Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 3
5
f Laugardagur 20. nóv. 1965
MORCU N B LAÐIÐ
K.
Brezk stúlka hlýtur
,Miss World' titilinn
Sigrún Vignisdóttir hlaut verðlaun frá
snyrtivöruíyrirtækinu Max Factor
ÁRLEGA ern haldnar um
allan heim talþjóðlegar feffuorð-
arsamkeppnir, þar sem mætt-
ir eru fulltrúar flestra þjóða
veraldar, og hljóta þá sigur-
vegararnir einhvern titil, auk
álitlegra verðlauna. Það þykir
alltaf nokkrum tíðindum sæta,
þegar slíkar fegurðarsam-
keppnir fara fram, enda gefst
mönnum þar ágætt tækifæri
til þess að sjá hvað heimurinm
hefur fram að bjóða af kven-
legri fegurð.
Fegurðarsamkeppnir þessar
hafa líka sína ýmsu kosti fyr-
ir stúlkurnar, sem þátt taka
í þeim, því þær eru fyrirtaks
stökkpallur til frægðarinnar,
og t. d. hafa ýmsar fegurðar-
dísanna náð miklum frama á
hvíta tjaldinu. Er í því sam-
bandi skemmst að minnast
Ginu Lollobrigida Og Claudiu
Cardinale, sem báðar urðu feg
urðardrottningar Ítalíu.
Við íslendingar höfum 1
mörg undamfarin ár átt full-
trúa á þessum allþjóðlegu feg-
urðarsamkeppnum, sem hafa
orðið íslenzkri fegurð sízt til
minnkunar. ^Sú sem lengst
komst í slíkri fegurðarsam-
keppni, var Guðrún Bjarna-
dóttir, en hún sigraði í feg-
urðarsamkeppni, sem haldin
var á Langasandi í Banda-
ríkjunum 1963, og hlaut fyrir
titilinn „Ungfrú Alheimur. Þá
hafa bæði SigríðUr Geirs og
Sigrún Ragnarsdóttir náð
langt á þessum vettvangi.
í Lundúnum stendur um
þessar mundir yfir ein slík
fegurðarsamkeppmi og er þar
keppt um titilinn „Miss
World“. Þangað eru mættar
fegurðardrottningar frá 48
löndum, og það verður eflaust
ekki auðhlaupið fyrir dómar-
ana að velja úr hinar fegurstu.
Fulltrúi slands í „Miss World“
keppninni er Sigrún Vignis-
dóttir. Hún vann sér það til
frægðar skömrnu fyrir feg-
urðarsamkeppnina, að sigra
í fegurðarsamkeppni, sem
snyrtivörufyrirtækið M a x
Factor efndi til. Hlaut hún að
verðlaunum bikar og full-
komna snyrtitösku með vör-
um fyrirtækisins.
Eins og oft vill verða, eru
ýmsir spádómar á lofti um
það^hver muni fara með sigur
af hólmi í fegurðarsamkeppn-
inni og flestir spá því, að það
verði annaðhvort, ungfrú
Bandaríkin eða umgfrú Frakk-
land. Umtalaðasta stúlkan er
Fulltrúi Islands í „Miss World" fegurðarsamkeppninni, Sig-
rún Vignirsdóttir ásamt bikar þeim, er hún hlaut frá
snyrtivörufyrirtækinu Max Factor.
þó án efa ungfrú Ródesía og
má hún þakka það sjálfstæðis-
yfirlýsingu Ian Smiths, sem
svo mjög er í fréttunum.
.áh
I fréttastofufregn frá AP,
sem barst seint í gærkvöldi,
er frá því skýrt, að ungfrú
Lesley Langley frá Bretlandi
hafi hlotið titilinn „Miss
World“, og er það í amnað
skipti í röð, sem brezk stúlka
hlýtur þann titil. I öðru sæti
varð ungfrú Bandarikin,
þriðja ungfrú trland, fjórða
ungfrú Austurríki og fimmta
ungfrú Tahiti. Sigrún Vignirs-
dóttir var ekiki meðal þeirra
16, er komust í undanúrslit.
Umferðarmiðstööin
opnar um helgina
Byggingu Umferðarmiðstöðvar
innar við Hringbraut er nú að
mestu lokið og mun Bifreiðastöð
fslands, sem verið hefur til
húsa við Kalkofsveg ©g hefur á
hendi afgreiðslu fyrir flesta sér-
leyfishafa, sem aka til og frá
Reykjavík, flytja þangað nú um
helgina. Búizt er við að þeir sem
nnnarsstaðar hafa afgreiðslu flytji
þangað einnig innan tiðar og er
það vissulega hagræði fyrir far-
þega að allir iangferðabílar séu
ú sama stað. Fyrir nokkru er
vmferðardeild póststjórnarinnar
Innar flutt í húsið og innan fárra
ðaga verður þar opnað pósthús.
Samtímis og sérieyfisafgreiðsl
«n flytur, opnar Hlað hf. söluturn
í húsinu en stefnir að því að
hefja þar veitingastarfsemi síðar
1 vetur. Þá mun Verzlunarbank-
inn opna þar útibú innan tiðar.
