Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 17
'* Sunnudagttf 14. n6r. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 „Um gluggann sérðu andlit vöku- manns44. Eitt af því sem lengst mun lifa í áróðri íslenzkra kommún- ista er kvæði Jóhannesar úr Kötlum, er hann nefndi Dagskip- an Stalins. Tvær fyrstu vísur þess hljóða svo: „Um gullintypptar Kremlarhallir kvöldsins svali fer, og mansöng einn frá Grúsíu í mildum ómi ber. Og stjörnuaugu blika skært frá blárri himinsæng, —- þar englabörnin leika sér og yppta hvítum væng. En inn um gluggann sérðu rólegt andlit vökumanns: I>ar situr Jósef Djúgasvili sonur skóarans. l>ar situr hann, er ungur valdi einn hinn þyngsta kost, og lagði út í þennan heim Nu stendur yfir hér á landi söfnun i herferðinni gegn hungri. REYKJAVÍKURBRÉF w með lítinn geitarost En harla mikið ævintýri hefur síðan skeð, og furðulegra en nokkurt skáld gat fram í tímann séð: í ostsins stað nú hverfist djarft í hendi þessa manhs hinn ægifagri hnöttur vor og örlögsíma hans.“ í>að er svo sem ekki um það oð efast, að „hinn ægifagri hnött- ur vor“ er í góðri hendi, þar sem Stalin mundar hann eins og geitarostinn áður fyrr. Engla- börnin leika sér að vísu, en vökumanninum kemur ekki dúr á auga. Hnötturinn er öruggur í umsjá hans. Fannst ekki þegar mest á reið En ekki er allt sem sýnist. Það hefur raunar lengi verið vitað, að Stalin virti að engu aðvaran- ir, sem honum voru sendar fyrri hluta árs 1941 um yfiívofandi árás Hitlers. Hann taldi sig vera í góðri trú. Stalin vissi sem var, oð Hitler þorði þá fyrst að leggja út í styrjöld, þegar hann hafði tryggt sér stuðning Stalins. Þá þóttist Stalin vera kominn í fé- lagsskap við mann, sem ha/in unætti með vissu treysta. Af þeim sökum voru Rússar ótrúlega ó- viðbúnir árás Hitlers. Hingað til hafa menn þó ekki vitað, hversu komið var að Stalin gersamlega óviðbúnum, meira að segja svo, oð hann fannst ekki þegar hinir seðstu herstjórnarmenn leituðu hans til að láta hann vita um órás Hitlers. Nikolai Kuznetsov, oðmíráll, fyrrverandi flotamála- ráðherra Rússlands, er um þess- ar mundir að birta endurminn- ingar sínar. Segir frá nýútkomn- um kafla þeirra í skeýti frá Moskvu dagsettu 4. nóvember, Bem birtist hinn 5. s. m. í New York Times alþjóðaútgáfunni. I>ar segir, að Kuznetsov og aðrir herforingjar, hafi sagt Stalin frá ráðagerð Hitlers um árás hinn 22. júní 1941. Stalin hafi haft frá- 6agnir þeirra að engu og meira að segja bannað að fyrirskipa liðsveitum Rússa að skjóta aft- ur ef á þær væri ráðizt. „Veit ekki hvar hann er“. í frásögn New York Times seg- ir orðrétt. í lauslegri þýðingu: „Kvöldið hinn 21. júní dvaldi Kuznétsov aðmíráll í skriístofu sinni. Klukkan 3.07 f.h. hihh 22. LaugarcL 13. nóv. júní skýrði Svartahafsflotinn frá því, að þýzkar flugvélar væru að nálgast Sevastopól. Kuznetsov aðmíráll segist hafa á eigin ábyrgð gefið fyrirskipan um að berjast og reyndi síðan að ná í Stalin í Kreml. „Stalin félagi er ekki hér“, svaraði liðsforinginn sem var á verði í Kreml. „Ég veit ekki hvar hann er“. Aðmírállinn sagðist hafa hald- ið áfram og liðsforinginn, sem á verði var, hafi þá slitið samtal- inu. Aðmíráll Kuznetsov sagðist hafa hringt aftur nokkrum mín- útum síðar og sagt liðsforingjan- um á verði: „Það er komið stríð.“ „Fáeinum mínútum síðar“, sagði aðmírállinn, „hringdi sím- inn og ég heyrði arga, óánægða rödd segja: „Skilurðu hvað þú ert að tala um?