Morgunblaðið - 20.11.1965, Blaðsíða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. nóv. 1965
Grímseyingar líta bjartari augum
3 framtíðina en oft áður
- segir oddviti þeirra
Alfreð Jónsson
FYRIR nokkrum dögum hitti
blaðamaður Mbl. Alfreð Jóns-
son, oddvita í Grímsey, á götu
hér í miðbænum. Var hann á
hraðri ferð, eins og yfirleitt
allir sem til borgarinnar koma
utan af landi, til þess að út-
rétta fyrir heimabyggðir sínar.
En það varð að samkomulai
að hann kæmi við á Morgun-
blaðinu er tækifæri gæfist áður
en heim yrði haldið. Við það
stóð Alfreð.
— í>ú verður auðvitað að
sæta lagi til að komast heim,
því ekki er Drangur daglega í
förum?
— Nei, nei, þess þarf ekki
lengur. — Að vísu heldur
Drangur sínu striki með tveim
ferðum til okkar í mánuði
hverjum. En í sumar og haust
hefur Norðurflug Tryggva
Helgasonar flugmanns á Akur-
eyri, haldið uppi flugferðum til
okkar og farið reglulega einu
sinni í viku. Sannast að segja
hefur þessi stórmikla samgögu
bót gjörbreytt allri aðstöðu
Grknseyinga. Það hefur víst
aldrei setið læknir í Grímsey
frá því sögur hófust, og ekki
auðhlaupið að fá lækni jafnvel
í neyðartilfellum. Síðan Norður
flug kom til sögunnar hefur
verið hægt að leita til Akur-
eyrarlækna um læknishjálp,
sem þá hafa komið flugleiðis
að vörmu spori, ef á hefur þurft
að halda. En þó vel hafi tekizt
með þetta flug, og það svo að
við þama norður við Heim-
skautsabug höfum fengið dag-
blöðin að sunnan samdægurs,
— þá hefur ferþegaflugið ekki
staðið imdir sér. Hef ég talað
máli Norðurflugs við forstjóra
'Skipaútgerðarinnar, því allar
umsóknir um fjárhagslegan
stuðning til samgöngumála,
þurfa að hljóta meðmæli for-
stjóra Ríkisskips. Vænti ég þess
að hann sýni málinu velvilja,
meðfram af því að samgöngur
Skipaútgerðar ríkisins til okk-
ar hafa ekki íþyngt útgerðinnL
Við bindum því miklar vonir
við, að Alþingi vilji styðja svo
sjálfsagða samgöngubót sem hið
vikulega flug er fyrir okkur í
Grímsey.
En úr því að við erum að tala
um samgöngubætur, kemur mér
til hugar símasambandið sem
er milli okkar og „meginlands-
ins“. Það er nú þannig, að við
verðum að tala á bátabylgjunni
•vonefndu. Annað er ekki um
að ræða. En við munum hrein-
lega hoppa yfir í nútímatækn-
ina á þessu sviði og sleppa öll-
um fyrri stigum ört batnandi
símþjónustu. Næsta vor verður
komið á beint símasamband til
okkar með sama fyrirkomulagi
og t.d. Vestmannaeyjar. Hafa
forráðamenn Landssímans sagt
okkur að þetta geti jafnvel orð-
ið í marzmánuði næstkomandg
— strax eftir að Siglufjörður er
kominn í beint samband. Hér er
um að ræða mjög merkileg
þáttaskil í sögu Grímseyjar, er
sá dagur rennur upp, að þeir,
sem þess óska heima, geta feng-
ið að njóta fullkominnar síma-
þjónustu, sem í dag er aðeins
þekkt af orðspori.
Þá sagði Alfreð frá því, að í
Grímsey er neyzluvatns aflað
á sama hátt sem í Vestmanna-
eyjum, þ.e.a.s. rigningarvatni er
safnað í stóra geyma. Við von-
um að nú sé að komast skriður
á að borað verði eftir vatnL
Þorleifur Einarsson jarðfræðing
ur hefur athugað og rannsakað
möguleikana á því að bora eftir
vatni. Hann hefur bent á þrjá
staði á eyjunni, sem hann telur
mjög líklega. Jarðborunardeild
hefur tekið málið að sér, og nú
vonum við að það dragist ekki
öllu lengur, að hægt verði að
senda kjarnabor út til okkar
svo hægt verði að ganga úr
skugga' um hvort vatnsæðam-
ar sem Þorleifur telur vera,
geti séð okkur fyrir nægu vatni,
sagði Alfreð.
