Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLAÐIÐ Mðjudagur 26. október 1965 — Vínlands-kortið Framh. af bls. 10. á kortinu eru sett þrjú stór ey- lönd, kölluð isolanda Ibernica (ísland), Gronelada og Vin- landa insula a Byarno repa et leipho socjis (undarlegt að nafn Bjarna skuli skráð með upp- hafsstaf en Leifs ekki) og þar fyrir ofan all-langur texti um Vínlandsreisu Eiríks Gnúysson- ar. Lega þeirra á kortinu, utan hins egglaga ramma, virðist benda til þess að þau hafi ekki verið á fyrirmynd kortsins — sem virðist hafa verið hring- laga eða egglaga heimskort, er (eins og áður hefur verið drep- ið á) sá er Vínlandskortið gerði hefur farið eftir (í flestu) um teikningarnar af Evrópu, Afríku og Asíu“. Skelton bætir því hér við, að sama handbragð ið sé á eyjum þessum þrem og útlínum þeirra og á ströndum annarra landa á kortinu og ekki leiki vafi á að kortið hafi allt — Og þá einnig þessi hluti þess— verið teiknað á sama tíma og sami maður hafi verið þar að verki. 1 naesta kafla, sem heitir „Nöfn og textar á Vínlandskort inu“ er fjallað um ýmis nöfn eða heiti sem á kortinu er að finna, þau skýrð og borin sam- an við samstæð eða skyld heiti á korti Biancos og öðrum eldri kortum. Öll eru heiti þessi gkráð á latínu og verða ekki hér raktar skýringar Skeltons og athugasemdir utan á þeim or okkur eru nærtækust og for- vitnilegust. Fara þær hér á eft- ir. Isolanda Ibernica. „Nafnið Iso- landa er hvergi að finna á korti eða í texta“, segir Skelton, „og ekki heldur lýsingarorðið Iber- nica viðhaft um ísland. Korta- gerðarmenn miðalda, allt frá 10. öld nefndu eyju þessa Is- land eða Yslant (Hislant), Is- landia eða Yslandia (vitnað til rita Björnbos og Petersens og Halldórs Hermannssonar). Orð- myndin Isolanda virðist helzt til o-ðin með úrfellingu úr Iso(la Is)landa.“ Bendir Skel- ton á, að sé orðið myndað á þennan hátt, væri ekki fjarri lagi að álykta að það ætti sér ítalskan uppruna. Þá segir hann, að ef til vill megi leita skýringar á lýsingarorðinu Iber nica í orðmyndinni Ibernia, sem var alltítt á kortum á þess um tímum og var heiti á eyju er sögð var á þessum slóðum, nokkuð norðan við Skotland og sumir kortagerðarmenn. s.s. Hcimurinn eins og menn hugsuðu sér hann á' 14. og 15. öld. A. Kort Petrusar Vesconte (frá 1321 eða þar um bil). 'ir hinn ónafngreindi Fransiskus- armunkur er reit Libro del Conoscimiento um miðja 14. öld (og hefur sennilega haft sér til fyrirmyndar katalónskt kort), nota jafnan þetta heiti þeg- ar um ísland virðist vera að ræða, og eins er ein eyjanna norðan Skotlands kölluð Iber- nia á korti Katalanans Mecia de Viladestes, sem gert er um 1413. Gronelada. „íslenzka heitið Groenland", segir Skelton, „í ýmsum myndum og þar á með- al þýðing þess á latínu Terra viridis, er notað í öllum skráð- um heimildum til forna. Claudi us Clavus varð fyrstur til þess að rita það á kort 1427 og hafði orðmyndina Gronlandia, á kata lónsku korti frá lð. öld, sem varðveitt er í Biiblioteca Nazio- nale í Flórens, er skráð mar de Gronlandia og á öðru korti, sem geymt er í Biblioteca Ambrosi- ana í Milano stendur Illa verde. Vinlanda Insula...... Text- inn hljóðar svo :,Eyjan Vínland fundin af Bjarna og Leifi í fé- lagi.“ Og Skelton segir: „Ef þessu stóra eylandi, sem nafnið ber, er ætlað að taka yfir þau lönd þrjú, — Helluland, Mark- land og Vínland — er Leifur fann og svo eru talin frá norðri til suðurs og skipt á kortinu af tveimur djúpum fjörðum eða flóum, þá er annaðhvort að nafnið Vinlanda er hér notað sameiginlega fyrir öll þrjú ell- egar það hefur ranglega verið skráð við nyrzta landið í stað hins syðsta. 