Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 11
MORCU HBLAÐSÐ li Leikstjóri: Pierre Etaix. Fram leiðandi: Paul Claudon. Hand- rit: Pierre Etaix og Jean- Claude Carriere. Kvikmynd- un: Jean Boffety. Xónlist: Jean Paillaud. Frönsk frá 1965. Danskur texti. Bæjarbíó. Yoyo er ein þeirra sjald- gæfu gamanmynda nú á dög- um sem hægt er að njóta á sama hátt og myndanna eftir Chaplin, Buster Keaton eða Jacques Tati. Pierre Etaix hefur verið nær óþekkt nafn fram að þessu, þar til hann er nú allt í einu kominn í hóp gamanmeistaranna gömlu, sem gátu fengið áhorfandann til að tárast af hlátri og með- aumkun á sama augnabliki. Yoyo er aðeins önnur myndin sem Etaix gerir, fyrir utan örfáar smámyndir. Fyrsta langa myndin var Aðdáand- inn (Le Soupirant, 1962), sem vonandi fæst sýnd hér. í>að er fróðlegt fyrir fólk að fara í bæði kvikmyndahúsin í Hafnarfirði og bera saman verk tveggja líkra gaman- meistara. Hulot fer í sumarfrí (Les Vacances de Monsieur Hulot) gerði Jacques Tati 1952 og var myndin sýnd fyrir nokkrum árum í Trípólíbíó undir nafn- inu Fransmaður í fríi. Etaix var aðstoðarmaður Tatis við gerð handrits að myndinni Frændi minn (Mon Oncle, 1958), enda má finna sterk áhrif frá Tati og gamanlist hans í Yoyo, einnig frá Keat- on. En list hans nær samt ekki eins hátt og hjá Tati. Fyrri helmingur Yoyo er afburða- góður. en aftur á móti hripar síðarj helmingurinn smátt og smátt niður. Það er þegar Etaix fer að verða of alvar- legur og ádeilinn. Snilld hans bregður þá aðeins fyrir í smá- leiftrum með löngu millibili. Myndin er byggð upp á „gags“, eða grínaatriðum og bröndurum, sem margir tak- ast frábærlega vel, enda ent- ust mér hláturrokurnar fram á nótt við upprifjun á mynd- inni. Hugmyndirnar og gam- anatriðin þeysa fram hvert af öðru, hver mínúta er full af innilegu og oft dapurlegu gamni, sérlega í fyrri hlutan- um. í þeim hlut" sem hefst 1925, notar Etaix þá tækni sem einmitt réði á þeim tíma í gerð mynda, látbragðsleik og ekkert orð mælt af vörum, en ýmsir hljóðeffektar notað- ir mjög skemmtilega. Þar seg- ir frá milljónamæring (Pierre Etaix), sem leiðist frámuna- lega sitt formfasta og tilgangs lausa líf í höllinni, þar sem tugir þjóna framkvæma nær hverja hreyfingu fyrir hann. Það eina sem hann aðhefst sjálfstætt, er að leika sér að jójó-inu sínu og líta ofan í skúffuna sem geymir mynd af elskunni hans, sem yfirgaf hann. Hann þ'jrrkar tárin tvö sem koma eins og eftir áætlun í samræmi við vélrænt líf hans, lokar svo myndina aftur niðri í skúffu. En dag einn sér hann ferðasirkus fara hjá og milljónamæringnum þókn- ast að horfa á sirkus í kvöld og lætur stöðva hann. Tjald- inu er slegið upp á hlaði hans og þar sem hann situr einn og geispar, kemur hann auga á ástkonu sína, sem er reið- kona í sirkusnum. Litill og fallegur snáði sem hún á, Yoyo (Philippe Dionnet), reynist vera sonur hans. En um morguninn hverfa þau á orott með sirkusnum. Nú er liðið fram til ársins 1929; Kvikmyndin fær málið eins og myndir þeirra tíma. Kreppan skellur á og milljóna mæringurinn tapar öllu sínu, 1 u ekki einu sinni reipi eða stól til að geta hengt sig, en þjónarnir láumast út um bak- dyrnar með leifarnar af borð- silfrinu. En honum tekst að finna ástkonu sína og son á ný og þau ferðast saman í sirkusvagni og skemmta öðr- um og eiga dásamlega tíma. Drengurinn vex úr grasi og er nú leikinn af Etaix. Hann minnist ætíð stóru hallar föð- ur síns og dreymir um að eign ast hana. En í heimsstyrjöld- inni er hann tekinn til fanga. Eftir styrjöldina verður Yoyo frægur trúður og leikari, hann mokar inn fé í kvikmyndum og myndvarpi. Hann kaupir höllina og lætur endurreisa r w Yoyo, teikmng Pierre Etaix. svo hún skín í allri reisn á ný. Hann býður til stórrar veizlu öllu fínasta fólkinu, svo það megi verða viðstatt heimkomu