Morgunblaðið - 26.10.1965, Page 10

Morgunblaðið - 26.10.1965, Page 10
10 MORGUNBLAÐIO Þriðjudagur 26. október 1965 VÍNLANDS - KORTIÐ lm efni bókarinnar og sögu í stuttu máli 1 ÞEIM tveim greinum um Vín- landsbókina sem svo hefur ver- ið nefnd, er birzt hafa hér í Mbl., hefur verið skýrt frá efni fyrri hluta bókarinnar og sumt af því rakið, til að gefa lesend- um nokkra hugmynd um gerð bókarinnar og innihald. Nú er komið að kjarna máls- ins ef svo mætti segja, þeim kafla bókarinnar, sem nefnist „The Vinland Map“ eða „Vín- landskortið". Kafla þennan skrifar R. A. Skelton og er hon- um skipt í þrjá hluta. Undir- fyrirsagnir fyrsta hlutans eru: lýsing á Vínlandskortinu og sambandi þess við handritið: form þess og innihald; kortið og fyrirrennarar þess; hinn þrí- skipti heimur kortsins; ísland, Grænland, Vínland; nöfn og textar á kortinu. f öðrum hlutanum eru þess- ar undirfyrirsagnir: gerð og til- gangur kortsins; heimildir; fyr- irmyndir að hinum þrískipta heimi; landafræði Carpini- sendiferðarinnar; kortagerð yfir Atlantshafið; landafræði norð- ursins; gerð Grænlandskorts- ins; landafundir norrænna manna í Ameríku og afleiðing- ar þeirra. í þriðja hluta eru undirfyrirsagnir þessar: aldur kortsins, hefðir og reynsla; Kort það er Guðbrandur Þorláksson gerði árið 1606. Var vesturhluti korts- v ins teiknaður u íslandi? elzta kort sem til er af ame- rísku landi; Vínlandskortið og fundur Ameríku. í þessum hluta bókarinnar ber Skelton Vínlandskortið sam an við önnur kort, sem gerð eru á miðöldum og til greina koma til skýringar á því h vern ig það varð til. Eru í kafla þessum miklar og margvísleg- ar upplýsingar um kort og kortagerð á miðöldum og marg- ar myndir eru þar af sögufræg- um kortum, sem kunn eru frá þessum tíma. Eitt kort ber þó hæst í þessum samanburði, það er kort ítalska sægarpsins Andrea Bianco frá 1436, sem varðveitt er í Biblioteca Nazio- nale Marciana í ættborg hans, Feneyjum. Er í senn skemmti- legt og fræðandi að fylgja grein arhöfundi í þessari könnunar- ferð hans um refilstigu korta- gerðar á þessum tímum. Athygl isvert er, að kort Biancos er um margt svo líkt Vínlandskort inu að undrum sætir og gerir Skelton því skóna af þeim sök- um, að annað hvort hafi höf- undur Vínlandskortsins haft það að fyrirmynd, eða þá að Ibæði kortin eigi sér sameigin- lega fyrirmynd, sem enn hafi «kki komið í leitirnar. 1 þessu sambandi má geta þess, að Alexander O. Vietor, forstöðumaður kortadeildar Yale-háskóla segir í formála sín um að bókinni: „Á Vínlandskortinu er að finna elztu óumdeilanlegu land fræðilega teikningu af nokkr- um hluta Ameríku og það hef- ur einnig að geyma teikningu af Grænlandi, sem er svo furðu lega nákvæm að vel gæti verið byggð á reynslu. Ef sú tilgáta Mr. Skeltons reynist rétt, að þessi hluti kortsins hafi orðið til á norðurslóðum, og þá senni lega á íslandi, þá er það eina dæmið sem til er um kortagerð aorrænna manna á miðöldum. Verði þessar niðurstöður ofaná, geta þær haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar varðandi sögu kortagerðar og sæfarir víkinganna“. Samanburður við Bianco-kortið Skelton minnir á það í kafl- anum um gerð kortsins og inni- hald, að það sé að vísu fer- hyrnt, en beri þess þó augljós merki, s.s. um bogadregnar út- línur heimshornanna, að það sé gert eftir hringlaga eða egg- laga fyrirmynd sem voru al- gengust gerð korta á 14. og 15. öld. Sextíu og tvö örnefni eða landfræðiheiti eru á kortinu og sjö textar lengri og ægir þar öllu saman, nöfnum á höfum og flóum, eyjum og eyjaklösum. ám, konung- dæmum héruðum, þjóðum og borgum. Flest nöfn er að finna í Asíu og eru þau greini- lega fengin úr Tartarafrásögn- inni eða svipuðum texta. >á seg ir hann og, að ef Vínlandskortið hafi verið gert á öðrum fjórð- ungi fimmtándu aldar og kann- ske snemma á síðasta tug þess aldarfjórðungs, myndi það tíma sett næst á eftir korti Andrea Biancos og vera