Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 26. október 1965 Dr. Sturla Friðriksson: Frönsku Nóbelsverðlauna- hafarnir í læknisfræði FYRIR nokkrum dögum barst sú fregn að Svíar hafi sæmt þrjá franska vísindam-enn Nóbelsverð launum í læknisfræði fyrir afrek á sviði lífefnafræði, smæðarlíf- fræði og erfðafræði. Hafa nú 8 vísindamenn hlot- ið Nóbelsverðlaun á síðastliðn- um sjö árum fyrir erfðafræði- rannsóknir sínar, sem eitt bendir til þess hve skammt er nú stórra högga milli á þessu sviði líf- fræðinnar. Er þess skemmst að minnast að Bretinn Fransis Crick og Amer- íkumaðurinn James Watson hlutu Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvun sína á byggingu kjarnasýrunnar, en hún ber dul- málslykil að leyndardómi lífs- ins, ef svo má að orði komast. Starf Frakkanna var einkum í því fólgið að sýna fram á hvernig boð þessa dulmáls geta borizt frá kjarnasýrunni, og hvernig það stjórnar uppbyggingu eggja- hvítuefpa innan frumunnar, en þau eru grundvallarefni öllum lifandi verum. Til þess að skýra viðfangsefni þetta örlítið nánar er rétt að geta nokkurra atriða frumufræð innar. Eggjahvítuefnið getur ,til dæm is, verið sérhæfur gerhvati. En allar lífefnalegar svaranir ein- staklingsins, hvort heldur um er að ræða uppbyggingu og þróun eða hrörnun, eru undir sérstakri hvatastarfsemi komnar. Kjarna- sýran er því einskonar arkitekt er skipuleggur byggingu eggja- hvítunnar. Frum-uppdrættir hennar eru of dýrmætir hverri lífveru, til að yfirgefa kjarnan og fara út í írymið, til þess að stjórna byggingu eggjahvítunnar. Arkitektinn hefur því á að skipa eins konar sendisvginum og yfirsmiðum, sem sjá um fram- kvæmdirnar. Er það einmitt eðli og störf sendiboðanna og yfir- smiðanna, sem hinir frönsku vís- indamenn hafa fengizt við að kanna. Hafa þeir meðal annars sýnt fram á að boðberunum er stjórn- að af efnum sem geta hamlað framleiðslu boðanna og tryggt það, að ekki verði offramleiðsla á gerkvötum innan frumunnar. Enda þótt uppgötvun þessi hafi einkum fræðilegt gildi stuðl ar hún að aukinni þekkingu á ýmsum sviðum líf- og læknis- fræði og gæti þannig einnig haft hagrænt gildi, það er að segja, ef mönnum tækist að gefa líkam anum eða ákveðnum hlutum hans boð um myndun eggjahvítu efna t.d. hvata ,og boð um að örva vöxt eða að draga úr vexti frumuhópa, svo sem vexti meina. Frönsku Nóbelsverðlaunahafarnir. Framlag fronsku vísindamannanna EINS og getið hefur verið í fréttum voru Nóbelsverðlaun- in fyrir læknisfræði veitt þremur frönskum vísinda- mönnum fyrir athyglisverðar rannsóknir á hegðun og bygg- ingu fruma. Ekki er talið að uppgötvanir vísindamannanna hafi hagnýta þýðingu enn sem komið er, en talið er að þær verði sérstaklega mikilvægar fyrir rannsóknir á ýmsum sjúkdómum, svo sem krabba- meini. Vísindamennirnir, sem verðlaunin hlutu, eru André Lwoff, Francois Jacob og Jacques Monod, en þeir starfa allir við Pasteur-stofnunina í Lyon. André Lwoff, 63 ára, er fæddur í Frakklandi ,en er af rússnesku og pólsku foreldri. Hann hefur starfað við Pasteur-stofnunina í áratugi og síðan 1959 hefur hann einnig verið prófessor í mikró bíólógíu við Sorbonne. Francois Jacob, 45 ára ,er fyrrverandi nemandi Lwoffs og hefur starfað við stofnun- ina síðan 1950. Hann er