að sú framfarasókn haldi áfram og að þeir menn veljist til setu i sveitarstjórnum, sem sækja fram undir merki framfarasinnaðrar og víðsýnnar stjórnmálastefnu — Sjálfstæðisstefnunnar. Á næsta vori fara fram sveitar- stjórnarkosningar um land allt. f þeim kosningum verður úr þvi skorið, hverjir fara skuli með málefni sveitarfélaganna næstu fjögur ár. í þeirri baráttu, sem framundan er og háð verður næstu mánuði, heitir Sjálfetæð- isflokkurinn á stuðning allra landsmanna. Frumvðrp um eignar- og afnotarétt fasteigna og jafnvægi í byggð landsins rædd í iNleðri deild í NEÐRI deild fylgdi JÓHANN HAFSTEIN dómsmálaráðherra úr hlaði stjórnarfrumvarpi um eignarétt og afnotarétt fasteigna. Sagði hann frumvarp þetta vera að mestu samhljóða frumvarpi er iagt var fram á síðasta þingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Þó hefðu verið gerðar nokkrar breytingar á því, og þær helztar að í hlutafélögum skyldu 4/5 hlutar hlutafjár vera eign ís- lenzkra rikisborgara og íslenzkir ríkisborgarar skyldu fara með meiri hluta atkvæða á hluthafa- fundum. Ragnar Arnalds (K) sagði að þegar þetta frumvarp var lagt fyrir í nefndum í fyrra hefði orðið um það nokkur ágreining- ur. Þá hefði verið kveðið á um að Vi' hlutafjár skyldi vera í eigu íslendinga. Hefði það þá verið stefna Framsóknarmanna að 75% hlutafjár skyldi vera ís- lendinga, en Alþýðubandalags- menn hefðu fylgt því að allt hlutafjár skyldi vera í eigu fs- lendinga, nema til kæmi sérstök lagasetning hverju sinni. Breyt- ing sú er gerð hefði verið á frumvaiTxinu væri vissulega spor í rétta átt, en allt um það væru ákvæði frumvarpsins hagstæðari Útlendingum heldur en á hinum Norðurlöndunum. Rík ástæða væri til varkárni því að erlendir fjármálamenn spyrðu ekki um hagsmuni íslendinga, er þeir legðu fram hlutafé. Að lokinni umræðu var frum- varpinu vísað til annarrar um- ræðu og allsherjarnefndar með 32 amhljóða atkvæðum. Þá var einnig til fyrstu um- ræðu í neðri deild frumvarp tíl laga um sérstakar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins Gisli Guðmundsson mælti fyrir því og sagði það vera samhljóða frumvörpum er framsóknarmenn hefðu áður flutt á Alþingi, en hefðu þá ekki hlotið afgreiðslu. Sagði hann að nú virtist stefna að því hröðum skrefum, að hér byggðst upp höfuðborg sem hefði að telja óeðlilegan hundraðshluta lands- manna. Ekki væri það ætlunin með þessu frumvarpi að fara að binda menn átthagaf jötrum held- ur gera með margvíslegum að- ferðum aðgengilegra að búa á landsbyggðinni og kveða á um jafnvægissjóð sem stuðla mundi að auknu jafnvægi í framkvæmd um og eflingar atvinnulífs. Kvaðst Gísli sérstaklega vilja vekja athygli á bráðabirgða- ákvæðum frumvarpsins, þar sem kveðið væri á um, að jafnvægis- nefnd skyldi þegar eftir gildis- töku laganna gera bráðabirgða- áætlanir í samráði við Land- nám ríkisins, um sérstaka að- stoð við þau byggðarlög, sem dregizt hefðu aftur úr, eða yfir- vdfandi hætta væri á að drægust aftur úr því, sem almennt væri. Leita skyldi álits Búnaðarfélags íslands, Fiskifélags íslands og Landssambands iðnaðarmanna um úrræði á hverum stað. Til framkvæmdar bráðabirgðaáætl- unarinnar væri jafnvægisnefnd heimilt að veita óafturkræf framlög úr jafnvægissjóði, allt að þriðjungi tekna hans til ársloka 1968. Tekjur jafnvægissjóðs skyldu koma frá ríkinu, sem greiða skyldi 2% af árlegum tekjum sin um, samkvæmt ríkisreikningi, en sú upphæð mundi nema 70—75 milljónum á ári. Þá væri einnig gert ráð fyrir því í frumvarpinu, að afnvægisnefnd yrði heimilað að afla sjóðnum lánsfjár til starf semi sinnar, allt að 200 milljón- um króna á ári á árunum 1966 — 1970, gegn ábyrgð ríkissjóðs. Umræður urðu ekki um frum- varpið og var því vísað til ann- arrar umræðu og fjárhagsnefnd- ar með 