samtíma kort- um Leardos þrem frá 1440, 1448 og 1452 eða 53 (sjá kortaskrá er birtist með fýrstu Vínlands- greininni sl. laugardag). Síðan rekur Skelton það sem líkt er og ólíkt með korti Biancos ,sem var hringlaga, og hinu ferhyrnda Vínlandskorti og segir að lögun hins síðar- nefnda geti vel stafað af því einu að kortagerðarmaðurinn hafi haft þarna heila opnu í bók og hagað kortinu eftir því, en svo margt sé skylt með nafn- giftum og útlínum öllum á kort- unum tveim, að ekki fari milli mála að annarhvort hafi sá er Vínlandskortið gerði séð kort Biancos eða eldra kort sem það hafi verið byggt á. „Hið eina á kortinu, sem fellur utan egg- laga ramma þess,“ segir Skel- ton, „eru teikningarnar af ís- landi, Grænlandi og Vínlandi vestan til á því og ef til vill einnig yztu eyjarnar í Atlants- hafinu og vestasti hluti Skandi- navíuskaga. Um Evróputeikninguna á kortunum segir Skelton annars, að hún sé í öllum aðalatriðum sem næst hin sama. Miðjarðar- haf og Svartahaf, Vestur- Evrópa og Eystrasalt á Vín- landskortinu séu mjög áþekk því sem sé á korti Biancos og sama lögun sé á Adríahafi og Eyjahafi. Pelopsskagi og skag- inn suðvestan Litlu-Asíu sé einnig mjög svipaður á kortun- um en Spánn dálítið frá- brugðinn norðurströndin boga dregnari og ströndin að At- lantshafinu viti í átt norð- norðvestur í stað norður. Að öðru leyti segir hann að meginlandsstrendur V.-Evrópu séu teiknaðar nákvæmlega eins , og á Bianco-kortinu. Skandinavía liggur frá austri til vesturs á báðum kortunum eins og á öllum kortum, sem gerð voru fyrir annan fjórðung 16. aldar, en nokkuð er frá- brugðin teikningin á vestasta oddanum. Einnig ber töluvert i milli um teikninguna af Bret- landseyjum og getur Skelton sér þess til, að verið gæti, að sá er Vínlandskortið gerði hafi haft þar til fyrirmyndar kort það er talið er að hann hafi gert eftir ísland, Grænland og Vín- land. Tólf nöfn eru tilgreind á meginlandi Evrópu á Vín- landskortinu og eru öll heiti á löndum eða ríkjum að tveim- ur undanteknum. Vínlandskort ið getur aðeins einnar borgar í Evrópu, Rómar, en á korti Biancos er aðeins nafngreind Parísarborg. Paradis varð að víkja Þessu næst fjallar Skeltoa um Afríkuteikninguna á Vin- landskortinu og segir að hún sé svipuð að gerð og flestar Afríkuteikningar á hringlaga heimskortum þeim sem gerð voru á 14. og 15. öld, með nokkr um frávikum þó, og byggist i aðalatriðum á miklu eldri fyrir myndum frá fyrri miðöldum og klassískum tíma. Bogadregin suðurströnd álfunnar sem nær frá Marokkó til Austur-Afríku og liggur þar að úthafinu er eins og á korti Fra Paolino (um 1320) og korti Petrusar Vesconte og katalónska d‘Este- kortinu og svipar einnig til Bianco-kortsins og til korta Leardos og Walspergers (1480). (Sjá kort á bls. 12 í blaðinu i dag). Á kortum þessum sést opin sjóleið frá Atlantshafi til Indlandshafs, en áður var talið að' Indlandshaf væri innhaf. Næst fjallar Skelton um Asíu og segir m.a., að teikningin af Austur-Asíu sé ekki lík neinu korti öðru sem kunnugt sé, en flest það sem þar sé frábrugð- ið fyrri kortum megi rekja til Tartarafrásagnarinnar og upp- lýsinga þeirra sem þar sé að finna. Svo mjög virðist korta- gerðarmanni hafa verið hugleik ið að koma á framfæri því er hann þóttist vita um staðhætti eystra umfram það sem var að finna á fyrri kortum ,að hann varpar fyrir borð einu höfuð atriði allra korta fram á hans tíma, sjálfri hinni jarðnesku paradís. AtlantshafiS og eylöndin þar í næsta þætti fjallar Skelton um eyjarnar í Atlantshafi aðrar en ísland, Grænland og Vín- land og verður það ekki rakið nánar. í upphafi kafla þess eða þáttar sem þar kemur næst, segir svo: „Lengst í norðvestri og vestri Framhald á bls. 12. r ' 4 f\ fc' r,,, , ; ■ 'i *h , - '• C 's . • 1 • ' X. fur<.'|v :n fítt t-i’h, Þannig litur Norð-vestur Kvröpa út á sjöunda kortínu i kortabök Biancos frá 143«.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.