Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 16
19
MORGU N B LADID
Sunnudagur 14. nóv. 1965
Ötgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
1 lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
JÞorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
ANDLEGT
KÖLDUFLOG
Ijað upphlaup, sem reynt
* hefur verið að magna
undanfarna daga, vegna skip
unar í bæjarfógetaembættið í
Hafnarfirði og sýslumanns-
embættið í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, gefur að ýmsu
leyti athyglisverða mynd af
þeim baráttuaðferðum, sem
einstaka sinnum er beitt í ís-
lenzkum stjórnmálum, og er
þeim, sem að slíkum baráttu-
aðferðum standa til lítils
sóma. En svo virðist, sem
jafnan séu til einhverjir menn
til að standa fyrir slíkum
upphlaupum, og verða þá
aðrir landsmenn að taka því
með þolinmæði og umburðar-
lyndi meðan það stendur yfir.
í athyglisverði grein eftir
Pál Kolka, sem birt er hér í
blaðinu, ræðir hann þessi mál
nokkuð og segir m.a.:
„Því geri ég þetta að um-
talsefni, að andlegt kölduflog
virðist hafa gripið suma Hafn
firðinga, út af því að emb-
ættismanni utan af landi hef-
ur verið veitt bæjarfógeta-
embættið þar. Með því er hin-
um setta fógeta auðvitað ekki
'kastað út á gaddinn eða vísað
úr embætti, því að hann hef-
ur áunnið sér rétt til góðs
embættis, þótt skör lægra sé
en þetta. Hann er sagður
vænn maður og vinsæll, og
ólíklegur til að setja sig út til
að spilla fyrir þeim kollega
sínum sem hlutskarpari
varð, en sama verður varla
sagt um suma undirmenn
hans, sem sýna hinum nýja
bæjarfógeta þann drengskap
og þjóðfélaginu þá hollustu,
að hlaupa úr vistinni til þess
að reyna að gera embættið
óstarfhæft. Þetta minnir mig
annars á spaugilegt atvik,
sém kom fyrir mig á Blöndu-
ósi. Ég hafði þar sjúkling, sem
átti mjög bágt með svefn, og
kvartaði hann einkum undan
því, að hanh gæti ekki sofið
fyrir því að klukka sem stóð
frammi á ganginum slægi
svo hátt á klukkutíma fresti.
Ég stöðvaði klukkuna, en þá
kom babb í bátinn. Ung
stúlka hafði nýlega verið ráð-
in sem vökukona og taldi hún
klukkusláttinn vera sér til svo
mikillar skemmtunar, að hún
vildi ekki að klukkan væri
stöðvuð. Ég sagði henni, að
hún yrði að taka þetta tillit
til veika mannsins, en þá
hrópaði hún á eftir mér um
leið og ég gekk niður stigann:
„Á klukkan að ganga eða ég
að fara?“ Og anzaði ég því
engu. Hún kom ekki til vinnu
næsta kvöld og aldrei síðar.
Hún vildi ekki láta sér skUJ-
ast að ákvörðunarvaldið um
stjórn spitalans og meðferð
sjúklinganna ætti að vera í
höndum læknisins, en ekki
hennar. Sumir hinna lög-
fróðu en lægra settu fulltrúa
réttvísinnar á bæjarskrifstof-
unni í Hafnarfirði virðast
standa á svipuðu þroskastigi“.
