Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. nóv. 1965
ffJiarjpíiM&foiifr
Ötgefandi:
Fromk væmdas t j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
FRAMSÓKN KREFST
NÝRRA HAFTA
au tíðindi gerðust á borg-
arstjórnarfundi í fyrra-
kvöld, að fulltrúi Framsókn-
arflokksins, Kristján Bene-
diktsson, lýsti því yfir, að
hann teldi að takmarka ætti
byggingarframkvæmdir með
veitingu fjárfestingarleyfa.
Fyrst ræddi hann um að
nauðsynlegt væri að „raða
framkvæmdum niður eftir
nauðsyn þeirra“, en þegar
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri gekk á hann og spurði
hvernig þessu yrði fyrir kom-
ið, játaði hann að það, sem
við væri átt, væru nýjar fjár-
festingarhömlur.
Það er að vísu ekki nýtt,
að Framsóknarflokkurinn
vilji höft og þvinganir. Það
hefur verið stefna þess flokks
frá fyrstu tíð. Hinsvegar hafa
foringjar flokksins gert sér
grein fyrir því, að fólkið í
landinu hefur fordæmt þessa
stefnu og þess vegna hafa
þeir ekki opinberlega síðustu
árin haldið því fram að
hverfa ætti að nýju til haft-
anna og þeirrar ofstjórnar-
stefnu, sem hér ríkti áður en
viðreisnin hófst.
“Framsóknarmenn hafa að
undanförnu rætt mikið um
það, sem þeir kalla „hina
leiðina“, en erfitt hefur verið
að fá það skýrt hvað átt væri
við með þessu. Yfirlýsing
Kristjáns Benediktssonar á
borgarstjórnarfundi gefur
hinsvegar vísbendingu um,
hvað það er sem átt er við
með þessu orðatiltæki, enda
renndi víst flesta grun í það,
sem þekkja til starfa og
stefnu Framsóknarflokksins
frá fyrstu tíð.
Héðan í frá fer það ekki
milli mála, að það sem Fram-
sóknarforingjarnir vilja er,
að aftur verði horfið til upp-
bóta- og haftastefnunnar, sem
verst gafst hér á landi og
hindraði örar framfarir. Er
vissulega ánægjulegt að hafa
fengið um það yfirlýsingu, að
þessi sé enn sem fyrr stefna
Framsóknarflokksins. Fólk
þarf þá ekki að fara í graf-
götur með það, hvað það kýs
yfir sig er það velur þann
flokk.
Á valdatíma núverandi rík-
isstjórnar hafa kjósendur í
rauninni ekki átt um neitt að
velja. Annarsvegar hefur ver
ið þróttmikil frjálsræðis-
stefna ríkisstjórnarinnar og
stuðningsflokka hennar, hins-
vegar hefur verið óljós henti-
stefna Framsóknarflokksins.
Það var ekki fyrr en í haust,
sem Eysteinn Jónsson, for-
maður Framsóknarflokksins,
kom fram með „hina leiðina",
en þó reyndist ómögulegt að
fá það skýrt, hvað í henni
fælist. Nú hefur borgarfull-
trúi Framsóknarflokksins,
Kristján Benediktsson, endan
lega tekið af skarið um það,
hver „hin leiðin“ sé, og þar
með hafa kjósendur fengið
um tvær ólíkar stefnur að
velja. Annarsvegar er hin
gamla og úrelta haftastefna,
sem Framsóknarflokkurinn
boðar nú á ný, en gekk sér
til húðar fyrir mörgum ár-
um. Hinsvegar er þróttmikil
uppbyggingarstefna núver-
andi ríkisstjórnar, sem bygg-
ist á frelsi og frjálsræði í við-
skiptum og atvinnulífi. Nú
eiga menn völina, og er víst
enginn í vafa um hvora leið-
ina velja skal.
/ HUGSJÓNALEIT
A nnars er alveg ljóst af þeim
r*■ málum, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur borið fram
í borgarstjórn að þessi flokk-
ur hefur staðið í mikilli
hugsjónaleit að undanförnu.
— Kristján Benediktsson,
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, hefur tekið að
sér það hlutverk að berjast
fyrir nýjum höftum á bygg-
ingarframkvæmdum innan
borgarstjórnarinnar, en segja
má með nokkru sanni, að
Björn Guðmundsson, sem er
annar borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokksins, hafi ekki síð-
ur beitt sér fyrir merku hug-
sjónamáli á borgarstjórnar-
fundi síðastliðinn fimmtu-
dag. En þar lagði hann fram
tillögu um hreingerningar í
ýmsum stofnunum, og þar
sagði m.a.:
„Hreingerning á skrifstof-
um, skólastofum og sjúkra-
húsum borgarinnar kostar
mikið fé, og er enn í dag
framkvæmd á þann hátt, að
þvottakonur hafa ekki annað
í höndum en gólftusku og
skrubb, svo og vatn í skjólu.