I Grímsey er því sem næst
einn trillubátur á hverja fjöl-
skyldu og hver fjölskylda hefur
einnig kindur og flestar hafa
kýr. — Trillubátarnir, sem eru
15, stunda eingöngu handfæra
veiðar og allur fiskur sem á
land kemur, fer í salt. — Einn
aðili, Haraldur Jóhannsson
kaupir fiskinn og verkar. Hefur
þessi saltfiskútgerð verið ábata
söm og þar sem þetta er aðalat-
vinnuvegur fólks, hefur afkom-
an verið ágæt. — Hafnarskilyrð
in mætti bæta, sagði Alfreð, —
því á vetrum geta ekki allir
bátarnir verið í öruggu lægi, og
þarf að setja þá. í sumar er
leið voru mælingamenn frá
Vitamálunum að mælingum í
höfninni, og eru þær fyrsti þátt
urinn í því verki, að óhjá-
kvæmilegt er — að stækka og
bæta höfnina hjá okkur. Vonum
við að hægt verði að byrja á
- • -íHhé-.: i'.: -iHWntffiHiriiir
Höfnin í- Sandvík í Grimsey.
stækkun hafnarinnar áður en
langt um líður. Grímseyingar
eru harðir sjósóknarar og róa
helzt árið um kring, — fara út
hvenær sem gefur, og stundum
þurfa þeir ekki að fara nema
rétt útfyrir höfnina til að kom-
ast í fisk.
— Hvernig er með skólamál-
in hjá ykkur?
— í dag eru 16 börn á barna-
fræðslustigi heima í Grímsey.
Strax og þau hafa lokið barna-
fræðsluprófL verðum við að
senda börnin að heiman í hér-
aðsskólana. Barnaskólinn hefur
verið til húsa í aflóga verzlun-
arhúsi niðri við höfnina. Er
íþað hús með öllu óhæft til
kennslu, þó orðið hafi að not-
ast við það. Skólinn var áður'
í Þinghúsinu, en það var orðið
svo lélegt að hætta varð að hafa
skólann þar. Þar er þó enn til
húsa Fis^e-bókasafnið. Það ligg
ur þar hreinlega undir skemmd
um, þó skömm sé frá að segja.
Nú er í smíðum nýtt skólahús
sem jafnframt verður félags-
heimili. Er það hús komið und-
ir þak, rúmlega 400 ferm. Við
vonum að hægt verði í vetur
og næsta sumar að koma hús-
inu svo langt að hægt verði að
taka til afnota stofur þær, sem
nota á til kennslu, þegar næsta
skólaár hefst. Við höfum verið
mjög heppin í Grímsey, að til
okkar réðst sem kennari Jakob
Pétursson, sem áður var í
Flatey á Breiðafirði. — Hefur
hann áunnið sér traust manna
og virðingu. Fiske-safnið verð-
ur flutt í skólahúsið strax og
tök eru á þvi.
Að lokum sagði Alfreð Jóns-
ÍT „Vínstúkur“
Maður nokkur skrifar langt
bréf um noikun ýmissa orða
— og er bréfið of langt til þess
að birta það í heild. Hann er að
ónotast út í nefnd málvöndunar
manna, (mig minnir að það
hafi verið heil nefnd), sem fann
upp á því að kalla „bar“ vín-
stúku. Maðurinn er sennilega
bindindissinnaður, e.t.v. stúku-
maður — og kann því illa að
Vita af mönnum staupa sig í
stúku.
Af einíhverjum ástæðum voru
„vínstúkumenn“ ekki óánægðir
með nýyrðið, yfirleitt ekki —
held ég. Þeir hafa sennilega
verið ánægðir með að geta kom
izt í stúku án þess að vera
stúkumenn. Sem sagt, nú geta
allir orðið eins konar stúku-
menn.
Ég held, að orð þetta fesitist
í málinu og það lætur ekki illa
í eyrum, finnst mér.
ic Teprulegt
Bréfritari fettir lfka fingur
út 1 það, að Herra og Frú er
bætt frarnan við nöfn fólks á
bréfum — eftir því sem við á.
Segir hann, að íslenzk manna-
nöfn gefi undan,tekningalitið til
kynna hvort um karl eða konu
sé að ræða — og er það lauk-
rétt. Hins vegar gefa nöfnin yf-
irleitt ekki til kynna hvort kon
ur eru giftar eða ógiftar. En
það kemur e.t.v. engum við
hvort eð er.
Um þetta má sjálfsagt deila
mikið — og væri það ekki ó-
merkara deiluefni en margt
annað, sem við finnum upp á
til að rífast um. En mér finnst
ákveðin virðing og kurteisi fel-
ast í því að ávarpa fólk á þenn
an hátt: Herra, frú eða ungfrú.
