Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 17
| Þriðjudagur 2G. oMSber 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Frá vígslu hlns nýja UM þessar mundir er stadd ur hér í borg Grettir Leo Jóhannsson ræðismaður í Winnipeg í Canada ásamt konu sinni frú Dorothy. Fréttamenn Mbl. hittu þau hjón stundarkorn á her- bergi þeirra á Hótel Borg og spurðu um erindi hing- að og fleira. — Erindið er ekkert ann- að en eiga frí og hafa það notalegt hérna á gamla góða fslandi nokkra daga. Við höf- um að undanförnu verið á ferð um Evrópu, fórum til Sviss, Englands og Danmerk- ur. Hér hafði ég hugsað mér að hitta ýmsa góða kunningja. Við bíðum kannski eftir að hr. Ásgeir Ásgeirsson komi heim, en hann hef ég þekkt um langt árabil. — Við höfum þegar heilsað upp á Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, en heimsókn hans og forsetans til Kanada var mjög uppörvandi og skemmtilegt fyrir okkur Vest- ur-íslendinga. Við erum þeim og öðrum góðum íslendingum, sem sótt hafa okkur heim mjög þakklátir og ég vil nota þetta tækifæri til að biðja fyr- ir kveðjur til þeirra allra. — Þú spyrð um ætt og upp- runa konu minnar. Hún er af enskum og kanadiskum ætt- um og fæðingarnafn hennar er Avory. Móðursystir henn- ar er heimsþekktur píanisti. Um föðurættina má margt skemmtilegt segja og við eig- um það raunar sameiginlegt að vera komin af víkingum. Ef þú flettir upp í Encyclo- pædia Brittanica finnur þú nafn eins af ættfeðrum konu minnar sem hét John. Avory og er fæddur 1664. En þú finnur hann ekki undir orðinu „víkingur", heldur und ir orðinu „sjóræningjar“. —■ Hann var svonefndur sækon- ungur og ríkti á sinni tíð á Madagascar. En þetta var víst útúrdúr til gamans. — Hvers vegna íslendingar hafa komizt áfram í Vestur- heimi. Það er vegna þess að í hinum íslenzka ættstofni bjó þrek, dugnaður og trú- mennska .Þessum eiginleikum munum við reyna að halda við. Feður okkar vildu láta syni sína verða að mönnum í nýja landinu. Þeir reyndu að félagsheinailis Grettir L. Jóhannsson ræð isnvaður og frú' Dorothy. ■ Ytri-IMjarðvik Ólafur Slgurjónsson afhendir Oddbergi Eiríkssyni húsið. Séð yfir veilzusalinn. — (Myndirnar tók Heimir Stígsson) af höndum með hinni mestu prýði. Járnatei'kningar og verkfræði verkefni annaðist Sigurður Thoroddsen, trésmiði Skarphé’ð- inn Jóhannesson, um múrverk annaðist Snorri Vilhjálmsson, rafiagnir og lýsingu framkvæmdi Guðbjörn Guðmundsson og loft hitalagnjr gerði blikksmiðja Ágústs Guðjónssonar. Aki Gráns anna'ðist málningarvinnu alla, en Ásgerður Búadóttir gerði vegg- skreytingar utanhúss. Árið 1957 voru öll leyfi fengin til byggingar og höfðu þé land- eigendur gefið væntanlegu félags heimili 17 þúsund fermetra lands Árið 1958 hófust framkvæmdir og hefur þeim verið haldi’ð á- fram í þessi 7 ár þó nokkrar stöðvanir hafi orðið um stundar sakir, af ýmsum ástæðum. Byggingarkostnaður hússins sjálfs er nú or’ðinn 9,5 milljónir fyrir utan allt innbú og áhöld, sem er hfð vandaðasta og hefur vafalaust kostað mikið. Enn er ekki hafin bygging á fyrirhugaðri kapellu, sem áfórmuð er í sam- bandi við húsið, en bygging henn ar verður vonandi hafin á næst- unni. Ólafur Sigurjónsson afhenti sfðan húsið til þeirrar hússtjórn- ar, sem nú tekur við og er for- maður hennar Oddbergur Eiríks son. Áðru en hússtjórn veitti hús inu viðtöku var hið nýja nafn þess afhjúpað á leiksviðinu og hlaut þa'ð nafnið STAPI — Að lokinni móttö'kuræðu Oddbergs Eirikssonar voru flutt mörg á- vörp og ræður, þar á meðal voru Sigurbjörg Magnúsdóttir formaður kvenfélags Njarðvíkur, Jón Ásgeirsson, sveitastjóri í Njarðvík, Þórir Sæmundsson, sveitarstjóri í Sandger'ði, Sveinn Jónsson bæjarstjóri í Keflavík, Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi ríkisins, séra Eiríkur J. Eiríksson forseti U.M.F.