jafn- framt prófessor í frumuefna- fræði við College de France. Jaques Monod, 55 ára, er fæddur í París en hlaut mennt un sína í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað við stofn- unina síðan 1945 og er prófess or í lífefnafræði við Faculte des Sciences í París. Lwoff varð fyrst kunnur fyrir rannsóknir sínar á bakte ríum og protozoum, en síðar lagði hann megin áherzlu á að rannsaka svonefndar lýsó- gen bakteríur. Með notkun últrafjólublárra geisla hefur honum tekizt að vekja' upp veirur í þessum síðastnefndu bakteríum. Monod varð fyrst- þekktur fyrir athyglisverðar rannsóknir á myndun ger- hvata (enzyma). Jacob hefur starfað með Lwoff við rann- sóknir á lýsógen bakteríum og Framhald á bls. 12 Allar lifandi verur saman standa af frumum og hver fruma er gerð úr kjarna, sem umluktur er frymi og frumuhimnu. í kjarn anum hvílir erfðaefnið í svo- nefndum litþráðum. Eru þeir raðir af genum, sem hvert um sig ræður ákveðnum erfðaeigin- leika. Genin eru mynduð úr sam- eindum þeirrar kjarnasýru, sem kölluð er deoxyribonuclein sýra og skammstöfuð er DNA. Síðustu Nóbelsverðlaunahafar í erfðafræði sýndu fram á að þessi kjarnasýra var byggð upp af tveimur þráðum, sem voru snúnir saman eins og meiðar í hringstiga og voru meiðar stig- ans tengdir saman með þrepum gerðum af fernskonar lútum Er það mismunandi samröðun þess- ara lútaþrepa, sem veldur til- brigðum í kjarnasýrunni, þannig að hvert gen hefur sína sérstöðu eða sitt dulmál. Þetta dulmál er síðan notað, til þess að segja fyr- ir um byggingu hinna ýmsu eggjahvítuefna, sem sett eru sam an utan við kjarnann úti í frym- inu, í stöðvum sem kallaðar eru ríbósom. Eggjahvítuefnin eru byggð upp úr aminosýrum. Eru af þeim 20 mismunandi gerðir á sveimi í íryminu og gefa genin fyrirskip- anir um það hvaða aminósýrur akuli tengja saman hverju sinni til myndunar þess eggjahvítuefn ia, sem líkaminn þarfnast þá atundina. Það er nú vitað að hver þrjú þrep í kjarnasýrustiganum ákvarða eða velja úr hverja ein- ataka aminosýru í byggingu eggjahvítuefnisins og næstu þrjú þrep ákvarða þá aminosýru sem við hana á að tengjast, og svo koll af kolli þangað til amino- aýrukeðjan hefur myndað eitt- hvert ákveðið eggjahvítuefnið. Daglega hringja mjög margir til Velvakanda með umkvart- anir eða ábendingar. Ég kann betur að meta góð bréf, en öllum er hins vegar áhætt að hringja og sjálfsagt er að koma á framfæri því, sem „símafólkinu" liggur á hjarta, ef málefnið er ekki þeim mun viðameira. Þá er betra að skrifa. — Og hér eru nokkur atriði úr símtölum fyrir helg- ina: Bílastæði við Tjörnina Þegar Loftleiðir hófu að nota Tjarnarkaffi fyrir farþega sína voru bílastæðin við húsin afnumin — og einungis Loft- leiðavögnunum ætlaður þar staður. Nú eru Loftleiðir löngu hættir að aka farþegum sínum þangað en bílastæði eru enn bönnuð á þessum stað. „Ég lendi alltaf í vandræðum með að fá bílastæði, þegar ég er við jarðarför í Dómkirkjunni — og ég hef stundum horft löngunaraugum á þetta auða svæði“, sagði maðurinn að lok- um. Hvað segði hann, ef hann þyrfti að verða við jarðarför daglega? Þá kynntist hann því hvernig það er að vinna í mið- borginni og þurfa á hverjum degi að aka margar götur í leit að stæði. Það tekur á taug- arnar. Kurteisi „Þegar