foreldra hans, en þegar þau loksins koma, þá vilja þau heldur halda áfram flakki sínu áfram og kveðja hann. Yoyo snýr dapur inn til sinna fínu gesta, en finnur nú tóm- leikann sem ríkir þarna. Draumur hans var þá aðeins draumur um hjóm. Fíll, sem sloppið hefur inn í höllina og valdið skelfingu meðal gest- anna, reynist æskuvinur Yoy- os frá sirkusdögunum. Hann tekur Yoyo á bakið og þramm ar með hann út úr höllinni og burt frá glaumnum og innantómri gleði. Þeir hverfa út í búskann, til ánægjuríkari og verðmætari tilveru. Raunverulegir grín- og gam- anmeistarar .eru sjaldgæfir sem geirfuglar nú á dögum, en Pierre Etaix er án efa einn slíkur. Einn af þeim sem sam- einar ljóðrænt skop, fínlegan húmor og grófan farsa. Eftir brotthvarf gömlu grínmeistar- anna af sviðinu, hafa þeir Tati og Etaix einir komið fram seinasta áratuginn eða meir. Þótt Tati sé fremri, þá er óblandin ánægja af að sjá mynd Etaix. Eins og fyrr segir ber fyrri hlutinn af, sá síðari slitnar um of frá honum, er of alvarlegur eða alvara hans misheppnast að nofckru. Pi- erre Etaix leikur tvö hlutverk, milljónamæringinn o g s o n hans fullorðinn, gerir hand- ritið að myndinni, stjórnar henni, teiknar ýmsa búninga og auglýsingaskilti og minnir þetta á fjölbreytta hæfileika Chaplins. Það er annars und- arlegt hve þessir gamanmeist- arar eiga mikið sameiginlega ást á sirkuslífinu. Það hefur bæði heillað Chaplin, Tati og Ttaix, sem eitt sinn var trúð- ux. Fyrir utan Etaix sjálfan er ekki sérstakt tilefni að nefna aðra leikendur en litla strák- inn sem leikur Yoyo ungan; smátrúður sem túlkar frábær- lega ljóðrænt skop og er frammistaða hans e ð 1 i 1 e g mjög og hrífandi. Það má kannske væna Etaix um til- finningasemi og auðkeypt drama, en honum tekst mjög oft að gera grínatriði að kvik- myndaljóði og sumt sem hann gerir lætur mann ekki í vafa um að hann er efni í mikinn meistara, sem á eftir að ná enn betri tökum á gamanlist sinni. Pétur Ólafsson. Raftækjaverzlunin Ljós og hiti Garðastræti 2 - Vesturgötu- megin. — Sími 15184. LUXO 1001 Mikið úrval af margskonar LÖMPUM Gjörið svo vel og lítið inn. Ljós og hiti Ms. Hekla fer austur um land í hring- ferð 28. þ. m. Vörumóttaka á mánudag og þriðjudag til Pá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð isfjarðar, Vopnafjarðar, Rauf- arhafnar, Húsavíkur og Akur- eyrar. Farseðlar seldir á mið- vikudag. M.s. Esja fer vestur um land í hring- ferð »1. þ. m. Vörumóttaka á þriðjudag og miðvikudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyr- ar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar. — Farseðlar seldir á föstudag. M.s. Herjólíui fer til Vestmannaeyja og Hornafjarðar á miðvi'kudag. Vörumóttaka til Hornafjarðar á þriðjudag. EKKERT farartœki jafnast á við tr ahd - -ROVE /pJ að fjölhœfni og notagildi Á sigurgöngu sinni, bæði í tækniþróuðum löndum og frumstæð- um hlutum heims hefur Land-Rover smám saman orðið stærsta nafnið meðal farartækja með drifi á öllum hjólum og nú efast enginn lengur um yfirburði hans. LAHD~ -ROVER h. DIESELBfLAR fyrirliggjandi Benzínbílar væntanlegir til afgreiðslu í desember. V- 1 4A'D- -ROVE RJ LANDj* *-kOVER BENZIN EÐA DIESEL Aluminium hús, með hliðargluggum. Miðstöð og rúðublásari Afturhurð með vara- hjólafestingu. Aftursæti. Xvær rúðuþurrkur. Stefnuljós. Læsing á hurðum. Innispegill. Útispegill. Sólskermar. Gúmmí á petulum. Dráttarkrókur. Dráttaraugu að framan. Kílómetra hraðamælir með vegamæli. Smurþrýstimælir. V atnshitamælir. H. D. afturf jaðrir og sverari höggdeyfar aftan og fratnan. Eftirlit einu sinni eftir 2500 km. Hjólbarðar 750x16. Aluminium yfirbygging, sem ekki ryðgar. DIESELBILL KR. 170 t>ús. BENZÍNBÍLL KR.152 þús. Simi 21240 HEILDVf RZLUNIN , HEKLA hf Laugavegi 170-172

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.