Í., séra Björn Jónsson sóknarprestur og fleiri. Margar kveðjur og heillaóskir bárust meðal þeirra frá mennta- málaráðherra og fræðsluméla- stjóra, og blómakveðjur bárust frá félögum og einstaklingum. Að lokinni þessari víxluathöfn var gengið um húsið og það skoðað, og er það allt hið glæsi- legasta og va-ndaðasta í hvívetna. í forstofu er steinverk mikið á vegg frá lofti til gólfs, er það gert úr hrauni og leir af Ragnari Kjartanssyni. Á göngum eru har'ðar flísar og teppi, fata- geymslur og snyrtiherbergi stór og rúmgóð. Veggir og gólf í að- al sal er lagt harðviði. Lýsingu allri er mjög haganlega og smekklega fyrirkomið. Málverkasýning Magnúsar Á Árnasonar stendur nú yfir í hliðarsalnum og síðar í vi’kunni mun Hafsteinn Austmann hefja þar sýningu. Alla næstu viku verða svo marg háttaöar skemmtanir i Stapa, meðal annars sýnir Leikfélag Reykjavíkur þar Æfintýri á gönguför og frá Þjóðleikhúsinu verður „Síðasta segulbandið" og „Jóðlíf“ sýnt, þá verða þar dans sýningar, dansleikir barna- skemmtanir og skátaskemmtun. Mikil og almenn ánægja er me'ð þetta stóra og glæsilega fé- lagsheimili, ekki einungis í Njarð vík heldur í öllu nágrenninu, sem nýtur góðs af þessu veglega fé- lagsheimili. — hsj. Nafniff „STAPI" afhjúpaff. — Æ ska og aldur sameinast um þaff. I kosta þá til náms og þeir, sem i læra, komast að öðru jöfnu i betur áfram. / — En blessaður spurðu ekki um af hverju við getum enn talað íslenzku. Ekkert gamal- dags væl. Við erum Kanada- menn með hlýjar erfðatilfinn- ingar til íslands. Við viljum eiga stuðning ykkar til að i halda við blaði á íslenzku vestanhafs. Það var stofnað kennaraembætti í íslenzku við Manitóbaháskóla með kvart milljón dollara framlagi. Við töldum vel ganga ef við fengj- um 10 nema á ári. Nú eru þeir 20 og auk þess kvöld- i kennsla. — Þú sérð á þessu að við ætlum að halda lífinu í ís- lendingnum í okkur. í Winni- peg eru gefin út 38 blöð á er- lendum tungum. Borgin er með hálfu milljón íbúa. Hví skyldum við ekki vera með? En nú látum við þetta nægja. Við hugsum um Þjóð- ræknisfélagið okkar og við skulum aðeins vera jákvæðir í því sem við segjum um sam- band íslands og ættmennanna fyrir vestan. — Berðu löndum öllum hjart- ans kveðju. — vig. ' Á LAUGARDAG sfðastliðin var vígt hið nýja félagsheimili í Ytri-Njarðvík. Bygging húsins hefur staðið yfir í meira en 7 ár, en fundarsalur og félagsherbergi voru þó tekin til notkunar fyrir rúmu ári. Húsið er mjög reisulegt og fallegt bæði áð utan og innan og stendur það miðsvæðis í Njarð- vík, skammt frá íþróttasvaéðinu. Við vigsluathöfnina, sem hófst kl. 16:00 var mikill mannfjöldi saman kominn, voru þáð bæði boðsgestir og mestur hluti Njarð víkinga og var þó hvergi þröngt, hvorki á göngum eða sölum. Hús ið allt er að gólffleti 1300 ferm. og 6500 rúmmetrar. Aðalsal- urinn rúmar um 500 manns í sæti og auk þess eru loftsvalir er rúma um 150 manns. Auk þess er hliðarsalur, sem rúmar yfir 100 manns og er sé salur ætla’ður til sýninga, fundarhalda og smærri samkvæma. í félagsheimilinu mun vera næst stærsta leiksvið á landinu, er það um 130 fermetra og 16 metra hátt. Leiksviðið er með fullkomnum Ijósabúnaði og vi’ð það eru rúmgóð og vistleg bún- ingsherbergi fyrir leikara. í hús- inu er nú búið að koma fyrir bókasafni hreppsins, þá eru þar einnig félagsherbergi þeirra fé- laga, sem að byggingu hússins standa, en það eru Ungmenna- og kvenfélag Njarðvíkur, skáta- félagið Víkverjar og Njarðvíkur- hreppur. Byggingarsaga og afhending hús- ins. í upphafi víxluathafnar voru veitingar frambornar af mikilli rausn. Er gestir höfðu notið veit inga um stund, lék Rögnvaldur Sigurjónsson þrjú verk eftir Stíhubert af sinni alkunnú snilld. Þá tók til máls Ólafur Sigurjóns son, hreppstjóri og oddviti Njarð víkinga, sem jafnframt var for- maður og framkvæmdastjóri hús byggingarnefndar, og hefur hann unnið mjög ötullega áð bygging- arframkvæmdum á undanförnum árum og hlaut hann í öllum síð- ari ræðum einróma þakklæti fyr ir sín óeigingjörnu störf. í ræðu sinni lýsti Ólafur bygg ingarsögu húsins, gat hann þess meðal annars að húsið væri byggt eftir teikningu Sigvalda Thordarsen sem hafði að mestu lokið öllum teikningum áður en hann lézt, en þeim smáteikning- um, sem eftir voru lauk þorvald ur Kristmundsson. Byggingin hófst 1958, á þessu tímabili hafa framkvæmdir legið niðri um stundarsakir öðru hvoru. Margir iðnaðarmenn hafa kom i‘ð við sögu hver í sínu fagi og virðast allir hafa leyst verk sín STAPI Erindið er aðeins að ei ga hér frí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.