28 samhljóða atkvæðum. í GÆR var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um Lands- spítala íslands. Flutningsmenn eru Hannibal Valdimarsson, Lúðvík Jósefsson og Ingvar Gíslason. Er frumvarp þetta samhljóða frumvarpi er flutt hefur verið á tveimur síðústu þingum, en hafa ekki hlotið af- greiðslu þá. Helztu nýmæli er frumvarpið felur í sér eru ákvæði um að Landsspítala ís- lands sé skipt í deildir þannig, að auk Landsspítalans í Reykja- vik reki ríkið einnig Landspítala deild á Vestfjörðum, á Norður- landi og Austfjörðum, svo og á Suðurlandi, ef ástæða væri talin til þess, sakir nálægðar og góðra samgangna við aðalspítalann 1 Reykjavík. Þá var lagt fram tillaga til þingsályktunar um lagningu Vesturlandsvegar og er flutn- ingsmaður herinar Jón Skaftason. Er inntak hennar að Alþingi Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að nota lántökuheim- ild í III. kafla vegaáætlunar fyrir árin 1965—1968 vegna Vesturlandsvegar, til þess að end urbygging vegarins geti hafizt á næsta sumri. í greinargerð er fylgir frumvarpinu er m. a. bent á að Vesturlandsvegur sé annar af tveim fjölförnustu þjóðvegum landsins og sé álagið á veginn allt of mikið og ástand hans undanfarna votviðrisdaga hafa verið slíkt, að nær ómögulegt hafi verið að aka hann með skap- legum hætti. Ákvörðun um sjálft vegarstæðið frá Reykjavík og f gegnum Mosfellssveit hafi verið tekin og i vegaáætlun þeirri fyrir árin 1965—1968, sem sam- þykkt var á síðasta þingi, væru ríkisstjórninni veittar lántöku heimildir vegna lagningar vegar- ins að upphæð 62,5 mlljónir króna. Breytingar á vélstjóranámi í EFRI deild mælti GYLFI Þ. GÍSLASON menntamálaráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi um vél- stjóranám. Rakti hann efni frum varpsins og þær breytingar sem það felur í sér frá núgildandi lögum. Sagði hann að þau inn- tökuskilyði sem gilt hefðu við Vélskólann hefði verið starfsemi hans fjötur um fót og liaft það í för með sér, að miklu færri nemendur hefðu sótt skólann en æskilegt mætti teljast. Gert væri ráð fyrir því í frum- varpinu að rýmka inntökuskil- yrði skólans þar sem helztu ákvæði um inntökuskilyrði í slcólann væru nú, að umsækj- andi hafði náð 18 ára aldri, hafi lokið miðskólaprófi eða hlotið hliðstæða menntun og hafi eitt af þrennu: a. lokið vélstjóranámi 1. stigs, þ. e. staðizt próf að loknu námskeiði fyrir vélstjóra- efni. b. öðlast a.m.k. tveggja ára reynslu í meðferð véla eða véla- viðgerðum og staðizt sérstakt inntökupróf við skólann og c. lokið eins vetrar námi í for- skóla iðnnáms í járnsmíðagrein- um og hlotið a.m.k. 6 mánaða reynslu að auki í meðferð véla eða vélaviðgerðum og énnfrem- ur staðizt sérstakt inntökupróf við skólann. Fela þessi ákvæði í sér lækkun á lágmarksaldrinum til inntöku í skólann sem hefur raunveru- lega verið 20 ár vegna kröfunn- ar vm iðnnám. Samkvæmt nú- gildandi lögum væri það þannig að hver sá, sem lyki námi í Vélskólanum væri í senn vél- stjóri og járniðnaðarmaður. Breytingar á inntökuskilyrðum, sem frumvarpið gerði ráð fyrir að mundi hinsvegar leiða af sér, að þarna mundi skilja nokkuð á milli í framtíðinni. Alfreð Gíslason (K’) sagði það ekki ætlun sína að gagnrýna frumvarpið, aðeins benda á það að réttindi fylgdu aðeins 1., 2. og 3. námsstigi en aukið atvinnu réttindi fylgdu ekki 4. námsstigi nema því aðeins að sveinspróf kæmi einnig til. Jón Þorstcinsson (A) sagði það rétt vera, að 4. námsstigið veitti ekki sérréttindi. 3. námsstigið gæfi þegar mikil réttindi og sá sem lyki prófi í vélskólanum gæti tekið sveinsprófið á eftir. Stytting mundi verða á námi 1 vélvirkjun eftir að námi í vél- skólanum væri lokið og mundi verða haft samband við iðn- fræðsluráð um það

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.