Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID Laugardagur 20 nóv. 1965 Jósep B|örnsson fulltrúi um, að verkefnin við svo fjöl- þættan atvinnurekstur voru jafn- an margvísleg og margbrotin. „Það var í æskunnar árdagssól, er auðnan lét velta hin kviku hjól. Hér varð okkar vordagskynn- ing. (EB) HANN var fæddur í Reykjavík toinn 15. desember 1927, og and- aðist á heimili sínu að Sólvalla- götu 28 hér í borg hinn 11. þ.m. Banamein hans var hjartabilun. Foreldrar Jósefs voru þau hjónin Ingibjörg Haraldsdóttir og Björn Friðriksson trésmiður. Föður sinn missti hann er hann var aðeins þriggja ára gamall, og kom þá í hlut móðurinnar að brjótast áfram með hóp ungra barna. Alla stund voru þau Jósef og móðir hans innilega sam- rýmd og samhent, og eftir að hann stofnaði sitt eigið heimili, átti móðir hans þar jafnan at- hvarf. Þannig voru fósturlaunin goldin. Snemma komu í ljós ágætir hæfileikar Jósefs og miklir og sjaldgæfir mannkostir, ásamt vilja til að brjóta sér braut í lifinu. Hann lauk prófi frá Verzl- unarskóla fslands vorið 1946, með lofsamlegum vitnisburði. Var þetta eigi lítið afrek þegar þess er gætt, að htann stundaði kennslu og ýmis önnur störf jafn hliða skóianáminu, til að afla sér námsefna, svo sem raunar hefur verið háttur vel gefinna en efna- lítilla ungra íslendinga um lang- ar aldir. Um þessar mundir giftist Jósef eftirlifandi konu sinni, frú Ólafíu Ólafsdóttur, bónda að Álftarhóli í Landeyjum, traustri ágætis- konu. Þau eignuðust fjögur börn, og eru þrjú þeirra á lífi, Svan- hvít Ásta, Björr. og Ólafur, sem er alveg nýlega orðinn tveggja ára gamall. Það var á vordögum 1946, að leiðir okkar Jósefs lágu fyrst saman. Hann hafði þá, sem fyrr segir, nýlega lokið burtfarar- prófi frá Verzlunarskóla íslands, og nú var ekki eftir neinu að bíða með að velja sér lifsstarf. Ég tel mér það mikla gæfu, er Jósef Björnsson ákvað við þessi tímamót að ganga til samstarfs við mig, og hafa íeiðir okkar leg- ið saman óslitið síðan, eða í að- eins tæp tuttugu ár. Er hér var komið sögu árið 1946, hafði ég komið fótum undir allverulegan iðnaðarrekstur, og þá unnið að þeim málum í röskan tug ára. Ég fann fljótt að mér hafði bæzt öruggur liðsmaður þar sem Jósef var. Við snerum nú bök- um saman við hinar margvíslegu framkvæmdir sem hugurinn stóð til, og brátt efldist iðnreksturinn stig af stigi, ár frá ári. Kom þar, að iðjuverið að Bræðraborgar- stíg 7 var orðið eitt af stærstu atvinnufyrirtækjum Reykjavík- ur, ein af þeim stoðum, sem at- vhmulíf höfuðborgarinnar hvíldi á. Ég á að vísu fjölmörgum trú- um og traustum samstarfsmönn- um mikið að þakka frá þessum annasömu árum, en engum þó meira en honum, sem í dag er kvaddur hinztu kveðju. Jósef Björnsson gekk glaður og öruggur að starfi, vildi leysa hvern vanda, og tókst það líka jafnaðarlega. Það lætur að lík- Líklega hefur okkur verið einna mestur vandi á höndum árið 1960 og næstu árin þar á eftir. En svo sem kunnugt er, breytt- ist stefnan í viðskitpamálum þá í frjálslegra horf, og voru ýms- ar iðngreinar lítt undir hinar snöggu breytingar búnar. Af þessu er löng saga og margþætt; sú saga verður ekki rakin hér. Svo vel tókst þó til, að iðnað- arfyrirtækin að Bræðraborgar- stíg 7 reyndust þess umkomin að snúast við hinu breytta við- horfi. Þróun mála stefndi í rétta átt, og við vorum fullir af bjart- sýni og trú á örugga framtíð iðnaðarfyrirtækja okkar. Þá er það seinni hluta árs 1963, að himininn hrannast