Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 23
Y.anifarÆflifti*' Yfl nóv. t9S5
MORGU N BLAÐID
23
Tankvæðing
Á SEINUSTU árum hefur orðið
væðing oft verið nefnt í sam-
bandi við landbúnað, sbr. skyn-
ivæðing (rationarisering), vél-
ivæðing (mekanisering) og nú
•íðast er farið að tala um „tank-
væðingu. Er það ný aðferð við
mjólkurflutninga. Hún er í
•tuttu máli á þá leið, að bónd-
Insson mjólkurfræðiráðunautur
B. í. erindi um mjólkurtanka í
búnaðarþætti útvarpsins. Upp-
lýsingar í meðfylgjandi grein
eru teknar úr því erindi.
Hafsteinn Kristinsson er Flóa
maður að ætt og uppruna. Að
loknu mjólkuriðnnámi hér á
landi stundaði hann framhalds-
nám í Danmörku og lauk prófi
(rá Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn 1960. Síðan hef
nr hann dvalið tvo vetur eriend
fs við frekara nám sem styrk.
þegi Kotary og O. E. C. D.
inn fær mjólkurtank, sem er raf
magns-kældur. Síðan sækir tank
bíll mjólkina að fjósdyrum. Þar
sem kæling mjólkurinnar verð-
ur mjög góð (3—4°), geymist
mjólkin óskemmd mun lengri
tíma en ella, og því ekki nauð-
synlegt að sækja mjólkina dag
hvern. Við það lækkar flutn-
ingskostnaður.
Ef bóndinn hefur rörmjalta-
vél, streymir mjólkin beint úr
júgrum kúnna í heimilismjólkur
tankinn. Síðan er mjólkinni
dælt yfir í tankbilinn. Bóndinn
er þá laus við allan flutning á
mjólkinni þegar hún er komin í
heimilistankinn. Þetta fyrir-
komulag hefur augljósa kosti
fram yfir brúsaflutningana.
Mjólkin hefur meira geymslu
þol, vinna bóndans verður létt-
ari og þægilegri, flutningskostn
aður á að verða minni og hagn
aður kemur fram við innvigtun
mj ólkurbúanna.
Þetta ákjósanlega fyrirkomu
lag á samt eflaust mjög langt í
Xand að verða almennt að veru
leika, vegna þess hve stofnkostn
aðurinn er mikill, á litlum býl-
um verður hann flestum um
megn. Einnig skortir mikið á,
að hér á landi sé ákjósanleg að-
staða til þess að hefja almenna
tankvæðingu, vegir eru víða
slíkir að vafamál er hvort tank-
bíll geti ekið heim að öllum
bæjum á hvaða árstíma sem
vera skah
Ymsir halda að þessi tankvæð
ing sé kominn á allhátt stig í
nágrannalönd'Unum. Svo er þó
ekki. í Svíþjóð eru 170 þúsund
mjólkurframleiðendur. Innan
við 4000 þeirra, eða tæplega 2%
hafa mjólkurtanka. Allir hinir
nota brúsa alveg eins og við.
Norðmenn eru enn þá skemmra
á veg komnir í tankvæðingunnL
Kirkjan og sveitin
1»AÐ ber ekki mikið á þessum
kirkjustað. Þau láta ósköp lítið
yfir sér bæði tvö kirkjan og
bærinn. Hvorugt þeirra virðist
vilja láta mikið fyrir sér fara.
Sjálfsagt eru þetta nokkuð gaml
*r byggingar og e.t.v. eru þær
oú báðar horfnar af sjónarsvið-
tnu. Og aðrar risnar í þeirra
■tað ,sem þykja betur við hæfi á
. þessari yfirlætismiklu bygginga-
Bdd. Kannski er þama kamin
Irvít, turnhá steinkirkja. Kannske
*ru þarna komin vegleg bæjar-
bús í villustál, sambærileg við
J>að sem bezt gerist í borgunum.
Kannski eru þarna komin fyrir-
(erðamikil peningshús, með há-
|tm hlöðum, löngum fjósum og
1 lYíðum fjárhúsum og skyrhvít-
«»m súrheysturnum, sem gnæfa
jrfir umhverfi sitt eins og risa-
brókar á taf Iborði,
f En svo er þessu máske allt —
3*Ut öðruvisi farið. Máske er hér
hrein mótsetning við allt þetta,
sem hér hefur verið lýst. Máske
er þessi kirkjustaður kominn í
eyði eins og svo mörg önnur býli
á landi hér á seinustu áratugum.
Þarna standa mannvirkin nú
máske auð og yfirgefin, húsin
döpur og tóm, og kirkjan hníp-
in, því að hana sækir ekkert
fólk nema þegar verið er að
syngja einhvert gamalt sóknar-
barn til grafar.
