Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Simnudagur 14. nóv. 1965
Fimmtugur i dag:
Ólafur Biörnsson
héraðslæknir d Hellu
FIMMTUGUR í dag er einn af
merkustu og mætustu héraðs-
læknum landsins, Ólafur Björns
son á Hellu. Hann er fæddur 14.
nóv. 1915 á Kirkjubóli í Vest-
mannaeyjum og voru foreldrar
hans Jónína kennari Þórhalls-
dóttir og Björn H. Jónsson
skólastjóri þar og síðar á ísa-
firði. Björn var sonur Jóns Jóns
sonar bónda á Torfustöðum
fram í Miðfirði og konu hans
Ólafar Jónasdóttur af ,Berg-
mannsætt, en hún var bræðra-
bam við Guðmund Bjömsson
landlækni. Ólafur varð stúdent
frá Reykjavíkurskóla vorið 1936
með I. einkunn og tók heim-
spekipróf við Háskólann vorið
eftir með ágætiseinkunn, en las
síðan efnafræði við háskólann í
Stokkhólmi í tvö ár. Sökum
ófriðarins varð ekki úr för hans
til Svíþóðar aftur og fékkst
hann því við kennslu næstu ár
við gangfræðaskólana og iðn-
skólana á ísafirði, Vestmanna-
eyjum og Hafnarfirði, en hóf
síðan læknanám í Háskóla ís-
lánds 1945 og lauk því með L
einkunn vorið 1952. Að aflokinni
árs þjónustu sem námskandídat
við Landsspítalann gegndi hann
læknisstörfum sem settur lækn-
ir í Flatey, Eyrarbakka og á
Stórólfshvoli. en var skipaður
læknir í Súðavíkurhéraði frá
ársbyrjun 1954 og gegndi því í
tvö ár. Héraðslæknir á Hellu var
hann skipaður frá ársbyrun 1956
og hefur gegnt því embætti
siðan.
Óiafur sótti námsskeið í heil-
brigðisfræði héraðslækna í Hel-
sinki á vegum Alþóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar 1959 og fór
aðra námsferð til Bretlands-
eyja næsta ár. Hann er í mikiu
áliti meðal starfsbræðra sinna,
sem sjá má af því, að hann hef-
ur verið formaður LæknaféTags
Suðurlands og í stjórn Lækna-
félags íslands siðan 1961. Auk
þess er hann formaður í fræðslu
nefnd Rangárvalla skólahverfis.
Fimmtugur d morgun:
Einar IVfatthías Einarsson
bondi, Teig í Míosfellssveit
Á MOBGUN þann 15. nóv. er ^
Matthías Einarsson á Teigi í Mos
fellssveit, fimmtugur. Ég tek
mér það bessaleyfi fyrir hönd
sveitunga hans og vina, að senda
honum örlitla afmæliskveðju.
Matthías er fæddux í Austur-
bænum, en alinn upp að Blómst-
urvöilum við Bræðraborgarstíg í
Reykjavík. Foreldrar hans voru
Einar Matthías Jónsson múrari
og kona hans Þóra Magnúsdóttir,
bæði ættuð úr Reykjavík.
Matthias er einn af fáum bænd
um á íslandi sem er fæddur og
uppalinn á mölinni, en gerðist
síðan stórbóndi í sveit. Æska
hans í Reykjavík var svipuð og
annarra á hans aldri, þ.e. öll
vinna tekin sem bauðst og svo
fótboltinn í KR, en ekki tími til
meira en barnaskólanáms.
Hjól og skrúfur áttu meiri itök
í honum en almennt gerðist með
smádrengi og við þá áráttu hef-
ur hann aldrei losað sig. Hann á
nú nýbýlið Teig hér í sveit með
bezt búna fúglalbúi sem ég hefi
séð hérlendis. Þar situr tæknin
í fyrirrúmi og allt snýst í keðj-
um, hjólum og trektum og fugl-
amir una glaðir við sitt.
Smá drengur gerði hann sitt
Mgangrim]ahjól“ en það smíðaði
hann sjáifur úr ýmsum aðfengn
um hlutum, reið því um götur
og stíga í Vesturbænum. Það var
etigið áfram með rokkhjóli
móðurinnar.
