Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 91?. október 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 80 ára: Sigurhans Hannesson FYRIR rúmum sjötíu árum bar svo til austur í Flóa, að dreng- .faanolkki trítlaði á engjar með litla skattinn handa húsfoóndan- trm íóstra sínum. Fóstrinn lagði frá sér amboð og settist í rima litla stund meðan hann var að gleypa í sig skyrið, en drengur- inn settist hjá honum á meðan. Veður var gott Og sólskin og flug iir á sveimi, og vill svo til að Btærðar fiskifluga hlassar sér á skyrið í skeið fóstrans rétt í því að hann færir hana upp úr skál- inni. Fóstrinn hikar litla stund en heldur síðan áfram með skeiðina upp að munninum — og 'þá hætt- ir drengnum að lítast á blik- una og þrífur um hönd bóndans. „Ætlarðu að gleypa fluguna, fóstri minn?“ spyr hann. „Hún um það“ svaraði fóstrinn. Mér hefur stundum þótt þeg ar ég hef heyrt sögur sagðar af fólki sem var uppi fyrir og um síðustu aldamót, að það hafi ver ið miklu skemmtilegra, hnyttn- ara í svörum og eftirminnilegra { tali en það fólk sem nú byggir landið, og alveg sérstaklega hef ég fengið þá hugmynd um Flóa- menn, að þeir hafi verið merki legt fólk: mannkost-amenn, sum ir afburðamenn að kröftum og duglegir að fljúgast á í réttum, en um fram allt skemmtilegir. Ég vænti þess að þetta fólk hafi þó ekki verið stórum frábrugð- ið Flóamönnum nú á dögum, heldur að hitt muni valda, að faugmyndir mínar um gömlu mennina hef ég fengið af sög- um manna sem hafa kunnað að segja frá. Einn af þeim sem ég hef heyrt favað eftirminnilegast segja frá fólki og atlburðum er Sigurhans Hannesson, fyrrum verkstjóri hjá ísaga og síðar í vélsmiðjunni Héðni. Sigurhans er áttræður í dag, og er tilefni þessara fáu orða að samgleðjast honum og þakka fyrir forn og ný kynni. Sigurhans Hannesson er fædd- ur 2’6. október 1885 í Önundar- holti í Villingaholtshreppi í Flóa. Foreldrar hans voru Hannes Sig- urðsson, síðar bóndi í Bollastaða koti í Hraungerðishreppi, og kona hans Sigríður Hansdóttir, og voru þau í vinnumennsku þegar Sigurhans fæddist, en áttu eitt barn fyrir. Drengurinn var skírður daginn eftir að hann fæddist, en var komið í fóstur sex daga gömlum til hjónanna Þorfoergs Helgasonar og Jóhönnu Guðnadóttur á Arnarstöðum Hrunamannahreppi, og ólst hann þar úpp til sautján ára aldurs með sjö börnum þeirra hjóna, en alls eignuðust þau Þorbergur og Jóhanna ellefu börn, og er það til marks um mannkosti þeirra, að þau létu sig ekki muna um að taka eitt barnið til viðbótar, en ekki er annað að skilja af því hvernig þessum fóstursyni liggur orð til þeirra, en að þau hafi verið honum sem sínum eigin börnum. Mér er sagt af kunnugum að Sigurhans hafi snemma verið léttur til vinnu, kvikur í hreyf- ingum og harðskeyttur. Snemma kom í ljós að hann var betri smið ur en flestir aðrir. Fóstri hans átti smiðju, og þar þótti Sigur- hans skemmtilegt að vera. Á sveitabæjum féllst ýmislegt til sem gekk úr lagi og var ekki hlaupið í kaupstað með hvað- eina; það var því ekki lítilsvirði fyrir heimilið og nágrannana þeg ar upp vex unglingur sem allt leikur í höndunum á, hvort sem það er brotinn laupur, biluð skil- vinda eða jafnvel saumavél, ef einhver skyldi vera svo nýjunga gjarn að hafa náð í þvílíkan grip. Sigurhans var ekki nema þrettán ára þegar hann hafði tekið við öllum viðgerðum á heimilinu, en auk þess var hann lánaður til nágrannabæja, og er rosknu fólki af þeim slóðum enn minn- isstætt hvað strálcurinn var lag inn. Seytján ára fór Sigurhans nið ur á Eyrarbákka til náms hjá Oddi silfursmið Oddssyni, og fékk að þremur árum liðnum þennan vitnisburð hjá meistaran um: „Nú ertu búinn.