Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. nóv. 1965
Hvnð um Mývutn?
Að
gefnu
tilefni
EINANGRUN er ekki lengur
hlutskipti íslanz, eins og Fjöln-
ismenn hefðu skrifað. Við bú-
um nú við betri«útsýn til allra
átta og meiri möguleika en
nokkru sinni frá frístjórnar-
árunum. Það er lærdómsríkt
fyrir okkur sem nú lifum, í vel-
sæld og viðgangi, að renna
augum til þeirra tíma þegar
horfellir og hungurdauði voru
einu viðbrögð mannlífsins við
náttúruslysum. Fjölnir minnist
oft á slík mál, og þá ávallt í
nytsemdarskyni, þannig að
hann veltir því fyrir sér hvern-
ig hægt sé að auka fólksfjölda
'hér á landi og þá verði auð-
vitað ekki byggt á sandi held-
ur traustri undirstöðu: bjarg-
ræðisvegi þjóðarinnar verði að
efla og gera fjölbreyttari.
Það var rödd nýs tíma sem
kvaddi sér hljóðs.
Þó þeir Fjölnismenn þekktu
vel land sitt og vissu að það er
hart í horn að taka, ef út í þá
sálma er farið, og þeim væru
vel ljósar afleiðingar eldgosa:
„öskufall, jarðskjálftar, sóttir,
harðæri, peníngsfellir og mann-
dauði, firir húngurs sakir“,
vissu þeir sem var að lands-
feðurnir áttu, vegna úrræða-
leysis, vanþekkingar og mann-
úðarhlutleysis — nema ailt
þetta hafi komið til, drjúgan
þátt í óáran þeirri sem lengst-
um gekk yfir landið og felldi
fólk eins og flugur. „Sum-
ir hafa ætlað, að miklu meíra
íllt hafi leitt í landi hjer af
framantöldum og öðrum fleír-
um, innri orsökum, sem mönn-
um eru í sjálfsvaldi, enn af hin-
um itri, er loða við landið
sjálft". Og þeir benda á að á
frístjórnarárunum hafi fólkinu
t ekki fækkað þrátt fyrir eldgos,
sóttir og hafísa“ — og munu það
verið hafa meðfram af því, að
fleíra varð þá til úrræða, so
varist irði grandi, þegar óvæn-
lega á horfðist“.
i —★ —
Island er gömul nýlenda. Það
er því ekki að undra, þó fs-
lendingar hafi ávallt litið út-
lendinga — og þá ekki sízt
næstu nágranna — tortryggnis-
augum. Þeir hafa sem sagt ekki
reynslu fyrir því á aldalöngum
hnignunar- og niðurlægingar-
tímum, að útlendingar séu neitt
ofanteknir fyrir íslendingseðl-
inu sem stundum er vitnað tll.
eða þeir hafi verið smeykir við
að ögra islenzkri föðurlands-
ást, ef með þurfti. Nei,
íslendingar hafa reynslu ný-
lendunnar og hún liggur enn
eins og sár kvíði í hugskotsholi
margra. Það er því ekki undar-
legt þó við eigum slíting í land
með að viðurkenna þá stað-
reynd að samskipti við aðrar
þjóðir eru ekki aðeins æskileg
heldur brýn nauðsyn. Og ekki
einasta nauðsyn, heldur eðli-
legt ástand sem við eigum ekki
síður að græða á en aðrir. Saga
siðustu áratuga hefur sýnt þetta
svart á hvítu. Við þurfum
hvorki að bera kinnroða fyrir
þá sögu né höfum við ástæðu
til tortryggni í annarra garð
vegna reynslu síðustu áratuga.
Við erum sjálfstæð þjóð með
frístjórnarreisn í brjóstinu, en
engin yfirþyrmandi ljót ör
eftir mannúðarhlutleysið og ný-
lendukúgunina. Ég segi ekki að
við séum með öllu laus við örin,
en ættum senn að verða það.
