Morgunblaðið - 17.11.1965, Side 21
Miðvikudagur VT. Tiðv. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
2!
— Minningarorb
Framhald af bls. 6
hjalaði rétt við hlustir okkar.
I>á man ég eftir því að Sigfús
sagði eitt sinn: „Þetta er Chop-
in íslands en í Dettifossi hlusta
ég á Wagner. „Þannig mæla að-
eins þeir, sem eru skáld í sínu
innsta eðli, þeir, sem skilja land
sitt og þjóð niður í grunninn og
elska hvorttveggja.
Og nú er Sigfús Blöndahl fall-
inn, horfinn sjónum okkar yfir
hin ókunnu og torráðnu landa-
mæri lífs og dauða. Nú á ég ekki
oftar von á því að mæta þessum
elskulega vini, beinum í baki og
kvikan á fæti á miðju Austur-
stræti, þennan sérstæða persónu-
leika, sviphreina og aðsópsmikla
manni, er setti svo mikinn svip
á bæinn. Reykjavík, sem hann
unni hugástum, er orðip fátæk-
ari. Austurstræti drúpir höfði.
En hinir mörgu vinir hans
heyra enn og hlusta með honum
á árniðinn mikla, sem vekur
spurnina:
„— hvert mun sá straumur
halda,
hvað mun upptökum valda?“
f dag, þegar Sigfús Blöndahl
er kvaddur og til moldar borinn,
er okkur efst í huga þakklæti,
þakklæti fyrir drengskapinn,
tryggðina og kærleikann, sem
hann gaf okkur í einlægri og fals-
lausri vináttu sinni. Við horfum
á eftir honum með djúpum sökn-
uði og biðjum honum góðrar
ferðar og Guðs blessunar. Við
sendum systur hans, frú Krist-
jönu og bústýru hans, Steinunni,
alúðarfyllstu samúðarkveðjur.
Megi oddviti alls, bæði tíða og
þjóða, vera með ykkur, standa
ykkur við hilið og styrkja ykk-
ur. Guð blessi ykkur öll.
Jakob V. Hafstein.
t
SIGFÚS M. Blöndahl er dáinn.
Þá fregn höfum við heyrt og
séð. En viljum ekki falla í
hryggð. Þreifum heldur til gleðj-
andi minninga um mannkosti
hans og þá augljósu fyrirmynd
er mun endast öllum vel.
Sigfús Blöndahl var landskunn
ur maður og víða um Norðurlönd
átti hann vini er munu minnast
hans stóru verka í félagsmálum,
framkvæmda og allsstaðar heið-
arlegra viðskipta. Sannast þar sú
staðreynd að allt geymist vel —
frá grænum stofni.
Svo vil ég minnast á „hið
lnnra“ í eðli þessa einkennilega
manns, sem var oft svo strangur
í viðmóti en jafnan bróðir og
vinur síns náunga, þó einkum
þeirra er stóðu í skugga ein-
hverra vandræða frá sjálfum sér
eða öðrum. Glöggur var Sigfús
á verðmæti hvers einstaklings er
hann kynntist og vildi verðlauna
þau ríflega:
Ég var svo lánsöm að kynn-
ast Blöndahls fólkinu, sem bjó
hér í Lækjargötu 6. Sá strax að
þar var stórbrotið höfðingjaset-
ur, fólk alveg dramblaust og vin-
gjarnlegt, svo sem er háttur allra
mikilmenna. Þeir hlíða boðum
herra síns, þeim eðliskjarna er
Guð hefur þeim gefið.
Það eru mörg ár síðan einn
vinur Sigfúsar sagðist oft vera
í skemmtilegum ferðalögum með
honum. Einu sinni kom það fyr-
ir að hestur Sigfúsar datt á vond-
um vegi, lá með krepptan fót og
blæðandi kaun. Þarna var margt
hraust og góðviljað fólk sem gat
ekki neitt. — En Sigfús vissi eina
ráðið til bjargar — hann kraup
við höfuð hestsins og bað almátt-
uga lækninn að „hjálpa þessum
slasaða vini sínum, meistaraverk
inu, sem vitnar um sinn skapara,
með eðli sínu og afli.“ Og krafta-
verkið kom. Hesturinn stóð upp
og gat staulast laus til næsta
bæjar. Þar var sárið hreinsað
og greri ótrúlega fljótt.
Kristindómur hvers manns er
náðargjöf. Þá sælu hefur Sigfús
fengið í fullri stærð sinna marg-
víslegu staðreynda. Þess vegna
skulum við nú gleðjast. Þakka
Guði fyrir líf og dauða Sigfúsar
Blöndahls. Og vera viss um, að
það er alveg óhætt að trúa Guði
fyrir framtíð allra vorra látnu
vina.
Kristín Sigfúsdóttir
frá Syðri-Völlum.
t
Þ E I M fer nú óðum fækkandi,
mönnunuín af yngri kynslóðinni,
sem „settru svip sinn á bæinn“
eftir lok fyrri heimsstyrjaldar-
innar, um það bil er ég fluttist
hingað til Reykjavíkur með for-
eldrum mínum.
Sigfús Blöndahl fyrrv. aðal-
ræðismaður, sem var tvímæla-
laust í hópi þessara manna, and-
aðist eftir uppskurð í Landsspít-
alanum 7. þ.m., rúmlega áttræð-
ur að aldri.
Með honum er til moldar bor-
inn einn hinn bezti og tryggasti
frændi og vinur, sem ég hef átt.
Aðrir munu rita ágrip um líf
og starf þessa ágætismanns, sem
vegna meðfæddra hæfileika,
mannkosta og menntunar var á
bezta skeiði ævi sinnar einn af
mestu og framsýnustu athafna-
mönnum þessa lands og braut-
’ ryðjandi á ýmsum sviðum.