Og Páll Kolka heldur áfram
og segir:
„Fyrir nokkrum áratugum
var miðaldra héraðslæknir á
Norðurlandi, alþekktur af sér
stakri skyldurækni, veitt
læknishérað á Suðurlandi, en
þar hafði verið settur ungur
kandídat, sem hafði áunnið
sér miklar vinsældir. Ein-
hverjir vina hans meðal hér-
aðsbúa tóku sig þá til, smöl-
uðu undirskriftum undir á-
skorun til heilbrigðisstjórnar-
innar um að veita kandídat-
inum embættið, en jafnframt
var hafin rógsherferð gegn
hinum væntanlega héraðs-
lækni. Læknar vilja ekki láta
hafa sig að bitbeini múgæs-
ingamanna, þegar meta skal
embættisveitingar í stétt
þeirra, og því lagði Læknafé-
lag íslands fyrir alla meðlimi
sína, að koma hvergi nærri
slíkum undirróðri og taka
jafnvel umsóknir sínar aftur,
ef safna ætti undirskriftum
þeim til stuðnings. Þessi
regla gildir enn, og fyrir
bragðið hafa þó fleiri læknar
fengizt út í héruð, en ella
hefði orðið. Læknar vilja
heldur eiga embætti sín undir
landlækni og heilbrigðismála->
ráðherra, hverjir sem kunna
að skipa þær stöður, en undir
bolabrögðum þeirra pólitísku
glæframanna, sem sæta
hverju færi til að skapa glund
roða í þjóðfélaginu, ef flokk-
ur þeirra er ekki við völd“.
Páll Kolka gefur óneitan-
lega glögga mynd af því far-
sóttarástandi, sem virðist hafa
gripið suma menn út af emb-
ættisveitingunni í Hafnar-
firði. Ekki er um annað að
ræða en að bíða þess að sótt-
inni linni, og vona að þeir,
sem hana hafa tekið nái fullri
heilsu á ný.
HVERT ER
EINSDÆMIÐ ?
ltf'eðal þeirra röksemda, sem
helzt hafa verið færðar
fram fyrir því að veita hafi
átt Birni Sveinbjörnssyni
embættið í Hafnarfirði og
Gullbringu- og Kjósarsýslu,
er sú aðallega, að hann hafi
verið settur svo lengi í þetta
embættl og sé það „eins-
Hver rændi Ben Barka?
• SÍÐUSTU vikurnar hef-
ur franska lögreglan leit-
að dauðaleit að pólitískum
útlaga frá Marokko, Mahdi
Ben Barka að nafni, sem
hverf 29. október sl. Hefur
mál hans vakið mikla athygli
og m.a. verið dregið inn í
kosningabaráttunna. Hefur
frambjóðandi vinstri manna
til forsetakjörsins, Francois
Millerand, krafizt þess, að
málið verði kannað til hiítar
og hinum seku refsað.
Alls konar getgátur eru
uppi um það, hverjir staðið
hafi að ráninu. Segja sumir,
að það hafi verið vissir aðlar
innan stjórnar Marokko, sem
haf viljað koma í veg fyrir
að til sátta drægi með Ben
Barka og Hassan II konungi
— aðrir, að það hafi verið
flokksmenn Barka sjálfs.
Ránið var framið 29. októ-
ber sl. sem fyrr segir. Mehdi
Ben Barka. sem er 45 ára,
hafði komið þann dag flug-
leiðis frá Genf til Parísar og
mælt sér mót við nokkra
eorges Bouvheseiche
sá sem settur er ekki verið
skipaður.
Þegar embætti sýslu-
manna eða bæjarfógeta losna
vegna þess að embættismað-
ur segir af sér, flytzt í annað
embætti eða forfallast, er æv-
inlega settur maður til að
gegna embætti hans þegar í
stað. Verði embættið laust til
umsóknar, er almenna reglan
ófrávíkjajnlega sú, að það veit
ir ekki rétt umfram aðra að
hafa verið settur í embætti
áður en skipun þess fer fram,
Því er sí og æ haldið fram
í skrifum um veitingu emb-
ættisins í Hafnarfirði, að það
sé algert „einsdæmi“, að mað-
ur sem settur hefur verið í
embætti í rúm níu ár, fái ekki
veitingu fyrir embættinu. —
Spyrja má, að hverju leyti
þetta sé „einsdæmi?“ Það er
einsdæmi að því leyti, að mað
ur fái að njótá þeirra forrétt-
inda, að vera settur um svo
langan tíma í slíkt embætti.
Það er ekki skipun dómsmála
ráðherra sern er einsdæmí,
vini á matsölustað í París.
þangað kom hann aldrei og
síðan hefur ekki til hans
spurzt.