Verða þær síðan að vinda
skólpið úr tuskunum til þess
að geta þurrkað með þeim á
eftir. Þessi vinnubrögð eru
bæði óhentug og kostnaðar-
söm“.
Borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins bendir síðan á leið
til úrbóta í þessu vandasama
máli, og segir í tillögu sinni:
„Fyrir því ákveður borgar-
stjórn Reykjavíkur að láta
kanna, hvort fáanleg séu
heppileg rafmagnstæki til
pess að þvo gólf og þurrka,
þar sem þvottakonurnar þurfa
lítið annað að gera en að
i Orvænting í á-
rdöri Kínverja
| Senda þeír „sjélfboðaliða64 til
1 Vietnam, og er nú deilan við
! Rússa komin á leiðarenda?
WILLIAM L. Ryan, Associa-
ed Press, hefur skrifað eftir-
l randi grein um Kína og
Vietnam. William L. Ryan er
sérfræðingur í málefnum
kommúnistalandanna og hefur
að baki mikla reynslu sem
fréttaritari hjá AP.
New York, 17. nóv. — AP
Síðustu áróðursbreiðsíð-
urnar, sem gengið hafa
milli Moskvu og Peking,
benda til þess að Kína hafi
áhyggjur þungar af óförum
kommúnista í Vietnam, og
óttist að ef ekki komi til
veruleg aðstoð, hafi málin
þegar skipazt svo, að tek-
ið sé að halla undan fæti
varðandi málstað kommún
ista. Þetta mundi skýra
hversu hræðin hefur soðið
í Kínverjum í árásunum á
Moskvu að undanförnu, og
er ekki ólíklegt að þessi
síðustu reiðiskeyti milli ris
anna tveggja í kommúnista
heiminum hafi tekið af
skarið um, að ekki verður
aftur snúið.
Þolinmæðin í Moskvu er nú
nánast á þrotum, og í vik-
unni var því fram haldið þar,
að Kreml óskaði eftir „sam-
ræmdum aðgerðum" í Viet-
nam, en Peking hefði spillt
fyrir þeim. Grein um þetta í
Pravda gerði ekki nánar grein
fyrir því, við hvað átt væri
með þessum „samræmdu að-
gerðum", en hins vegar hefur
verið látið að því liggja.
Það sem Moskva vildi, að
því er heimildir, sem ættu að
vita um það, segja, var „topp
fundur kommúnista" um Viet
nam, sem samræma skyldi
stefnu heimskommúnismans í
málinu. Peking vildi ekki
heyra þetta nefnt.
Ljóst er, að Sovétríkin hafa
haldið því fram, að samkomu
lag um Vietnam á einn eða
annan hátt, myndi er fram í
sækti verða heimskommún-
ismanum að gagni. Peking leit
hins vegar svo á að þetta væri
baktjaldasjónarmið, sem
styddi Bandaríkin og myndi
verða til þess að binda enda
á bardagana í Vietnam.
Vera má að Kínverjar þyk-
ist nú sjá Vietnam og SA-
Asiurikin renna úr greipum
sér. Sigur Bandaríkjanna kann
að vera langt undan, en líkur
á sigri kommúnista minnka
með hverjum deginum sem
líður, og kemur sú staðreynd
í veg fyrir utanaðkomandi
hjálp, sem nokkru máli skipt-
ir. Kínverjar hafa verið nógu
varkárir til þess að vilja ekki
sjálfir leggja þessa aðstoð af
mörkum, og taka afleiðingun-
um, sem e.t.v. myndu þýða að
þeir stæðu hallari fæti eftir,
en nú er svo komið að í áróðri
þeirra er slíkur örvæntingar-
tónn, að margt bendir til að
þeir séu jafnvel farnir að
hugsa um „sjálfboðaliða", líkt
og var í Kóreu.
Til þessa hafa Sovétríkin
látið Norður-Vietnam í té
„varnaraðstoð." Kínverjar
telja að þetta sé í reyndinni
gagnslítil aðferð til þess að
reka heimsbyltingu.
í langri grein í Alþýðudag-
blaðinu í Peking, þar sem
fagnað var 48 ára afmæli
bolsjevikabyltingarinnar í
Rússlandi, sagði að október-
byltingin vísaði einu leiðina
til sigurs kommúnismans, og
allir yrðu að fylgja þeirri leið.
