Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 11
Sunnuctagtrr tí. nóv. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 11 sveitum. Og húsönd, sem er ihvergi á íslandi nema þar, á hvergi annars staðar heimkynni nema á fjallavötnum í Kletta- fjöllum. Á margan hátt virðist það hagkvæm og eftirsóknarverð atvinnuaukning fyrir byggðar- lagið að vinna kísilgúr úr Mý- vatni og full ástæða til að virkja orkuna í Námaskarði. Slík vinnsla yrði þjóðarbúinu einnig allsæmileg tekjuaukn- ing. f>eir sem um málið hafa fjallað fullyrða að bygging verksmiðjunnar og vinnsla úr botnleðju vatnsins muni ekki geta valdið neinum spjöllum á náttúrunni á þessum óviðjafnan lega stað. Auðvitað verðum við að trúa því að nægilega vel sé um hnútana búið, því engum íslendingi ætti að geta dottið í hug að taka þá áhættu að spilla Mývatnssveit fyrir nokk- ur hundruð inilljónir króna. Verður að fara eins varlega að öllu og unnt er. Ef Mývatns- sveit spillist, glötum við mesta dýrgripnum í náttúru landsins. Mývatnssveit er að sínu leyti einstæð í náttúrunni, eins og handritin eru sérstæð í bók- mennta- og menningarsögunni. Ef við gioprum Mývatnssveit, náttúru hennar og einstæðu fugla- og jurtalífi, úr höndun- um á okkur yrði það ámóta slys og ef einhverjum dytti í hug að selja öll forn handrit íslenzk sem minjapjötlur í túristaverzlun. Og við verðum harðar dæmdir af komandi kyn slóðum en forfeður okkar sem notuðu, af harmsögulegri nauð- syn, handritapjötlur utan um sína göngulúnu fætur. Slíkt náttúruslys eigum við erfitt með að fyrirgefa. Hvað þá ef Mý- vatn færi í súginn — og það á velsældartímum, þegar við þurfum engu að fórna vegna hungurs eða örbirgðar. Náttúru vemdarráð, sem aðeins er ráð- gefandi nefnd án famkvæmda- valds, hefur ekki enn fengið end anlegar niðurstöður, byggðar á ítrustu vísindalegum athugun- um, um það að Mývatni og ná- grenni sé engin hætta búin af væntanlegri kísilgúrvinnslu. Slík fullvissa ætti þó að vera forsenda þess að leyft sé að hefja þar stóriðju. Vonandi þurfum við ekkert að óttast. En til þess verður eetlazt að svo vel verði frá öllu gengið að ekkert óhapp getí komið fyrir, enda hlýtur okkur að vera það í lófa lagið á þessari tækni- og vísindaöld. Þegar minkur og netaveiði leggj ast á eitt um tillitsleysi við fugl og fisk, er ekki út í hött að óska þess að vísindalegar rann- BÓknir eða ályktanir sýni svart á hvítu, að við getum látið út- þvæld vígorð úrtölumanna lönd og leið í þessu máli. í>á verður kísilgúrverksmiðja skemmtileg nýbreytni í atvinnulífi þjóðar innar: eftirsóknarverð viðbót við draumsýn Einars Benedikts eonar og Fjölnismanna. Annars væri verr af stað far- ið en heima setið. Matthías Johannessen. Sjáið hið krystal-tæra VAUTIER munnstykki Hreint og stöðugt í munni yðar, það er með hin- um sérstæða H54 filter — sem gefur yður hreinni og mildari reyk, en þér trúið, að gæti verið mögu- legt. Það er engin furða, hvers vegna svo margir sígarettu-neytendur skipta yfir til VAUTIER vindla . . . þeir eru framleiddir í Svisslandi úr bezta tóbaki, sem völ er á. Vindlarnir með munnstykki og filter Framleiddir með allri þeirri þekkingu og nákvæmni, sem Svisslendingar eru frægir fyrir. TÆPANOL froðu-hreinsari er hreinsiefni af vönduðustu gerð, og fjar- lægir fljótt og vel öll óhreinindi og bletti, samtímis því að það ský.ir og fegra r litina. TÆPANOL hreinsar teppi, húsgögn, máln- ingu o. fl. o. fl. TÆPANOL froðu-hreinsari er afbragðs hreinsiefni á allt bílaáklæði. Haldið bílnum ávallt hreinum og ferskum að innan. Bíllinn er góður vinur yðar og hjálpartæki. Hreinn bíll veitir yður aukna vellíðan við aksturinn. TÆPANOL er fljót- virkt og öruggt hreinsiefni. Verksmiðjan SÁMIR Hlíðargerði 13. — Símar: 34764 og 21390. TÆPANOL froðu-hreinsari hleypur ekki úr vistinni þegar verst gegnir. Húsmæður, loksins er vandinn leystur. TÆPANOL auðveldar yður barárttuna við öll óhreinindi. TÆPANOL er sérefni, fram- leitt samkvæmt þýzku sérleyfi. TÆPANOL fæst í flestum málningar og nýlenduverzlun- um svo og benzínafgreiðslum. Leiðarvísir fylgir hverri pakkningu. Einu sinni TÆPANOL, alltaf TÆPANOL. Einkaumboð fyrir Efnaverksmiðjuna INTERFICO, Danmörku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.