Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.1965, Blaðsíða 32
BisiaisiaiaFj I 1ÆST ER HÆRÐIISI laa.aaaassagiaasgsasgggGiE; 244. tbl. — ÞTÍðjudagur 26. október 1965 megínorsökín fyrir því að EEdey sökk SJÓPRðFUM er nú lokið í' Keílavík í máli m/b Eldeyjar íiá Keílavik, er íórst út af Dala- tanga aðfaranótt síðastliðins laugardags. Ai'reð Gíslason bæjarfógeti í Kefiavik tjáði blaðinu í gær, að málinu væri nú ioki'ð frá sinni bendi og hefur hann sent trygg- ingaríélögunum sjóprófin. Kvað hann meginorsökina fyrir því að báturinn sökk hafa verið þá, að gangarnir hafi verið opnir og hurðir ekki nægilega þéttar þannig að sjór hefði komizt inn Alfreð sagði, að það hefði komið fram við sjópröf, að allt hefði verið gert, sem hægt var af hálfu áhafnarinnar til að bjarga s'kip- inu. Kvað hann ef til vill ástæðu til að yfirheyra skipstjóra Síld- arinnar og Brimis, sem þarna voru nærstödd, en kv^ðst eigi vita-hvort það yrði gert. Fundur forsætisráðherra (Morðurlanda og forseta IMorðurlandaráðs Verður í Finnlandi íöstudag og laugardag í ÞESSARI viku verður haldinn sameiginiegur fundur forsætis- ráðherra Norðuríanda og forseta Norðuriandaráðs. Verður fund- urinn haldinn í Iipatra í Finn- landi, sem er skammt frá rúss- nesku landamærunum. Hefst hann næstk. föstudag, og lýkur á laugardag. Á fimmtudag halda forsetar Norðuriandaráðs fund í Heising- fors. Á hinum sameiginlega fundi þeirra og forsætisráðherranna verður íyrst og fremst rætt um undirbúning næsta fundar Norð- landaráðs, sem haldinn verður Heildaroilinn nærri 2,9 millj. mól og tunnur heildarsíldaraflinn Norðanlands oj austan nam 2.888.611 málum og tunnum á miðnætti sl. laugardags, en var 2.804.081 mál og tunna á sama tima í fyrra. Heildarsóltun nemur 396.166 uppmældum tunnum, en nam 353.611 uppmældum tunnum á sama tíma í fyrra. Afli bátanna í síðustu viku var 41.545 mál og tunnur, en var í sömu viku í fyrra 66.132 mál og tunnur. Sl. viku var veður óhagstætt á miðunum. í Kaupmannahöfn, og hefst 28. janúar. Ennfremur verður rætt um framkvæmd ýmissa mála, sem Norðurlandaráð hefur áður gert samþykktir um. Aiiir forsætisráðherrar Norð- Framh. á bls. 23. Ýtt hefur verið upp uppfyllingu við vestari enda brúarinnar yfir Jökulsá. Enn aukast skemmdir á Jökulsárbrúnni Hjólkin úr Vestur-Skaftafells- sýslu borin vestur yfir Litiaihvammi, 25. okt. ENNÞÁ hafa aukizt skemmdir við Jökulsá á Sólhcimasandi, gróf undan næst austasta stöpli brú- arinnar í gær og seig hann nið- ur og myndaði beygju á brúna. Hefur hún aftur lokazt fyrir bíla umferð. Mikið vatn er enn í ánni og stöðugar rigningar. Bæði vega- og brúarflokkar vinna nú við ána og veríð að ýta upp upp- Bœkur eyðilögðusf í brun- anum fyrir hundruð þús. EINS og frá var skýrt í sunnu- dagsblaði Mbl. kveiktu innbrots- þjófar í bókastöflum í bókbands vinnustofunni Arnarfelli; eftir árangurslausa leit að fjármun- um. Er blaðið hafði samband við Gisla Guðlaugsson hjá Arnar- felli í gær, kvaðst hann Htið hafa um málið a'ð segja á þessu stigi. Tjón hefði verið mest af reyk en einnig eitthvað brunníð af æviminningum Maríu Mark- an söngkonu og 2—3 eintök af ritsafni Jóns Trausta. Aðspurð- ur kva'ðst Gísli meta tjónið á Maður höfuðkúpu- brotnar á Selfossi ALVARLEGT slys varð á Sel- fossi laust eftir kl. 5 siðdegis á laugardag. Rúmlega fertugur maður, Jón Sigurgrímsson, Holti Stokkseyr- arhreppi, var nýbúinn að gera við hjólbarða af vörubíl sínum og fór með hann á pallinum að benzínstöð til að dæla lofti í Sveitasfjárnaráð- stefnunni lokið SVEXTARSTJÓRNARÁÐ- STEFNU og flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk siðari hluta sunnudags með móttcku er ráðherrax Sjálfstæðisflokksins stóðu fyrir í Sjálfstæðishúsinu, fyrir fulltrúa og konur þeirra. Ályktanir flokksráðs