Blaðið sagði:
„Leið októberbyltingarinnar
var leið byltingar með ofbeldi
.... pólitískt valdataka með
vopnavaldi er meginverkefni \
og æðsta stig allra byltinga. 1
Þetta eru alheimssannindi. .“ í
í greininni var þess síðan ú
krafizt að allir sannir Marx- 1
Lenínistar fordæmi núverandi \
stjórn Sovétríkjanna. Síðan |
er harðlega ráðist á Sovét- j
stjórnina og henni gefið að j
sök að brugga launráð ásamt
Bandaríkjunum um heimsyf- |
irráð, og að Sovétstjórnin sé í |
leynimakki við Bandaríkja- j
menn um að binda endi á
styrjöldina í Vietnam. í þess- j
um efnum, segja kínverskir i
kommúnistar um flokkana í (
Moskvu og Peking, „er ekkert 1
sem sameinar þá, ekkert sem t
þeir eiga sameiginlegt." — y
Hvetja Kínverjar því borgara 1
Sovétríkjanna að hafna nú- J
verandi stjórn landsins. |
Þá saka Kínverjar Sovét- í
ríkin um að gefa of mikinn J
gaum vandamálum efnahags- I
ins heima fyrir, og því verk- v
efni að reyna að bæta lífskjör (
fólksins, en þetta nefnir Pek-
ing með fyrirlitningu „eltinga- |
leik við borgaralegá ham- i
ingju.“ En Rússar eru hins
vegar störfum hlaðnir við
innanlandsefnahag sinn, og 1
finnst verkefnið á því sviði
ærið erfitt þó ekki bætist ofan ,
á allsherajrstyrjöld í SA-Asíu
eða jafnvel heimsstyrjöld. 1
Hins vegar er svó að sjá,
að í Moskvu svíði menn und- |
an árásum Kínverja, einkum
þeim árásum, sem segja að 1
Sovétríkin séu að reyna að L
hefja kapítalismann aftur til |
vegs og virðingar. En engin
merki sjást þó þess að Sovét- i
rikin hyggist beina athygli I
sinni frá efnahagsmálunum i
innanlands, sem eru mjög að-
kallandi. V
Það var vegna þessa að L
sovézk blöð birta síðustu árás- 7
ir Kínverja í ríkari mæli en T
nokkru sinni áður, og virðist *
sem Sovétstjórnin sé að und- L
irbúa sovézka borgara undir 7
að deilurnar í kommúnista- '
heiminum séu enn að komast
á nýtt stig. I
Pravda hafði eftir Kínverj- |
um að þeir æsktu „stjórnmála j
legra og samtakalegra landa-
mæra“ milli þeirra, sem fylgja |
Peking að málum, og landa i
þeirra, sem styðja Moskvu. 1
Þetta bendir til þess, að I
verið sé að undirbúa hvert
skella skuli skuldinni, ef svo ,
fer að með öllu sýður upp úr
milli kommúnistastórveldanna
og svo alvarlega, að ekki verð
ur um bætt. Og nú telja marg ,
ir sérfræðingar á Vesturlönd- 1
um að endanlegt uppgjör sé j
óhjákvæmilegt. |
stjórna þeim. En ef sú könn-
un reynist árangurslaus, sam-
þykkir borgarstjórnin að efna
til hugmyndasamkeppni um
trausta og hentuga gerð af
slíkum tækjum“.
Baráttumál Framsóknar-
flokksins í borgarstjórn eru
því hvert öðru merkara. Hin
gömlu og þekktu höft skulu
upp tekin á ný, segir Kristján
Benediktsson, og Björn Guð-
mundsson vill efna til hug-
myndasamkeppni um gerð
rafmagnstækja til þess að
þvo gólf. Reykvískir kjósend-
ur hljóta að fagna þessu
merka framtaki fulltrúa Fram
sóknarflokksins í borgar-
stjórn.
HÆGRI HANDAR
AKSTUR
Díkisstjórnin hefur nú lagt
fram á Alþingi frumvarp
um að hægri handar akstur
verði tekinn upp vorið 1968.
Áætlaður kostnaður við þessa
breytingu er 49 milljónir kr.
í Svíþjóð hefur þegar verið
ákveðið að taka upp hægri
handar akstur á árinu 1967,
og eru þegar hafnar víðtækar
undirbúningsaðgerðir að því.
Þessar breytingar hafa marg-
víslegan kostnaðarauka í för
með sér, nauðsynlegar breyt-
ingar á vega- og gatnakerfi
landsins, breytingar á um-
ferðarljósum og umferðar-
merkjum, og breytingar á
bifreiðum.
Til þess að mæta kostnaði
við þetta, er áætlað að leggja
sérstakan skatt á bifreiðar á
árunum 1966 til 1969, og verð-
ur hann frá tvö hundruð og
upp í fjögur hunaruð krónur.
Hér er greinilega lagt í mik
inn kostnað og umfangsmikl-
ar breytingar til þess að taka
upp hægri handar akstur, og
liggja vafalaust gildar ástæð-
ur að baki því að svo er gert.
Væntanlega verður þetta til
þess að auka hagkvæmni og
öryggi í umferðinni, enda eru
flestar þær bifreiðir, sem flytj
ast inn til landsins byggðar
fyrir hægri handar akstur en
ekki vinstri handar akstur,
eins og tíðkazt hér.