Byggingunni er ekki að fullu
lokið en vonazt er til að það
verði fyrir vorið og verði þá
flest sú starfsemi sem fyrirhuguð
er þar, komin í gang. Aðstaða
langferðaibílanna breytist um
flest til bóta við flutninginn í
hina nýju stöð. Þeir hafa búið
við óviðunandi húsnæði bæði
fyrir sjálfa sig og farþega og
stárfsfólk. Bilastæði hafa verjð
ófullnægjandi og miklir erfið
leikar vegna hinnar þungu um-
ferðar í miðbænum. Ætti brott-
flutningur svo margra og stórra
bíla úr miðbænum mjög að létta
á umferðinni þar, auk þess sem
nú hverfur af þeim slóðum mikil
fjöldi fólksflutninga- og sendi-
’bíla, sem dag hvern hafa á erindi
að stöðinni við Kalkofsveg með
fólk og farangur. í nýju stöðinni
fá sérieyfishafar rúmgóðan af-
greiðslusal ágæta pakkageymslu
og nóg skrifstofurými. Auk þess
verða bílastæði rúmgóð og um-
ferðaleiðir greiðar umhverfis
stöðina. Nokkur bráðabirgða-
skipan verður fyrst um sinn á
tengingu stöðvarinnar við um-
ferðakerfi borgarinnar, en slíkt
stendur til bóta. Strætisvagna-
ferðir úr miðbænum í naesta ná-
grenni stöðvarinnar eru tíðar og
m-in þá er reynsla er fengin
verða stefnt að enn hagstæðari
ferðum þangað og þá helzt heim
í hlað.
Stjórn Umferðarmiðstöðvarinn ar skipa: Kristjón Kristjónsson,
Gunnlaugur Pétursson, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Heiðdal.
Hér eru þeir staddir í hinum vist legu salarkynnum stöðvarinnar.
— Borgarstjórn
Framhald af bls. 2
verið að leggja grundvöll að
framtiðarþjóðfélaginu. Er það
vinnuafl frá þeim framkvæmd-
um, sem Kristján Benediktsson
vill draga? Nú eru miklar fram-
kvæmdir við íbúðabyggingar.
Vill Kristján Benediktsson draga
(jármagn og vinnuafl frá þeim?
Borgarstjóri ítrekaði síðan spurn-
ingu sína til Kristjáns Benedikts-
eonar, hvernig hann ætlaði að
(ramkvæma „niðurröðun verk-
efnanna".
Alfreð Gíslason (K) ræddi um
þær framkvæmdir borgarinnar,
Bem ekki hefðu staðizt samkvæmt
éætlun og sagði, að lítið þýddi
eð afsaka það með vinnuafls-
ekorti. Hann hefði aUtaf verið
íyrir hendi. Hann afsakaði ekki
sleifarlag í framkvæmdum borg-
armnar.
Kristján Benediktsson (F)
sagði, að það gæti ek’ki gengið
til lengdar, að nauðsynlegar
framkvæmdir tefðust vegna
vinnuaflsskorts. Hægt væri að
skipuleggja röðun framkvæmda
með tvennu móti, útlánastefnu
bankanna og með leyfum. Hann
sagði að núverandi ríkisstjórn
hefði reynt að fara fyrri leiðina
og væru ýmsir þeirrar skoðunar,
að hún hefði ekki gefizt vel.
Sagði borgarfulltrúinn, að ef
ekki væri hægt að tryggja bygg-
ingu ýmissa nauðsynlegra stofn-
ana með útlánastefnu bankanna
sæi hann ekki aðra leið en leyfis-
veitingar fyrir byggingum.
Guðmundur Vigfússon (K)
sagði, að hér væri um að ræða
mikið vandamál. Sjálfstæðis-
menn hefðu áður hafnað öllum
áætlunum, nú hefðu þeir tekið
þær upp en „vont var þeirra á-
ætlanaleysi, verri er þeirra á-
ætlanagerð", sagði borgarfulltrú-
inn. Ef ekki er hægt að hafa
skynsamlega stjórn á fjárfesting-
armálum í gegnum útlánastefnu
bankanna tel ég það enga goðgá
sagði Guðmundur Vigfússon að
„verzlunar- og iðnaðarhallir“
verði háðar leyfisveitingum.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, tók aftur til máls og sagði,
að Kristján Benediktsson og Guð
mundur Vigfússon hefðu báðir
lýst því yfir, að þeir gætu vel
hugsað sér að taka upp fjárfest-
ingarhömlur á ný. Sagði borgar-
stjóri að það væri neikvætt fyrir
hið opinbera að vera sett undir
fjárfestingarstjórn. Slík stjórn
hlyti að vera pólitísk stjórn og
pólitískir flokkar væru þannig
gerðir að þeir vildu frekar leysa
úr vandamálum einstaklinga en
hins opinbera. Fjárfestingar-
stjórn gæti ekki raðað verkefn-
unum eins og Kristján Bene-
diktsson vildi vera láta. Þá benti
borgarstjóri á að verzlunarhúsin
við Suðurlandsbraut, sem alltaf
væru höfð í flimtingu, baéru ekki
vitni um sterkt peningavald.