menn stöðva bíla sína á gatnamótum eftir að myrkt er orðið ættu þeir að minnka ljósin til þess að trufla síður bíla, sem hafa for- gangsrétt — og vegfarendur, sem þurfa að komast yfir göt- una framan við hinn stanzaða bíl. Þetta geri ég alltaf“, sagði maðurinn í símanum — „og fólk kann vel að meta það. Slík aðferð gefur öðrum veg- farendum líka ótvírætt til kynna, að ökumaðurinn hyggst virða rétt annarra. Aðrir öku- menn og fólkið, sem gengur yfir götuna, er þá öruggara“. ★ „Algert rán “ Loks segi bilaeigandi: „Það er venja að „herða“ nýja bíla eftir 3—500 km akstur: Herða allar skrúfur og lagfæra það, sem losnað hefur. Ég hélt að öll bílaumboðin ynntu þessa þjónustu af hendi ókeypis. En ég komst að raun um annað ekki alls fyrir löngu. Ég á nýj- an bíl og mér var gert að greiða 700 krónur fyrir herzl- una á honum. Mér finnst það algert rán, því þetta er ekki nema tveggja tíma vinna. Eða hvað finnst Velvakanda?" Ég hef ekki ýkjamikla reynzlu á þessu sviði. Ég hef átt nýjan Volkswagen og hjá þeim var herzlan ókeypis — og hélt ég satt að segja að þannig væri það alls staðar. -jfc- Öryrkjar Og þá er hér stutt bréf: „Nú, á tímum allsnægta, finnst mér loks kominn tími til að senda þér nokkrar línur örbyrgðarinnar. — Ég hefi verið sjúklingur og 100% öryrki í 25 löng ár. Einmitt á þessum árum hafa þjóð og einstakling- ar verið að auðgast — og það stórlega, en mín kjör farið versnandi. Ég er einhleypur og verð að kaupa mér máltíð á matsölu- húsi, kostar hún 50—70 krónur. Á sama tíma er ríkisstarfs- mönnum gefinn kostur á máltíð fyrir 17 til 30 krónur. Hvað er hér á seyði? Hvers eiga öryrkja að gjalda, hvers vegna er þeim ekki gefinn kost- ur á sambærilegu verði á sínu fæði? örorkulaun mín eru kr. 2.500,— á mánuði og geta því allir hugsandi menn getið sér til um útkomuna. Að endingu, kæri Velvak- andi. Mundir þú ekki gangast fyrir því að meira tillit verði tekið til okkar öryrkjanna í framtíðinni —* Guðmundur Þórðarson". 'fc Mjólkursamsalan Og loks kemur hér stutt bréf frá Mjólkursamsölunni og þykir mér gott, að eitthvað berst úr þeim herbúðum, því að undanförnu hafa andmælendur mjólkurhyrnanna og Samsöl- unnar yfirleitt ekki verið þeir pennalötustu: „Valvakandi birtir bréf á miðvikudag frá húsmóður í aust urbænum, sem áfellist Mjólkur- samsöluna fyrir að leggja niður mjólkurbúð vegna húsaleigu- hækkunar. Hér mun vera átt við mjólk- urbúðina Barónsstíg 59. í nýrri reglugerð um mjók og mjólk- urvörur eru strangari ákvæði um mjólkurbúðir en áður, og heilbrigðisnefnd hefur sett hin um ófullkomnustu búðum ákveðinn frest, að viðlagðri lokun, til að uppfylla þessi skii yrði, sem miðá að bættri með- ferð mjólkurinnar. Þar sem engir möguleikar eru í umræddri búð til að full- nægja nýju ákvæðúnum á Mjólkursamsalan ekki annarra kosta völ en að leggja hana niður í des. n.k. Leiguupphæð- in er ekki ástæða til þess. Mjólkursamsalan færist þá mest í búð Alþýðubrauðgerðar- innar, sem er tæpum 200 metr- um neðar, við Leifsgötuna, en heilbrigðisnefnd mun hafa sett frest til 1. nóvember til að ljúka endurbótum þar. Virðingarfyllst, M j ólkursamsalan Sefán Björnsson. Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn tii að panta Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.