Mehdi 3en Barka er stofn-
andi vinstriflokks í Marokko,
sem nefnist „Þjóðlegi eining-
arflokkurinn". Á síðustu
tveim árum hefur Barka tví-
vegis verið dæmdur til dauða
„in absentia“ fyrir að hafa
lagt á ráðin um samsæri gegn
Hassan II konungi í Marokko.
diænú“, að í sdiku Ulvilki hafiheldur forréttindi embættis-
Antoinc Lopez
Fyrstu dagana eftir hvarf-
ið leitaði franska lög-
reglan Ben Barka víða, en
varð einskis vísari. Um miðja
síðustu viku kom fram í dags
ljósið einn af starfsmönnum
Air France, Antoine Lopez
að nafni, sem verið hafði
kunnugur Barka. Kvaðst
hann samvizku sinnar vegna
mannsins. Ekki er hægt að
benda á önnur dæmi slíks. —
Hér hefur „einsdæmunum“
því greinilega verið ruglað
algerlega saman .
Embættismaðurinn, sem í
hlut á, veit líka að honum eru
engar leiðir lokaðar á emb-
ættisferli hans, ef hann kýs
að halda honum áfram .Þess
vegna er einnig rangt að
halda því fram, að hann sé
„rekinn burt“ eins og sumir
hafa sagt.
SJÁLFSTÆÐI
RÓDESÍU
f^að alvarlegasta, sem orðið
* gat, hefur gerzt. Nýlendu
stjórnin í Ródesíu hefur lýst
yfir einhliða sjálfstæði lands-
ins, án samþykkis Breta, og
hefur brezka stjórnin þegar
gripið til gagnráðstafana.
Fjölmargar þjóðir aðrar
hafa lýst því yfir, að þær
muni ekki viðurkenna sjálf-
stæði Ródesíu, og griþið til
márgvíslegrá aðgerða gegn
Ben Barka
verða að gefa lögreglunni
þær upplýsingar, að hann
hefði fyrir tilmæli annars
kunningja síns átt aðild að
ráni Barka. Kunninginn,
Georges Bouoheseiche, hafði
fengið Lopez til þess að
korna með 3arka til einbýl-
ishúss síns í útjaðri Parísár á
þeirri forsendu, að þar væru
samankomnir mikilsvirtr
stjórnmálamenn frá Marokko,
sem óskuðu eindregið að
hitta hann að máli. Lopesz
hafði náð í Barka fyrir utan
veitingahúsið, þar sem vinir
hans biðu og borið honum
boðin Tókst honum ásamt
tveim mönnum öðrum sem
með voru í bílnum, að telja
Barka á að koma til fundar
við stjórnmálamennina.
Ekki gat Lopez gefið frek-
ari upplýsingar um það,
hverjir stjórnmálamenn þess-
ir hefðu verið, því að hann
hvarf á braut, er dyr húss-
ins höfðu lokazt að baki
Barka.
Georges Boucheseiche
þessi er hinsvegar, að sögn
lögreglunnar í París, alræmd-
Framh. á bls. 31
stjórn Ians Smiths, sem vafa-
laust á eftir að skapa Ródesíu
mikla erfiðleika í nálægri
framtíð.
Allir hljóta þó að vona, að
alvarlegustu afleiðingar sjálf-
stæðisyfirlýsingar Ródesíu
verði umflúnar, þ.e.a.s. eins-
hverskonar hernaðaraðgerðir,
hvort sem það yrði á vegum
Breta eða annarra Afríku-
ríkja, en þau hafa haft við
orð, að senda her manns inn
í Ródesíu ef til þessa kæmi.
Ekki verður sagt annað en
Ródesíustjórn hafi haft öll
tækifæri til þess að semja um
þetta mikla vandamál. Stjórn
Harolds Wilsons hefur gert
allt, sem í hennar valdi hefur
staðið til þess að leysa málið
á friðsamlegan hátt, og við
brezku ríkisstjórnina verður
því ekki sakazt, að svo hefur
farið sem raun er á.
Menn hljóta að vona að
hægt verði að halda þessari
alvarlegu deilu innan hæfi-
legra márka, en því miður
eru állar líkúr til, að ástandið
í Ródesíu verði mjög alvar-
legt og erfitt á næstunni.