1 elztu skráðri frá- sögn um Vínland, sem færði í letur Adam frá Brimum um 1070, er það sagt eyja. 1 fornri landlýsingu íslenzkri frá 12. öld eru Helluland og Markland sögð eylönd og gefið í skyn að Vínland sé „tengt Afríku". Eng- in norræn heimild önnur, sem um Vínland getur, allt frá ís- lendingabók Ara fróða (sem tal i\ C>: hu*: t ■ x4f trcf ti A’n’iimt *&***>**’*&*£ ‘v ttl>r*i> , , I f I >•— •"> f títinU émtt vtUotw >tn. i(m< t* *>■;**’*" Íu'Kn^ MtijKfr ■‘ , - C .Íey**<* &4****1* - , . ithfj Sj&eK+r**- hirt't í D ’*'**£; ■&**% lí l L E «io* **+ j tj sfiuni V rtjú iiufttniofi rn*» ■■ jj g jftMnn. />cffafb mmm _• *>'i •*** ’H tttlf •' • . ...t. B. Kort Biancos frá 1436. in er skráð 1122-24), gefur um það nokkra vísbendingu að menn hafi haldið Vínland eyju“. Þá minnist Skelton á kort Sigurðar skólameistara Stefánssonar (frá 1590 eða þar um bil) og segir, að það sé elzta kort sem vitað sé um — að Vín landskortinu undanteknu — sem fari rétt með heiti bg legu þessa lands í Vesturheimi. Næst ræðir Skelton um land- töku Bjarna Herjólfssonar í Ameríku 985 eða 986 og skipa- kaup hans og Leifs heppna Ei- ríkssonar (sennilega árið 1001) og segir að atburðir þessir eigi sér ekki aðra stoð í fornum heimildum en Grænlendinga- sögu, sem fundin verði í Flat- eyjarbók þeirri er skráð hafi verið á 14. öld. „Af þeim sök- um“, segir hann, „hafa sumir fræðimenn (s.s. G. Storm, J. Fischer, H. Hermannsson) hafn- að sögulegu staðreyndagildi þessara frásagna og talið þaer ekki á nægum rökum reistar. Engin frásögn íslenzk af landa- fundi Leifs segir að Bjarni hafi verið í för með honum vestur. Ef textinn á Vínlandskortinu greinir satt og rétt frá raun- verulegum staðreyndum ,stað- festir hann aðild Bjarna að fundi Vínlands og bætir við þeim harla athyglisverðu upp- lýsingum að hann hafi siglt með Leifi vestur. Engu að síð- ur verðum við að hafa í huga, að vel gæti það einnig átt sér stað að sá er Vínlandskortið gerði eða sá er hann hafði frá fróðleik sinn, hafi ruglað sam- an tveimur vesturferðum um þetta leyti, þ.e. ferð Bjarna 985 eða 6 og ferð Leifs 1002, ell- egar — þar sem ekki er getið föðurnafns Bjama í textanum á kortinu — að þar hafi orðið ruglingur á nöfnum Bjarna .... rr.aMJ <£&> _. ........... \'u,f Axítt .4 /.V - t J’tt t f- t, >«V th-n í,iT. Í'U tr/Atu, HttfSiáM Wý' fttt yfAM™ " ** *>* vm {'étmt Kort Sigurðar skólameistara, gert um 1590, — Nóbelsverblaun Framhald af bls. 6 einnig með Monod við rann- sóknir á starfsemi genanna, sem liggja að baki enzym- myndunar í bakteríum. Uppgötvanir vísindamann- anna eru ævintýri líkastar og verður reynt að gera nokkra grein fyrir því hér í hverju þær eru fólgnar. Erfðafræðingar hafa lengi haldið því fram, að lífssköp- un, hvort sem hún stefni að því að verða mikrób, mús eða maður, eigi uppruna sinn í lit- þráðum, sem saman standa af genum. Sérhvert gen er mjög smátt, en samt er álitið að það sé í rauninni „risavax- in“ frumeind af kjarnasýrum, venjulega Deoxyribonuclein acid (DNA), en í sumum vír- usum ri'bonuclein acid (RNA). Sérhvert gen stuðlar að frumumyndun, sem saman stendur af ákveðnum efnum, meðal annars gerhvötum. Til að sanna og jafnframt tók Lwoff sér fyrir hendur að rannsaka einfrumunga eins og bakteríur, vegna þess að þær hafa aðeins einn litþráð, en maðurinn hefur 46. Rann- sóknir Lwoffs beindust að því að athuga hegðun bakte- ríu, sem verður fyrir aðkasti sýkjandi veiru. Lwoff upp- götvaði, að það sem skeður við þessa viðkynningu, var C. Vinlandsikortið. Herjólfssonar, sem Flateyjar- bók ber fyrir Vínlandsfundin- um fyrri og Bjarna Grímólfs- sonar, sem fylgdi íslendingnum Þorfinni Karlsefni til Vínlands um 1020.