Síður en svo teprulegt, miklu
fremur nauðsynlegg kurteisL
þegar ókunnugir rœðast við.
Eirahvern greinarmun verðum
við að gera á fólkL sem við
þekkjum vel — og því, sem við
þekkjum ekki — og það gerum
við m.a. með þéringu. Ég held,
að örlítil formfesta og meiri ög
un í samskiptum fólks skaðaði
okkur minna en margt annað,
mn. í utanáskrift bréfa.
ÍC „Hæstvirtur“
Loks kemur bréfritari með
eina skemmtilega athugasemd:
„Eitt íslenzkt orð virðist vera
að breyta verulega um merk-
ingu, Það er orðið „hæstvirtur.“
— Ástæðan er vafalaust sú, að
þingmenn vorir nota orð þetta
jafnan, þegar þeir ávarpa and-
stæðinga sína í þriðju persónu
— um leið og þeir ausa yfir þá
svívirðingum. Gott dæmi um
það hvemig fólk, sem hlustar á
eldhúsdagsumræður, notar
þetta orð nú á nýjan hátt:
Kerling rak rukkarann öfugan
út og hrópaði á eftir honum
— Snautaðu í burtu, hæstvirtur
diéskotans drullusokkurinn
þinn.“
Já, það er greinilegt, 'að
þessi kerling hefur lært eitt-
hvað af þingmönnunum okkar
— og má segja, að eldhúsdagur
sé ekki til einskis.
it Blessuð mjólkin
Og hér kemur annað bréf
cam \riil alrlri cfnvma lpiniólir!
Alfreð Jónsson.
son oddviti: — Það er stað-
reynd, þrátt fyrir allan flótta
úr strjálbýlinu til bæjanna, þá
getum við í Grímsey sagt aðra
sögu. Fólki hefur vegnað svo
vel, að frá því árið 1960 og þar
til nú, hefur íbúum Grímseyj-
ar fjölgað um 20 eða úr um 60
uppí 82. — Jafnvel höfum við
orðið að synja væntanlegum
„innflytjendum“ svo sem frægt
er orðið af blaðaskrifum. Eg
tel ekki ástæðu til að ræða það
mál. Væri það gert af þeim
aðilum sem gjörst þekkja mála
vexti á Akureyri og heima i
Grímsey, yrði málið ekki leng-
ur blaðamál, — því miður fyr-
ir ykkur blaðamennina.
Eg tel fullvíst ,að þegar á
allt er litið, geti Grímseyingar
nú litið bjartari augum til fram
tíðarinnar þar heima, en oft
áður, jafnvel þó ekki sé farið
lengra aftur í tímann en svo
sean 10—15 ár, sagði Alfreð
Jónsson oddviti að lokum.
„Aðeins nokkur orð um aðra
einkasöluna — Mjólkursamsöl-
una. Ég er einn af þeim, sem
verð sjálfur að sjá mér fyrir
kvöldmatnum. Ef ég kemst
ekki frá vinnu fyrr en um kL
6 e.m. fæ ég hvergi mjólk,
nema á okurverði. Lítil hyrna á
4 til fimm krónur. Nú eru
nokkrar matvöruibúðir opnar
til kl. 10 á kvöldin en mjólk
er ekki hægt að kaupa í höfuð-
borginni eftir kl. 6. Og svo er
klukkan þeirra í mjólkunbúð-
unum alltaf á undan klukk-
unni t.d. hjá Silla og Vaida —
hurðin í lás og gardínan niður-
dregin. Og þá er bara að kaupa
mjólk á 16 til 20 kr. lítrann.
Hvað skyldi vísitalan verða
með því mjóikurverði. En ég
fæ bara laun etftir dagverði
mjólkur, og þessvegna missir
vinnuveitandi minn oft af dýr-
mætum starfskröftuim mínum
svo ég geti hlaupið út og keypt
mjólk á vísitöluverði. Ég held
að „Smjörfjall“ KUjans mundi
minnka að mun ef nokkrar
mjóliburbúðir væru opnar til kl.
10 og mætti segja mér, að það
mundi borga sig fyrir Ríkis-
sjóð að selja mjólk til þesa
tima á skaplegu verði, heldur
en að halda áifram að láta
„Smjörfjallið“ vaxa, ef Mjólk-
ursamsalan sér sér ekki fært
að gera það.“
Kaupmenn - Kanpfélög
Nú er rétti tíminn til að panta
Rafhlöðúr fyrir veturinn.
Bræðurnir Ormsson hf.
Vesturgötu 3, Lágmúla 9.
Sími 38820.
r