Hvers vegna máske? Það er
vegna þess ,að þó að Landlbúnað-
arsíðan birti mynd af þessum
kirkjustað, þá er henni ekki
kunnugt um hver hann er.
Áhugasamur, víðförull Ijósmynd
ari, Guðlaugur Lárusson, var
með þessa mynd í sínu mikla
safni, en han kom því ekki fyrir
sig hvaða kirkjustaður þetta var.
Sjálfsagt getur einhver, sem þess
ar línur les, frætt okkur um
það og máski sent ökkur mynd
af honum eins og hann er í dag.
%
Heimilismj ólkurtankur
Þar er hún aðeins 0,5%. Þar er
þó sumsstaðar hin ákjósanleg-
asta aðstaða til þess að tank-
væða heilar sveitir, eins og t.d.
á Jaðrinum, þar sem vegir eru
góðir, færð spillist ekki af
slæmu tíðarfari og þéttbýli mik-
ið. Enda er reyndin sú, að ein-
mitt þar er þróunin komin hvað
lengst áleiðis.
Þessi þróun f tankvæðingunni
er vitaskuld svona hægfara af
því að stofnkostnaðurinn er svo
mikill. Því er ekki nema eðlilegt
að sama verði hér. Sjálfsagt er
að fara sér hægt og láta reynsl-
una skera úr, því að það heldur
velli, sem hæfast er á þessu
sviði eins og öðrum. Til marks
um stofnkostnaðinn má geta
þess, að hér á landi kostar full-
kominn sænskur kælitankur,
sem rúmar 400 lítra, tæplega
50 þúsund krónur og tilsvarandi
600 lítra tankur mun kosta tæp-
lega 60 þúsund krónur.
Mjólkurbú Flóamanna er að
undirbúa tankvæðingu í tveim-
ur sveitum. Heimilistankarnir
verða settir saman hér á landi
og verður kostnaður eitthvað
minni en ef keyptir væru full-
smíðaðir tankar.
Mjólkurbúið mun síðan eiga
alla tankana en taka ákveðið
gjald af hverjum lítra, sem fer
í gegnum tankinn. Með þessari
aðferð er möguleiki á þvi að
láta heilar sveitir falla inn 1
þetta flutningafyrirkomulag og
vinnst þá meira til lækkunar á
flutningskostnaði. í Borgarfirði
hefur tankbíll verið i notkun f
liðlega hálft annað ár og reynsl
an, sem nú er fengin gefur góða
raun. Um þessar mundir er ver-
ið að taka þar í notkun annan
tankbíl. Bændur í Borgarfirði
eiga nú kost á því að kaupa
heimilismjólkurtanka. Ef um
stórbýli er að ræða, er ekki vafi
á, að verulegur hagnaður er
fyrir bóndann að mjólka í slík-
an tank og fá síðan mjólkurbíl-
inn heim á hlað.
Sjá má af þessu, a?J íslenzkir
bændur eru ekki eftirbátar ná-
granna sinna í þessum efnum.
Til mikils er líka að vinna fyr-
ir bændur hér á landi þar sem
flutningskostnaður á mjólkinni
að mjólkurbúunum nam á sl. ári
tæplega 40 milljónum króna. —
Verksparnaðurinn og þægindin
heima fyrir eru líka ómetanleg.
A næstu árum munum við öðl-
ast dýrmæta reynslu í þessum
efnum, sem sýnir okkur hvert
stefna ber.
i
í LJÍFARIl
EF ÞESSI grein ætti að ber»
nafn eftir innihaldi sinu, þá
myndi hún verða látin heita:
TRÚIN Á SAMFÉLAGIÐ. Fyrir
nokkrum áratugum birtist í rót-
tæku tímariti íslenzku, sem nú
er löngu hætt að koma út, grein
með þessu nafni. Þar var þessi
trú boðuð. Og það væri synd að
segja, að þjóðin hefði ekki tek-
ið vel því trúboði. Ef það er
nokkuð, sem íslendingar trúa á
núna, þá virðist það vera sam-
félagið — ríkið, borgarstjórnin,
bæjarstjómin, jafnvel sveitar-
stjórain. En þó um fram allt rík
ið. Það á að geta allt og gera
allt fyrir alla. Það er varla til
sá hlutur, sem það á ekkl að
skaffa, varla til sú framkvæmd
sem það á ekki að styrkja eða
standa fyrir.
Þetta kemur stundum i hug-
ann þegar lesnar eru þingfrétt-
ir. Allar tillögurnar og frum-
vörpin, sem borin eru fram i
þeirri virðulegu stofnun. siðast
nú nýlega þegar frá því var
skýrt, að þrír þingmenn hcfðu
komið með tillögu um það að
láta ríkið útvega sumardvöl
fyrir kaupstaðarbörnin. Þar er
farið mörgum fögrum orðum
um það, hver nauðsyn það sé,
að börnin komist úr göturyk-
inu á grasið o. s. frv. Og þetta
á ríkið vitanlega að gera. Hver
annar? Hér sýnir trúin á satnfó-
lagið sig sannarlega i verki.