Ég ætla mér aðeins að þakka
honum fyrir vináttu hans og
órjúfandi tryggð við mig og fjöl-
skyldu mína, fyrir margar ánægju
og fræðslustundir, sem hann
veitti mér og konu minni, bæði
á laxveiðiferðum okkar í Borg-
arfirði fyrr á árum og á heim-
ilum okkar.
Hann hafði ferðazt víða um
lönd og dvalizt erlendis svo ár-
um skipti. Kunni hann því frá
mörgu að segja og sagði mæta
vel frá. Alls staðar ferðaðist
hann um með opinn huga og hik-
aði ekki við að koma í fram-
kvæmd hér heima þeim nýjung-
um, sem hanii sá og hugði að
þjóð okkar myndi til hagsbóta
verða, þó að allmikla fjárhags-
lega áhættu hefði það stundum
í för með sér. Komu þær venju-
lega fyrst fyrirtækjum hans og
síðan allri þjóðinni að góðum
notum.
En ógleymanlegust verður mér
tryggð hans og vinátta. Fáir
munu vinir hans hafa veikzt og
verið lagðir á sjúkrahús, að hann
kæmi ekki í heimsókn til þeirrá,
þrátt fyrir oft nauman tíma,
til að stytta þeim stundir, ef hann
vissi um það. Og fáir munu hafa
tekið það óstinnara upp en hann,
ef hann var þar staddur, sem
menn skemmtu sér við að tala
illa um og níða náunga sína,
hvort sem hann þekkti þá róg-
bornu eða ekki.
Ég samhryggist Kristjönu syst-
ur hans, sem nú lifir ein þeirra
systkina og öðrum nánustu
vandamönnum hans, svo og Stein
unni ráðskonu hans, sem kom
sem ung stúlka á heimili hans
og konu hans, Áslaugar, sem því
miður andaðist eftir alltof
skamma en ástríka sambúð, og
hefur staðið fyrir heimili hans
síðan af hinni mestu umhyggju
og prýði.
Vertu sæll, vinur minn og
frændi.
Lárus Jóhannesson.
— Velvakandi
Framhald af bls. 6
eins og bréfritari tekur rétti-
lega fram.
Boeing-slysin hljóta a'ð vekja
athygli og ugg allra þeirra, sem
með flugmálum fylgjast, þóy;
þau sanni engan veginn að eitt-
hvað sé bogið við þotuna.
Boeing-727 er að flestu leyti
áþekk Boeing-707, sem hefur
reynzt afburða vel — og er
talið eitt öruggasta farartæki,
sem nú flýgur. Fyrrnefnda
þotan er aðeins minni en 707,
búkurinn ögn styttri, en í grund
vallaratriðum sá sami. Aðal-
munurinn er fólginn í því, að
hreyflunum á stærri þotunni er
komið fyrir undir vængjunum,
en á aftanverðum búknum á
þeirri minni.
ir Flugslys fátíð
Að svo komnu máli er
varla meiri ástæða til að „af-
skrif“ Boeing-727 fremur en
að segja, að Volkswagen sé lé-
legur bíll, ef þrír fara út af
Þingvallaveginum sama daginn.
Þessi þota er notuð geysimikfll
í Bandaríkjunum — og Boeing-
727 fjölgar stöðugt í öðrum hlut
um heims. Eigendur þotanna
eru sennilega langtum hrædd-
ari við almenningsálitið og það
umtal, sem slysin valda, en að
einhverjir gallar séu í þotunum
sjálfum.
Þróunin í farþegafluginu er
sú, að sífellt stærri þotur eru
smíðáðar, flutningarnir aukast
— og fargjöldin munu lækka.
Ég sé ekki nokkur rök fyrir
því að við höldum okkur við
smáþotur, ef stærri þotur hæfa
okkur betur. Óhugsandi er að
girða fyrir flugslys með öllu
fremur en önnur slys — og
flugslysin eru miklu fátíðari en
fólk gerir sér yfirleitt í hugar-
lund, þegar miðáð er við þá
geysimiklu flutninga, sem fram
fara í loftinu nú orðið. *
20 vélstjórar
til Danmerkur
SÍÐASTLIÐINN laugardag héldu
tuttugu islenakir vélstjórar til
Danmerkur í boði Sabo-verk-
smiðjanna, sem greiða allan
dvalarkostnað þeirra þar.
Vélstjórarnir, sem flestir eru
starfandi við hraðfrystihús víða
á landinu, munu dvelja sjö daga
í Danmörku og kynna sér rekst
ur Sabo- og Dannebrog-verk-
smiðjanna og ýmsar tæknilega
nýjungar í hraðfrystivélaiðnað-
inum þar.
NYTT
Ótrúlega lágt verð á vönduðum
prjónanœlonskyrtum
— Krónur 198.—
Margir litir — Allar stœrðir
Austurstræti 9.
Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna
Verður í Sjálfstæðishúsinu í kvöld 17. nov. kl. 20,30
Sjálf stæðisf ólk!
Takið þátt í góðri
skemmtun
Sœkið spilakvöldin
Ávarp kvöldsins flytur
Magnús L. Sveinsson
skrifstofustjóri Verzl-
unarm.fél. Reykjavíkur
húsið opnað kl. 20
'k Veitt verða góð spilaverðlaun og happdrætti
verður að vanda.
ir Kvikmynd: „Eiðfesting“ með íslenzku tali.
■jr Þá verður endursýnd kvikmynd úr sumarferð
Varðar 1965, vegna fjölda áskorana.
'k’ Sætamiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins á venjulegum skrifstofutíma.
SKEMMTINEFNDIN.