Sú stund mun koma sem betur
fer. Fjölnismenn voru ekki, á
sínum tíma, hræddir við er-
lenda aðstoð, að hún mundi
kollvarpa hér öllu og leggja í
rúst. „Þegar eitthvurt land gjet-
ur ekki bjargast af efnum og
atburðum sjálfs sín, verður við-
leítni manna öll að miða til
þess, að hafa aðfærslur frá öðr-
um löndum, þar sem betur
vegnar, so þá saki ekki“. Sem
betur fer höfum við nóg að
bíta og brenna og erum fremur
spillt af dékri en skorti — og
mundi forfeðrum okkar ýmsum
þykja mikið til þess koma,
hvernig draumar þeirra um
betra land og farsælla líf hafa
rætzt. Þó hefur vafalaust margt
farið úrhendis hjá okkur, nú
ekki síður en áður, og sumt
virðist loða við landann eins
og fyrrum: óframsíni, eiðslu-
semi, regluleísi og ósiðsemi
nefnir Fjölnir, þegar hann
minnist á „þær tálmanir vel-
geíngni vorrar, er ætíð munu
loða við fólkið hjá oss, og hafa
verður sífeldar gjætur á, að
burtu verði rímt“. íslendingar
eru þó a.m.k. lausir, við þann
sálarkláða sem nefnist nízka
eða nirfilsháttur og hefur ör-
læti þeirra oft borið þess gleði-
legt- vitni, nú síðast í herferð
gegn hungri, enda er ekki hægt
að ávaxta betur sitt óvissa ver-
aldarpund en með því að láta
af hendi rakna við fátæka og
hungraða. Fólkið á Madagask-
ar býr nú við ekki ósvipuð kjör
og við fyrr á öldum. Þeirra
Fjölnismenn eru víst ekki
vaknaðir ennþá, svo það kemur
í okkar hlut og annarra að
vaka og vera á verði. Sá er
munurinn á okkar öld og hin-
um fyrri, þegar allir sváfu.
Þetta fólk verður að bíða vitj-
unartíma síns lengur en við
sem áttum fornar íslenzkar
bókmenntir að bakhjalli, auk
merkrar sögu — og enn hefur
það víst engan eignazt sem
getur bent því á, að „sá guli
er utar“ eða vakið það til um-
hugsunar um að með fossinum
megi bæta kjör lands og þjóð-
ar „— hér mætti leiða líf úr
dauðans örk“. Nei, líklega á
þessi fjarlæga, fátæka þjóð
enga Fjölnismenn og engan
Einar Benediktsson — kannski
á hún ekki heldur neina fossa
að styðjast við. Líklega er hún
enn verr á vegi sjödd en við
nokkurn tíma höfum verið, en
samt er ekki að sjá að hún
fyrirlíti útlendinga, hati þá eða
óttist meira en góðu hófi gegnir.
— ★ —
Einfaldir menn á dægursál-
inni hafa á takteinum ein-
faldar skýringar á öllum hlut-
um. Einn helzti bókstafstrúar-
maður hér á landi á margúrelt-
ar skruddur Marx og Lenins
lýsti því yfir fyrir skömmu,
og það á opinberum vettvangi,
að Bandaríkjamenn beri ábyrgð
á öllu hungri í heiminum, hafi
jafnvel reynt að breiða það út,
a.m.k. sjái þeir svo um að ekki
verði bætt úr skorti. Ástæðan
er sú segir hinn mikli spámað-
ur, að þetta ástand er vatn á
myllu bandarískra auðhringa.
Maður hefði þó haldið að auð-
hringar þessir hefðu meiri á-
huga á að fólk víðsvegar um
heim hefði sæmileg peningaráð
— þó ekki væri til annars en
geta sölsað undir sig þessa pen-
inga. En svona hafa nýlendu-
kúgun og niðurdrepsár hlaup-
ið á sálina í okkur.
— ★ —
Meðan andinn sefur, sefur
líka framkvæmdin, sögðu
Fjölnismenn. Sem betur fer
eiga þessi orð ekki við okkar
tíma. Andinn hefur ekki sofið
og framkvæmdirnar eru alls
staðár augljósar staðreyndir. En
betur má, ef duga skal. Ef
nauðsyn bar til þess á tímum
Fjölnismanna að auka fjöl-
breytni bjargræðisveganna, sem
þeir kölluðu svo, er sú nauð-
syn ekki minni nú. Þó margt
hafi verið gert, er enn fleira
ógert. Fallvötnin bíða þess enn
að orka þeirra sé leyst úr læð-
ingi — landið á kröfu á því að
framkvæmdin sofi ekki. Samt
er tímanum sóað í endalaust
þjark um fánýta hluti.
Umræðurnar um alúmínvtrk-
smiðju virðast vera til fyrir-
myndar. Þær hafa tekið lang-
an tíma og hinir færustu menn
verið til nefndir af okkar éiálfu;
allir flokkar hafa haft hönd í
bagga og þjóðin í heild hefur
fylgzt með viðræðunum — ekki
skal rasað um ráð fram. Slík
vinnubrögð eru traustvekjandi
og vonandi að vel takizt til,
þegar málinu verður ráðið tií
lykta, hvort sem við gerum
samning við Svisslendinga eða
ekki. Hlutur Islands verður
ekki fyrir borð borinn, ef ekki
verður slakað á þessum vinnu-
brögðum.