En er nú ekki miklu eðlilegra
að framtak í slíkum málum sé
í höndum einhverra annarra
heldur en sjálfs ríkisvaldsins.
Hér skal bent á tvo aðila, sem
mjög koma til greina í þessu
sambandi.
Er ekki þetta mál — sumar-
dvöl kaupstaðarbarna í sveit —
er það t.d. ekki alveg tilvalið
viðfangsefni fyrir fjölmenna
söfnuði höfuðborgarinnar? 1
þeim flestum, eða máske öllum,
starfa bæði kvenfélög og
bræðrafélög að ýmsum sérstök-
um verkefnum. En um þetta
mikla mál — börnin í sveit —
á allur söfnuðurinn að samein-
ast. Oft eru ölturin í kirkjunum
skrýdd hinum fegurstu blómum.
Það vekur gleði kirkjugesta og
eykur á helgi guðsþjónustunn-
ar. Hitt er ekki siður veglegt
hlutverk, að vinna að því að
börain komist út í blómakirkju
sjálfrar náttúrunnar þar sem
gras vallarins ljómar undir sum
arsól í hinu mikla musteri.
Mjólkurframleiðsl-
an á Austurlandi
A AUSTURLANDI eru nú starf
andi 5 mjólkurbú. Eru þau flest
ung í starfseminni. Búið á Höfn
í Hornafirði hefur starfað
lengst, en búið á Egilsstöðum
var rekið sem rjómabú um
nokkur ár áður en mjólkurbúið
tók til starfa. Búið á Egilsstöð-
um fær nú mest mjólkurmagn,
— rúmlega 2 milljónir 1. sl. ár.
Alls lögðu 370 bændur mjólk
inn í búin, samtals 4.632.560 kg.
Á því ári barst til allra mjólkur
búa á landinu rúmlega 100
millj. kg. mjólk. Er því mjólk-
urmagnið, sem barst til allra
búanna austanlands 4,6% af
heildinni.
Ýmsum verður tíðrætt um, að
mjólkurframleiðsla hefur verið
nokkru meiri einkum 2 síðustu
árin, en svarar til innanlands-
neyzlunnar. Er þá stundum bent
á, að stofnun nýrra mjólkur-
búa valdi þar miklu um. En þeg
ar framleiðslutölurnar eru at-
hugaðar í heild er ljóst að aukn-
ingin er mest á aðalmjólkur-
framleiðslusvæðunum.
Óhjákvæmilegt er, að í öllum
þorpum og þéttbýli sé völ á
nægri neyzlumjólk og tæpast
verður séð fyrir þörf þéttbýlis-
ins með færri mjólkurbúum en
nú eru. Svo er sumarmarkaður-
inn hjá síldveiðiflotanum og
mörgu aðkomufólki í landi. Er
bæði eðlilegt og hagkvæmt að
fullnægja þeirri mjólkurþörf
með framleiðslu í nágrenninu á
hverjum stað og stuðla að sem
mestri neyzlu mjólkur og mjólk
urafurða með því að nægilegt
sé á boðstólum af sem beztri
vöru.
Að lokum skal það þó skýrt
tekið fram, að á Austurlandi í
heild ber að leggja höfuðáherzlu
á eflingu sauðfjárræktarinnar.
ÍÞÓr 11. 9. ’65).
Annar aðili virðist líka sjálf-
kjörinn til að vinna að þessu
sumardvalarmáli. Það eru átt-
hagafélögin í Reykjavík, sem
eru sjálfsagt upp undir það eins
mörg og sýslur landsins. Myndi
átthagaást þeirra geta birtzt í
verki á áþreifanlegri hátt, held-
ur en þann, að hrinda nú frá sér
öllum spilaborðum, og taka
höndunum til við það að koma á
fót og reka sumarheimili fyrir
börnin heima í viðkomandi átt-
högum og láta ungu kynslóðina
þar með njóta þeirrar ræktar,
sem þessir innfluttu Reykvik-
ingar bera í brjósti til sinna
bernskustöðva.
— G. Br.
Nú vill enginn
NÚ ER Viðey í eyði, því að þar
vill enginn búa lengur. Verður
að halda þar við húsum eins og
hverjum öðrum fornminjum.
Öðruvísi mér áður brá. Sam-
kvæmt jarðamatinu 1661 var
Viðey næsthæst-metna jörðin á
landinu, 261,4 hundruð. Hólmar
einir voru hærri 307,2 hundruð.
Það gerði dúnninn. Reykhólar
komu næst 157.4 hundruft.