Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐID Laugardagur 20. növ. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne gat talað ofurlítið áður en hann dó. Ég stirðnaði upp. — Hvað sagði hann? Voruð þér hjá hon um? Gátuð þér heyrt það? Hann leit laumulega framhjá laekninum og á lítinn hóp manna, sem stóð í horninu á þetta hinir gestirnir sem þarna höfðu verið inni en verið kyrr- settir, til þess að spyrja þá. Hann lækkaði röddina. — Ég er viss um, að enginn hefur heyrt það nema ég og læknir- inn. Við stóðum næstir honum. En ég vil ekki fara að bera það út, ef einhver skyldi fara að leggja eitthvað upp úr því. Hann krotaði eitthvað í minnis- bókina sína. — Það var einna likast þessu: Hann sýndi mér í í bókina og þar hafði hann krot að með upphafsstöfum orðin: TOM TEAL. í>að var líkast því sem hann vildi segja okkur, hver hefði gert það. Ég dró andann djúpt og starði á samankreppt líkið. — Bölv- aður asninn þinn! tautaði ég milli tannanna. — Helvízkur glópurinn! Þetta var ljótt morð. Hend- urnar gripu enn um skaftið á hnífnum sem stóð á kafi í brjóstinu, fæturnir útglenntir og andlitið stirðnað í kvalasvip og líktist mest brúðu, sem búktal- ari notar. Hann hafði verið að gráta, þegar hann var stunginn, því að dálítil vindlingaaska var klesst í kinnina á honum, sem var vot. Ég laut niður og lokaði þess- um starandi augum. — Það hefði einhver átt að vera búinn að þessu, urraði ég reiðilega. Ég leit á ljósmyndarann. — Ertu búinn? Hann kinkaði kolli. Ég tók vasaklútinn minn, los- aði hnífinn úr blóðugum fingr- unum, og þurfti að taka á öll- um mínum kröftum til þess að draga hann út úr sárinú. í dimm unni að baki mér heyrði ég, að einhver var að kasta upp. Ég. gat hugsað mér, hvernig honum liði. Ég horfði á blóðugt vopn- ið, sem lá á blettótta, hvíta klútn □---------------------------D 30 □---------------------------□ um. — Þetta var skellishnífur. Þegar Saunders tók við honum, tók ég eftir því, að höndin var ekki laus við skjálfta. Ég benti lækninum, og í félagi réttum við úr krepptum limunum og læknirinn krosslagði meira að segja hendurnar á brjóstinu. Ég stillti mig um að líta á andlitið meðan ég var að rann- HVAÐ ER coverali ? Vestur þýzk úrvats Teppi Framleidd aí stærstu Gólfefnaverksmiðju EVROPU 6 Breiddir: 67-100-133-200-300-400 cm 10 Gerðir, t.d. Ull — Perlon — Dralon Allar með gúmmíundirlagi sem leggja má beint á steininn 106 Glæsilegir litir Leyfishafar! Sýnishorn fyrirliggjandi á skrifstofunni FRAMLEIDD AF: DEUTSCHE LINOLEUM WERKE AG Einkaumboðsmenn: ÁRNI SIEMSEN AUSTURSTR. 17 — Mundu nú eftir mér meðan ég er í burtu. saka líkið. Ég tæmdi alla vasa og setti innihald þeirra á gólf- ið hjá mér. Þetta hefði nú ein- hver annar getað gert, en ég kærði mig hvergi . . . stund- in, sem ég hafði alltaf óttazt, var liðin. Þegar ég hafði lokið þessu, flutti Saunders hlutina yfir á borð, sem þarna var og ég reis á fætur þreytulega og þerr- aði blóðið af höndunum á ein- hverjum klút, sem einhver rétti mér. Ég gaf sjúkravagnsmönn- unum bendingu og svo stóðum við þarna, hálfvandræðalegir meðan þeir voru að leggja líkið á borurnar, breiddu yfir það og báru það síðan út í vagninn, sem beið fyrir utan. — Er eigandinn hérna við- staddur? sagði ég. Lítill, kringlu leitur maður, fölur í andliti, mjakaði sér fram, með hræddu augnaráði og sjálfandi hendui. — Eruð þér Jimmy Bernard? Hann kinkaði kolli. — Eru ekki til nein tjöld fyrir gluggana þá arna? Hann hristi höfuðið, heimskulegur á svipinn. Ég leit reiðilega út á götuna. Yfir höfuðin á ókyrri mann- þrönginni sá ég ekki annað en hrætt andlit á krakka, sem fað ir hans hélt á lofti, og starði gapandi af skelfingu á þessa ó- venjulegu sjón — dauðan mann, sem breitt var yfir. Ég sneri mér að Saunders. — Láttu þá ryðja götuna! og girða hana af — ég vil ekki hafa neinn héma megin á götunni, á næstu tuttugu skrefum. -Ég stóð stundarkorn og talaði við ókyrrt fólkið — tvo ungl- inga með sítt