Morgunblaðið - 14.11.1965, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 14. nó’a. 1965
^ ^ *** «**» ^ ^ ^ •,
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
— Hvað hét hún nú? Jeanette
eitthvað .... var ekki svo?
— Musgrove. Það verður auð-
velt að finna hana ef hún er lif-
andi og enn auðveldara ef hún
er dauð. Ef ég maetti missa þig
skyldi ég senda þig til Skotlands
til að tala við hana sjálfa .... þú
ættir víst ekki að hafa neitt á
móti því?
Saunders urraði eitthvað 6-
skiljanlegt, og eftir því sem um
ferðin strjálaðist, steig hann
fastar á bensínið, rétt eins og
Musgrove væri á hælunum á
honum.
Nokkrum mínútum síðar
studdi ég fast á bjölluna hjá hr.
David Dane, sem var út af fyr-
ir sig meinlaust en vakti synd-
samlegan hávaða, er hundkvik-
indið kom þjótandi niður alla
stiga og ýlfraði ákaft við hurð-
ina. Saunders beygði sig í keng
og sönglaði eitthvað huggandi á
móti, gegn um hurðina, en hund
urinn virtist ekkert skeyta því
en hamaðist á hurðinni með
auknum ákafa. Ég gat ekki ann
að séð en milli Saunders og
dauðans væri ekki nema þunn
fjöl.
— Þú æsir hann upp, benti ég
honum á.
— Ég, sem er einmitt að reyna
að róa hann!
— Þér tekst það að minnsta
kosti ekki betur en vel.
Ég horfði á úrið mitt. Klukk-
an var ekki nema rétt yfir hálf-
fjögur. Dane var sýnilega ekki
kominn heim enn.
Hávaðinn var afskaplegur og
glumdi upp og niður stigann,
líkast því sem hundaat væri í
fullum gangi í þjóðminjasafn-
inu. Ég hnippti í höndina á
Saunders: — Komdu, kall minn,
við erum sýnilega að spilla friðn
um hérna.
Þegar við bjuggumst til ferð-
ar, opnaðist íbúð nr. 6 um svo
□--------------------n
26
□--------------------c
sem þumlung, og tvö augu
horfðu forvitin á okkur. Og
rödd sagði, ótilkvödd: — Hann
er líklega ekki heima.
Og þá þekkti ég vingjarnlegu
konuna, sem við höfðum hitt í
stiganum í gær, en þá hafði hún
verið með flannalegan, rauðan
hatt á höfði og hafði gefið okk-
ur upplýsingar um ,hvernig
veðrið væri.
— Mér þykir leitt ef við höf-
um gert yður ónæði, sagði ég.
Dyrnar opnuðust nú alveg og
konan brosti.
— Það eruð ekki þið, sem ger
ið ónæði, heldur hann Snooky,
og svo beygði hún sig fram að
hurðinni og hvíslaði: — Róleg-
ur nú, Snooky. Og það varð
þögn, rétt eins og eitthvert járn
tjald hefði verið dregið niður.
Ég leit til Saunders, en sagði
við konuna: — Þér virðist hafa
lag á honum.
Hún yppti öxlum að þessum
hrósyrðum, og útskýrði, að þau
Snooky þekktust vel og skildu
hvort annað.
— Ég bið yður afsökunar á
að hafa gert yður þetta ónæði,
sagði ég aftur, — en við erum
frá lögreglunni og erum að rann
saka dauða ungu stúlkunnar
hérna í næsta húsi.
Hún fórnaði höndum.
— Ó, já! Það var alveg hræði-
legt! Veslings stúlkan! Og hr.
Dane þekkti hana vel, held ég.
Veslings pilturinn. Ég er viss
um, að hann verður alveg frá
sér!
Ég laumaði fætinum inn í
dyragættina.
— Ekki gætuð þér víst séð af
fáeinum mínútum, frú....
— Bates.
— Þér kynnuð að geta hjálp-
að okkur.
Hún leit tvíráð af mér og á
Saunders, sem ég tók eftir að
var að reyna að beita persónu-
töfrum sínum.
Konan ákvarðaði sig og bauð
okkur inn í stofu, þar sem fæt-
urnir á okkur ætluðu alveg að
sökkva í rauða gólfábreiðu. Við
settumst í þægilega hæginda-
stóla og mér varð starsýnt á
tekönnu úr silfri sem stóð
skammt frá mér. Frú Bates hlýt-
ur að hafa tekið eftir þessu, því
að hún spurði okkur, hvort ekki
mætti bjóða okkur tebolla, og
þegar við þágum boðið,- fór hún
fram til að ná í bolla. Ég sendi
Saunders augnagotu og fékk á
móti steingert augnatillit, sem
gaf helzt til kynna, að ég hefði
ruðzt inn á konuna í þeim ein-
um tilgangi að verða mér úti
um tesopa.
Þegar við vorum seztir með
bollana, sagði ég: — Ég vil nú
ekki tefja yður um of, frú Bat-
es, heldur voru það bara nokkr-
ar hverdagslegar spurningar um
hann hr. Dane hérna uppi.