— ★ —
Auðvitað vilja margir hér á
landi ekki hefja stóriðju nú,
ýmist af framan greindum
ástæðum eða af ótta við hús-
bændur sína fyrir austan tjald.
En ástæða er til að varpa fram
þeirri spurningu, hvort ekki sé
kominn tími til að við förum
að vaxa upp úr þessum gamal-
gróna ótta við útlendinga eða
köstum fyrir borð harla óraun-
hæfri og oftast uppblásinni and-
úð á öðru fólki. Eins og mögu-
leikarnir blasa við okkur, stoð-
ar ekki lengur að láta nema við
óskir einar. Þegar Jón Þorláks-
son vildi, í kringum 1930, láta
gera jarðgöng gegnum Dráttar-
hlíðina og virkja þann veg ork-
una úr Efra-Sogi, reis upp með-
al þjóðarinnar postuli mikill og
fáraðist yfir þessari skýjaglópa-
hugmynd, Kallaði hann göngin
ávallt síðan í blaði sínu: jarð-
gatið mikla. Þetta þótti auðvit-
að fyndið í kjötveizlum hrifl-
unga, því þá var föðurlands-
ástin ekki á lægra plani en nú
tíðkast. Löngu síðar voru göng-
in grafin eins og Jón vildi, og
orkan úr Þingvallavatni flytur
nú meiri yl og blessun til lands-
ins barna en annars var hugs-
anlegt. Fyndnin varð að veru-
leika, ómengaðri staðreynd, og
nú man enginn lengur eftir
jarðgatinu mikla. Og „postul-
inn“ sjálfur húkir nú einn við
sitt ginnungagap og skrifar
vikustaglsgreinar um „Uppeldis
fræði dýranna.“ Þótti engum
mikið.
Ekki er úr vegi að minna hér
á, að önnur aðalorsökin fyrir
þingrofinu fræga 1931 var sú,
að koma átti í veg fyrir að veitt
yrði ríkisábyrgð fyrir lántöku
Reykjavíkur til virkjunar Sogs-
ins en sú hugmynd var að dóml
þáverandi ffamsóknarmanna
jfjóðhættuleg glæframennsku.
Þetta fólk kallaði sig umbóta-
fólk og talaði hátt um „þjóð-
legan metnað." Og í fullri al-
vöru.
Eða hver man ekki eftir skrif-
unum um Sementsverksmiðj-
una? Hún átti að eyðileggja
Faxaflóamiðin og eitra andrúma
loftið á Akranesi, ef ég man
rétt. Nú þykir sjómönnum
einna eftirsóknarverðast að
sigla í kjölfar sanddæluskipa;
þar sem þau dæla úr hafsbotni,
þangað sækir fiskurinn. Auk
þess er Sementsverksmiðjan nú
undirstaða margháttaðra fram-
kvæmda sem dregizt hafa úr
hömlu.
Hvernig eigum svo við, aumir
leikmenn, að trúa öllum þess-
um bægslagangi, svo ekki sé
minnzt á eituráhrif og land-
ráðahjal?
— ★ —
Og nú er í ráði að vinna kísil-
gúr úr Mývatni. Andrés í Ásbúð
kallaði heimili sitt: himnaríki
á jörð, og hékk skilti þess efnis
yfir útidyrunum á húsi hans I
Hafnarfirði. Nú er Andrés all-
ur, og ekki held ég að honum
hefði þótt fara illa á því, að
nafngiftin færðist yfir á Mý-
vatnssveit. Hún er eina himna-
ríkið á jörð sem ég þekki. t
Slútnesi einu vaxa a.m.k. 70
tegundir plantna, eða hartnær
fimmtungur æðrf plantna á ís-
landi. Þar verpa níu eða tíu
andategundir og fjöldi annarra
fugla. Eyjan, eins og vatnið allt
og négrenni þess, er náttúru-
unaður og fuglaparadís.
í árbók Ferðafélags íslands
(1934) er minnzt á nokkrar
sjaldgæfar jurtategundir sem
vaxa við Mývatn, og má nefna
ýmis konar burkha, naður-
tungu, ferlaufasmára, birki-
fjólu, skrautpunt, Mývatns-
drottningu, auk ýmis konar
fífla. Endurnar skipta tugum
þúsunda. Flestar andategundir
íslenzkar verpa við vatnið og
margar tegundir sjást vart ann
ars staðar á landinu. Af anda-
tegundum sem þarna eru má
nefna duggönd og skúfönd, sem
eru algengastar, hrafnsönd, há-
vellu og toppendur. Hrafnsönd
er að vísu víðar en hérlendis,
en á íslandi er hún hvergi
nema við Mývata og í nær-
Frá MývatnL
Frá Námaskarði.