“ „Það var Georgi M. Malenkov", sagði Kuznetsov aðmíráll. Malen- kov var þá nánasti trúnaðarmað- ur Stalins. Síðan varð hann eft- irmaður hans. Stalín lét fyrst að ser kveöa 1 juli Þegar hann heyrði ekik um neinar ráðstafanir, sagðist Kuzn- etsov hafa farið til Kreml klukk an tíu f.h. þá um morguninn, en þar var þá ekki neitt um að vera. En tveimur tímum síðar fór utanríkisráðherrann, Vyacheslay Molotov í útvarpið til að segja frá þvi, að þrátt fyrir fullvissan- ir Stalins — hefði Hitler gert árás. Stalín gerði lítið það sem eftir var mánaðarins, sagði að- míráll Kuznetsov, og tók ekki þátt í fundum aðalherstjórnar- irinar þrátt fyrir það, þótt hann væri yfirhershöfðingi. En í júlí flutti hann útvarps- ávarp, og eftir „truflun hans á nokkrum fyrstu dögum stríðsins reyndist hann í ágætu standi það sem eftir var“, sagði, aðmíráll- inn. „Kannski kemur enginn þeirra aftur“. Ærin glópska var að yrkja svo sem Jóhannes úr Kötlum gerði eftir þann glæp, sem Stalin hafði framið með þátttöku sinni í upp- hafi heimsstyrjaldarinnar. Út yf- ir tekur þegar hið sanna kemur í ljós, hvernig hann brást í fyrstu við árásinni á Sovét-Rússland. Vegna vangæzlu hans misstu milljónatugir lífið. Hvernig hljóma nú þessar tvær vísur Kötluskáldsins? „En þessi hljóði skósmiðssonur þjáðrar jarðar tákn, sem vegur hér í lófa sínum voðans reginbákn, hann skelfist ekki eitt andartak, -— hann skilur sína öld: hann veit hún sigrar annað kvöld, ef ekki strax í kvöld. Hann veit, að það sem koma skal, það kemur, góðir menn, þótt öllum heimsins morðingjum sé att gegn þvi í senn. En sár er reynslan, þung og sár, og þyngri en nokkur veit. Hans andi kannar rauðliðanna ungu hetjusveit: Hann faðma vildi hvern og einn í fegurð þeirra og von, — hann þekkir ekkert veglegra en vitran, hraustan son. Samt verða þeir að fara, hversu vítt sem af þeim skín. Og kannski kemur enginn þeirra aftur heim til sín. Ekkert lært Alveg væri rangt að kenna Jóhannesi úr Kötlum einum um þann sviksamlega áróður, sem í þessu kvæði er fluttur. Þarna er saman þjappaður megin boð- skapur kommúnista áratugum saman. Hið hörmulegasta er, að enn sýnast þeir ekkert hafa lært. Blind þjónkun við erlent vald og skilyrðislaus hlýðni við boð þess og hann, er sú lína, sem í dag er jafn dyggilega fylgt og á dögum Stalins. Hið eina, sem ruglingi veldur er nú, að ekki er jafn augljóst hver húsbóndinn er hverju sinni, hver úrslitavöld- in heíir í alþjóðahreyfingu komm únista. Þess vegna er annan dag- inn farið að boði Kínakomma, en hinn að fyrirmælum herranna í Kreml. Orðið við óskum Islendinga í fyrra þótti fleirum en Hanni- mal Valdemarssyni varhugavert ér kommadeildin hér flutti „gaff- albita“-boðskap sinn. Úr efndum á fyrirheitunum, sem þá voru gefin, hefur enn ekki orðið. Af einhverjum ástæðum gengu verzlunarsamningar við Sovét- stjórnina mun verr nú í sumar en vonir stóðu til og áð- ur hafði reynzt. Svo sem fyrst kom fram í frásögn rússneska sendiherrans á MIR-hátíð sl. laugardag, hefur Sovétstjórnin nú orðið við helztu óskum Is- lendinga. Þjóðviljinn notar það tilefni til þess að hella úr skál- um reiði sinnar yfir Bjarna Bene diktsson og segir, að hann hafi viljað torvelda samningana. — Erfitt verður Þjóðviljanum að færa þeim orðum sínum stað. Enda væri honum nær að hug- leiða hvaða orsakir liggi til þeirrar breytingar, sem á hafa orðið frá því í sumar. Hvað veld- ur sinnaskiptum Kreml-herr- anna? Af hverju verða þeir nú við þeim óskum, sem þeir þver- neituðu í sumar? Slíkt er vissu- lega ánægjulegt, en fróðlegt væri, ef Þjóðviljinn birti skýr- ingu sína. Er hægt á árinu 1956 að veita embætti sem losn- ar 1965? Þegar Þjóðviljinn og Tíminn ásaka stjórnvöld um embættis- brot og siðleysi, má telja víst að þeim sé illt í huga. Venju- lega saka þeir aðra um þann ósóma, er þeir ætla að fremja eða hafa sjálfir framið. Fyrir skemmtsu hömuðust þessi blöð yfir því, að dómsmálaráðurieytið skyldi telja sig bundið af form- legri yfirlýsingu og skuldbind- ingu, sem Hermann Jónasson tók á ríkið á árinu 1958. Tíminn hefur raunar látið sér að mestu nægja að villa um fyrir mönn- um um efni yfirlýsingar Her- manns Jónássonar, en Þjóðvilj- inn beinlínis talið það stórum vítavert að hún skyldi ekki að engu höfð. Nú bregður hinsvegar •svo við, að þessir sömu aðilar telja að Hermann Jónasson