Morgunblaðið - 17.11.1965, Side 1
32 slðiir
RÚSSAR RJUFA 14 MANAÐA
ÞÖGN UM AGREININGINN
— við st|órnina í Peking
Moskvu, 16. nóv.
— NTB-AP —
») Sövélstjórnin rauf í dag
fjórtán mánaða þögn á op-
inberum vettvangi um ágrein
ing sinn og stjórnar Kín-
verska alþýðulýðveldisins —
®g réðist með hörku gegn af-
stöðu og árásum Pekingstjórn
arinnar í garð Sovétstjórnar-
innar, en þær hafa farið vax-
andi að undanförnu. Birtist í
dag í „PRAVDA“, málgagni
sovézka kommúnistaflokks-
ins, 700 orða grein, þar sem
svarað er lið fyrir lið árásar-
greinum þeim, er birzt hafa
í kínverskum blöðum síðustu
daga. Segir „PRAVDA“ stað-
hæfingar Kínverja þar stað-
lausa stafi og uppspuna frá
rótum, til þess ætlaðan að ala
á sundurþykki og klofningi
innan hins kommúníska
heims.
Greininni í ,.PRAVDA“ mun
fyrst og fremst beint gegn árás-
uiri er fram komu í síðustu viku
í blaðinu „Dagiblao Alþýðunnar“
og tímairitinu „Rauði fáninn“.
Þar var Sovétstjórninni fundið
margt til foráttu en sérstaklega
var hún fordaemd fyrir að hafa
haft samvinnu við Bandaríkja-
stjórn um stefnuna í Vietnam-
málinu og fyrir að hafa reynt að
bjarga Bandaríkjastjóm úr
vandasamri aðstöðu í því máli.
Stj órnmálafréttar i tarar í
Moskvu segja, að greinin í
„PRAVDA“ sé óvenju harðorð
og bendi til þess, að Sovétstjórn
in hafi gersamlega geifið upp
alla von um að komast að sam-
komulagi við Pekingstjórnina.
Segja fréttarita.rar að þess hafi
sézt merki að undanförnu, að
ágreiningurinn færi vaxandi —
meðal annars hafi Kínverska
Aliþýðulýðveldið ekki verið á
lista þeim yfir ,,eilífa“ vini Sov-
étríkjanna, sem birtur var í til-
efni 48 ára afmælis sovézku bylt
ingarinnar. Einnig hafa þeir fyr-
ir satt, að Sovétstjórnin hafi uppi
Framhald á bls. 31.
Landstjóri Breta í Ródesíu,
Sir Humphrey Gibbs. Mynd-
in var tekin, er hann kom úr
kirkju sl. sunnudag. Var það
í fyrsta sinn, sem hann fór
út úr húsi eftir að Ian Smith
lýsti yt'ir sjálfstæði Ródesíu.
Dregur til úrslita
i deilu Moskvu og Peking?
„Viö treystum ykkur ekki“
— segir Pekingstjómin í bréfi til Sovétstjórnar-
nnnar, sem OB8ERVER hefur borizt í hendur
| Sovézkírog kínverskir komniúnistar virðast nú
komnir út á yztu nöf í deilum sínum, sem staðið hafa síðustu
sjö árin, að minnsta kosti. Brezka blaðið OBSERVER ræðir
sl. sunnudag um hinar geysihörðu árásir „Dagblaðs alþýð-
itínnar“ í Peking á Sovétstjórnina að undanförnu og segir
jafnframt frá tveimur hréfum, sem farið hafa með leynd
á milli deiluaðilanna og bárust blaðinu í hendur fyrir
skömmu frá herbúðum kommúnista í Austur-Evrópu.
t í bréfum þessum ber hvor aðilinn hinn þyngstu sök-
um og Pekingstjórnin lýsir því yfir berum orðum, að hún
treysti ekki Sovétstjórninni vegna þjónkunar hennar við
Vesturveldin og þá einkum Bandaríkin. Rökstyður Peking-
stjórnin þessa afstöðu með ýmsum afar athyglisverðum
dæmum, sem meðal annars varpa nýju ljósi á þátt Rússa
í Víetnam-málinu. Segir nánar frá bréfum þessum á blaðsíðu
10 í blaðinu í dag.
♦ Edward Crankshaw, sem er
helzti sérfræðingur OBSERVERS
í málum er varða kommúnista-
ríkin og hefur frá upphafi fylgzt
náið með deilum Kínverja og
Rússa, segir, að Kínverjar hafi
nú gengið lengra í árásum sínum
á Sovétstjórnina en dæmi séu til
þau sjö ár, sem liðin eru frá því
deilur ríkjanna urðu háværar.
