Morgunblaðið - 26.10.1965, Side 30

Morgunblaðið - 26.10.1965, Side 30
so MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 26. október 1965 ' HáSiiidfcnattSfeSSismálBð hsBfú5: Fram og KR unnu yíirburoa- sigra 28 gegn 6 og 15 gegn 3 Reykfavíkurliðin misföfn í upphafi tímabilsins REYKJAVfKURMÓTED I hand- knattleik hófst á laugardags- kvöldið með þremur leikjum í meistaraflokki karla. Þó þetta sé fjölmennasta Reykjavíkur sem haldið er í íþróttum, þá voru heldur lítil hátíðabrigði yfir móts hyrjuninni. Upphafskvöld móts- ins var þvi í engu frábrugðið neinu af mörgum leikkvöldum mótsins. Fram vann fyrsta leik móts- ins með óvenjulegum yfirburð- um, vann ÍR með 28 gegn 6. Sýndi Framliðið mjög góðan leik og hafa líklega ekki í annan tíma verið betri að haustlagi. KR vann Þrótt einnig með miklum yfirburðum 15—3 en Víkingur og Ármann háðu jafna baráttu — eina baráttuleik kvöldsins og lauk honum með sigri Ármanns 12—10. Leikur Fram og ÍR var leikúr kattarins að músinni. Fram hafði öll völd leiksins, skoraði 5 fyrstu mörkin og rétt fyrir hlé stóð 11—1 en 11—2 var staðan í hálf- leik. Svipaður gangur var í síðari háifleik. Fram hafði yfirburði bæði í vörn og sókn. Framliðið var í þessum leik mjög samstillt með Gylfa Jóh., Gunnlaug, Sig. Einarsson og Tómas sem beztu menn. Mörk Fram skoruðu Guðjón 7, Gunn- iaugur 7, Tómas 6, Gylfi Jóh. 5 og Sig. Ein. 3. Markatalan gefur til kynna veika vörn ÍR-liðsins gegn stór- skyttum Fram. Það er einnig ýmsu betra að verjast en sókn Fram. Einustu menn ÍR-liðsins sem fengu skorað hjá Framvörn- inni voru Þórarinn Tyrfingsson með 4 mörk og Hallgrímur 2. ÍR liðið á þrátt fyrir allt dágóð- um einstaklingum á að skipa en leikur liðsins er ómótaður. KR — Þróttur KR veitti Þrótti svipaða út- reið og Fram veitti ÍR. KR skor- aði 6 fyrstu mörkin — og missti þó af 2 vítaköstum sem mistók- ust. í hálfleik var staðan 8—1. Er langt var liðið á síðari hálf- leik stóð 14—1 — en þá tóku Þróttarar sig til og skoruðu tvö mörk í röð. Karl Jóh. hafði svo síðasta orðið svo leik lauk 15—3. KR liðið virðist sterkt en verður þó vart dæmt af þessum leik, þar sem liðinu tókst næst- um allt sem það fann upp á. Fyrir KR skoruðu Karl Jóh. 5, Sig. Óskarsson 4, Pétur 4 og Gísli Blöndal 2. Ármann — Víkingur 12—10 Þessi litikur var eini baráttu- leikur kvöldsins. Þó átti Ármann yfirleitt frumkvæðið og varð aldrei undir í mörkum. Víking tókst að , jafna nokkrum sinn- í byrjun en í hálfleik stóð 7—5 fyrir Ármann og hafði Ármann forystuna til leiksloka. Sem fyrr bar Hörður Kistinsson af í liði Ármanns, en hjá Víking var Þór- arinn drýgstur. Þessir tveir skor- uðu og flest mörk hvor fyrir sitt félag. Þórarinn skorar eitt af sex mörkum ÍR. Guðjón horfir Góð tilþrif og efnilegir leikmenn í yngri flokkunum Spá má harðri og jafnri keppni í 3. aldursflokki YNGRA fólkið í röðum hand-1 knattleiksfólks lét ekki sitt eftir liggja með góðum og skemmti- legum leikjum. Á sunnudaginn fór fram 2 leikir í 2. fl. kvenna,' 2 leikir I 3. aldursflokki karla og aðrir þrír í 2. aldursflokki karla. Margir leikjanna voru hörkugóðir og sáust góð tilþrif hjá mörgum liðanna í heild og Akurnesingar í úrslitum við Val Unnu Keflvíkinga 2-0 eflir mesta maraþonleik Bikarkeppninnar AKURNESINGAR tryggðu sér réttinn til úrslitaleiksins í bikar- keppni KSf gegn Val er þeir á laugardaginn unnu Keflvíkinga með 2 gegn 0 eftir lengstu viður- eign tveggja liða sem orðið hef- ur frá upphafi Bikarkeppninnar. Liðin höfðu leikið í 115 mínútur — þ.ea.s. venjulegan leiktíma og síðar var framlengt í 2x15 min. Tæpar 5 min voru eftir af fram- lengingunni er Benedikt Valtýs- son, kornungur en efnilegur fram vörður Akraness, skoraði úr aukaspymu af 35 m færi. Mis- tókst Kjartani markverði IBK illa við vörnina, þó skotið væri lúmskt og knötturinn blautur og illt að reikna hann út. En við þetta var eins og markhaefileik- amir leystust úr læðingi og á þeim fáu mínútum sem eftir voru bætti Bjöm Lárusson öðm marki Akurnesinga við. Stormur og regn Suðaustan stormur setti sinn svip á leikinn og af og til gekk á með rigningarhryðjum. Barátta leiksins fór að mestu fram utan vítateiganna og í henni veitti Keflvíkingum yfirleitt mun bet- ur. En þegar að markinu dró var eins