og sveitar- stjórnaráðstefnunnar eru birtar annars staðar í blaðinu. Nokkrar umræður urðu á ráð- stefnunni síðari hluta laugardags að loknum þeim aðalræöum er þá voru fluttar. Tóku þá til máls Helgi Helgason, bóndi Þursstöð- um, Elín Jósefsdóttir, bæjarfull- trúi, Hafnarfirði; Guðmundur Ólafsson, bóndi, Ytra Felli; Stefán Friðbjarnarson, bæjárfull- trúi, Siglufirði; Axel Tuliníus, sýslumaður, Eskifírði; Bjarni Framh. á bls. 23. hann. Reisti hann hjólbarðann upp á skjólborð á bílpailinum og lét feiguna snúa niður. Þegar all- mikið loft var komið í hjólbarð- ann hrökk felguhringurinn skyndiiega af og þeyttist hjól- barðinn á felgunni upp og lenti á höfði Jóns. Mun felgan hafa skollið á enni hans og hlaut hann þar mikið sár og höfuðkúpan brotnaði. Jón var fluttur á Landakots- spítalann í Reykjavík, þar sem hann ligguf nú. Lík sjémanns- ins fundið LÍK Ásgríms Halldórssonar, sjó- manns frá Akranesi, fannst í höfninni á Seyðisfirði sl. sunnudag. Ásgrímur var skipverji á vél- bátnum Önnu er hann hvarf íyrir nokkru á Seyðisfirði, um 200.000 þúsund krónur, en slíkt væri að sjáifsögðu hrein á- gizkun. Blaðið hafði einnig samband við Guðjón Ó. GúðjónssO'n bóka útgefanda og sagðist hann álíta, að 300 sett af ritsafni Jóns Trausta hefðu skemmzt af völd- um reyks, en verðmæti þeirra er 420.000 krónur. f.mbrotsþjóf- arnir eru enn ófundnir. fyllingu að vestan og láta grjót í net, eins og gert er vi'ð varnar- garða. Hefur brúin verið stytt vest- an megin um 22 metra. Unnið er að undirbúningi við að rétta brúna að austan og er þa'ð mjög erfitt þar sem straumþunginn hefur nú lagzt að þeim megin. Töiuverðir flutningar hafa farið yfir, þótt svona sé ástatt og má sjá menn berandi mjólk- urbrúsa, slátur, kjötskrokka og margt fleira. Hefur á þennan hátt tekizt að koma allri mjóikinni úr Vestur- Skaftafeilssýslu til Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi. — Sigþór, Verkfall á togurunum? VFIRMENN á togarafiotan- um, skipstjórar, stýrimenn, vélstjórar og loftskeytamenn hófu áður boðað verkfall á miðnætti sl. í»á stóð yfir fundur með fuil trúum þeirra og útgerðar- manna hjá sáttasemjara rikis- ins. Hófst fundurinn kl. 5 síð- degis í gær. Um það leyti er blaðið fór í prentun hafði það samband við Torfa Hjartarson, sátta- semjara, og kvað hann ekkert hægt að sega um samninga- viðræður sem stæði, en fund- inum yrði haldið áfram. 10 þús. kr. sfolið í íbúð á Akureyri Akureyri, 25. október. TÍU þúsund krónum var stolið úr íbúð hér í bæ á föstudags- kvöldið. Ilúsfreyjan hafði tekið peningana með sér að heiman þá um daginn af því hún varð að skilja húsið, eftir ólæst vegna annars heimilisfólks. Hún var orðin sein fyrir þegar heim kom aftur, svo að hún lagði íiandtösku sína með peningunum í á borð í anddyrinu, en flýtti sér síðan fram í eldhús til að skammta kvöldmatinn. Dyr stó'ðu í hálfa gátt úr and- dyri inn í borðstofuna. Síðar um kvöldið, er húsfreyja ætlaði að sækja töskuna í anddyrið, fannst hún hvergi. Um hádegi á laugardag fannst taskan loks á nágrannalóðinni og var þó horf- fð úr henni seðlaveski með pen- ingunum. Annað var óhreyft í töskunni. Málið er í rannsókn. Ýmsir aðrir óknýttir hafa ver- ið framdir hér í bæ um helgina. Brotizt var inn i vélbátinn Björgvin og stolið þaðan her- mannarifli með kíki. Á sunnudagsnótt voru brotnar glerskífur í 14 stö’ðumælum í Hafnarstræti. í nótt var brotizt inn í bíl með því að brjóta úr honum framrúðuna, fiktað í raf- magnsleiðslum og sýnilega gerð tilraun til að stela honum, en ekki tekizt. — Sv. P. Stykkishólmsýsa Akranesi, 25. október. ÖÐRU vísi mér áður brá, góðir hálsar. Ein fiskbúðin hér aug- lýsti í morgun, að hún hefði á boðstóium glænýja ýsu frá Stykk ishólmi. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.