hafi með setningu manns í embætti í október 1956 bundið eftirmann sinn um veitingu þessa sama embættis á árinu 1965! Að vísu hefur áður komið fyrir, að Fram sóknarráðherra hefur ráðstafað starfi, sem fyrst átti að veita eft- ir að ráðherrann var farinn úr ríkisstjórn. Þá munaði einungis fáum vikurri, og var því látið kyrrt liggja. En til of mikils er ætlast, þegar þess er krafist, að 9 ára gömul ráðstöfun — sem eðli sínu samkvæmt hefur ekkert fyrirheit í sér fólgið umi skipun —. eigi að skuldibinda eftiirmanri til þvílikra skipunar níu árum síðar. Sýslumanns- embættið í Haf nar- firði. Engin nýjung er að deilt sé um það hverjum embætti eigi að veita. í þessu tilfelli er ekki um það að villast hver veitinga- valdið hefur, og beita ber því eftir sinni eigin sannfæringu. Einmitt þær fáránlegu ásakanir, sem nú hafa verið hafðar frammi, sýna, að það er ekki að ófyrir- synju, að embættið var veitt svo sem gert var. Allir þrír umsækj- endur verða að teljast hæfir til að gegna embættinu. En sá, sem settur hefur verið í það, vissi ofurvel, að setning er allt ann- ars eðlis en skipun. Hann hefur unað setningunni í 9 ár án þess að vitað sé, að hann hafi nokkru sinni leitað til yfirboðara sinna og óskað að fá á þessu brgyt- ingu. Ef hann vildi ekki una óvissunni, var honum i lófa lag- ið að taka málið upp, bæði við þann sem hann gegndi embætt- inu fyrir, og við yfirmann sinn, dómsmálaráðherra. Víst er, að við dómsmálaráðherra hefur hann ekki rætt um það efni síð- astliðin sex ár. Það er furðuleg kenning, að maður geti með slrk- um hætti áunnið sér siðferðileg- an rétt til embættis. Né heldur fær það með nokkru móti stað- ist að skrifstofufólk ráði skipun í sýslumannsembætti, sem það starfar við. Siðleysið lýsir sér í því að hafa uppi ósannar ásak- anir, og beita óhæfilegum þving- unarráðum. Eðlileg gagnrýni er öllum holl. Að þessu sinni hafa gagnrýnendur skotið svo gersam lega yfir markið, að þeir hafa stórlega skaðað þann málstað, sem þeir hafa þó sennilega ætl- að að styrkja. Tilþrifamestu menn Framsóknar Ekki er um það að villast, að næst Eysteini Jónssyni, er Sig- urvin Einarsson nú tilþrifamest ur af þingmönnum Framsóknar. f umræðum um verðlagningu landbúnaðarvara hélt hann langa ræðu, yfirfljótandi af málsnilld, bundnu máli og tölvísi. Með þeim Eysteini er og auðsær and- legur skyldleiki að öðru leyti. Báðir bera svipaðan hug til Björns Pálssonar. Björn hafði lýst yfir því, að hann teldi verðið á land- búnaðarvörum nú vel viðunari- legt. Sigurvin taldi Björn slíkaft stórbónda, að á orðum hans væri ekki mark takandi. Því miður hafa menn ekki enn heyrt hvaða skoðun Björn hefur á búskapar- viti Sigurvins. En Sigurvin virt- ist ekki kannast við hin æva- gömlu búhyggindi, að ekki mun- ar um einn blóðmörskepp í slát- urtiðinni. Gildi talna fer sem sagt mjög eftir því í hvaða sarn- bandi þau standa. Skrýtið er það einnig um mælskumann sem Sig- urvin, að hann gat ekki farið rétt með það sem hann vitnaði í í síðasta Reykjavíkurbréf í ræðu sinni. Hann hélt því frarti, að þar hefði verið sagt, að verð- bólgan hefði minnkað, þar sem hinu var haldið fram, að vöxtur hennar hefði minnkað. Kristilegt hugarfar Sigurvins lýsti sér í því, sem hann sagði sem satt er, að mannslífið er ætíð jafn mik- ils virði, hvort sem margir eða fáir eiga í hlut. Það er gott að heyra að hann er þó í því ósam- rtlála Kínakommum, sem halda því fram, að ekki muni um þó að nokkur hundruð milljónir Kín verja misstu lífið, einungis ef kommúnisminn heldur velli. Fyr- ir hinu virtist Sigurvin ekki hafa gert sér grein, að til þess að átta sig á hversu ör vöxtur einhvers fyrirbæris er, þá er eðlilegast að fara eftir hlutfalli yið það, sem áður hefur gerzt. Allir eru t.d. sammála um það, að reikna vöxt þjóðartekna með saman- burði hundraðstalna ári til árs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.