óveð- ursskýjum skyndilega og óvænt, og gjörningaveður fer að. Þetta fárviðri hefur síðan dunið á at- vinnurekstri okkar, an þess að þar rofaði nokkru sinni til. Á þessum sérstæðu og úr hófi fram erfiðu tveim árum, sýndi Jósef ef til vill bezt hvað í honum bjó. Með æðruleysi og atorku studdi hann mig í hverri tilraun til að rétta hlut iðnaðarfyrirtækj anna á Bræðraborgarstíg 7, og sparaði hvergi krafta sína, enda allt hans ævistarfi bundið þess- um framkvæmdum. Og hann var einmitt með hugann sérstak- lega bundinn við brýn vandamál í þessu sambandi þegar kallið kom, skyndilega og óvænt. Hin styrka hönd missti afl sitt. Stundaglasið var tæmt í botn. Jósef Björnsson féll á hreinan skjöld. Mér er nú þakklæti efst í huga fyrir að hafa átt langa samleið SÆNSK GÆÐI MARGAR OERÐIR I MARGIR LITIR GÓLF VEGGFLÍSAR ÚTI & INNI = héðinn = S. 24260 -VÉLAVERZLUN - með svo ágætum dreng og mik- ilhæfum manni, sem Jósef var. Það er mannskaði, er slíkir falla langt fyrir aldur fram. Endur- minningin um þessa samfylgd mun brýna vopnin og herða hug- ann til varnar og sóknar, eftir því sem kringumstæður og kjör hverju sinni krefjast á ókomn- um tímum. Ég vil einnig flytja þakkir hinna fjölmörgu sam- starfsmanna Jósefs þessa tvo ára tugi, sem nú eru að baki. Ég veit, að þeir eiga góðar minn- ingar frá daglegum samskiptum frá þessu langa tímabili. Jósef Björnsson var glaður í hópi vina, þekkti marga og naut óvenjulegrar mannhylli. Hann tók þátt í ýmsum félagsmálum, m.a. studdi hann starfsemi Lions félagsskaparins á íslandi með ráðum og dáð, allt frá upphafi. Aðrir mér kunnugri munu rita um þennan þátt í ævistarfi Jósefs. Er vel metinn og vammlaus sonur íslands var á sínum tíma lagður til hinstu hvílu eftir far- sælan og annasaman starfsdag, kvaddi Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti hann með þeirri ósk, að ísland ætti ætíð „menn áð missa, meiri og betri en aðrar þjóðir“. Það væri rauna bótin bezta. Megi sá sannleikur, að við fylgjum í dag góðum dreng til grafar einnig verða ykkur, sem hér hafið mest misst, eiginkonu, aldurhniginni móður og börnun- um huggun í 'sárum harmi. Gefi Guð ykkur sólarsýn að baki sorg- arskýja. Magnús Víglundsson. . 15. ðes. 1927. D. 11. nóv. 1965. Kveðja frá Baldursfélögum. „Mjök er um tregt tungu að hræra.“ ER OKKUR félögunum i Lions- klúbbnum Baldri hér í Reykja- vík barst sú fregn síðari hluta dags, fimmtudagiinn 11. nóvem- ber sl„ að Jósef Björnsson félagi okkar, væri látinn, setti okkur hljóða. Þennan sama dag var einmitt fundur í félagsskap okk- ar, um hádegisbil, en aldrei þessu vant var Jósef ekki mættur, og þótti mörgum einkennilegt, þar sem hann hafði mætt samfleytt á öllum fundum félagsins sl. tíu ár. Á þeirri stundu, er fund- ur stóð yfir, yfirgaf hann okkar jarðneska líf. f dag • er þessi vinur okkar og félagi til moldar borinn. Hann var fæddur að Bjargi á Seltjarnarnesi 15. des. 1927, son- ur hjónanna Ingibjargar Haralds dóttur og Björns Friðrikssonar, og var því nær 38 ára að aldri j unnið þrekvirki í söfnun rfjár- muna til styrktar áhaldasjóði Barnaspítalasjóðs Hringsins. Til þessa góða málefnis lagði félagið fram 100 þús. kr. Jósef Björnsson gegndi ritara- störfum í umdæmisstjórn Lions- hreyfingarinnar á íslandi árið 1962—63, en það starf er mjög þýðingarmikið. Kom sér vel í því starfi frábær enskukunnátta hans. Á yfirstandandi ári gegndi hann mikilvægu starfi innan klúbbs okkar. Árið 1947 gekk Jósef að eiga eftirlifandi