Hafi „Dagblað alþýðunnar" í
Peking birt illskeyttar árásar-
greinar á Sovétstjórnina að und-
anförnu og Pekingstjórnin þar
með tekið frumkvæðið úr hönd-
um ráðamannanna í Kreml, sem
hafi unnið að undirbúningi þess
að rjúfa vopnahléið,er þeir hafa
haldið nú í rúm.t ár. Létu þeir
verða af því i gær, svo sem sjá
má í fréttinni hér að ofan.
♦ Crankshaw segir Kínverja
einkum harðorða um framkomu
Sovétstjórnarinnar í Víetnam-
málinu. Segi þeir hana beinlínis
hafa svikið kommúnista í hend-
ur bandarískum heimsvaldasinn-
um og saki hana jafnframt um
að hafa gert tilraunir til hernaðar
legrar ihlutunar bæði í Norður-
Víetnam og sjálfu Kína. í „Dag-
blaði alþýðunnar" segir meðal
annars, að þessi framkoma Rússa
hafi flett ofan af hræsni þeirra
og uppgerð er þeir ræði um ein-
ingu kommúnistaríkjanna og jafn
framt sýnt fram á beinan fjand-
Framhald á bls. 31.
Orsök
myrkvun-
- arinnar
Toronto, 6. nóv. — NTB
I Frá því var skýrt í Tor-
onto í dag, að bilun á
raftengsli í rafstöð í Queen
ston í Ontario hafi verið or-
sök hinnar víðtæku myrkv
unar í austurríkjum Banda
ríkjanna og Kanada í síð-
ustu viku.
Hafði bilun þessi i för með
sér, að stór hluti öryggiskerf-
isins för úr sambandi og þar
með fjöldi annarra tengsla. Sú
truflun olli því, að 1.600.000
kílówatta straumur, umfram
þann, sem venjulegur er,
dreifðist í bandaríska rafnet-
ið, sem aftur varð til þess að
öryggiskerfi þess brast.
Rafmagnsleysið náði yfir
204.000 ferkilómetra svæði,
þar sem búa um 40 milljónir
manna.
hafa hagnazt mest
landbúnaðarstefnu EBE
Frakkar
jT
a
Briissel, 16. nóv. NTB-AP
í SKÝRSLU Efnahagsbandalags
Evrópu, sem birt var í Brússel
í dag kemur fram, að Frakkar
hafa mestan hag aðildarríkjanna
af stefnu bandalagsins í land-
búnaðarmálum.
1 NTB-frétt segir, að skýrsla
þessi kunni að hafa einhver á-
hrif á forsetakosningarnar í
Frakklandi, sem fyrirhugaðar
eru 5. desember nk. Hafi land-
Alexei Kosygin, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna og Chou
En-lai, forsætisráðherra Kín-
verska alþýðulýðveldisins.
búnaðarsamtök í Frakklandi
gagnrýnt allharðíega stefnu
frönsku stjórnarinnar í landbún-
aðarviðræðum bandalagsins að
undanförnu og hvatt til þess að
greiða atkvæði gegn de Gaulle,
forseta af þeim sökum. Óttast
samtökin, að sögn NTB, að stöðn
un verði aftur í frönskum land-
búnaði, falli Frakkland frá sam
starfinu innan bandalagsins.
í skýrslunni segir, að frá því
bandalagið var stofnað árið 1958,
hafi útflutningur Frakka á land-
búnaðarafurðum til hinna aðild-
arríkjanna aukizt svo að þeir
standi nú næstum því jafnfætis
Hollendingum, sem eru stærsti
útflutningsaðilinn. Ennfremur
megi þakka það stefnu Efnahags-
bandalagsins, að útflutningur
Frakklands til ríkja, er ptan
bandalagsins standa, hafi farið
svo mjög í vöxt, að þeir standi
þar þegar framar Hollendingum.
f AP-frétt segir, að viðskipti
Efnahagsbandalagsríkjanna á ^
sviði landbúnaðar hafi aukizt úr
1.2 milljörðuim dollara árið 1958
í 2.8 milljarða doliara árið 1964.
Innflutningur V-Þjóðverja á land
búnaðarvörum frá hinum fimm
aðildarríkjunum hefur aukizt á
þessu árabili úr 636 milljónum
dollara í 1300 milljónir dollara,
og er V-Þýzkaland nú stærsti
kaupandi landbúnaðarafurða af
bandalagsrík j unum.