“ Það var hans prófskírteini. Sigurhans stundaði síðan silfursmíð um nokkur ár, en fór á námskeið að læra logsuðu 1915, réðst síð an til vitamálastjóra og vann að smíði og uppsetningu ljóstækja vita fram til ársloka 1922, var síðan hjá hlutafélaginu Isaga röska tvo áratugi, og að lokum verkstjóri í logsuðudeild vél- smiðjunnar Héðins frá 1948 til 1962, að hann veiktist og varð að hætta vinnu. Enda þótt ýmiskonar handverk hafi að sjálfsö^ðu verið stundað á fslandi frá fyrstu tíð, má kom- ast svo að orði að iðnaður sé hér enn á bernskuskeiði. Mætti ef til vill segja að bernska sumra iðngreina hér sé orðin nokkuð löng ,en líklega er þess ekki að vænta, að fullskapaðar iðngrein- ir risi upp á skömmum tíma hjá }jóð sem um aldaraðir hefur ein vörðungu stundað fiskiveiðar og landbúnað. Sumt hefur þó óneit- anlega tekizt vel, og það er ekki hvað sízt að þakka að þar hafa menn eins og Sigurhans Hannes- son tekið til hendinni. l>að var ekki einungis að Sigurhans væri laginn og útsjónarsamur og óvenjuvel verki farinn, beldur var það engu síður viðhorf hans til vinnunnar sem gerði hann að einum færasta manni í sinni grein: það er það viðhorf að hvert verk, hversu smátt sem það var, skyldi leysa þannig af hendi að það væri óaðfinnanlegt Sigurhans hefur æfinlega haft gaman af vinnu; hann hefur kost að kapps um að ná valdi á verk- færum þeim sem hann hefur unn ið með og að skilja hvernig þau unnu, og hann hefur lagt sig líma við að þekkja eðli og hegð un þeirra málma sem hann hef- ur þurft að fást við. Þetta befur að miklu leyti verið sjálfsnám, en mér er sagt af kunnugum að hann hafi leyst af hendi þau verk efni með logsuðutækjum, að naumast sé að vænta að þar verði lengra komizt. í>að er þetta viðhorf til vinnu sinnar, sem hefur einkennt Sig- urhans, að hverju sem hann hef ur unnið, að láta verkefnið ekki frá sér fara fyrr en það er þann- ig af hendi leyst, að sá sem að því vann geti með góðri sanv- vizku látið það bera nafn sitt hvert á land sem er, og þetta hel ur hann prédikað fyrir byrjend- um í iðninni, við skulum vona með nokkrum árangri. Því að það er gagnslaust fyrir álit þjóðarinn ar og velgengni, jafnt innanland* sem utan, þótt fyrirmenn hennar haldi stórkostlegri kokkteilboð en annars staðar gerist, ef augu erlendra manna opnast allt í einu t.d. fyrir því að íslendingar kunni ekki að prenta bækur; þá eru kokkteilboðin gleymd og hí- að á þjóðina eins og hún leggur sig: Þessir bjánar kunna ekki að búa til bækur! Það er af þessum sökum að mér finnst ástæða til að halda á loft nöfnum manna eins og Sigur hans Hannessonar, sem með verkum sínum hafa stuðlað að því að íslenzkur iðnaður mætti verða þess megnugur að leysa af hendi verkefni sem í engu stæðu að baki því sem annars staðar er unnið. Sigurhans er vinmargur maður og hefur orðið minnisstæður þeim sem hafa kynnzt honum, fyrir skemmtilegt viðmót og létta lund. Hann er gamansamur mað ur og hnyttinn í orðum, og hafa farið sögur af ýmsum tilsvörum hans. Sjálfur vil ég leyfa mér að þakka ótaldar skemmtilegar stundir sem ég hef átt á heimili hans og Valgerðar Gísladóttur konu hans. Þau bjuggu allan sinn búskap á Laugaveg 93 í Reykja- vík, en dveljast nú hjá Bolla syni sínum og konu hans, Björk Dagnýsdóttur, á Rauðalæk 24, og verður afmælisbarnið heima þar í dag frá kl. 5-8 eftir hádegi. Ólafur Halldórsson. ATHÐGIB að borjð saman við útbreiðslu er langtum ódýrara áð auglýsa I Morgunblaðinu en öðrum bloðum. Gi’ Ó.Ú' 4ia herb. íbúðarhæð Höfum til sölu 4ra herb. íbúð á 3. hæð í villubygg- ingu við Goðheima. — Stórar svalir. — Tvöfalt gler. — 3 svefnherbergi. — Sér hiti. Laus strax. Skipa- og fasteignasalan KIRKJUHVOLI Síraarv14916 oer 13842 SHJÓDE Betri spyrna í aur, slabbi og snjó. Þau eru sérstaklega fram leidd til notkunar við erfiðustu aksturs skilyrðL Fyrirliggjandi: 560x15. Akið á Good Year snjódekkjum. | P. Stefánsson hf. § || Laugavegi 170—172. — Símar 13450 og 21240. ||

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.