og Keflvíkingum mistækist allt. Þeir áttu eiginlega ekkert einasta gott skot á mark ÍA allan leikinn, en fjöldan allan af upp- hlaupum að vitateigi. Þar féll þeim allur ketill í eld og getan var fyrir neðan meðallag. Ótal ekot áttu þeir yfir og framhjá eða í fætur varnarmanna Akur- nesing'a. Þó upphlaup Akurnesinga væru mun ífcerri voru þau alltaf hættulegri. Vantaði þó nokkuð á að samvinna væri góð í fram- línu Akraness og kom nú sem fyrr liðinu illa frávera Ríkharð- ar. Nokkur gullin tækifæri fengu Skagamenn sem þeir misnotuðu herfilega. Voru hættuleg færi þeirra fleiri en Keflvíkinga þrátt fyrir mun meiri völd Keflvíkinga á vallarmiðjunni eins og fyrr segir. Vörn Keflavíkur var aldrei örugg. 1 leik hennar speglaðist alltaf mikilvægi leiksins og mis- tök voru alltíð, ekki sízt hjá Ólafi, sem þess á milli gerði margt gott. erfið skot, en Kjartani mistókst illa undir lokin. Mörkin Markverðirnir fengu aldrei Flestir voru farnir að búa sig undir vítaspyrnukeppni milli lið- anna er Benedikt framkvæmdi aukaspyrnuna af 35 m færi und- an vindi. Knötturinn hoppaði fyr ir framan mark og Kjartani mis- tókst herfilega varnaraðgerðir. Akurnesingar fögnuðu að von- um mjög og hljóp nú mikið fjör í leikinn. Rétt fyrir leikslok fengu Akurnesingar hornspyrnu frá hægri. Sóttu þeir fast upp úr henni og knötturinn barst Birni Lárussyni sem lék í stöðu mið- varðar og skoraði hann með ör- uggu skoti af stuttu skáfæri. Liðin Keflvíkingar sýndu betri sam- leik og í heild betri knattspyrnu en Akurnesingar. Á þetta eink- um við um leik Guðna og Sig- urðar framvarða og um leik Karis og Einars innherja. Jón Jóh., Rúnar og Jón Ól. voru og allvel með upp undir vítateig mótherjans en þar brugðust þeim allar bogalistir. Vörnin var óör- ugg. Akurnesingum mistókst margt Og það sem þeir sýndu var ein- staklingsframtak en ekki góð samvinna. Vömin var sterkasta heildin, brást yfirleitt ekki. Bene dikt Valtýsson er hörkudugleg- ur, en samvinna hans og Jóns var heldur léleg. Eyleifur var svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki en Matthías, Bjöm Lár. og Guðmundur innherji áttu hættu- lega spretti, þó margir brygðust. — A. St. Kjartani markverði mistókst illa við aukaspymu Benedikts netið. Allir horfa spenntir á. — knötturinn fór undir hann og i Ljósm. Sv. Þorm. ýmsum einstaklingum. 2. flokkur kvenna Valur og Fram unnu auðvelda sigra í leikjum sínum í 2. fl. kvenna. Var aldrei vafi á um hvoru megin sigur mundi lenda. Valur vann Ármann með 5—Z. Náðu Valsstúlkurnar þegar und- irtökunum og sýndu mun betri leik. í hálfleik var staðan 3—1. Liðsmenn beggja liðanna eiga þó enn margt óreynt og ólært. Þetta er yngsta kynslóð stúlkn- anna og virðast enn ekki komnar í mikla þjálfun. Fram vann KR með 8—2. Hafði Framliðið mikla yfirburði i leiknum og gat sigurinn orðið enn stærri. KR stúlkurnar hafa varla sætt sig við leikreglurnar ennþá. En hér eru efnilegar stúlkur á ferð, sem án efa geta lært, en þær skortir greinilega þjálfun. 3. flokkur karla Liðin í þriðja flokki karla eru yfirleitt góð. Ungu piltarnir hafa frá blautu barnsbeini fylgzt með „stjörnunum“ kunna leik- fléttur þeirra og skilja leikinn vel. Kemur þeim og vel, að margir hafa haft allveruleg kynni af handknattleik í skóla- íþróttum sínum. Valur vann KR 10—6. Tóku Valsmennirnir öll völd leiksins í sínar hendur í upphafi og kom- ust í 6—1 fyrir hlé. Sýndu Vals- piltarnir snaggaralegan leik og ákveðinn og höfðu yfirburði. En KR-piltarnir gáfust ekki upp og breyttu vörn í sókn. Unnu þeir síðari hálfleikinn með eins marks mun, en fengu ekki upprunnið hið mikla forskot Vals. Þetta var góður leikur og skemm'íileg- ir leikmenn. Víkingur vann ÍR með 8—4. ÍRingar byrjuðu vel og skoruðu fyrsta markið og héldu lengi vel í við Víkinga. En þeir fengu ekki varizt Víkingum lengi og í hálfleik stóð 3—1 fyrir Vík. Vikingsliðið var sterkara, en bæði lið skorti línuspilara. Það var eins og strákarnir vildu sýna krafta sína með langskotum. 2. flokkur karla ^ Fyrstu leikir 2. flokks liðanna'-v spá harðri kepprii um ,.titilinn“. Flest liðanna eru með mikið af nýiiðum, þar sem margir þeir beztu hafa „gengið upp“ sakir aldurs. ^ Frámhald á bls, 31.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.