“ Fyrsti biskup í Vesturheimi Þá stendur enn í texta við Vínland: „Að Drottins vilja og eftir langa ferð. frá eyjunni Grænlandi í suðurátt lengst vestur í haf, siglandi suður gegnum ís, fundu félagarnir Bjarni og Leifur Eiríksson nýtt land, frjósamt með afbrigðum svo að jafnvel óx iþar vínviður og kölluðu landið Vínland. Ei- ríkur (Henricus), sendiboði páfastóls og settur biskup yfir Grænlandi og nærliggjandi löndum, sótti heim þetta víð- lenda og mjög svo auðuga land í nafni almáttugs Guðs síðasta æviár okkar margblessaða föð- ur Pascals og dvaldist þar lang- dvölum, bæði sumarlangt og að vetri og hélt aftur heimleið- is í norðaustur til Grænlands og þaðan áfram leiðar sinnar (heim til Evrópu) í auðmjúkri undirgefni við vilja yfirboðara sinna.“ Hér er lýst tveimur söguleg- um atburðum, í fyrsta lagi landafundum Bjarna _og Leifs og í öðru lagi Vínlandsferð Éiríks biskups Gnúpsonar til- tekið ár, 1117, dvöl hans í land- inu og heimkomu. Skelton bæt- ir því við, að frásögnin af Vín- landsför Eiríks biskups, sem í íslenzkum annáluni sé að finna skráðan atburð ársins 1121 sé síðust söguleg skráning sem Vín land snerti og segir að annað hvort hljóti biskup að hafa far- ið tvær ferðir til Vínlands eða textinn á Vínlandskortinu leið- D. Katalónska d‘Este kortiff, frá því um 1450. E. Kort Giovanni Leardos (1452-53). rétti ártal það sem í annálum sé skráð og fari þá eftir kirkju- sögulegum heimildum. Ekki seg ir í annálum að biskup hafi dvalizt lengi í Vínlandi eins og segir í textanum á kortinu og er það nýnæmi og ný söguleg viðbót og ekki er heldur í ann- álum getið heimfarar biskups. (Næsta grein birtist í blaðinu á morgun). V J ekki eins einfalt og menn höfðu haldið til þessa. Veiran, dulbúin sem gen, getur orsakað eitt af tvennu þegar hún kemst í snertingu við bakteríuna: 1) Hún getur hvatt bakte- ríuna til að framleiða hundr- uð af veirueindum og fyrir- fara sjálfri sér um leið, en þetta á sér oft stað varðandi veirusýkingu í manninum. 2) Hún getur tengzt gene- tiska efni bakteríunnar og og lagzt þar í dvala, en komið þó með jöfnu millibili fram í komandi kynslóðum bakterí- unnar. Þrátt fyrir þennan tímabundna dvala, er hægt að endurvekja veiruna með geisl um og ýmsum efnum og gera hana herskáa og skaðsamlega Jacob og Monod tóku upp þráð Lwoffs og gerðu áfram- haldandi tilraunir með bakte- ríur og veirur. Þeir uppgötv- uðu meðal annars, að stór- frumeind af DNA tegund til- kynnir bakteríunni ekki sjálf hvaða efni hún eigi að fram- leiða. Þess í stað framleiðir veiran eftirlikingu af sjálfri sér, sem nefnd er „sendi- RNA“. Sendiboði þessi fram- kvæmir síðan skipun veirunn ar. Sérfræðingarnir halda því einnig fram, að einn aðili til viðbótar komi hér við sögu, en það er annað gen, sem annast „verklegar framkvæmd ir.“ Enn sem komið er, eru sann anir fyrir kenningum þessum af skornum skammti og ein- göngu bundnar við bakteríur, en frönsku vísindamennimir þykja hafa sýnt fádæma hug- vitssemi við þessar rannsókn- ir, einkum þegar tillit er tek- ið til smæðar viðfangsefnis- ins, en stærð bakteríu er tal- in vera um einn milljónasti úr senimetra. _ Þar sem það hefur verið skoðun margra sérfræðinga um nokkurt skeið, að krabba- mein myndist fyrir tilverkn- að veiru, þá virðast kenning- ár frönsku vísindamannanna renna stoðum undir þá tilgátu, að krabbameinsveira geti bú- ið með manninum í langan tíma og verið vakin upp fyrir tilverknað geisla eða ákveð- inna efna. Af þessu verður séð, að uppgötvanir vísindamann- anna geta komið að ómetan- legu gagni við rannsóknir á krabbameini og ekki er óhugs andi að í náinni framtíð verði unnt að svæfa þessa veiru fullkomlega með bólusetn- ingu. Uppgötvanir vísindamann- anna eru ekki taldar hafa hag nýta þýðingu enn sem komið er, en þó er almennt talið að með því að veita Frökkunum Nóbelsverðlaunin hafi sænska vísindaakademían sýnt lofs- verðan skilning og trú á fram tíðargildi uppgötvanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.