Okkar fundum bar saman fyrst
árið 1933, er hann fluttist með
mági sínum Einari Leo verkstjóra
að Reykjum og borun hófst eftir
heitu vatni. Þá var hann 17 ára
og hófst þá vinátta hans og okk-
ar bræðranna, sem haldist hefur
æ síðan.
Ávallt átti Matthías ökutæki
og jók það mjög á vinsældir hans
og öllu haldið gangfæru með eig
in hendi og frumstæðum verk-
færum.
Á stríðsárunum flutti hann aft
Ur í bæinn og hætti vinnu við
bonnn, en hóf rekstur hænsna-
húss rneð bróður sínum í Reykja
víir. Ekki undi hann því lengi
en stofnaði þá nýbýlið Teig,
ekammt frá Reykjum. Þá bjó
hann fyrst á heimili okkar hjóna
I meðan byggðar voru upp þær
' myndarlegu byggingar sem nú
blasa við vegfarendum.
Nú naut atorka og hugkvæmni
Matthíasar sín til fullnustu og
þama reis eitt stærsta og bezt
'búna fugiabú lamdsins.
Hann lét sér ekki nægja að
teikna hús og tæki, heldur gerði
módel af því vandasamasta og
ber íbúðarhúsið vott um list-
hneigð og smekkvísi.
Matthías kvæntist danskætt-
aðri konu sinni, Inger fædd
Kristensen árið 1960, og tekur
hún drjúgan þátt í öllum rekstri
og kyngreinir alla unga fram-
leigsluna, en það er mikilvægur
liður í búrekstrinum.
Nú stýrir Matthías búrekstri
sínum með sæmd og prýði, en
búskapur af þessu tagi markar
tímamót í alifuglarækt lands-
manna og hefur hann unnið
merkilegt brautryðjendastarf á
þessu sviði.
Dagfar Matthíasar einkennist
af dugnaði, bjartsýni og vinsæld
ir hans eru fágætar meðal ná-
granna og viðskiptamanna um
land allt.
Á þessum tímamótum óska ég
honum til hamingju með starfið,
heimilið nýja og sonin Einar
Matthías „þriðja" sem er auga-
steinn og eftirlæti foreldra sinna.
Lifið heil.
Jón M. Guðmundsson,
Reykjum.
í DAG sunnudag verður leikritiff Afturgöngurnar, sýnt í 10. sinn
i Þjóðleikhúsinu. Leikendur eru aðeins fimm, en þeir eru Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gislason,
Lárus Fálsson og Bryndís Sch ram. Myndin er af Gunnari og
Guðbjörgu í hlutverkum sínum. j
Það sem eirikum eirikennir
feril Ólafs er samvizkusemi
hans og nákvæmni í öllum lækn
issstörfum og embasttisfærslu.
Hygg ég hann mög snjallan við
greiningu sjúkdóma, enda hefur
hann ekkert til sparað að afla
sér tækja og allskyns tilfæringa
í því skyni, og mun hann vera
vísindamaður að upplagi og
eðlisfari. Er gott til þess að vita,
að slíkir menn gegni störfum sem
héraðslæknar, ekki sízt í mann-
mörgum héruðum. Hygg ég, og
að Rangæingar kunni að meta
þessa eðliskosti hans, samvizku-
semi og prúðmennsku.
Ólafur er maður hávaxinn og
fríður sýnum, dökkur á hér með
mjög brún augu, eins og margir
menn aðrir i Bergmannsætt.
Kvæntiir er hann Katrínu Elías-
dóttur múrarameistara í Reykja
vík Hjörleifssonar og hefur þeim
hjónum orðið fjögurra barna
auðið.
Ég vil á þessum tímamótum
óska Ólafi frænda mínum og
kollega allra heilla og velferðar
1 starfi og fjölksyldu hans far-
sældar. Veit ég, að undir þá ósk
taka starfsbræður hans, gamlir
nemendur og héraðsbúar. Megi
læknisgifta fylgja árvökrum
huga hans og höpp höndum
hans.
P.V.G. Kolka.