Aftur kom á hana einhver
vafasvipur.
— Hann er vonandi ekki í
neinum vandræðum? Ekki vildi
ég að minnsta kosti stuðla að
því. Þetta er góður drengur og
Samvinnutryggingar hafa í nokkur ár getað tryggt bændur fyrir margs konartjónum
eða slysum á fólki, sem þeir verða bótaskyldir fyrir. Nýlegt dæmi um alvarlegt slys
á býli í nágrenni Reykjavíkur hefur staðfest, að hverjum bónda er nauðsyn að hafa
ábyrgðartryggt.
Þá hafa bændur sjálfir orðið fyrir alvarlegum slysum, bæði við störf sín, og utan heim-
ilis, án nokkura tryggingabóta. Nú teljum vér hins vegar, að sérstök ástæða sé til
fyrir bændur að draga ekki lengur að ganga frá ábyrgðar og / eða slysatryggingu og
fela Samvinnutryggingum þar með ábyrgðina.
SAMVINNUTRYGGIN GAR
ÁRMÚLA 3, SÍMI 38500 - UMBOÐ UM LAND ALLT
góður sambýlismaður . . . og á-
gætis leikari í þokkabót, bætti
hún við með móðurhreim í rödd
inni.
— Ég er viss um, að þér gæt-
uð ekkert sagt okkur um hann,
sem gæti komið honum í vand-
ræði, fullvissaði ég hana og fann
til vonbrigða um leið, — en
eins og þér skiljið, gerir kunn-
ingsskapur hans við ungfrú
Twist það að verkum, að við
hljótum að fræðast eitthvað
meir um hann, í sambandi við
andlát hennar. En vegna ná-
býlisins, hljótið þér að þekkja
hann sæmilega vel — að
minnsta kosti sé ég, að hundur-
inn hans gegnir yður — og
kannski gætuð þér nú sagt okk-
ur hversu vel hann þekkti ung-
frú Twist?
— Jú, hann hefur sjálfsagt
þekkt hana vel . . . hún var
hér hálfgerður heimagangur.
Hún varð hálf-vandræðaleg á
svipinn. — Ég er hrædd um, að
ég sitji býsna oft hérna við
gluggann — ég er ekkja, skilj-
ið þér og ég er hér alein með
páfagauknum mínum. Hún
benti á feitan, grænan páfagauk,
sem húkti á priki í skrautlegu
búri og leit ólundarlega á okkur.
—• Hann er mér til mikillar
huggunar, verð ég að segja, en
ég vil nú gjarna vita, hverju
fer fram, og héðan get ég séð
bæði framdyrnar og út á göt-
una. Þetta er nú ekki annað' en
venjuleg forvitni, en mér þyk-
ir vænt um fólk og vil gjarna
sjá, hverju fram fer hjá því.
Ég lét skilning minn á þessu
í ljés með því að kinka kolli.
Ég var sjálfur eitthvað svipað-
ur . . . . nema hvað mér þótti
ekkert vænt um fólkið.
Hún hélt áfram: — Hann
David er svoddan kvikasilfur.
Hann á fjöldann allan af kunn-
ingj um og er alltaf að hafa boð,
og það eru nú heldur betur háv-
aðasamar samkomur. Ekki að
ég hafi neitt á móti því...........
ég vil gjarna, að imgt fólk
skemmti sér og kunningjar hans
eru allir kátir . . . þetta er
mest leikarafólk, skiljið þér, og
maður sér nú alltaf gegn um
fingur við það. En hann er ó-
sköp almennilegur í sambandi
við þessi boð sín. Hann varar
mig alltaf við því, að nú verði
dálítill hávaði, og stundum get
ég ekki annað en hlegið með
sjálfri mér, þegar ég heyri það
skríða niður stigann, klukkan
tvö og þrjú á nóttunni, skrxkj-
andi og hlæjandi, og David
sussa á það og segir því að hafa
hægt um sig. Og næsta dag
hringir hann hjá mér og biðst af
sökunar. Hann er mjög góður
og nærgætinn. Hann er yfirleitt
allra bezti drengur.
Eg var farinn að verða óþol-
inmóður. Mig langaði ekkert að
heyra hvaða ,,bezti drengur“
hann væri. Ég hafði þegar skap
mér skoðun á honum ,sem var
býsna ósvejgjanleg, og þetta
virtist ekki vera annað en tíma
eyðsla. Ég stakk nefinu niður í
bollann og saup vel á.
• • w bi) 73 • ^>4 ns 3 3 — IDL
S3 •1—5 X «5 BJ eö xo V u © r* 'd u cð VI bu ou !> bu © Gólfflísar % *o twS>5. Æg o nyfflyw HEIMSÞEKKTAR
s 3 u 3 '3 rrt ■ Í3 'O O Deliplast
a w
o o • p-4 > Deliflex
H •— «4-1
Plastino
Gólfdúkar
Frá
Deutsche Linoleum-Werke AD.
sem er stærsti framleiðandi gólfefna í Evrópu.
Leitið upplýsinga hjá
byggingavöruverzlun yðar.