hár, í leðurjökk- um og gallabuxum, og tvær tyggigúmjótrandi stelpur með hrosstagl, og fullorðna konu, sem virtist vera að fara eitt- hvað á næturvakt, dáta og stúlk una hans . . . Liðþjálfi í ein- kennisbúningi var að taka skýrslu, vandlega og alvarlega. Ég gaf Carter höfuðbendingu og dró hann yfir að borði, sem stóð næst glymskrattanum í horninu, en bað Bernard um leið að koma með sterkt kaffi handa okkur. — Gott og vel, sagði ég og setti vindlinga og eldspýtur fyr ir framan mig á borðið, og leit síðan á félaga minn. — Hvernig gekk þetta til’ Hann var árvakur og dugleg- ur maður og eyddi engum orð um til ónýtis. Svo virtist sem Dane hefði farið úr húsinu heima hjá sér, klukkan 8.48, hafði ekið hratt og krókótt, með Carter á hælunum, til Totem- kaffistofunnar. — Hann sat við borðið þarna^ sagði Carter og benti á borðið, sem var beint fram undan okk- ur, hinumegin við glymskratt- ann, — og sneri baki að glugg- anum. Hann pantaði kaffi og fór að lesa í blaði. Hann var ber- sýnilega að bíða eftir einhverj- um, því að hann var alltaf að líta á úrið sitt og svo starði hann í spegilinn yfir afgreiðslu borðinu, sem hægt er að sjá í til dyranna. Ég var þarna í horn- inu, svo að hann sá mig ekki, þegar hann var að horfa. Við höfum víst verið búnir að sitja þarna í heilan klukkutíma, en hverjum, sem hann hefur verið að bíða eftir, þá kom hann ekki, hann keðjureykti mestallan tím ann. Skömmu eftir klukkan tíu komu þrír unglingar inn — tveir þeirra eru hérna enn — það eru þessir fallegu þarna með hárið — þeir settust við afgreiðslu- borðið og tóku að gera óspektir . . . þér vitið hvernig þeir fara að. þegar þeir vilja koma af stað áflogum . . . fara að gera athugasemdir um fólk og reka svo upp skellihlátur . . . ég gæti snúið þá úr hálsliðnum. — Og svo var það, að foringinn, langur sláni í mótorhjólakápu . . . hann sezt á rassinn á borð- íð hjá Dane og tók að móðga hann, svona hér um bil eftir því sem hann gat verið dónaleg- astur. Hann ætlaði augsýnilega að æsa hann upp. — En hvað var gestgjafinn að hugsa? — Hann gerði nú ekki annað en láta eins og hann sæi það ekki. Og hvað gat hann gert? Hann var auðvitað skíthræddur, og varla láandi þegar svona lýð- ur er annarsvegar. En Dane tók þessu vel. Ég fór að hugsa, að það væri rétt, að ég skærist í leikinn og hefði bara betur gert-það! En ég vildi bara ekki fæla Dane burtu, og þessir dólg- ar eru nú ekki alltaf eins slæm- ir og þeir láta. En viðureignin náði nú samt hámarki þegar dólgurinn skvetti kaffinu sínu framan á Dane og allt komst í uppnám á svipstundu. Ég var ris inn upp og dátinn þarna leit út eins og hann ætlaði að skerast í leikinn, en þá slokknuðu öll ljósin. Ég var kominn hálfa leið yfir gólfið og var alltaf að reka mig á borð og stóla, þpg ar Dane æpti upp og ég ’fékk hann á mig með öllum hans þunga. Og ég var enn að reyria að styðja hann, þegar ljósin kviknuðu aftur. — Hver kveikti þau? — Hver kveikti þau? — Það var gestgjafinn. Og þarna stóðum við. Dane hvíldi í fanginu á mér með þessa sveðju á kafi í sér, en árásarmaðurinn hvergi sjáanlegur. En dátinn var snarráður, verð ég að segja. Það var hann sem varnaði öllum hin um útgöngu — sló einn þeirra niður. Ég fleygði flautunni minni til hans og hann blés og tveir lögregluþjónar voru komn ir á svipstundu. Dane gusaði úr sér blóði út um allt. Ég lagði hann á gólfið, og honum tókst að koma út úr sér þessum tveim ur orðum. Og þá er sagan öll. — En í guðs almáttugs bæn- um, hvað varð af dólgnum? Carter fórnaði höndum. — Ég býst við, að hann hafi komizt út um gluggann á karla- salerninu. Dátinn segir, að hann hafi ekki komizt út að framan, enda var hann sjálfur beint fyr- ir dyrunum. Ég fékk annan lög- reglumanninn með mér að leita, en við fundum ekkert. Og svo hringdi ég í yður, þegar ég kom inn aftur. — Og sagði Dane ekkert meira? —■ Ekkert. Ég starði fast og grimmdar- lega á unglingana tvo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.