- KENNEDY
Framhld af bls. 13
— Hún og börmin urðu ihið
mikilvægasta í lífi hans. Það
sem Jacqueline gat látið honum
í té var geysilega mikið. í fyrsta
lagi var hún mjóig ólík honum
og Kennedyættinni og það hafði
heppileg áhirif á hamn. Hiúm hafði
á sér framandi blæ og fágum,
sem var fráibrugðin honum og
systkinum hans. Þegar Kenmedy
fjöilskyldam var heima hjá sér,
höfðu meðlimir herunar alitaf
'gaman að því að fara í vissan
boitaleik. Einu sinni þegar
Jacquline var með, sagði hún
við mig: „Bara segðu mér eiitt,
þegar ég fæ boatanm, í hvora
áttima á ég að hlaupa?"
Hún var ópólitísk og ég held,
að það hafi einnig orðið honum
til góðs. Bob Kennedy sagði einu
sinni við mig: „Jack veit að húm
mum aldrei taka á móti honum
með: „Hvað er að frétta frá
Laos?“ En hún var einnig mjög
li'k honuim. Hún hafði tilfinmingu
ifyriir hinu hrosflega, sem var
örlítið á kostnað annaiTa, ekki
sízt, ef viðkomamdi vair stjórn-
málamaður, þá myndi hiún gera
lítið úr honurn, ef henni sýndist.
Það vi'H svo til, að h/ún var
borin og barnfædd republik-
ani, en einu sinni komst hún svo
að orði: „Maður verður að hafa
verið repuiblikani til þess að
komast að raun um, hve gott er
að vera dómókrati“. Húm hafði
persónuleika og sérhver kona,
sem giftist manni úr Kerunedy-
æittinni verðuir að hatfa hann.
— Hvemig brást hún við,
þegar maður hennar fór að
taka þátt í stjómmáium sem
einn hinna „stóru?“.
— Við fengum margar ráð-
leggingar um nauðsyn þess að
breyta prsónuleika Jacquline.
Hún yrði að taka meiri þátt í
stjórnmáilum líbt og Eleanor
Roosevelt eða láta stjórnmálin.
eiga sig og helga sig heimilinu
eins og kona Trumans. Hún ætti
að leggja niður hinar margvis-
leigu hárgreiðslur sínar. Hún ætti
ekki að fara á refaveiðar eða
klæða sig jafn ríkmannlega og
áður.
Hún vildi allt fyrir mann sinn
gera, en samt ákvað hún að vera
hún sjálf. Hún bélt áfram að
vera eins og hún var, eyddi
miklum peningum í hárgreiðslu,
tízkuföt frá Paris og annað eftir
því. Hann varð samt glaður við
en mest af öllu vegna þess að
hún hélt áfram að vera hún
sjálf og sannaði það, sem harnn
hafði alltaf verið sannfærður
um sjálfur, að fólk mun fljótt
finna það, ef viðkomandi er sönn
og einlæg manneskja og láita sig
þá engu skipta, hvemig hann eða
hún greiðir sér eða klæðir sig.
Persónulega þá held ég, að
hún hafi valdið mjöig miki.lvægri
breytingu á skoðunum okkar
varðandi konuir í þjóðfélaginiu.
Ég held, að bún hafi minnt
Ameríku á, að það sem miikil-
vægast væri fyrir hverja konu,
væri að vera kvenleg. Ég tel, að
við kuinnum að hafa þurft á
þeirri áminningu að halda. Skoð-
un hennar var sú, að mikilvæg-
asta hlutverk hennar væri að
sjá svo um, að maður 'hennar og
börn gæbu lifað eðliilegu lífi.
„Það skiptir ek'ki svo rniklu
máli, hvað það er annað, sem
maður gerir“, sagði hún einu
sinni, „ef þetta er ekki gert vel,
þá bregzt maður viðkomandi
eiginmanni og bömum. Það er
þetta verkefni, sem verður að
,ganga á undan öllu öðru“.
— Þér töliuðuð uim persónu-
leika frú Kennedy. — Hversu
meðvitandi var forsetinn um
eigin persónuleika, þ.e. fran>
komiu sína?
f honum fóra saman ólík per-
són.ueinkenni. Hainn hafði aldrei
hring á hendinni og hann notaði
aldrei þindisnælu. Föt hams vora
úr dýru efni, en tiitölulega mjög
'blátt áfram. Hann kaus alltaf
dökk föt. Hann var á ýmsan háitt
mjög eins og gengur og gerist.