Flest hefðu þau verið í byggingu
í 6—7 ár og ekki eitt einasta
þeirra fullbyggt enn.
Borgarstjóri ræddi svo að lok-
um um áætlanagerð borgarinnar
og kvaðst vona, að hægt yrði að
ræða þau mál á þann veg að
hafa í huga hvaða forsendur
hefðu legið að baki áætlununum
og hvort þær forsendur hefðu
staðizt. Allar þær áætlanir sem
í er vitnað, sagði borgarstjóri,
eru byggðar á því að Reykjavík-
urborg fullnægi þörfum íbúanna
eins og bezt gerist annars staðar.
Að lokum tók Adda Bára Sig-
fúsdóttir til máls en síðan var
samþykkt frávísunartillaga við
tillögu hennar.
KTAKSÍflWU
Málefnasnauður
minnihluti
Minnihlutaflokkarnir í borgar-
stjórn hafa reynzt málefnasmauð-
ir það sem af er þessu kjörtíma-
bili, en ef marka má tillögumoð
þeirra á borgarstjómarfundi síð-
astliðinn fimmtudag, ætla þeir
nú að taka á sig rögg, þegar nálg-
ast tekur kosningar, og hefja
máiefnabaráttu innan borgar-
stjórnarinnar. Ekki verður þó
sagt, að vel haíi til tekizt. Helztn
baráttumál fulltrúa Framsóknar-
flokksins á borg arstjórnorfundi
síðasUiðinn fimmtudag voru þau,
að taka upp hina illræmdu hafta-
stefnu. Greinilegt var af ræðu
Kristjáns Benediktssonar, borg-
orfulltrúa Framsóknarflokksins,
að það er einmitt það ástand,
sem Framsóknarflokkurinn viU
koma á aftur. Af einhverjum
ástæðum vakti tillaga Björns
Guðmundssonar, borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins, um hrein-
gerningar í skólum eihhverja
kátinu meðal borgarfulltrúa, og
er erfitt að skilja hvernig á þvi
stendur. Hér er lun gagnmerkt
hugsjónamál Framsóknarflokks-
ins að ræða, og ástæðulaust að
hafa það í flimtingum. Ennfrem-
ur ber að meta þann frumleika
sem fram kemur í þessari tillögu-
gerð borgarfulltrúa Framsóknar-
flokksins. Borgarfulltrúar komm
únista höfðu hinsvegar þann hátt
á að bera fram tillögur um at-
huganir á hinum og þessum mál-
um, sem athuganir h.xfa staðið
á mismunandi langan tíma, og
þeim var fullkunnugt um. Þetta
tillögumoð minnihlutaflokkanna
sýnir, hversu gjörsamlega mál-
efnasnauðir þeir eru. Þeir hafa
ekkert fram að færa í borgar-
stjórn nema smámál, stóru málin
láta þeir sig engu skipta,
Yíirlýsing hrepp-
stjóranna í Kjósar-
sýslu
Málgagn Framsóknarflokksins
hefur að undanförnu verið undir-
lagt með heimsstyrj.xldarfyrir-
sögnum um veitingu bæjarfógeta
embættisins í Hafnarfirði og mót
mælum gegn því. Af einhverjum
ástæðum hefur hinsvegar farizt
fyrir hjá þessu heiðvirða blaði
að birta yfirlýsingu hreppsstjór-
anna í Kjós.xrsýslu um að þeir
beri fullt traust til dómsmálaráð-
herra, Jóhann, Hafsteins og hins
nýskipaða bæjarfógeta og sýslu-
manns. Einars Ingimundarsonar.
Væntanlega bætir Tíminn úr
vangá að ræða hjá Tímanum.
Entginn vænir það blað um að
vilja ekki birta þessa yfirlýsingu.
Slíkt væri of mikil þröngsýni hjá
málgagni svo frjálslynds og víð-
sýns stjómmálaflokks og Fram-
sóknarflokkurinn segist vera.
Væntanlega bætir Timinn úr
þessum mistökum hið fyrsta, og
birtir yfirlýsingu hreppsstjóranna
í Kjósarsýslu, svo að lesendur
blxðsins fái sem gleggsta mynd
af þvi sem gerzt hefur í þessu
máli. ^
Hvað gerir
Hannibal?
Fyrir nokkrum dögum var at-
hygli vakin á þvi hér í blaðinu,
að ný viðhorf hafa skapazt intnan
þingflokks Alþýðubandal.xgsins,
og að Hannibal Valdemarsson og
fylgismenn hans eru þar í meiri-
hluta vegna þingsetu tveggja
vartxmannta, og jafnframt var á
það bent, að nú hafa hin-
ir svonefr.idu Alþýðubandtxlags-
menn gullið tækifæri tU þess að
taka frumkvæðið i baráttunni
við Sósíalistaflokkinn með því að
kljúfa þingflokk Alþýðubanda-
lagsins og stofna nýjxn flokk.
Entn hafa þeir ekki látið til
skarar skríða. Brestur bá kiark?