konu sína, Ólafíu S. Ólafsdóttur. Varð þeim þriggja barna auðið: Svanhvít Ásta, 16 ára að aldri, Björn Ingi 15 ára og Ólafur 2 ára gamall. Að leiðarlokum minnumst við félagar í Lionsklúbbnum Baldri góðs og skemmtilegs félaga, er eigi skoraðist undan skyldum og störfum í þágu starfs okkar. —• Kjörorð Lionshreyfingarinnar > er: Frelsi, þekking, öryggi þjóð- Íar okkar. Við vottum eftirlifandi konu hans, móður og börnum okkar dýpstu hluttekningu. Hann var gæða drengur og minning hans mun lifa. VORIÐ 1946 útskrifaðist úr Verzlunarskóla íslands mjög samstilltur. hópur ungmenna. Það var einkum fyrir atbeina eins manns úr þessum hópi. að þar skapaðist sérstaklega góður félagsandi, sem ávallt hefur haldizt síðan. Sá maður, sem fyrir þessu stóð var Jósef Björnsson. Öll urðum við því harmi lostin. er við fréttum and lát þessa góða drengs, sem kall aður var svo óvænt burt úr hópnum.* Vio slíka fregn verður okkur hugsað til samverustunda lið- inna ára, þá finnum við, að allt voru þetta bjartar stundir, sem engan skugga ber á. í skóla var Jósef driffjöðrin í öllu fé- lagslífi og hrókur alls fagnaðar á samverustundum. Jósef var búinn flestum þeim kostum, sem gerði hann sjálfkjörinn forystu- mann bekkjarins. Trygglyndi hans og félagslyndi, ósérhlífni og atorka var sérstæð, og hlóð- ust því óhjáki Vimilega á hann í skóla mjög tímafrek félagsstörf, sem hann leysti af hendi með miklum ágætum. Enginn skyldi þó halda, að öll þessi tímafreku störf væru ynnt af hendi á kostnað námsins, annað sann- ar hinn frábæri námsárangur hans, enda var Jósef, auk ann- arra kosta, mjög góðum gáfum gæddur. Jósef, þegar við nú kveðjum þig, þá minnumst við þín sem þess félaga, sem ljúft er að minn ast. Ávallt var hægt að leita til þín, því með alúð og glaðværð leitaðist þú við að leysa hvers manns vanda. Sennilega hefði hópurinn að mestu tvístrazt á þeim nær 20 árum, sem liðin eru frá okkar sameiginlegu skólagöngu, ef þín hefði ekki notið við. Af minningunni um þig stafar bæði birtu og hressi- leika og aldrei heyrðist frá þér nöldur eða barlómur. Við minn- umst þín því ávallt sem hins glaðværa, hressilega og trygg- lynda drengs og erum þakklát fyrir að hafa átt með þér sam- leið og mátt eiga þig sem fé- laga. Vertu sæll vinur og hafðu þökk fyrir allt. Eiginkonu, börnum, aldraðri móður og öðrum aðstandendum vottum við innilegustu samúð okkar. er hann lézt. Ungur að árum hóf hann nám við Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan námi vorið 1946 með I. einkunn. Að námi loknu réðist hann til Magnúsar Víglundssonar iðnrekenda og fyrirtækja hans hér í borg og starfaði þar til dauðadags. Starfssaga ungs manns er að öllu jafnaði ekki skráð nær fer- tugsaldri, en þrátt fyrir það hafði Jósef áunnið sér mikið traust fé- laga Lionshreyfingarinnar á ís- landi fyrir þau störf, er hann innti af hendi í þágu þessa góða og gegna félagsskapar. Hann var formaður Lions- klúbbsins Baldurs félagsárið 1960 —61, og í formannstíð hans var Bekkjarfélagar i-ýst eftir s]ónarvottum í FYRRINOTT var ekið á nýja, fólkswagen'bifreið R-11048, þar sem hún stóð á móts við húsið nr. 31 við Bólstaðarhlíð. Hægra afturbretti bílsins var dældað og rispaður afturstuðari. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýsingar um atlburð þennan, eru beðnir að hafa sam'band við rannsóknarlögregluna. Eins eru það tilmæli til þess, er tjóninu olli, að gefa sig fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.