Hann fór mjiög sjaldam úr jakk-
anum, er hann var að vinna á
skrifstofiunni né heldrur losaði
hann um hálsbindið. En hvenær
sem var gat hann átt það til að
draga endann á skyrtunni sinni
upp og þurrka með honum af
'gleraugumum, sem hann notaði
við að lesa. Hann var dálítið
hégómlegur um útlit sitt, en það
var ekki mikið.
Það skipti mjög miklu máili
fyrir hann, þegar teknar vomx
af honum myndir, að það væri
gent á réttan hátt. Honium líkaði
það ekki, þegar ljósmyndir
sýndu hamn þrútinn í andliti.
Einu sinni bað hann matreiðslu-
mann sinn að sleppa uppáhalds-
efitirrétti sínum unz lokið væri
sjómvarpsviðtali, sem hann átti
í vændum. Hann myndi ekki
hafa stillit sér upp með Indíána-
höfuðbúnað eða hershöfðingja-
húfu — og hann gait forðzt að
setja þær upp eða þá tekið þær
af hraðar en flestir ljósmyndarar
ná að lyfta mymdavéluim sinum,
en þeir era mjög fljótir.
Hann var sólbrúnn allt árið,
sem stafaði af ferðum hans til
Palm Beach og af því að nota
sólarlampa. Honum geðjaðist
ekki að neinu, sem var íburðar-
mikið. Jacquline gaf honum
eimu sinni hvítan jagúar í jóla-
gjöif, en hann fékk hana til þess
að leyfa sór að skila bílnum aft-
ux. Hann varð laiglegri með aldr-
inu'm. Hann hugsaði dálítið um
hár sitt og einkaritarar hans
fengu þjálf'Um í því að nudda
hársvörð hans. Það var hugmynd;
sem hann fékk frá föður sínum-
Eirihver fann að þesisu einu sinni
við hann, en hamn leit þá í kring-
um sig í salum, sem var þétt-
skipaðux og sagði: „Ég er sá
eini hér, sem hefur allt hárið“,
1 hegðun hans kom alltaf fram
viss virðuileiki og það eins þótt
hann væri að tala einslega við
fólk. Hann kallaði áldnei neinm
„old man“ eða „old hoy“ og
hann sagði alltaf frú þ.e. „Mrs.“
við eiginkonur þeinra manna,
sem stönfuðu fyrir hanm.
— Hvernig var hann, þegar
hann var með börnum sín-
um?
— Hann hafði vissan hæfileika
til iþess að umgangast börn —.
sin eigin böm, börn mín, ödl
böm. Það er í samræmi við það,
siem ég sagði áður um hina
venju'legu hegðun hans. Hann
var hann sjáifúr og á engan hátt
óeðlilegur í hópi barna. Hamm
leit aldxei niður til barna, er
hann var að tala við 'þau og hann
skildi þau allitaf. Þrettán ára
sonur eins af samstarfsmönnumi
hans, skrifaði þessa athuiga-
semd í dagbók sína, eftir að hann
hitti Kemnedy í fyrsta sinn:
„Þegar hann taiaði við mig, var
ekki annað að sjá af svip hans,
em hann væri að tala við jafnoka
sinn“.
Hann reyndi aildrei að gabba
böm og hann vissi vel, hversu
varfæmir menn verða að vera
við þau, ef þeir ætla sér að kom-
ast að þeim — það er ekki unrat
að blekkja þau, og það þýðir
ekki að ýta þeim til og frá.
Vamarmálaráðherraran ok'kár,
McNamara heyrði einu sinni þeg-
ar Kúlbudeilan var í hámarki,
fiorsetanra tala við Caroiine dótt-
ur sína rétt fyrir kvöldverð, em
það var sá tími, sem hann hafði
jafnan ánægju af að hiitita biirn-
in, hvað svo sem viar að gerast.
Kennedy datt í hug, að hún hefði
verið að foorða sælgæti, en það
var nokkuð, sem húm mátti ekki
gera á þeim tírna dags. Banm
spuirði:
„Caroline, hefur þú verið að
borða sæigæti?“
Caroline svaraði ekki, og gaf
spurningumni engan gaum.
„Caroline, hefur þú verið að
borða sælgæti?"
Ekkert svar.
Forsetinm gerði Xokafiilraun.
„Caroline, svaraðu mér, hefur
þú verið að • borða sælgæti? Já,
mei, eða kannski?"